Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 6
6 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 67,72 -1,12% Sterlingspund 128,09 -0,05% Dönsk króna 11,64 -0,15% Evra 86,74 -0,10% Gengisvísitala krónu 119,10 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 434 Velta 8.039 milljónir ICEX-15 2.407 0,30% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 219.563 Össur hf 212.357 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 204.823 Mesta hækkun Þorbjörn Fiskanes hf. 9,09% AFL fjárfestingarfélag hf. 2,94% Marel hf. 2,45% Mesta lækkun Jarðboranir hf. -2,94% Straumur Fjárfestingarbanki hf -0,79% Landsbanki Íslands hf. -0,71% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.707,2 -0,3% Nasdaq* 2.083,3 -0,3% FTSE 4.377,7 -0,4% DAX 4.121,6 -0,0% NK50 1.324,9 -0,0% S&P* 1.155,7 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir nýkjörinn formaður Versl-unarráðs Íslands? 2Einn frambjóðandi í prófkjöriDemókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum heltist úr lestinni í fyrra- dag. Hvað heitir sá? 3Smávaxinn Brasilíumaður skoraði tvömörk fyrir lið sitt Middlesbrough gegn Manchester United á miðvikudaginn. Hvað heitir kappinn? Svörin eru á bls. 38 FEGRUNARAÐGERÐIR Heimir Jónas- son, dagskrárstjóri Stöðvar 2, segist ekki botna í andstöðu land- læknis við að sýnt yrði í beinni sjónvarpsútsendingu frá skurð- aðgerðum þar sem söngkonan Ruth Reginlands átti að fá bót á útlitsgöllum sínum. Til stóð að sýna í sjónvarpsþættinum Ís- landi í bítið frá umræddum að- gerðum en nú hefur Rafn Ragn- arsson lýtalæknir hætt við verk- efnið að viðhöfðu samráði við landlækni. Heimir segist ekki sjá muninn á því að sýna frá hefð- bundnum læknisaðgerðum eða að rétta nef Ruthar, sem hefur gróið rangt saman, og lagfæra tennur hennar. Heimir segir að Stöð 2 muni standa með Ruth á vegferð hennar. „Við sýndum í vetur í Íslandi í bítið hjartaþræðingu og þegar skipt var um mjaðmalið. Nú íhug- um við að endursýna þessar að- gerðir,“ segir Heimir og kveðst velta fyrir sér hvort hér eftir verði bannað að sýna læknisað- gerðir í hvers kyns heimildar- þáttum í sjónvarpi. Heimildir Fréttablaðsins herma að reynt hafi verið í gær til þrautar að tryggja Ruth um- rædda aðgerð þótt hún yrði fram- kvæmd í kyrrþey. Enn er óvissa um hvort það takist. Ruth Reginalds segir mál þetta valda sér miklu hugarangri þar sem hún hafi vissulega þurft að taka á öllu sínu til að þora að fara fram fyrir alþjóð með lýti sín. „Ég hef alltaf verið mjög spé- hrædd en ákvað að koma fram fyr- ir alþjóð í þeirri trú að ég fengi bót lýta minna,“ segir hún. ■ VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka, segir í yfirlýsingu að Landbankinn stefni ekki og hafi ekki stefnt að yfirtöku Íslands- banka. Björgólf- ur segir ástæður yfirlýsingarinn- ar vera villandi umfjöllun fjöl- miðla og opin- berra ummæla um fyrirætlun Landsbankans. Í yfirlýsingu sinni segir Björgólfur að Landsbankinn telji mikilvægt að áfram verði leitað leiða til aukinnar hagræðingar í bankakerf- inu og stoðir bankanna þar með styrktar til frekari þátttöku í al- þjóðlegri bankastarfsemi. „Sú staða sem nú er uppi á fjármála- markaði skapar hins vegar áhuga- verð fjárfestingartækifæri í fjár- málafyrirtækjum,“ segir Björgólf- ur í yfirlýsingunni. Fréttablaðið hefur fjallað ýtar- lega um fyrirætlanir Björgólfs og Landsbankans en þar hefur orðið yfirtaka aldrei komið fyrir. Yfir- taka þýðir að einhver eða einhverj- ir yfirtaki meirihluta bankaráðs bankans. Fréttablaðið hefur áreið- anlegar heimildir fyrir því að eig- endur og stjórnendur Landbankans hafi sett stefnuna á að leita leiða til sameiningar bankanna. Samkvæmt heimildum blaðsins eru það lang- tímamarkmið bankans. Margar hindranir eru á þeirri leið, bæði pólitískar og samkeppnislegar. Yf- irlýsingin er birt til að eyða öllum misskilningi þess efnis að bankinn muni beita öllum meðulum til að ná fram markmiðum sínum. Landsbankinn og tengdir aðilar hafa keypt bréf í Íslandsbanka. Sú eign og stór eignarhlutur kjölfestu- eigenda Landsbankans myndu tryggja yfirráð Landsbankans yfir Íslandsbanka. Eftir að niðurstaðan í málefnum sparisjóðanna varð ljós eru ekki mörg tækifæri til hagræð- ingar á fjármálamarkaði. Vilji Landsbankans er til slíkrar hag- ræðingar og sameining Lands- banka og Íslandsbanka er eini hugsanlegi kosturinn sem leitt gæti til verulegrar hagræðingar. Fjárfestingar Landsbankans og tengdra aðila hafa skapað veruleg- an titring innan fjármálaheimsins. Margir eru efins um að Landsbank- anum takist þetta ætlunarverk sitt. Hins vegar er Björgólfur í sterkri stöðu. Sjái hann ekki fram á að vinna sameiningarhugmyndinni fylgi þykjast menn vissir um að hægt verði að finna kaupanda að svo sterkri stöðu í Íslandsbanka. haflidi@frettabladid.is VILJI TIL KAUPA Áhugasamur kaupandi setti sig í samband við Lífeyrissjóð verslunarmanna og vildi kaupa 5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Líf- eyrissjóðurinn taldi verðið of lágt. 5 prósenta hlutur í Íslandsbanka: Ekki vitað hver bauð VIÐSKIPTI Ekki fást upplýsingar um hverjir eða hver bauð í 5 prósenta hlut í eigu Lífeyrissjóðs verslunar- manna í Íslandsbanka. Landsbank- inn neitar staðfastlega að eiga nokkurn hlut að máli og samkvæmt heimildum er tilboðið án vitundar kjölfestueigenda Landsbankans. Stjórnendum lífeyrissjóðsins fannst tilboðið of lágt, 7,85 krónur á hlut. Gengi bankans var 7,75 í gær, en al- menna reglan er að áhrifahlutir í fyrirtækjum fari á töluvert hærra verði en almennt markaðsgengi. Landsbankinn er skráður fyrir 7,86 prósenta hlut í Íslandsbanka. Hluti þess er framvirkur samning- ur þar sem félag á vegum Karls Wernerssonar ræður hlutnum. Landsbankinn í Luxemburg á svo 4,5 prósent og er hluti þess einnig í höndum Karls. Burðarás á svo rúm 5 prósent. Sú skoðun er uppi að líta beri á Burðarás og Landsbankann sem einn aðila. Fari hlutur yfir 10 prósent ber að sækja um til Fjár- málaeftirlitsins. Eftirlitið hefur spurst fyrir og fylgist með þróun eignarhalds í bankanum. ■ Afkoma SPRON: Hagnaður óx um 9,5% VIÐSKIPTI Hagnaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á ár- inu 2003 var 846 milljónir fyrir skatta. Að teknu tilliti til skatta nemur rekstrarafgangurinn 804 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár SPRON var 21 prósent en árið 2002 var arðsemin 23 prósent. Lækkunin skýrist af því að eigið fé sjóðsins jókst hraðar en hagnaðurinn. Stjórn SPRON mun gera til- lögu um að arðgreiðslur til stofn- fjáreigenda verði 21 prósent og jafnframt verði stofnfé hækkað um 5 prósent. ■ Lýtalæknir hætti við Ruth: Stöð 2 íhugar að endursýna mjaðmaskiptaaðgerð RUTH REGINALDS Lýtalæknir sem lofað hafði aðgerð er hætt- ur við. Ruth er brugðið. Hér er hún ásamt Hönnu Kristínu Didriksen snyrtifræðingi, sem hefur yfirumsjón með fegrunar- aðgerðum hennar. Vill sameiningu en ekki yfirtöku Björgólfur Guðmundsson stefnir ekki að óvinveittri yfirtöku Íslandsbanka. Markmið er eftir sem áður að leita leiða til samvinnu og sameiningar. Kjöl- festueigendur Landsbankans myndu ráða yfir sameinuðum banka. HAGRÆÐINGARTÆKIFÆRIN Eftir að leiðinni að kaupum bankanna á sparisjóðum var lokað er fátt um hagræðingar- tækifæri á fjármálamarkaði. Formaður bankaráðs Landsbankans telur slík tækifæri fyrir hendi og vill sameinast Íslandsbanka. Það verði þó ekki gert með offorsi. „Sú staða sem nú er- uppi á fjár- málamarkaði skapar hins vegar áhuga- verð fjárfest- ingartækifæri í fjármálafyr- irtækjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.