Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 38
Hrósið 38 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
Mér finnst þetta svo andstyggi-legt, ég var rétt að átta mig á
þessu í gær hvað væri á seyði,“
segir skáld- og leikkonan Didda um
auglýstar fegrunaraðgerðir á Ruth
Reginalds í Íslandi í bítið og að-
gerðina á Ríkey Ingimundardóttur
í Íslandi í dag. „Að það skuli vera
til 5 milljónir einhvers staðar til að
pota og sjúga eina manneskju þeg-
ar þetta gæti verið notað fyrir fötl-
uð börn hér á landi. Fegurð er svo
afstætt hugtak og ég er ekki að
segja að mitt fegurðarmat sé algilt
en ég á ekki eftir að hugsa um hvað
þær eru miklu fallegri á eftir, held-
ur hvað þær eru hégómlegri.“
Didda hefur ekki mikla trú á að
breytingar á útliti muni leiða til
hamingjusamara lífs. „Það er tölu-
verður munur á því að fara í svona
aðgerð ef einhver laskast eða er
með lýti heldur en að gera þetta
bara til að líða betur. Þær ættu
frekar að fara í göngutúr, jafnvel
saman eða hjálpa öðrum. Það er
hræðilega mikil naflaló í þessari
hugsun.“
Didda vill ekki einblína á Ruth í
þessu máli, enda segir hún að
þetta sé varla hennar ákvörðun
heldur fagfólksins. „Það ætti að
skammast sín og læknar ættu að
muna af hverju þeir gerðust lækn-
ar. Það er sorglegt að þessar 5
milljónir skuli vera notaðar á
svona hégómlegan hátt til að stop-
pa í einhvern krúttlegasta rass á
landinu. Hvenær ætlar íslenska
þjóðin að hætta að misnota þessa
konu? Ég vona að meirihluti þjóð-
arinnar sé yfir þetta hafinn og
stoppi þetta. Það er ekkert að því
að fólk geri það sem það vill en
það er eitthvað að þarna. Við verð-
um ekkert yngri en við erum og
það er bara hégómlegt og leiðin-
legt ef fólk getur ekki verið upp-
teknara af einhverju öðru. Ég held
að Ruth yrði mun hamingjusamari
ef hún gæti höslað þennan pening
fyrir fleiri en sjálfa sig.“ ■
Skoðun
DIDDA
■ Vakti mikla athygli fyrir stuðningsyfir-
lýsingu sína við lítil brjóst á Edduhátíð-
inni. Hún er ekki hrifin af því að verið sé
að „stoppa í einhvern krúttlegasta rass á
landinu“.
... fá Ragnar skjálfti, Óli kommi
og fleiri fyrir að endurvekja þann
gamla og góða sið að deila um
málefni og pólitík innan stjórn-
málaflokka.
Fréttiraf fólki
Stoppað í krúttlegan rass
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Jón Karl Ólafsson.
Wesley Clark.
Juninho.
í dag
Hinn myrti er
hollenskur
Morðingjarnir
sennilega
tveir
Bryggjumorðið
Austur-
evrópskur
aftökustíll
Hótel Örk
rétt handan hæðar
Valentínusardagur
Þriggja rétta kvöldverður, gisting
og morgunverðarhlaðborð
Hugljúf dinner músík
Amor sér um sína
Rós í barm
Þú býður elskunni - við bjóðum þér
Hótel Örk
Sími 483 4700
Staður stórviðburða
Verð fyrir 2
kr. 9.900,-
Ég var viss um að það yrði gam-an að taka þátt í þessu verk-
efni og fór þess vegna í prufu. Ég
lét það ekki aftra mér að ég hafði
aldrei leikið áður en taldi mig
nokkuð öruggan í því ljósi hversu
margar kvikmyndir ég hef horft
á,“ segir Ernst S. Olsen og hlær.
Hann hefur farið á kostum í hlut-
verki Færeyings í auglýsingum
fyrir Dominos-pizzur undanfarna
mánuði enda vefst hlutverkið ekki
fyrir honum þar sem hann er Fær-
eyingur í húð og hár.
Dominos-Færeyingurinn er
hinn mesti galgopi en Ernst er
dags daglega virðulegur fram-
kvæmdastjóri Vestnorræna ráðs-
ins með aðsetur á Íslandi. Vest-
norræna ráðið vinnur meðal ann-
ars að sameiginlegum hagsmuna-
málum Íslands, Færeyja og
Grænlands og hluti af starfi fram-
kvæmdastjórans er að vera
tengiliður milli þinga landanna.
En hvernig hefur gengið að að-
greina framkvæmdastjórann og
fanatíska Færeyinginn? „Það hef-
ur gengið alveg bærilega. Fólk
skilur þarna á milli og ég hef ekki
fengið nema jákvæð ummæli frá
þeim þingmönnum sem séð hafa
auglýsinguna.“
Ernst flutti til Íslands árið 2000
ásamt eiginkonu sinni til að taka
við framkvæmdastjórastöðunni
og fékk hlutverkið eftir að auglýs-
ingastofan Vatikanið sendi Fær-
eyingafélaginu í Reykjavík bréf
þar sem óskað var eftir karlmanni
til að leika í auglýsingu.
Ernst flytur aftur til Færeyja
eftir um það bil ár. Aðspurður seg-
ir hann orðstír sinn sem leikara
ekki hafa borist til Færeyja. Ein-
ungis fjölskyldan og góðir vinir viti
af þessu. Hann segir líkurnar á að
leggja fyrir sig leiklist afar litlar
og segist ekki viss hvort sú at-
vinnugrein henti honum. „Það er
heldur enginn grundvöllur fyrir að
lifa sem kvikmyndastjarna í Fær-
eyjum, til þess er landið of lítið.“ ■
Guðni Ágústsson brást harka-lega við orðum Össurar
Skarphéðinssonar um að færa
ætti verkefni landbúnaðarráðu-
neytisins annað og leggja það nið-
ur. Guðni taldi
það hina mestu
firru og í raun
hugsunarlaust
blaður. Þetta er
þó fjarri því í
fyrsta skipti
sem það kemur
til umræðu að
færa verkefni
frá ráðuneyt-
inu. Á vordög-
um 2002 var mikið rætt um að
sameina matvælaeftirlit undir
umhverfisráðuneyti en það heyr-
ir nú undir fjögur ráðuneyti. Þeg-
ar leið fram á haustið var málið
hins vegar meira og minna dáið
drottni sínum
og ástæðan ein-
föld, það
strandaði á
landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Háttsettur mað-
ur í stjórnkerf-
inu sagði þá að
vafamál væri
hvort ráðuneyt-
ið lifði það af að
missa matvælaeftirlitið frá sér
þar sem önnur verkefni ráðu-
neytisins réttlættu vart að því
yrði haldið úti sem sjálfstæðu
ráðuneyti.
Lárétt:
1 beita brögðum í viðskiptum, 6 uss, 7
bjó til klæði, 8 bardagi, 9 niðursuðuvara,
10 matföng, 12 fæða, 14 guð heiðinna,
15 tveir eins, 16 rykkorn, 17 ábreiða, 18
skák.
Lóðrétt:
1 franskur söngfugl, 2 í röð, 3 tónn, 4
api, 5 ættingja, 9 beina að, 11 hafa hug-
rekki, 13 drykkjusjúkling, 14 op, 17 tveir
eins.
Lausn:
ERNST S. OLSEN
Magnús Ólafsson hjá auglýsingastofunni Vatikaninu segir hugmyndina að nota Færeying hafa vaknað vegna þess að enginn Dominos-staður
er starfræktur í Færeyjum. Þá hafi Íslendingum fundist fyndið hvernig orða skipti algerlega um merkingu á milli færeysku og íslensku. „Sagan
um Færeyinginn er langt frá því á enda. Við vitum ekki hvernig sagan endar en það er mikill áhugi á að halda henni áfram.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Í HLUTVERKI HERRA DOMINO
„Það þurfti ekki mikið að leiðbeina Ernst í
hlutverki sínu. Sjálfur kom hann með fullt
af skemmtilegum tillögum inn í karakter-
inn. Það var ekki að sjá að maðurinn hefði
aldrei leikið áður,“ segir Magnús Ólafsson
um frammistöðu Ernst Olsen.
Sjónvarpsstjarna
ERNST S. OLSEN
■ hefur vakið athygli sjónvarpsáhorf-
enda í tengslum við auglýsingar frá
Dominos-pizzum. Hann er búsettur hér á
landi og starfar sem framkvæmdastjóri
Vestnorræna ráðsins.
Framkvæmdastjóri
auglýsir flatbökur
DIDDA
Finnst peningunum betur varið annars
staðar en að ýta undir hégómagirnd.
Lárétt: 1 pranga,6iss,7óf, 8at,9ora,
10æti,12ala,14goð,15ll,16ar, 17 lak,
18tafl.
Lóðrétt: 1piaf, 2rst,3as,4górilla,5afa,
9ota,11þora,13alka,14gat,17ll.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5