Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 23
23MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 FEBRÚAR Mánudagur RANGERS Leikur við Celtic í skosku bikarkeppninni. Skoski bikarinn: Rangers mætir Celtic FÓTBOLTI Ranger vann Kilmarnock 2-0 á útivelli í sextán liða úrslitum skosku bikarkeppninnar í gær. Ron- ald de Boer og Shota Arveladze skoruðu mörkin um miðjan seinn hálfleik. Rangers mætir erkifjendunum í Celtic í undanúrslitum en Celtic hefur sigrað í síðustu fjórum viður- eignum félaganna og hefur ekki tapað fyrir Rangers á heimavelli í fjögur ár. Alex McLeish, fram- kvæmdastjóri Rangers, lætur það ekki angra sig. „Ég lít á þetta já- kvæðum augum í stað þess að vera svartsýnn,“ sagði McLeish. „Þetta verður augljóslega mjög erfiður leikur og Celtic hefur náð frábær- um árangri á heimavelli. Ef allir leikmenn mínir verða heilir verð ég ánægður með að eiga í erfiðleikum með að velja í lið og við getum farið þangað fullir sjálfs- trausts,“ sagði McLeish. Livingston tryggði sér einnig sæti í átta liða úrslitum í gær. Der- ek Lilley skoraði þrjú mörk og David Fernandez eitt þegar Livingston vann áhugamannaliðið Spartans 4-0. ■ SJÓNVARP  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2. Þátt- ur um leiki ensku úrvalsdeildar- innar um helgina.  16.40 Helgarsportið á RÚV.  18.00 Ensku mörkin á Sýn. Þáttur um leiki ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.  19.00 Spænsku mörkin á Sýn.  20.00 Enski boltinn á Sýn. Bikarleik- ur Tottenham Hotspur og Manchester City frá því í síðustu viku endursýndur.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Ensku mörkin Sýn. Sýnt frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.  23.25 Spænsku mörkin á Sýn. Þátt- ur um leiki spænsku úrvalsdeild- arinnar um helgina.  23.40 Markaregn á RÚV. Þáttur um leiki þýsku Búndeslígunnar um helgina. Sænska rallið: Sögulegur sigur Loeb RALL „Ég er mjög ánægður að sanna að það sé hægt að sigra hér,“ sagði Frakkinn Sebastien Loeb eftir sigurinn í sænska rall- inu í gær. „Það gleður mig enn meira að þetta var fyrsti sigur minn á öðru yfirborði en malbiki.“ Loeb, sem ekur á Citroën, varð í gær fyrstur ökumanna utan Norðurlanda til að sigra í sænska rallinu, sem hófst árið 1950 en hefur verið hluti af heimsmeist- arakeppninni síðan árið 1973. Sebastien Loeb, sem sigraði einnig í rallinu í Monte Carlo fyr- ir tveimur vikum, sagði að honum hefði gengið vel að laga sig að að- stæðum í Svíþjóð. „Það er auðvelt að gera mistök á svona yfirborði, við ökum oft á 200 kílómetra hraða í snjó og vegirnir litlu breiðari en bílarnir okkar. En þeg- ar á reyndi leið mér vel í bílnum,“ sagði Loeb. Finninn Marcus Grönholm var annar í gær en hann sigraði þrisvar í rallinu á síðustu fjórum árum. Grönholm var 46 sekúndum á eftir Loeb en heimsmeistarinn Petter Solberg varð þriðji, 35 sek- úndum á eftir Grönholm. Finninn Janne Tuohino varð fjórði og Spánverjinn Carlos Sainz fimmti en Henning Solberg varð sjötti. Sebastien Loeb hefur gott for- skot eftir fyrstu tvær keppnirnar með 20 stig en stigin hans og stig- in fjögur sem Carlos Sainz hefur aflað þýða af Citroën leiðir í keppni bílaframleiðenda. Ford er í öðru sæti með 22 stig, Peugeot hefur sautján, Subaru tíu og Mitsubishi sex. Næsta keppni verður í Mexíkó helgina 12. til 14. mars. ■ Jón Arnar fjórði í Tallinn Árangurinn dugði ekki til að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Búdapest í næsta mánuði. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Árangurinn var ekki góður ef ég á að segja eins og er,“ sagði tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon, sem varð fjórði í sjöþrautarkeppninni í Tall- inn um helgina. „Kúluvarpið var eina greinin sem var í lagi og 1.000 metra hlaupið slapp til. Ég hefði getað pressað mig niður um nokkrar sekúndur. Stangarstökkið var hvorki gott né slæmt en aðrar greinar voru ekki góðar.“ Tékkinn Roman Sebrle sigraði í keppninni í fjórða sinn, nú á mótsmeti, 6.350 stigum. Gestgjaf- inn Erki Nool, sem átti fyrra met- ið, 6.309 stig, varð annar. Jón Arnar var fimmti eftir keppni laugardagsins og hélst staða hans óbreytt eftir fyrri tvær greinarnar í gær. Hann komst upp fyrir Eistlendinginn Kristjan Rahnu í lokagreininni, 1.000 metra hlaupi, og endaði í fjórða sæti. Jón Arnar varð sjötti í fyrstu gein gærdagsins, 60 metra grindahlaupi, á 8,23 sekúndum og gaf það 925 stig. Bandaríkja- maðurinn Bryan Clay sigraði í greininni en Kristjan Rahnu og Roman Sebrle hlupu á 8,03 sek- úndum. Erki Nool og Roman Sebrle stukku 5,05 metra í stangarstökk- inu, Jón Arnar og Rahnu stukku 4,85 en Clay stökk aðeins 4,55. Nool komst upp í annað sætið sam- anlagt en Clay féll niður í það þrið- ja. Staða annarra breyttist ekki. Sebrle sigraði í 1.000 metra hlaupinu á 2:43,82 mínútum og bætti tíu stigum við forskot sitt á Nool. Jón Arnar varð þriðji í hlaupinu og tryggði sér fjórða sætið í keppninni. Jón Arnar Magnússon lauk keppni með 5.916 stig. Hann stefndi á að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Búdapest fyrstu helgina í mars en það gekk ekki eftir. Hann segir að ekki sé ljóst hvort þessi árangur dugi til þess að komast á mótið. Um næstu helgi keppir Jón Arnar á Meistaramóti Íslands en hann segir að ekki sé ljóst hvaða mótum hann keppir á eftir það. ■ Tryggvi Guðmundsson: Til Örgryte FÓTBOLTI Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson gekk í gær til liðs við sænska félagið Örgryte. Tryggvi hefur leikið í Noregi undanfarin sex ár, fyrst þrjú ár með Tromsö en síðstu þrjú árin með Stabæk. Tryggvi er þriðji Íslendingurinn hjá Örgryte en fyrir eru Atli Sveinn Þórarinsson og Jóhann Guðmunds- son. Atli hefur leikið með Gauta- borgarfélaginu frá árinu 2000 en Jó- hann gekk til liðs við Örgryte í byrj- un árs. Örgryte sigraði í Iceland Ex- press-mótinu hér á landi í síðasta mánuði og verður í æfingabúðum í Brasilíu frá 22. febrúar til 12. mars. Sænska deildakeppnin hefst í byrj- un apríl og á Örgryte útileik gegn Elfsborg í fyrstu umferð. ■ Ernie Els: Ótrúlegur dagur GOLF „Það gekk bara allt á afturfót- unum og þetta var hvert klúðrið á eftir öðru. Þetta var orðið hlægilegt á níundu holunni,“ sagði Suður Afr- íkumaðurinn Ernie Els eftir sigur- inn á Heineken Classic-golfmótinu. Els sýndi sínar bestu og verstu hlið- ar á mótinu í Melbourne en hafði að lokum betur í baráttunni við Ástal- ann Adam Scott. Els byrjaði mótið með glæsibrag og fór völlinn á 60 höggum, tólf und- ir pari, sem er nýtt mótsmet. Loka- dagurinn var lengi vel andhverfa þess fyrsta en hann fór hringinn á tveimur yfir pari en var sex högg- um yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Verst gekk honum á fjórðu holunni, par fjögur holu sem hann lék á sjö höggum. Els náði að vinna sig út úr vand- ræðunum og lauk hringnum á tveimur höggum undir pari og sam- anlagt einu höggi færra en Adam Scott. „Ég veit það kannski seinna hvernig mér tókst að snúa við blað- inu. Ég fór fyrstu níu holurnar á 42 höggum þegar allt gekk mér í mót og síðan næ ég einhvern veginn að snúa við blaðinu. Þetta var ótrúleg- ur dagur,“ sagði Els. „Á fyrstu níu holunum var eins og ég hefði aldrei áður leikið golf.“ Els og Scott voru jafnir eftir elleftu holuna á lokadeginum en Els fór næstu tvær á einu höggi minna en Scott. Ástralinn minnk- aði forystu Els í eitt högg á næst- síðustu holunni en báðir fóru þeir síðustu holuna á pari. „Þegar ég lít til baka eftir nokkra daga verð ég kannski ánægður. Núna er ég bara feginn að þetta er afstaðið,“ sagði Els. ■ SEBASTIEN LOEB Frakkinn Sebastien Loeb sigraði í Svíþjóð en enginn ökumaður utan Norðurlanda hefur áður sigrað í sænska rallinu. STAÐA EFSTU MANNA Sebastien Loeb (Citroën/franskur) 20 Marcus Grönholm (Peugeot/finnskur) 13 Markko Martin (Ford/eistneskur) 10 Petter Solberg (Subaru/norskur) 8 Francois Duval (Ford/belgískur) 6 JÓN ARNAR MAGNÚSSON Varð fjórði á sjöþrautarmótinu í Tallinn um helgina. LOKASTAÐAN Roman Sebrle (Tékklandi) 6.350 Erki Nool (Eistlandi) 6.123 Bryan Clay (Bandaríkjunum) 6.014 Jón Arnar Magnússon (Íslandi) 5.916 Kristjan Rahnu (Eistlandi) 5.892 Tomas Dvorak (Tékklandi) 5.818 Chiel Warners (Hollandi) 5.704 Mikk Pahapill (Eistlandi) 5.322 David Pope (Bandaríkjunum) 5.201 Andres Raja (Eistlandi) 5.110 Árangur Jóns Arnars Magnússonar 60 metra hlaup 7,09 851 Langstökk 7,31 888 Kúluvarp 15,95 848 Hástökk 1,95 758 60 metra grindahlaup 8,23 925 Stangarstökk 4,85 865 1.000 metra hlaup 2:48,54 781 ERNIE ELS Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði í Heineken Classic-mótinu í Ástralíu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.