Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.02.2004, Blaðsíða 24
24 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR RAFAEL NADAL Spánverjinn Rafael Nadal í keppni við Tékkann Radek Stepanek í Davis-bikar- keppninni í gær. Tennis Þýska Búndeslígan: Bayern á sigurbraut FÓTBOLTI Michael Ballack kom mikið við sögu þegar Bayern München sigraði Hannover 96 í 19. umferð þýsku Búndeslígunnar í gær. Ball- ack skoraði fyrsta mark leiksins á tíundu mínútur og var rekinn af velli korteri fyrir leikslok með tvö gul spjöld á afrekaskránni. Zé Roberto, sem lagði upp mark Ballacks, skoraði annað mark Bayern um miðjan seinni hálfleik. Roy Makaay lagði upp markið fyrir Zé Roberto og skor- aði síðan sjálfur þriðja mark Bayern á 77. mínútu. Makaay fékk boltann frá Claudio Pizarro við vítateigslínuna og sendi hann í markhornið vinstra megin. Átta mínútum fyrir leikslok skoraði Stanko Svitlica mark Hannover með skoti af stuttu færi en samherja hans Julian De Guz- man var vísað af velli á lokamínút- unni. Bayern stökk upp í annað sæti deildarinnar og er sex stigum á eftir Werder Bremen. Stuttgart féll hins vegar niður í þriðja sætið eftir 1-0 tap gegn botnliði Herthu fyrir hálftómum Ólympíuvellinum í Berlín. Fredi Bobic skoraði mark Herthu þremur mínútum fyrir leikslok. Marcelinho sendi boltann inn í vítateig Stuggart úr auka- spyrnu og stökk Bobic hæst og skallaði boltann í markið. Hertha Berlín hafði ekki unnið leik frá því félagið lagði Borussia Mönchengladbach 2-1 í byrjun nóvember. Þrátt fyrir sigurinn er félagið í neðsta sætinu með sext- án stig. Það hefur jafn mörg stig og Eintracht Frankfurt og Köln en markatala Berlínarfélagsins er tíu mörkum lakari en hinna félag- anna. ■ Chelsea vann Charlton Jimmy Floyd Hasselbaink skoraði sigurmark Chelsea en Maik Taylor bjargaði Birmingham frá tapi gegn Manchester City. FÓTBOLTI Chelsea fylgir Arsenal og Manchester United eftir í topp- baráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea vann Charlton 1-0 á Stam- ford Bridge í gær og skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 28. mínútu. Chelsea fékk vítaspyrn- una þegar Suður-Afríkumaðurinn Mark Fish braut á Hasselbaink. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann með Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn í lið Chelsea fyrir Hasselbaink á 74. mínútu. Eiður lagði upp færi fyrir Adrian Mutu níu mínútum síðar en Dean Kiely, markvörður Charlton, varði með glæsilegum tilþrifum. „Ég fann mig í leiknum strax við fyrstu snertingu,“ sagði Eiður Smári í viðtali við Sky Sports eft- ir leikinn. „Ég reyndi að leggja upp auðvelt færi fyrir Adrian en vonandi fer hann að skora mörk.“ Eiður Smári sagði að stigin þrjú hafi skipt öllu máli. „Við eigum eftir að leika við tvö efstu félögin og getum enn sett okkar mark á leiktíðina.“ Maik Taylor, markvörður Birmingham, var í miklum ham þegar félagið náði markalausu jafntefli gegn Manchester City á útivelli. Taylor varði hvað eftir annað skot sóknarmanna City en það var þó markvarsla hans korteri fyrir leikslok sem stóð upp úr. Jon Macken skaut að marki úr miðjum teig en Taylor varði. Antoine Sibierski náði frá- kastinu og skallaði að marki af markteig en Taylor spratt á fætur og sló boltann í stöng og út. Um miðjan fyrri hálfleik varði Taylor skallabolta frá Macken af stuttu færi en var jafnframt hepp- inn að frákastið barst ekki til sóknarmanna City sem fylgdu á eftir. „Ég áttaði mig ekki á því hversu góður hann var þegar ég keypti hann frá Southampton,“ sagði Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóri Manchester City. Birmingham fékk Maik Taylor að láni í haust frá Fulham en Keegan keypti hann þangað frá South- ampton árið 1997. „Hann var frá- bær í dag,“ sagði Keegan. „Hann varði nokkrum sinnum þegar hann virtist ekki eiga að geta var- ið.“ ■ Keppnistreyjur, æfingatreyjur, töskur, bakpokar, könnur, treflar o.m.fl. Ekki missa af þessu. „Meðlimir í Liverpoolklúbbnum FÁ 10% AUKAAFSLÁTT ef þeir eiga gildskirteini“ „LIVERPOOL DAGAR“ 10-50% afsláttur af Liverpool vörum aðeins þessa viku. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is - sendum í póstkröfu ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Chelsea - Charlton 1-0 1-0 Hasselbaink, vsp. (28.) Man. City - Birmingham 0-0 Arsenal 24 17 7 0 47:16 58 Manchester United 24 18 2 4 47:20 56 Chelsea 24 16 4 4 44:19 52 Newcastle 24 9 10 5 34:25 37 Charlton 24 10 7 7 32:26 37 Liverpool 24 9 8 7 34:26 35 Fulham 24 10 5 9 36:33 35 Aston Villa 24 9 6 9 28:27 33 Bolton 24 8 9 7 30:36 33 Birmingham 23 8 8 7 20:26 32 Southampton 24 8 7 9 23:21 31 Tottenham 24 9 3 12 31:36 30 Middlesbrough 23 7 7 9 23:27 28 Blackburn 24 7 5 12 35:39 26 Everton 24 6 7 11 28:33 25 Manchester City 24 5 9 10 32:35 24 Portsmouth 24 6 5 13 28:37 23 Leicester 24 4 8 12 32:46 20 Wolves 24 4 8 12 21:47 20 Leeds 24 4 5 15 19:49 17 NÆSTU LEIKIR Þriðjudagur 10. febrúar Arsenal - Southampton Leeds - Wolves Leicester - Bolton Miðvikudagur 11. febrúar Birmingham - Everton Blackburn - Newcastle Charlton - Tottenham Fulham - Aston Villa Liverpool - Man. City Man. United - Middlesbrough Portsmouth - Chelsea VÍTI Mark Fish, varnarmaður Charlton, brýtur á Jimmy Floyd Hasselbaink í leik Chelsea og Charlton í gær. Hasselbaink skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnunni sem dæmd var á brotið. MICHAEL BALLACK Skoraði og var vísað af velli þegar Bayern München vann Hannover 3-1 í gær. PEARCE OG CLOUGH TIL FOREST „Draumalausnin fyrir flesta er sú að Stuart Pearce verði fram- kvæmdastjóri Nottingham Forest og Nigel Clough verði aðstoðarmað- ur hans,“ sagði Stan Collymore, fyrrum leikmaður Forest, í viðtali við BBC. MEISTARADEILDIN Á WEMBLEY? Enska knattspyrnusambandið vill að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni 2007 verði háður á Wembley-leik- vangnum. Leikvangurinn verður opnaður að nýju snemma árs 2006 og eru Englendingar staðráðnir í að Wembley fái á ný fyrra hlutverk í íþróttum og tónleikahaldi. ■ Fótbolti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.