Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 32
32 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR NORSKUR SIGUR Liv Grete Poiree veifaði norska fánanum þegar hún skíðaði í mark í 4x6 km þraut á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi í Þýskalandi. Norska kvennasveitin vann þrautina en Rússar og Þjóðverjar voru í næstu sætum á eftir. Skíðaskotfimi hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 FEBRÚAR Föstudagur KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir, leikmaður nýkrýndra bikarmeist- ara og toppliðs Keflavíkur í kvennakörfunni, hefur farið mik- inn í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins og á mikinn þátt í að Kefla- vík hefur náð góðu forskoti á toppnum. Birna hefur brotið tutt- uga stiga múrinn í öllum þessum fjórum leikjum, sem Keflavík hef- ur unnið með samtals 73 stigum. Í þessum leikjum hefur Birna skor- að 27,0 stig að meðaltali, tekið 8,3 fráköst og gefið 4,0 stoðsendingar í leik að auki. Birna hefur skorað 14 þrista í leikjunum fjórum, 3,5 að meðaltali í leik, nýtt 53,8% skota sinna fyrir utan þriggja stiga lín- una og sett niður 84,6% víta sinna. Birna hefur varla gert mistök í þessum leikjum, er til dæmis að- eins með 2 tapaða bolta á móti 16 stoðsendingum og 12 stolnum bolt- um og er með heildarskotnýting- una 48%. Eini leikurinn sem minna bar á Birnu í var bikarúrslitaleik- urinn um síðustu helgi þar sem hún skoraði „aðeins“ 9 stig en það kom ekki að sök fyrir Keflavík, sem varð bikarmeistari. Birna er sem stendur annar stigahæsti Íslend- ingurinn í deildinni, með 18,4 stig í leik, og sá leikmaður sem hefur nýtt skotin sín best fyrir utan þriggja stiga línuna (38%) en Birna hefur sett niður 27 þrista í 15 deild- arleikjum í vetur. ■ FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn snjalli Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem skoraði tíu mörk fyrir ÍBV á síðasta tímabili í Landsbankadeildinni, er ekki á leið frá ÍBV eins og fréttir undanfarna daga hafa gefið til kynna. Gunnar Heiðar, sem er samningsbundinn ÍBV til haustsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri samningsbundinn ÍBV og að hann myndi skoða sín mál að loknu tímabili næsta haust. „Orð mín hafa verið tekin úr samhengi,“ sagði Gunnar Heiðar og vitnaði þar til viðtals sem birtist við hann á vef- svæðinu eyjar.net þar sem látið var að því liggja að hann hefði hafnað nýjum samningi við ÍBV og myndi ekki spila með liðinu á næsta tíma- bili. „Ég hef ekki ákveðið neitt og mun ekki gera það á næstunni. Ég ætla bara að einbeita mér að því að standa mig vel með ÍBV í sumar,“ sagði Gunnar Heiðar. Gunnar Heiðar og knattspyrnu- deild ÍBV létu síðan frá sér sameig- inlega yfirlýsingu í gær: „Knattspyrnudeild ÍBV og Gunn- ar H. Þorvaldsson vilja að eftirfar- andi komi fram vegna fréttar á eyj- ar.net. Gunnar hefur aldrei látið hafa eftir sér að óánægju gætir með klúbbinn, stjórnina eða liðið hvorki nú né áður. Samtal hans við ritstjóra netmiðilsins var breytt og tekið úr öllu samhengi svo úr varð rang- færsla sem ekki á sér stoðir. Er það markmið Gunnars og Knattspyrnu- deildar ÍBV að leggja allt kapp á að ná hámarksárangri á komandi sumri með áframhaldandi samstarfi sem hefur verið gott og farsælt. Vilja því ofangreindir aðilar beina því til stuðningsmanna og ann- arra aðila sem fylgjast ÍBV að fréttaflutningur af þessu tagi er birtist upphaflega á eyjar.net en hef- ur verið breytt, er ekki réttur og leiðréttist hér með. Virðingarfyllst, Gunnar H. Þor- valdsson og f.h. knattspyrnudeildar ÍBV Birgir Stefánsson.“ ■ Ólafur Ingi Skúlason: Á leið til Groningen? FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason, sem leikur með Arsenal, gæti verið á leiðinni til hollenska úrvalsdeild- arliðsins Groningen til reynslu en forráðamenn hollenska liðsins hafa mikinn áhuga á því að skoða kappann. Ólafur Garðarsson, um- boðsmaður Ólafs Inga, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær en sagði jafnframt að for- ráðamenn Arsenal væru ekki hrifnir af því að senda menn frá sér til reynslu annars staðar. „Það eru mörg lið sem vilja líta á Ólaf Inga, bæði á meginlandinu og í Noregi,“ sagði Ólafur. ■ LOUIS SAHA Valinn í franska landsliðið. Franska fótboltalandsliðið: Saha valinn, Anelka ekki FÓTBOLTI Louis Saha var valinn í franska landsliðshópinn fyrir leikinn við Belga í Brussel á mið- vikudag. Nicolas Anelka var hins vegar ekki valinn í hópinn en honum og Jacques Santini lands- liðsþjálfara hefur ekki verið vel til vina undanfarin misseri. An- elka hefur leikið 28 A-landsleiki en Saha er nýliði. Markverðir franska hópsins eru Fabien Barthez (Marseille) og Gregory Coupet (Lyon). Varnar- menn eru Jean-Alain Boumsong (Auxerre), Marcel Desailly (Chel- sea), William Gallas (Chelsea), Bixente Lizarazu (Bayern), Willy Sagnol (Bayern), Mikael Silvestre (Man. United) og Lilian Thuram (Juventus). Miðjumenn eru Olivi- er Dacourt (Roma), Claude Makelele (Chelsea), Robert Pires (Arsenal), Jerome Rothen (Monaco), Patrick Vieira (Ars- enal) og Zinedine Zidane (Real Madrid). Framherjar eru Sidney Govou (Lyon), Thierry Henry (Arsenal), Peguy Luyindula (Lyon), Louis Saha (Man. United) og David Trezeguet (Juventus). ■ undur.is ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og KFÍ keppa í Kefla- vík í Intersport-deildinni í körfubolta.  19.15 Þór leikur við Tindastól í Þorlákshöfn í Intersport-deildinni í körfubolta.  20.00 Selfoss keppir við Aftureld- ingu á Selfossi í 1. deild Remax- deildar karla í handbolta.  21.00 SA og Björninn leika í Skautahöllinni á Akureyri á ís- landsmóti kvenna í íshokkí.  21.00 Breiðablik mætir Val í Egils- höll á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 US Champions Tour 2004 á Sýn. Vikulegur fréttaþáttur sem fjallar um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.00 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Motorworld á Sýn. Kraftmik- ill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  21.00 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi. Miðar á Vålerenga- Newcastle: Seljast eins og heitar lummur FÓTBOLTI Miðar á fyrri leik norska liðsins Vålerenga og Newcastle í þriðju umferð Evrópukeppni fé- lagsliða sem fram fer á U l l e v a a l - l e i k - vangnum í Osló seljast nú eins og heitar lummur. Þegar hafa þrettán þúsund miðar verið seld- ir á leikinn, sem verður háður þann 26. febrúar. Miðasalan hófst 5. janúar. Eigend- ur Vålerenga dreymir um að tuttugu þúsund miðar seljist á leikinn, sem yrði nýtt met þar á bæ. ■ FÓTBOLTI „Ég hef aldrei verið í nokkrum vafa um að Jenson Button hafi alla þá eiginleika sem þarf til að verða meistari,“ sagði Patrick Head, yfirmaður tæknimála hjá formúluliði Williams. „Eins og David Richards hefur sagt er Button samningsbundinn BAR. Ökumenn vilja öfluga bíla og þéna eins mikið og hægt er. Ef hann fær þetta hjá BAR hefur hann líklega litla ástæðu til að yfirgefa liðið.“ Fréttavefur BBC greindi frá því að Williams hefði átt í viðræðum við Jenson Button, ökumann hjá BAR, en Williams-liðið leitar að ökumanni í stað Juan Pablo Montoya, sem fer til McLaren fyrir keppnistímabilið 2005. Button hóf feril sinn í Formúlunni hjá Willi- ams-liðinu árið 2000 en keppti fyrir Renault árin 2001 og 2002 og BAR- liðið í fyrra. BBC segir Giancarlo Fisichella, ökumann hjá Sauber, og Mark Webber hjá Jaguar einnig koma til greina hjá Williams. Sir Frank Williams var ekki á því að viðurkenna að hann hefði rætt við Button en ummæli Pat- ricks Head gefa áhuga Williams sterklega til kynna. „Button er öku- maður sem er samningsbundinn öðru liði en í samningnum eru ákvæði um að hann þurfi að vera ánægður með frammistöðu sína, árangur í heimsmeistarakeppninni og svo framvegis. Við skulum sjá til hvernig það gengur eftir.“ ■ Formúla 1: Button til Williams á ný? AP /M YN D BRENNHEIT BIRNA Birna Valgarðsdóttir hefur brotið 20 stiga múrinn í fjórum deildarleikjum í röð. MEÐALSKOR OG SKOTNÝTING BIRNU EFTIR MÁNUÐUM: Október 18,2 (45,2%) Nóvember 13,7 (35%) Desember 14,0 (50%) Janúar 18,8 (40,3%) Ferbúar 36,0 (60%) 1. deild kvenna í körfubolta: Birna með hvern stórleikinn á fætur öðrum SHEARER Norðmenn ætla ekki að missa af tækifæri til að sjá Alan Shearer spila á Ullevaal-leik- vangnum. JENSON BUTTON Á leið til Williams á ný? GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tíu mörk fyrir ÍBV á síðasta tímabili og fékk bronsskóinn sem þriðji markahæsti leik- maður Landsbandeildar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Ekki á leið frá ÍBV FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.