Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 25
Lengst úti á Granda í Reykja-vík, þar sem strætóleið númer tvö stoppar, er Tónlistarþróunar- miðstöðin til húsa. Þar hafa um þrjátíu hljómsveitir æfingaað- stöðu, og stundum eru haldnir þar tónleikar í sal sem rúmar eitthvað á annað hundrað manns. „Hér er grasrótin að æfa,“ segir Daníel Pollock, sem stofnaði TÞM fyrir tæpu ári ásamt Kormáki Geirharðssyni og Jóni Þórbergs- syni. „Hér eru alls konar hljóm- sveitir í æfingahúsnæði á heims- mælikvarða. Við erum líka með viðgerðaþjónustu hérna og erum smátt og smátt að auka við okkur.“ Í kvöld verða þarna úti á Granda tónleikar með bandarísku kvennapönksveitinni Harum Scarum og íslensku hljómsveitun- um Dys, Innvortis, Heiðu og Heið- ingjunum og Hryðjuverk. Þetta verða vímulausir tónleikar fyrir alla aldurshópa. „Ég er bara pönkari úti í bæ,“ segir Villi í hljómsveitinni I Adapt, sem sá um að fá Harum Scarum hingað til lands að spila. „Þegar lítið er að gera hjá okkur er ég oft að vesenast í svona, að flytja inn hljómsveitir sem mér líkar vel við, einhverjar litlar hljómsveitir.“ Honum líkaði greinilega vel við Harum Scarum, þótt hann hafi ekki heyrt í henni fyrr en í vetur, og þá aðeins á hljómplötum. „Ég vona bara að þær séu jafn góðar „live“ og þær eru á diski.“ Villi komst í samband við þær í gegnum aðra bandaríska hljóm- sveit, sem heitir Tragedy, og kem- ur hingað til lands í maí. „Þeir eru vinir þessara stúlkna og vissu að þær myndu fara í Evr- ópuferð á þessum tíma. Þær koma hingað frá Danmörku og fara svo strax þangað út aftur.“ Hljómsveitin Harum Scarum var stofnuð í Portland í Banda- ríkjunum árið 1997 af fjórum stúlkum sem strax hófu að spila pönk sitt af miklum móð um gjör- valla Ameríku. Þær hafa gefið út tvær plötur og um þessar mundir er sú þriðja að koma á markaðinn. Þær spila hrátt og melódískt pönk og eru óhræddar við tilrauna- starfsemi og frumleika. Þær eru hápólitískar og syngja óspart um stríð og stöðu kvenna og samkyn- hneigðra í þjóðfélaginu, svo fátt eitt sé nefnt. ■ FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004 25 HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR Mér fannst Sporvagninn Girndalveg glæsilegt stykki,“ segir Hulda Björk Garðarsdóttir söng- kona. „Þetta er flott verk sem sýnir margar mannlegar hliðar, og skemmtileg uppfærsla hjá Borgarleikhúsinu.“ Þetta lístmér á! ■ TÓNLEIKAR ■ DANS STÓRDANSLEIKUR MEÐ HLJÓMUM Í KVÖLD „leikhúsgestir, munið spennandi matseðil! Borðapantanir í síma 568 0878 www.kringlukrain.is Spila pólitískt pönk Þau Ólöf Ingólfsdóttir og Björg-vin Friðriksson stofnuðu dans- dúettinn Lipurtré árið 1993 og hafa síðan þá samið eitt til tvö stutt dansverk á hverju ári. Í kvöld og annað kvöld ætla þau að sýna flesta þessa dansa í einu lagi undir samheitinu „Lipurtré“ í Tjarnarbíói. Atriðin eru tengd saman með myndbandsverki eftir Börk Braga Baldvinsson. Dansverkin eru samin við tónlist eftir Bach, Mozart, Albinoni, Penguin Café Orchestra, Carlos Liebedinsky, Jan Reimer og finnska öskurkórinn Huutaajat, svo nokkur dæmi séu nefnd. Verkin bera nöfn eins og Býflugur, Sherlock og Watson, Morgunn í Skírisskógi og Flugæfing englanna, sem gefur nokkra vísbendingu um viðfangs- efnið hverju sinni. Þau Björgvin og Ólöf taka sig ekki of hátíðlega og gefa barns- legri sköpunargleði lausan taum- inn í verkum sínum. Þó eiga þau einnig til aðrar hliðar þar sem al- vara og tregi eru meira áberandi. ■ HEIÐA Mætir með Heiðingjunum sínum og spilar með Harum Scarum, pólitískri kvennapönk- sveit frá Bandaríkjunum í húsnæði TÞM úti á Granda. LIPURTRÉ Flytja tíu stutt dansverk í Tjarnarbíói í kvöld. Semja nýjan dans á hverju ári

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.