Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004 ■ MYNDLIST 27 LAST SAMURAI kl. 6 og 9 B i 14 ára MADDITT kl. 6 M. ÍSL. TALI ATH! miðaverð 500 kr. HUNTED MANSION kl. 4.45 og 9 SÝND kl. 8 og 10.20 B i 14 ára SÝND kl. 5 og 9 SÍMI 553 2075 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 16 ára SÝND kl. 6.30, 9 og 11 SÝND kl. 5 og 7 M. ÍSLENSKU TALI kl. 10.30 B i 14 áraMASTER & CO... 5.30MONA LISA SMILE SÝND kl. 5.30, 8 og10.30 B i 16 ára SÝND kl. 5.20, 8 og10.40 B i 16 ára SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com Tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta teikni- myndin Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl- skylduna með tónlist eftir Phil Collins! Charlize Theron vann Golden Globe- verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna Kýr strauk úr brúðkaupi í bæn-um Wunstorf, nálægt Hannover í Þýskalandi, og ruddist inn í banka, gestum til mikillar ánægju. Kýr hafði verið notuð í brúðkaupinu sem brandari þar sem brúðguminn var bóndi. Brandarinn var að beljan ætti að skaffa gestum mjólk í glös sín í stað kampavíns. Kúnni var greinilega ekki skemmt og ákvað að yfirgefa samkvæmið. Kusa gekk beint inn í bankann, rölti um hann endilang- an, og gekk svo aftur út. Stuttu síðar var hún gripin á bílastæðinu fyrir utan. „Dýrið var góður viðskiptavin- ur,“ sagði talsmaður bankans í samtali við dagblaðið Bild. „Hún hagaði sér vel, var vingjarnleg og henti ekki neinu um koll.“ ■ BELJAN Þessi kýr rölti inn í banka, en fann þar ekkert verðmætt. Skrýtnafréttin ■ Kýr ruddist inn í banka. Stal engu. Belja í banka Eftirlætishundur gamanleikar-ans Adams Sandler dó úr hjartaáfalli á dögunum. Enski bolabíturinn Meatball var 4 ára þegar hann dó en hann var hring- beri í brúðkaupi Sandlers og Jackie Titone árið 2003. Þá var hann klæddur í smóking og bar sig vel þegar hann trítlaði upp að altarinu. Meatball var sonur Mr. Beefy, sem lék talandi hund í Sandler myndinni Little Nicky. Sandler á enn bolabítshvolpinn Matzoball sem eiginkona hans gaf honum í brúðkaupsgjöf en hann fyllir vart skarð Meatballs, sem verður sárt saknað. Charlize Theron segist hafastokkið á hlutverk morðóðu vændiskonunnar í Monster en hún sé ekki enn búin að átta sig á því að hún hafi hlotið Golden Glo- be-verðlaunin fyrir leik sinn í þessari ódýru kvikmynd. Þegar Theron kynnti myndina á kvik- myndahátíðinni í Berlín sagði hún að leikkonum gæfist sjaldan tækifæri á að leika jafn krefjandi aðalhlutverk sem rísa svona langt yfir hin dæmigerðu hlut- verk góðu eða vondu konunnar. „Þetta er mjög sjaldgæft í Hollywood,“ sagði leikkonan, sem einnig hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á morðkvendinu Aileen Wu- ornos. Líkamsgötun virðist hafa fengiðómetanlega auglýsingu þegar Justin Timber- lake beraði brjóst Janet Jackson í hálf- leik ameríska ruðningsins á dögunum. Þá komst heims- byggðin að því að Janet er með forláta stjörnu festa á geirvört- una og það er ekki að sökum að spyrja að það hefur allt ver- ið brjálað hjá þeim sem starfa við lík- amsgötun í Bandaríkjun- um frá því að ósköpin fóru í loftið. Hvaðanæva að berast fréttir af endalausum biðröðum fólks sem vill láta gata geirvörtur og fleiri líkamshluta og þá hefur sala á alls kyns lokkum, hringjum og öðru glingri sem sett er í götin rokið upp úr öllu valdi. Jennifer Aniston hefur tekið aðsér að leika konu sem trúir því staðfastlega að kvikmyndin The Graduate, með Dustin Hoffman og Anne Bancroft í aðalhlutverk- um, sé byggð á fjölskyldu sinni. Persóna Aniston mun sem sagt komast að því að hún gæti verið dóttir hinnar sögufrægu frú Robinson sem dró Dustin Hoffman á tálar í The Graduate frá árinu 1967. George Clooney og Steven Soderbergh framleiða myndina en hún verður fyrsta leikstjórnarverkefni Teds Griffin, sem skrifaði handritið að Ocean’s 11. Listasafn Reykjavíkur er ekkibara til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, heldur heyrir starfsemi bæði Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns við Sigtún einnig undir Listasafn Reykjavíkur. Nú um helgina voru opnaðar samtals þrjár sýningar í Lista- safni Reykjavíkur. Á Kjarvalsstöðum var í gær opnuð samsýning þriggja mynd- höggvara, þeirra Önnu Eyjólfs- dóttur, Ragnhildar Stefánsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. Sýning þeirra nefnist „Órar um ást og smásmyglislegar einkalífs- rannsóknir“. Í miðrými Kjarvalsstaða opn- aði síðan breski listamaðurinn Al- isdair Macintyre sýningu sem hann nefnir „Veran í deginum“. Macintyre hefur búið hér á landi um nokkurt skeið og sýndi síðast hér í sal Íslenskrar grafíkur á síð- asta ári. Í Ásmundarsafni við Sigtún hefur loks verið opnuð fyrsta sýn- ingin af þremur í sýningarröð ungra listamanna sem ber heild- arheitið Píramídarnir. Það er Ás- dís Sif Gunnarsdóttir sem ríður á vaðið og sýnir ljósmyndir og myndbandsverk. ■ LEIKFÖNG Jóhann Breiðfjörð, sem vann um fimm ára skeið við að hanna tæknimódel hjá Lego, hefur ferðast um skóla í fjögur ár með Legónámskeið. Þegar náðist í Jó- hann var hann að koma út úr Lækj- arskóla í Hafnarfirði og bráðum verða námskeið í Grafarvogsskóla. „Ég fékk send til mín um 200 kíló af kubbum til Íslands sem þeir afturkölluðu aldrei og voru farnir að rykfalla inni í bílskúr. Því fékk ég leyfi hjá innflytjandanum til að nota þá til að fara um skóla og halda námskeið. Það er betra að hleypa krökkunum í þetta en að nota ekki neitt. Á námskeiðinu er ég að kenna þeim að nota tannhjól og rafmagnsmótora. Þau ákveða sjálf hvað þau vilja gera og svo hjálpa ég þeim að útfæra hlutina. Börn hafa mjög gott af því að hugsa í rými og nota puttana. Þau eru svo mikið í tölvuleikjum og vantar tækniörvun. Ég hef farið með um 100 kíló af kubbum á milli skóla og þau hafa aldrei séð eins mikið af kubbum á einum stað. Svo er ég með rafmagnsmótora og batteríkassa, því er hægt að gera margt út úr þessu.“ Í leiðinni er Jóhann að benda börnunum á að það sé hægt að vinna við það sem þeim finnst skemmtilegast og að þau þurfi ekki alltaf að bíða eftir því að ein- hver annar geri hlutina, því þau geti notað kollinn og gert eitthvað sjálf og fundið lausnir á því sem vefst fyrir þeim. Sjálfur gerði hann það þegar hann fékk sér vinnu hjá Lego. „Það eru margir sem vaxa ekkert upp úr Lego. Ég varð bara að finna leið til að fá gre- itt fyrir þetta, sem betur fer gekk það upp.“ Jóhann hefur vakið athygli með stórt Lego-vélmenni sem hann bjó til fyrir sjálfan sig en kom það aldrei til að vélmennið færi í fram- leiðslu hjá Lego? „Ég sýndi þeim grunnhugmyndina en þeir sögðu strax að þetta yrði allt of dýrt. En það var margt notað af þeim hug- myndum sem ég hannaði. Dýra vélmennið er bara það eina sem ég má sýna, fyrir utan það sem þegar er komið í búðir.“ ■ ALISDAIR MACINTYRE Sýnir í miðrými Kjarvalsstaða. Nýjar sýningar HUGSAÐ Í RÝMI Jóhann segir krakkana hafa gott af því að líta upp frá tölvuleikjunum og vinna með höndunum. JÓHANN BREIÐFJÖRÐ Vildi halda áfram að kubba og leitaði því til Lego eftir vinnu hann ferðast nú um á milli skóla og kennir börnum á rými og nýsköpun með tæknilego. Aldrei of gamall fyrir LegoFréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.