Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 10
10 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR BARIÐ Á MÓTMÆLANDA Lögreglan í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, gekk harkalega fram gegn mótmælendum fyrir utan hús hæstaréttar landsins. Mót- mælendur börðust gegn því að forseti þingsins, sem hefur verið dæmdur fyrir spillingu, fái að bjóða sig fram aftur. RÁÐSTEFNA Um 85% íbúðakaup- enda taka húsbréf til 40 ára en þau eru mun dýrari en húsbréf til 25 ára. Skýringin er meðal annars sú að kaupendur gera sér ekki grein fyrir því hve eignamyndun á 40 ára húsbréfum er hæg. „Kaupendur horfa fyrst og fremst á það að greiðslubyrðin er lægri en ekki á hæga eignamynd- um,“ sagði Guðrún Mjöll Sigurð- ardóttir hagfræðingur, sem segir mikið skorta á að fasteignasalar bendi á þessa staðreynd. Mikil hækkun fasteigna undanfarin ár hefði vissulega skilað kaupendum arði í eigin vasa þó að skipti á eignum væru tíð, en sú yrði ekki raunin, fasteignir hættu að hækka í verði jafn hratt og und- anfarin ár. Guðrún Mjöll sagði að að vissu leyti líktist húsnæðis- markaður hér á landi leigumark- aði og afborganir húsbréfa húsa- leigu vegna þess hve eignamynd- unin væri lítil. Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni Framtíðin í fasteignaviðskiptum, sem haldin var í gær af Fréttablaðinu, Ís- landsbanka og habil.is. Björn Þorri Viktorsson, formaður Fé- lags fasteignasala, sagði á ráð- stefnunni húsnæðislán til 40 ára brjóta í bága við vaxandi sparn- aðarvitund almennings, fólk væri að leggja til hliðar annars staðar en ekki þar sem það geymdi stærstan hluta peninga sinna – og hluta framtíðartekna. ■ KÓPAVOGUR Skipulagsyfirvöld í Kópavogi kynntu í gærkvöldi nýj- ar skipulagstillögur vegna byggð- ar í Lundi við Nýbýlaveg. Síðasta sumar voru kynntar hugmyndir um að reisa átta háhýsi á svæðinu þar sem gert var ráð fyrir 480 íbúðum. Í kjölfar mikilla mótmæla íbúa, sem töldu háhýsabyggð ekki samræmast byggð í grenndinni, tók skipulagsnefnd Kópavogs ákvörðun í desember um að falla frá áformunum. Gunnsteinn Sigurðsson, for- maður skipulagsnefndar, segir að í kjölfarið hafi hönnunarskrif- stofu Kópavogs verið falið að vinna að nýjum hugmyndum. Nýju hugmyndirnar eru unnar af danskri arkitektastofu, 3XNiel- sen. Í fréttatilkynningu frá Kópa- vogsbæ kemur fram að stofan hafi unnið til fjölmargra viðurkenninga fyrir verk sín og að leitað hafi ver- ið til stofunar meðal annars í því augnamiði að gefa Lundahverfi „alþjóðlegan og ferskan blæ“. Í tillögunum er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum með um 380 íbúð- um og sautján einbýlishúsum. Lögð er áhersla á að íbúar í hverf- inu hafi óhindraðan aðgang að úti- vistarsvæðum í Fossvogi. „Tillögunni sem var kynnt síðasta haust var í raun hafnað og í kjölfarið ákvað skipulagsnefnd að fela hönnunarskrifstofu bæjarins málið og lagði um leið línur um þær áherslur sem við vildum sjá,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að með nýju tillög- unum sé komið til móts við athuga- semdir um að byggðin væri of einsleit. „Þá komu fram áhyggjur af um- ferðarmálum. Við erum búin að bregðast við því og höfum látið út- búa líkan sem keyrir miðað við þennan íbúafjölda. Við erum betur undir málið búin og getum enn frekar sýnt fram á hvaða afleiðing- ar þessar hugmyndir koma til með að hafa,“ segir Gunnsteinn. Haldinn var íbúafundur í gær þar sem íbúum voru kynntar hug- myndir dönsku arkitektastofunnar. thkjart@frettabladid.is ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, vill að umhverf- isráðherra verði falið að láta fara fram rannsókn á umhverfis- áhrifum af völdum erlendrar hersetu og hernaðarumsvifa á Ís- landi og hættum sem eru núver- andi hernaðarumsvifum sam- fara. Í þingsályktunartillögu sem Steingrímur hefur lagt fram á Alþingi er farið fram á að úttekt verði gerð á lagalegum álitaefn- um sem tengjast þessu og að jarðvegsmengun og frágangur spilliefna og sorphauga verði sér- staklega rannsökuð. Í greinargerð segir að brýnt sé að fá úr því skorið hverjir beri ábyrgð á hreinsunarstarfi og kostnaðinum við það. Sama máli gegni um ábyrgð og skaðabóta- skyldu vegna hugsanlegra meng- unarslysa í tengslum við hernað- arumsvif í framtíðinni. ■ Þingsályktunartillaga frá Vinstri grænum: Umhverfisáhrif vegna hersetu verði könnuðSeljum með miklum afslætti: Sófasett, hornsófa, staka sófa, staka stóla, svefnsófa, svefnhornsófa, borðstofuborð og stóla, skenka, skápa, sófaborð og margt fleira. Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði - Sími 565-1234 ÚTSÖLUNNI LÝKUR LAUGARDAGINN 14. FEBRÚAR Síðustu dagar útsölunnar í GP GÆÐAHÚSGÖGNUM Nýjar tillögur um byggð í Lundahverfi Bæjarbúum í Kópavogi voru í gær kynntar nýjar hugmyndir um byggð í Lundahverfi. Hætt var við áform um háhýsabyggð eftir mótmæli íbúa í grenndinni. Dönsk arkitektastofa vann tillöguna. FRÁ ÁREKSTRINUM Önnur rútan lenti ofan á bíl. Harður árekstur: Fimmtán létust ANKARA, AP Fimmtán létu lífið þeg- ar vörubíll lenti á rútu, sem valt á hliðina við áreksturinn. Önnur rúta keyrði svo á bílana tvo, valt og lenti á fjórða bílnum þegar hún hafði farið heilan hring. Auk þeirra fimmtán sem létust slösuð- ust 27 og voru í það minnsta níu alvarlega slasaðir. Slysið átti sér stað á hálum vegi utan við borgina Iskenderun í suðurhluta Tyrklands. Ár hvert láta nokkur þúsund manns lífið í bílslysum í Tyrklandi. ■ Sjúkraþjálfarar: Niðurskurði mótmælt LANDSPÍTALINN Stjórn Félags sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfara mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði í endurhæfingu á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi. Stjórnin segir tugi sjúklinga missa mikilvæga þjónustu, sem skerði lífsgæði þeirra verulega. Hún vekur athygli á því að niður- skurður í endurhæfingu á fjölfötl- uðum og langveikum sjúklingum muni aðeins leiða til flóknari og dýrari lausna í heilbrigðiskerfinu. Stjórnin hvetur jafnframt heil- brigðisyfirvöld til að nýta sér bet- ur þá rekstrar- og fagþekkingu sem víða leynist í heilbrigðiskerf- inu og ná þannig fram aukinni hagræðingu og sparnaði. ■ Flestir taka húsbréf til 40 ára: Húsnæðismarkaður líkist leigumarkaði FJÖLSÓTT RÁÐSTEFNA Mikill áhugi er á stöðu og framtíð fasteignaviðskipta á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N GUNNSTEINN SIGURÐSSON Formaður skipulagsnefndar Kópavogs seg- ir að tekið sé tillit til athugasemda íbúa í nýjum tillögum. ÁHERSLA Á ÚTIVISTARSVÆÐI Í nýjum tillögum skipu- lagsyfirvalda í Kópavogi er gert ráð fyrir að íbúar hafi auðveldan aðgang að úti- vistarsvæðum í Fossvogi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.