Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 29
29MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004 MÁL&L? MINNA ER KOMINN TÍMI Á Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia Pondus eftir Frode Øverli BAI LING Setur sig í stellingar fyrir ljósmyndara á kvikmyndahátíðinni í Berlín í gær. Hún leikur í myndinni Beautiful Country eftir norska leikstjórann Hans Petter Moland. Conan fer á flakk SJÓNVARP Conan O’Brien ætlar að skreppa með hinn vinsæla spjallþátt sinn Late Night til Kanada í vikunni og senda út frá Toronto. Þetta er í annað sinn á 10 ára ferli sem Conan sendir þáttinn út annars staðar en frá New York. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á Toronto sem ferðamannastað en straumur fólks til borgarinnar hefur snarminnkað eftir HABL- tilfellin sem komu þar upp í fyrra. Fjöldi frægs fólks hefur lagt Toronto lið, þar á meðal Michael J. Fox, Jim Carrey og Mike Myers, og nú bætist Conan í hópinn. „Ég vildi óska þess að ég gæti látið líta út fyrir að ég sé að þessu fyrir Toronto-búa og vilji hjálpa þeim,“ segir O’Brien, „en tilfellið er bara að þetta hentar okkur afskaplega vel. Ég elska borgina og þegar þið pælið í því þá hefur svo margt hæfileika- fólk komið frá Kanada, ekki síst Montreal og Toronto.“ ■ Jordan sparkað FÓLK Daður fyrirsætunnar barm- miklu Jordan við ástralska söngvar- ann Peter Andre virðist ekki hafa fallið áhorfendum raunveruleika- sjónvarpsþáttarins I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here í geð en daman var kosin úr þættinum á laugardag- inn og sjálfur stóð Andre tæpur en hann fékk næstfæst atkvæði. Veðmangarar eru hæstánægðir með niðurstöðuna enda höfðu flestir veðjað á að Jordan myndi vinna keppnina og hafa því þegar tapað peningunum sínum. Eftir brotthvarf Jordan veðja flestir á að fyrrum meðlimur Atomic Kitten, Kerry McFadden, verði drottning frumskógarins þegar upp verður staðið. Jordan neitaði því alfarið að eitt- hvað væri á milli sín og Andre þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir að henni hafði verið sparkað. Hún við- urkenndi þó að hún sæi fram á vand- ræði í sambandi sínu við kærastann Scott Sullivan. „Ég hafði verið vöruð við Peter en hann er fínn náungi. Það er ekkert í gangi hjá okkur en hann er mín týpa. Alveg gullfallegur og ég fell fyrir þannig mönnum. Við getum farið út að borða ef hann vill og ef hann kemur til Englands getur hann búið hjá mér en ég er ekki að segja að það myndi neitt koma út úr því.“ En það er sem sagt ekkert í gangi og Jordan var að öðru leyti hæstánægð með brottreksturinn. „Ég er svo ánægð. Ég hefði ekki getað verið þarna lengur,“ sagði fyrirsætan, sem þráir það heitast að fara í búðir. ■ CONAN O’BRIEN Ætlar að skreppa með kvöldþáttinn sinn á NBC til Kanada en þetta er í annað skipti á 10 ára ferli hans sem stjórnandi þáttarins sem hann leggur land undir fót. JORDAN Daður hennar hitti ekki í mark og áhorfendur kusu hana úr I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here um helgina. Þeir kostuðu að vísu tæpan sjö þusund kall, en ég bara VARÐ að kaupa þá! Það er eins gott að kaupa það besta, hann Hafsteinn gengur jú í töflum mestallan daginn! Alveg trúi ég því! Straumlínulagaðir og glæsilegir! Gúmmísóli með bíldekkjamynstri til að tryggja hámarksþægindi! Með klassísku köflóttu skosku mynstri!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.