Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 6
6 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Mið-Austurlönd Veistusvarið? 1Kraftmikil rokksveit sem gerði garð-inn upp úr 1980 með Bubba Morthens í broddi fylkingar kemur saman á ný á næstunni. Hvað heitir sveitin? 2Formannsskipti verða í VerslunarráðiÍslands í vikunni. Hver er verðandi formaður? 3Hvað heitir miðborgarprestur? Svörin eru á bls. 30 Góðar horfur í ferðaþjónustu í sumar: Stefnir í metfjölda erlendra ferðamanna FERÐAÞJÓNUSTA Góður horfur eru í ferðaþjónustu fyrir komandi sumar og búast Samtök ferða- þjónustunnar við að 350 þúsund erlendir ferðamenn sæki Ísland heim, fleiri en nokkru sinni. Til samanburðar komu 320 þúsund erlendir ferðamenn til landsins í fyrra. Það stefnir því í að aukningin geti orðið tæplega 10%. Skýringanna er að leita í stór- auknu sætaframboði í flugi til landsins, Ísland virðist komið á kortið hjá stórum ferðaheildsöl- um og það til að vera. Sem dæmi fjölgar sætum í flugi frá Þýskalandi í sumar um tuttugu prósent, ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavík- ur fjölgar í allt að sex á dag næsta sumar og bæði Icelandair og Iceland Express fjölga ferð- um og/eða áfangastöðum. Fleiri erlendir ferðamenn koma nú á eigin vegum til Ís- lands en í skipulögðum hópferð- um og sífellt algengara er að fjölmennar ráðstefnur séu haldnar hér á landi. ■ STJÓRNMÁL „Það er verkefni nýrrar stjórnar kjördæmisráðs að ráða fram úr þessum fjármálum og sú vinna er þegar komin í gang. Ábyrgðir af skuldum munu færast á herðar nýrra einstaklinga, þegar og ef til fram- lengingar kem- ur,“ segir Stein- grímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, um s k u l d a s t ö ð u flokksins í Suð- vesturkjördæmi og ábyrgð Ragnhildar Guðmunds- dóttur, fyrrverandi formanns kjör- dæmisráðs, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Ragnhildur skrifaði upp á skuldabréfið í kosningabaráttunni og er enn ábyrgðarmaður. Stein- grímur J. segir að misskilnings gæti hjá Ragnhildi varðandi þá skuldbindingu. Í fyrsta lagi sé upp- hæðin talsvert lægri en tvær millj- ónir króna en þá sé þess að gæta að Kristín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri VG, sé fyrsti ábyrgð- armaður lánsins en Ragnhildur ann- ar. „Allt tal um persónulegar ábyrgðir er út í hött því kjördæmis- ráðið og flokkurinn eru auðvitað skuldarinn og greiða þetta. Ábyrgð- ir á borð við þessa eru algengar á meðal þeirra sem eru í forsvari fyr- ir félagasamtök og undirrita skuld- bindingar af ýmsu tagi,“ segir hann. Steingrímur segist sjálfur hafa ábyrgst flokkaskuldir af ýmsu tagi þau 20 ár sem hann hafi starfað í stjórnmálum og aldrei hafi hvarflað að sér að þurfa að greiða þær skuld- ir sjálfur. Hann viðurkennir þó að ef flokkurinn bregðist algjörlega standi upp á einstaklinginn að borga en slíkt komi alls ekki til í þessu tilviki. „Það er rétt sem kemur fram í fréttinni að í Suðvesturkjördæmi er verið að glíma við nokkrar skuldir. Slíkt er þó ekkert einsdæmi og á við um Norðausturkjördæmi líka. Það er þó ekkert til að kvarta yfir og eins og hvert annað verkefni að koma þeim út úr heiminum,“ segir hann. Steingrímur segist alfarið hafna því að um óráðsíu kosningastjórans hafi verið að ræða. Reikningar hafi verið endurskoðaðir og hvergi sé misfellu að finna. Því sé ómaklegt að skella skuldinni á kosningastjór- ann. „Hún vann gott starf við erfiðar aðstæður og nýtur míns fyllsta trausts,“ segir Steingrímur. Hann segir að ný stjórn kjör- dæmaráðsins vinni nú af krafti að því að ná niður skuldum. „Flokkurinn er í samstarfi við kjördæmin um þau mál,“ segir Steingrímur og telur það vera kald- ar kveðjur frá Ragnhildi og Frétta- blaðinu að segja frá máli þessu þá helgi sem VG haldi upp á 5 ára af- mæli sitt. rt@frettabladid.is Ný útfararaðferð: Frysta lík og brjóta STOKKHÓLMUR, AP Lík verða fryst og brotin niður með hljóðbylgj- um ef hugmyndir sænska líf- fræðingsins Susanne Wiigh- Mæsak verða að veruleika. Hennar hugmynd er að frysta líkin þar til þau eru nærri 200 gráðu köld. Eftir það er hægt að brjóta þau niður með hljóðbylgj- um þannig að eftir verður duft- kennt efni. Vatn er síðan síað frá og mengandi efni hreinsuð frá áður en líkamsleifarnar eru brenndar eða jarðaðar í litlum krukkum sem brotna niður í náttúrunni. Með þessu vill Wiigh-Mæsak bregðast við áhyggjum af því að efni skaðleg umhverfinu sleppi út, svo sem við brennslu og hefðbundnar út- farir. ■ Sjúkraþjálfarar í öldrunarþjónustu: Lýsa áhyggj- um af niður- skurði HEILBRIGÐISMÁL Aðalfundur Fé- lags sjúkraþjálfara í öldrunar- þjónustu lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhugaðri skerðingu á starfsemi og þjón- ustu Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, sérstaklega fyrir- huguðum niðurskurði á öldrun- arsviði og endurhæfingardeild fjölfatlaðra í Kópavogi. Í ályktun félagsins segir að verið sé að skerða þjónustu við fólk sem eigi erfitt með að berj- ast fyrir réttindum sínum. Ára- langri sérhæfingu og uppbygg- ingu á góðri starfsemi sé fórnað og ólíklegt sé að það leiði til sparnaðar í framtíðinni. ■ Ariel Sharon: Ekki búist við ákæru ÍSRAEL Ólíklegt þykir að Ariel Sharon verði ákærður í tengslum við rannsókn á meintum mútu- greiðslum til hans og sonar hans Gilad, að því er fram kemur í ísra- elskum fjölmiðlum. Þar er haft eftir heimildarmönnum innan lög- reglunnar að ekki séu nægjanleg sönnunargögn fyrir hendi til að ákæra hann. Menahem Mazuz ríkissaksókn- ari tekur ákvörðun um ákæru á næstu vikum. ■ BÝST VIÐ FUNDI Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, seg- ist eiga von á því að hann hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að máli áður en mánuður- inn er úti. Þeir hafa enn ekki fundað saman síðan Qureia tók við embætti. FRELSIÐ MÚSLÍMA Benny Elon, ferðamálaráðherra Ísraels, segir að ekki komi til greina að leyfa kristnum trúboðum að reyna að snúa gyðingum til kristni. Hann hvatti hins vegar til þess að þeir færu í moskur múslíma og boðuðu trú sína þar. „Minnið alla íslamska morðingja á að þeir eigi ekki að myrða. Gerið þá að kristnu og góðu fólki,“ sagði hann. Orðrómur um yfirtöku: Sá breski hækkar VIÐSKIPTI Breski bankinn Singer and Friedlander hækkaði um rúm fimm prósent á föstudag. Orðrómur hefur verið um að bankinn verði yfirtek- inn, annað hvort af KB banka sem á 9,5% í bankanum, eða belgískum banka. Orðrómurinn hefur skotið upp kollinum reglulega. KB banki þarf að sækja um leyfi til breska fjármálaeftirlitsins til þess að fara upp fyrir 10% hlut. Samkvæmt heimildum er slík umsókn þegar til umfjöllunar. Það eitt og sér þarf ekki að þýða að bankinn stefni að yfirtöku. Hins vegar er talið líklegt að KB banki hafi fullan hug á að taka yfir bankann. ■ BJART FRAM UNDAN Horfur í ferðaþjónustu eru góðar fyrir kom- andi sumar og má búast við að fleiri er- lendir ferðamenn komi til landsins en nokkru sinni. Ábyrgð á flokksskuld- um er ekki einsdæmi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir fráleitt að ábyrgðir einstak- linga vegna skulda flokksins hvíli á þeim. Flokkurinn standi við skuldir sínar. Ný kjördæmisstjórn í Kraganum vinnur á kosningaskuldum. „Kjördæm- isráðið og flokkurinn eru auðvitað skuldarinn og greiða þetta. SKULDIRNAR ERU FLOKKSINS Formaður VG segir misskilnings gæta vegna persónulegra ábyrgða einstaklinga á skulda- bréfi vegna kosningabaráttu flokksins. Flokkurinn sé skuldari og muni greiða skuldabréfið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.