Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 33
33FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004 Undanúrslit Reykjavíkur- mótsins: Veigar með bæði mörk KR FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk KR, sem vann Víking með tveimur mörkum gegn einu í undanúrslitum Reykjavíkur- mótsins í fótbolta í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Víkingar voru betri í þeim síðari. Víkingar komust yfir á 26. mínútu með skallamarki frá Grétari Sigurðs- syni. Undir lok hálfleiksins jafn- aði Veigar Páll metin með glæsi- legu langskoti. Hann innsiglaði síðan sigur KR-inga á 84. mínútu með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. KR er þar með komið í úrslit mótsins og mætir þar ann- að hvort Fylki eða Val, en sá leik- ur fór fram seint í gærkvöldi. ■ KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu ör- uggan sigur, 104-90, á KR-ingum í Intersport-deildinni í körfuknatt- leik í DHL-höllinni í gærkvöld. KR-ingar höfðu unnið sex heimaleiki í röð fyrir leikinn en Grindvíkingar, sem skörtuðu nýj- um Bandaríkjamanni, Jackie Rodgers að nafni, höfðu aðeins unnið tvo af fimm leikjum sínum eftir áramót. Gestirnir hófu leik- inn af miklum krafti, drifnir áfram af stórleik Páls Axels Vil- bergssonar og Darrell Lewis. Þeir skoruðu saman 26 stig í fyrsta leikhluta en eftir hann leiddi Grindavík, 31-25. Munurinn jókst síðan í öðrum leikhluta þar sem Lewis fór áfram á kostum og höfðu Grindvíkingar níu stiga for- ystu, 58-49, í hálfleik. Í þriðja leikhluta gerðu þeir síðan út um leikinn og í síðasta leikhlutanum komust KR-ingar aldrei nær Grindvíkingum en svo að það munaði níu stigum. Josh Murray var yfirburða- maður hjá KR-ingum og skoraði 41 stig. Hann fékk ekki mikla hjálp frá samherjum sínum en næstu menn voru Trevor Diggs og Magni Hafsteinsson með 10 stig. Darrell Lewis átti frábæran leik hjá Grindvíkingum, sérstak- lega í fyrri hálfleik, en þá skoraði hann 29 af 38 stigum sínum í leiknum. Páll Axel Vilbergsson var ekki mikið síðri með sín 29 stig en auk þeirra átti gamla brýnið Guðmundur Bragason góðan leik, skoraði 10 stig og tók aragrúa sóknarfrákasta. Grindvíkingar eru á hælunum á Snæfelli, efsta liði deildarinnar, eftir leiki kvöldsins en KR-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar. ■ FRIÐRIK INGI RÚNARSSON Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, fylgist hér íbygginn með sínum mönnum í leiknum í gærkvöld. KR-ingar töpuðu sínum fyrsta heimaleik í sjö leikjum í Intersport-deildinni: Lewis og Páll Axel í stuði FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Snæfell á toppnum: Áttundi sigurinn í röð KÖRFUBOLTI Snæfell heldur áfram sigurgöngu sinni í Intersport-deild- inni í körfuknattleik og vann sinn áttunda leik í röð í gærkvöld þegar liðið lagði Hamar að velli, 86-69, í Hveragerði. Chris Dade var stiga- hæstur hjá Hamri með 17 stig og Marvin Valdimarsson skoraði 12 stig. Corey Dickerson skoraði 28 stig fyrir Snæfell og gaf 7 stoðsend- ingar, Dondrell Whitmore skoraði 16 stig, Edmund Dotson skoraði 14 stig og tók 20 fráköst. Snæfell er á toppi deildarinnar með jafn mörg stig og Grindavík en betri árangur í innbyrðisviðureignum. Haukar báru sigurorð af Blikum, 74-70, í Smáranum eftir að hafa haft fimm stiga forystu í hálfleik, 41-36. Kyle Williams var stigahæstur hjá Blikum með 25 stig og Mirko Viri- jevic skoraði 21 stig og tók 17 frá- köst. Michael Manciel skoraði mest fyrir Hauka, 18 stig, og Predrag Bojovic skoraði 10 stig og tók 9 frá- köst. Haukar eru enn í sjötta sæti deildarinnar en Breiðablik er í tí- unda sæti. Í Seljaskólanum vann síðan Njarðvík góðan útisigur á ÍR, 102-95. Maurice Ingram skoraði 26 stig fyr- ir ÍR og Eiríkur Önundarson skoraði 21 stig. Páll Kristinsson skoraði 29 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham skoraði 20 stig. Njarð- víkingar komust með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar en ÍR-ingar eru í níunda sæti, sex stigum á eftir Tindastóli sem er í áttunda sætinu. ■ STAÐAN Snæfell 17 14 3 1451:1364 28 Grindavík 17 14 3 1528:1440 28 Keflavík 16 11 5 1566:1375 22 UMFN 17 11 6 1567:1462 22 KR 17 10 7 1576:1507 20 Haukar 17 10 7 1377:1352 20 Hamar 17 9 8 1423:1440 18 Tindastóll 16 8 8 1486:1415 16 ÍR 17 5 12 1471:1559 10 Breiðablik 17 3 14 1375:1500 6 KFÍ 16 3 13 1467:1658 6 Þór Þ. 16 2 14 1306:1521 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.