Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 2
Gæsluvarðhald: Grunur um smygl LÖGREGLA Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur úrskurðað einn eða fleiri menn í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning á töluverðu magni af fíkniefnum. Lögreglan verst allra frétta af málinu og vill ekki gefa upp hversu margir eru í varðhaldi vegna málsins né hversu mikið magn af eiturlyfjum er um að ræða. Sjón- varpið greindi frá því í gærkvöld að hugsanlega væri um að ræða á annan tug kílóa af hassi. ■ 2 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR „Við skulum vona ekki – en menn þurfa náttúrlega að taka á honum stóra sínum eftir þessa törn.“ Davíð Gunnarsson er formaður Stúdentaráðs. Í gær og fyrradag var kosið í Háskólanum og hafa frambjóðendur lítið sést með námsbækur á síð- ustu vikum. Um 3.200 kusu í kosningunum. Spurningdagsins Davíð, eru ekki allir frambjóðendurn- ir að fara að skítfalla í vor? ■ Norðurlönd ■ Lögreglufréttir Spáir fjölgun starfa í skugga ríkishalla Alan Greenspan spáir eflingu atvinnulífsins vestra og fleiri störfum. Hann segir mikinn ríkishalla þó vissa hættu sem dregið geti kjarkinn úr atvinnulífinu og þar með hamlað gegn nýjum ráðningum. WASHINGTON, AP Uppsveifla í efnahagslífi Bandaríkjanna frá síðasta sumri getur skilað sér í fleiri störfum, að því gefnu að vaxandi halli ríkissjóðs verði ekki til þess að draga kjark úr atvinnulífinu, sagði Alan G r e e n s p a n , b a n k a s t j ó r i bandaríska seðlabankans, þegar hann lýsti efnahagshorfum í Bandaríkjunum fyrir efnahags- nefnd Bandaríkjaþings. Bandarísk stjórnvöld hafa spáð því að 2,6 milljónir nýrra starfa verði til á þessu ári. Það er 400.000 störfum meira en hefur tapast á fyrstu þremur árum valdatíðar George W. Bush. Aðspurður um hvers vegna störfum hefði ekki fjölg- að samhliða uppsveiflu í at- vinnulífinu sagði Greenspan ástæðuna þá að framleiðni hefði aukist hratt, fyrirtæki gætu framleitt meira með færra starfsfólki en áður. Hann taldi þó líkur á að drægi úr fram- leiðniaukningu. Í kjölfarið gætu fyrirtæki orðið viljugri til að ráða starfsfólk. Það væri þó bundið því að fjárlagahalli Bandaríkjanna, sem er í sögu- legum hæðum, hræddi vinnu- veitendur ekki frá ráðningum. Fjárlagahallinn getur einnig gert vandann meiri þegar eftir- stríðskynslóðin fer á eftirlaun. „Án aðgerða til að bæta úr þessu gæti þróunin þrengt mjög að möguleikum okkar til að bjóða upp á jafnvel lágmarksþjónustu hins opinbera samhliða því að halda uppi núverandi réttindum eftirlaunafólks án þess að hækka skatta verulega,“ sagði Greenspan. Hagfræðingar utan ríkis- geirans hafa lýst efasemdum um spá stjórnvalda um 2,6 millj- ónir nýrra starfa á árinu en ný störf kunna að vera nauðsynleg til að George W. Bush nái endur- kjöri. „Þetta er meira en ég myndi spá fyrir um en ég er ekki að sækjast eftir endurkjöri,“ sagði David Wyss, aðalhagfræðingur Standard & Poor’s. Mark Zandi hjá Economy.com segir að vinnumarkaðurinn þurfi að efl- ast mjög hratt ef spáin eigi að ganga eftir. Greenspan sagði hins vegar að spáin væri trú- verðug að því gefnu að drægi úr framleiðniaukningu. ■ Útgáfa á sögu stjórnarráðsins: Tugmilljóna kostnaður gagnrýndur ALÞINGI Mörður Árnason, Samfylk- ingunni, gerði útgáfu rita um sögu stjórnarráðsins að umtalsefni í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær og spurði forsætisráðherra út í tug- milljóna kostnað vegna útgáfu og prentun verksins. „Ég sé ekki eftir skattpeningum til fræðimanna, en 37,5 milljónir fyrir 1.200 síður af fræðiefni hljóta að byggjast á einhverjum misskilningi. Gróf viðmiðun Hag- þenkis sýnir að kostnaður við út- gáfu þriggja binda sé ekki meiri en 14 milljónir. Hvað fór hér úrskeið- is? Voru einhverjir aðrir á launum en fræðimennirnir eða á þessi bókaútgáfa mikil ritverk óútgefin í handriti? Og 14 milljóna prent- kostnaður er helmingi meiri kostn- aður en eðlilegt þykir,“ sagði Mörður og krafði forsætisráð- herra um svör. Davíð Oddsson sagði kostnað- inn eðlilegan, heildarkostnaður við útgáfu ritanna hefði reynst minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og væri um 54 milljónir, þar af um 40 milljónir vegna höfunda og rit- nefnda. Sumarliði Ísleifsson sagn- fræðingur hefði verið ráðinn til að ritstýra verkinu og sex fræðimenn ráðnir til að fjalla um einstaka þætti. Forsætisráðherra sagði að Sögufélagið, sem væri útgefandi verksins, hefði haft tiltekið frum- kvæði að verkinu og samstarf við það félag hefði verið gott. ■ Kjarnorkuáætlun Írana: Leyndu teikningum VÍN, AP Eftirlitsmenn Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar hafa fundið teikningar í Íran af þróuð- um tæknibúnaði sem notaður er til að auðga úran. Talið er að teikning- arnar hafi Íranar fengið frá Abdul Qadeer Khan, fyrrum yfirmanns kjarnorkuáætlunar Pakistans, sem hefur viðurkennt að hafa selt kjarnorkuleyndarmál úr landi. Írönsk stjórnvöld upplýstu ekki um teikningarnar þegar þau sam- þykktu eftirlit með kjarnorkuáætl- un sinni eftir að hafa verið sökuð um að reyna að koma sér upp gjör- eyðingarvopnum, heldur fundust þær við leit eftirlitsmanna. ■ ELDUR Í FJÖLBÝLISHÚSI Tilkynnt var um eld í stigahúsi í litlu fjölbýl- ishúsi á Sauðárkróki klukkan 9.16 í gærmorgun. Íbúi í húsinu varð eldsins var þegar reykskynjari fór af stað og kallaði til slökkvilið. Húsið var rýmt en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk greiðlega og voru skemmdir á húsinu óveru- legar. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettustubbi en lögreglan á Sauðárkróki fer með rannsókn málsins. 3,5 KG AF HASSI FUNDUST Í LEIFS- STÖÐ Líklegt er talið að starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelli hafi átt að sækja um 3,5 kg af hassi sem yfir- völd fundu falin í Leifsstöð á mánudag. Rannsókn málsins stendur yfir. BROTIST INN Í KJÖTVINNSLU Brot- ist var inn í kjötvinnsluna Kjötsel í Reykjanesbæ í gærmorgun. Úti- hurð var brotin upp, farið inn á skrifstofu og teknir þaðan pening- ar. Áætlað er að ránsfengurinn hafi verið á bilinu fimmtán til tuttugu þúsund krónur. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lög- reglan í Keflavík fer með rann- sókn málsins. British Airways: Flugi aflýst enn á ný LUNDÚNIR, AP Enn á ný aflýsti breska flugfélagið British Air- ways flugi frá Lundúnum til Washington af öryggisástæðum. Um var að ræða flug BA 223 næstkomandi sunnudag. Flugi frá Lundúnum til Sádi-Arabíu var einnig aflýst. Að sögn talsmanns British Airways var þessi ákvörðun tekin á grundvelli upplýsinga frá bresk- um stjórnvöldum. Röskun hefur orðið á flugi frá Lundúnum til Washington átta sinnum á þessu ári vegna upplýsinga um hættu á hryðjuverkum. Flugi til Sádi- Arabíu hefur einnig verið aflýst nokkrum sinnum. ■ VÆGT AFBRIGÐI FUGLAFLENSU Vægt afbrigði af fuglaflensu fannst í villtri önd í Osló. Veiran fannst í sýnum sem tekin voru við rannsóknir á villtum fuglum í Noregi á síðasta ári. Að sögn heil- brigðisyfirvalda er um að ræða algengt afbrigði veirunnar sem ekki getur borist til manna. HÖFUÐBORGIN Oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur segir að ný þriggja ára fjárhags- áætlun borgarinnar sýni að borgin safni stöðugt meiri skuld- um. „Þessi þriggja ára fjárhagsáætlun borgarstjórnar sýnir að fjármálastjórnin er langt frá því að vera góð. Auk þess er hún bæði ómarkviss og úr takti við raun- veruleikann,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Sjálfstæðismenn benda á tillögur um 1,5 milljarða króna sparnað sem settar eru fram en eru ekki út- færðar. Vilhjálmur segir útgjöld borgarinnar þenjast út á nær öllum sviðum og að ekki dugi að benda á fjár- festingar Orkuveitu Reykjavíkur til þess að útskýra skulda- aukningu borgarinnar. Hann segir áætlan- ir meirihluta R-list- ans vera ómarkvissar. „Þetta er meira í ætt við sýndarveruleika en raunhæfa fjár- málastjórn,“ segir Vilhjálmur. ■ MÖRÐUR ÁRNASON Þingmaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra um það í fyrirspurnatíma á Alþingi hvort tugmilljóna króna kostnaður við útgáfu og prentun á ritum um sögu stjórnarráðsins byggðist á misskilningi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GREENSPAN OG FJÁRLAGAHALLINN Seðlabankastjórinn brá upp mynd af afkomu ríkissjóðs síðustu fimmtán árin. Fjárlagahalli hefur aukist í tíð beggja Bush-feðga en var breytt í rekstrarafgang í stjórnartíð Clintons. „Þetta er meira en ég myndi spá fyrir um en ég er ekki að sækjast eftir endurkjöri. Barnaníðingur: Gæslu- varðhald framlengt KYNFERÐISBROT Gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri, sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og fyrir að eiga mikið af barnaklámi, var fram- lengt til 4. mars í Héraðsdómi í gær. Lögreglan handtók manninn fyrst í byrjun júní á síðasta ári og við húsleit fannst mikið magn af barnaklámi á myndbandsspólum og geisladiskum, þar á meðal heimagert efni. Hann játaði að hafa átt barnaklámið, var ákærð- ur en síðan sleppt. Maðurinn var aftur handtekinn þann 3. febrúar, grunaður um að hafa reynt að tæla 12 ára dreng á Netinu. Var hann úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, sem var síðan framlengt um þrjár vikur í gær. ■ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reyjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Sýndarveruleiki í fjárhagsáætlunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.