Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 16
Í janúarskýrslu breska tímaritsinsThe Economist um Ísland er fjall- að um átök íslenskra stjórnvalda – einkum Davíðs Oddssonar – og for- ystumanna í viðskiptalífinu. Úttektin fjallar að mestu um viðskipti og efna- hagsmál. En skýrsluhöfundar draga athyglina að þessum átökum vegna þess að friðsöm sambúð stjórnvalda og viðskiptalífsins er ein af forsend- um þess að atvinnulífið fái að vaxa og dafna á eigin forsendum. Áminn- ing Björgólfs Guðmundssonar, bankaráðsformanns Landsbankans, til stjórnvalda á viðskiptaþingi á mið- vikudaginn var af svipuðum toga; að það gengi ekki í viðskiptum fremur en fótbolta að reglum væri breytt í miðjum leik til að knýja fram sigur þeirra sem stjórnvöldum væru að skapi. Björgólfur benti á að jafnvægi í lagasetningum og stjórnvaldsað- gerðum væri jafn mikilvæg forsenda fyrir fjárfestingum á Íslandi og jafn- vægi í efnahagsmálum eða menntun- arstig og styrkur mannauðs. The Economist virðist deila áhyggjum með Björgólfi og rifjar upp átaka- sögu Davíðs síðustu mánaða; kaup- réttarsamninga Kaupþingsmanna, SPRON-málið, meiðyrðamál Jóns Ólafssonar, Baugsmál forsætisráð- herra og gagnrýni hans á eignarhald annarra fjölmiðla en RÚV og Morg- unblaðsins. Það er stundum sagt að glöggt sé gestsaugað. Það má vera – en oft sjá gestirnir lítið annað en það sem við vitum þegar. Það er hins vegar frísk- andi að lesa skrif blaðamanna The Economist um íslensk málefni þar sem þeir orða hlutina oft skýrar og skilmerkilegar en við eigum til hér heima. The Economist á til dæmis í litlum vandræðum með að tengja andúð Davíðs á eignarhaldi annarra fjölmiðla en RÚV og Moggans við hagsmunagæslu. Morgunblaðið er kynnt fyrir lesendum sem hefðbund- in málpípa Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vitum við að svo er. Við höf- um hins vegar vanist því hér heima að taka viljann fyrir verkið – og þar sem Morgunblaðið hefur lýst yfir vilja til að brjótast undan þessu oki og verða venjulegri og frjálsari fjöl- miðill höfum við stutt blaðið á þess- ari för og hrósað því fyrir batamerk- in en ekki haft hátt um eldri takta. Það þarf einfaldan mann til að trúa að margboðuð lög gegn Frétta- blaðinu og eigendum þess séu eitt- hvað annað en hagsmunagæsla sjálfstæðismanna fyrir sitt trygga blað. Morgunblaðið hefur setið nán- ast eitt að dagblaðaauglýsingum í áratugi. Ekkert blað hefur getað veitt Mogganum samkeppni. Sterk staða Fréttablaðsins hefur kippt fótunum undan þessari stöðu Mogg- ans og þá vilja sjálfstæðismenn setja lög til að verja sitt blað. Mark- miðið er örugglega að klæða lögin í almennan búning en tilgangur þeir- ra verður sértækur: Tilraun til að endurverkja lykilstöðu Morgun- blaðsins á dagblaðamarkaði. Svona er Ísland í dag. Stjórnvöld hóta lögum til að bæta skilyrði miðla sem þeim hugnast en skaða þá miðla sem þeim eru síður að skapi. ■ Áfrumvarpi fjármálaráðherraum erfðafjárskatt sést glöggt að ríkisstjórnin hikar ekki við að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þar er að sönnu að finna löngu tímabæra lækkun á skatt- inum og einföldun á flóknum reglum sem Samfylkingin styður heils hugar. Önnur og miklu verri ákvæði frumvarpsins mun Sam- fylkingin aldrei styðja. Fjármála- ráðherra leggur nefnilega til að niður verði felld ákvæði um að líknarfélög, kirkjur, félög og menningarstofnanir á borð við opinber söfn þurfi ekki að greiða erfðafjárskatt. Nái hann fram vilja sínum þurfa þessir aðilar að greiða 10% skatt af gjöfum sem þeim eru ánafnaðar af einstak- lingum sem vilja láta gott af eignum sínum leiða eftir þeirra dag. Hið göfuga er hundsað Mörg frábær líknarfélög starfa hér á landi sem hafa dyggilega stutt við bakið á þurf- andi fólki. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur liðsinnt fá- tæku fólki hér heima á Íslandi. Hún hefur líka staðið fyrir s t ó r k o s t l e g u starfi meðal barna og þurf- andi fólks í þró- unarlöndunum. Ekki þarf að nefna Rauða Krossinn sem vinnur göfugt starf við að að- stoða flótta- menn hér heima og erlendis, fólk á hamfara- og átakasvæðum erlendis og hefur skipulagt heimsóknir hér á landi til aldraðra, einstæðinga og þurf- andi fólks. Mörg önnur líknar- samtök starfa við þjóðþrifastörf, svo sem að aðstoða unglinga sem ánetjast fíkniefnum eða íhuga sjálfsvíg vegna geðkvilla eða annarra ástæðna. Öllum líknarsamtökum er sameiginlegt að byggjast að stór- um hluta á sjálfboðastarfi og gjafafé. Þeim tekst að gera mikið fyrir lítið með einstakri nýtni og skipulagningu. Þau leysa marg- vísleg vandamál sem ríkið hefði ella neyðst til að gera fyrir miklu meira fé og minni mannúð. Til langframa er því niðurfelling Geirs H. Haarde alls ekki sparn- aður heldur leiði til aukins kostn- aðar. Ráðherrann hefur augljós- lega ekki hugsað málið til enda. Fram til þessa hefur það talist eftirsóknarvert að hvetja fólk til að styrkja líknarfélög og kirkjur með arfleiðslu. Oft eru það mikl- ir fjármunir sem þannig renna til þeirra frá einstaklingum með göfugt hjarta. Við vitum að hver kynslóð sem safnast til feðra sinna er auðugri en sú sem á eft- ir kemur. Á næstu árum og ára- tugum má því ætla, að verulegt fé kynni að renna til líknarfélaga við arftöku. Við sjáum þess þegar merki. Stjórnvöldum ber því siðferðileg skylda til að ýta undir göfugar gjafir af því tagi. Þessvegna er tillaga fjármála- ráðherra um að skattleggja arf sem líknarfélög og kirkjur fá, auk ýmissa annarra menningar- stofnana, hreint út sagt óskiljan- leg. Öryrkjar finna til tevatnsins Hinn miskunnsami ráðherra ætlar sömuleiðis að láta öryrkja finna til tevatnsins. Hann leggur því til að felld verði niður undan- þága sem við sérstakar ástæður gerði ráðherranum kleift að sleppa öryrkjum og alvarlega sjúku fólki við að greiða erfða- fjárskatt. Í staðinn þurfa viðkom- andi öryrkjar að borga 5 eða 10% skatt af arfi. Það er sláandi að fyrir þessu reynir fjármálaráð- herra ekki einu sinni að færa rök. Það er eitthvað að siðferðis- kennd ríkisstjórnar sem gumar af fyrirhuguðum skattalækkunum til hinna efnameiri en heimtar sérskatt á gjafir látinna til líknar- félaga, kirkna, annarra félaga og opinberra stofnana einsog safna. Arfur slíkrar ríkisstjórnar mun til eilífðar verða skömm góðra Ís- lendinga sem vilja ekki að stjórn- völd þeirra ráðist sérstaklega að öryrkjum, alvarlega veikum, líknarstofnunum eða kirkjum. Það má hins vegar óska Geir H. Haarde sérstaklega til hamingju með að hafa loksins fundið breiðu bökin sem hægt er að láta taka á sig hluta byrðanna sem þarf að létta af hinum efnameiri þegar stjórnvöld lækka skattana á þeim. Vont var þeirra ranglæti en miklu verra er þeirra réttlæti. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hagsmunagæslu stjórnvalda. 16 16. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Davíð Oddsson sendi nefndmenntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum nokkuð greinargóðar leiðbeiningar í ræðu sinni á viðskiptaþingi í fyrradag. Í þessum leiðbeiningum Dav- íðs má finna tvenns konar skila- boð. Annars vegar er forsætisráð- herra að vara almennt við hætt- unni sem felst í samþjöppun eign- arhalds á fjölmiðlum og sérstak- lega samruna prentmiðla og ljós- vakamiðla og ríki allt í kringum okkur hafa viðurkennt að geti ver- ið varhugaverð. Þessi athuga- semd er vissulega réttmæt hjá forsætisráðherra eins og nýleg grein Páls Þórhallssonar lögfræð- ings hjá Evrópuráðinu í Morgun- blaðinu vitnar um, en þar bendir Páll á að einhvers konar reglur um eignarhald séu hin almenna regla á EES-svæðinu. Það sem ef til vill vekur undrun er að forsæt- isráðherra hafi ekki hreyft þessu máli fyrr, því yfirburðastaða fárra eignaraðila á fjölmiðla- markaði eða tilraunir til samruna milli ljósvakamiðla og prentmiðla eru sannarlega ekki alveg ný mál á Íslandi. En tímasetningarnar skýrast ef til vill þegar seinna atriði leið- beininga forsætisráðherra til nefndarinnar eru skoðaðar. Þar segir hann hreint út, að það skip- ti máli hver eigi fjölmiðlana. Davíð hefur einmitt verið gagn- rýndur fyrir að láta það ráða af- stöðu sinni, hvaða einstaklingar það séu, sem ráði áhrifamestu fjölmiðlunum. Með öðrum orð- um, að hann hafi ekki gert at- hugasemdir við samþjappað eignarhald þegar Morgunblaðið (og RÚV?) réði markaðnum. Í ljósi þeirrar gagnrýni er sérstak- lega gagnlegt að fá það fram hjá forsætisráðherra að hann telur það skipta máli hver á miðlana. En það skiptir ekki síður máli að hann rökstyður hvers vegna hann telur það skipta máli. Hvort sem menn nú telja að ágreiningur milli Davíðs annars vegar og Baugsfeðga og viðskiptafélaga þeirra hins vegar sé hin raun- verulega ástæða fyrir afstöðu forsætisráðherra eða ekki, þá hefur hann nú sett fram efnisleg rök í málinu sem ekki er hægt að horfa framhjá. Rökin eru einfald- lega þau að óheppilegt sé að eign- arhald fjölmiðlanna safnist á hendur þeirra, sem séu jafnframt markaðsráðandi á öðrum sviðum viðskiptalífsins, því þá verði að- hald þessara miðla ekki trúverð- ugt. Raunar er það vel þekkt hug- mynd erlendis, að óæskilegt sé að stórfyrirtæki sem hafa sína meginstarfsemi á öðrum sviðum, séu jafnframt í fjölmiðlarekstri. Hætt sé við að góð ritstjórn hætti þá að vera sjálfstæður efnahags- grunnur fjölmiðilsins, heldur geti miðillinn orðið samtvinnaður efnahagsgrunni stórfyrirtækis- ins og ritstjórnir verði eins konar deildir í samsteypunni, jafnvel auglýsinga- eða upplýsingadeild- ir. Algengast er að sjá róttæka andstæðinga hnattvæðingar keyra þessi rök áfram, en áhuga- menn um fjölmiðlun og lýðræði af öllu tagi grípa þó til þeirra – eins og dæmin sanna. Ýmis álitamál Davíð grípur jafnframt til sam- líkingarinnar við gömlu flokksblöð- in og bendir á að þá hafi fjölmiðl- arnir flutt pólitískan málstað eig- enda sinna og í raun sé það enn svo í dag, nema hvað að nú sé eigenda- málstaðurinn – málstaður tiltekinna fyrirtækja – fluttur með lúmskari hætti en áður. Fullkomlega óvíst er að þessi tengsl séu svo einföld í ver- unni og þar skipta máli hlutir eins og til dæmis aukin fagmennska og fleira í stétt blaðamanna svo eitt- hvað sé nefnt. Aðalatriðið er þó – og vonandi er það rétt skilið – að for- sætisráðherra er að bjóða upp í efn- islega umræðu, frekar en þann skotgrafahernað sem hefur ein- kennt hina pólitísku umræðu um þetta mál. Það sjónarmið að tak- marka beri samþjöppun eignar- halds fjölmiðla hjá þeim, sem hafa markaðsráðandi eða mjög stóra markaðshlutdeild á öðrum sviðum viðskiptalífsins getur verið gilt. Slík takmörkun hlýtur þó að ráðast af því hvort aðrir fjölmiðar eru til staðar og hvort fjölbreytni þeirra sé nægjanlega mikil til að tryggja það aðhald sem stjórnmál og við- skipti þurfa. Er kannski nóg að hafa RÚV og Morgunblaðið til mótvæg- is? Hvert á hlutverk Ríkisútvarps- ins að vera við að tryggja þessa fjölbreytni og er endilega víst að rétt sé að nálgast vandann með tak- markandi reglum varðandi eignar- hald? Það er líka ábyrgðarhluti að búa fjölmiðlum svo erfið rekstrar- skilyrði að þeir geti ekki náð fram eðlilegri rekstrarhagkvæmni. Allt eru þetta málefnaleg atriði, álita- mál, sem eðlilegt er að ræða af yf- irvegun þegar málið kemur til kasta Alþingis í vor. Sú umræða mun hins vegar óhjákvæmilega byggja að verulegu leyti á skýrslu nefndar menntamálaráðherra, sem væntanleg er nú um mánaðamót. Hvað hét hundur karls? Allt er þetta gleðilegt, en eins og segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum: „Gömul útslitin gáta þó / úr gleðinni dró. / Hvað hét hundur karls / sem í afdölum bjó?“ Í ljósi yfirlýsinga forsætisráðherra um hvernig hann telur eigendavaldið ritstýra því sem fram kemur í fjöl- miðlum, þá kemur á óvart að hann sem pólitískur leiðtogi þess fram- kvæmdavalds sem fékk eignar- haldsnefndina til starfa, skuli kjósa að beita áhrifavaldi sínu með svo afgerandi hætti. Óhjákvæmi- lega mun það torvelda nefndinni störf og hugsanlega draga úr trú- verðugleika þeirrar niðurstöðu sem hún kemst að – sérstaklega ef niðurstaðan verður samhljóða hug- myndum forsætisráðherra. ■ Kæru foreldrar Arnar Ævarsson, forstöðumaður Foreldraskólans, skrifar: Hvernig viljum við að barninuokkar líði? Vel, er það ekki? Allir heilbrigt hugsandi foreldrar vilja að barninu sínu líði vel og að það sé með jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd. Heilbrigt hugsandi manneskja, það er von okkar að samfélagið innihaldi sem flesta þannig hugsandi einstaklinga. Góðar manneskjur. Sökkva sér ekki í lífsgæðakapp- hlaupið heldur muna það að við kaupum ekki góða sjálfsmynd með nýjum bíl, sjónvarpi, tölvu eða gervitúttum. Nei, þetta ræktum við innra með okkur, það er eitt- hvað sem við getum byggt á. Um- búðir og eitthvað „fake“ breytir litlu með líðan til lengri tíma. Og því fordæmi ég það sem er verið að sýna á Stöð 2 þar sem áherslan virðist vera á að búa til einhver „fake babe“. Að það sem skiptir máli sé eitthvað ákveðið út- lit, ef þú ert ekki flott og fitt þá eig- ir þú ekki sjens, að stúlkur sem eru ekki með silíkon, alvöru túttur, með modelnef og kúlurass geti alveg horfið af yfirborði jarðar, þið eruð vonlausar. Munið að útlitið er allt. Er þetta réttur boðskapur? Skapar svona boðskapur góða líðan hjá æsku landsins? Svarið er nei og það vita allir. Unnið hefur verið í miklu mæli við að stöðva svona boðskap. Það eru gefin út blöð; félags- miðstöðvar, skólar og íþróttafélög, það eru allir sem vinna gegn svona boðskap. En þá tekur heil sjón- varpsstöð sig til og fer að bera út þennan boðskap með miklum móð þvert gegn því sem þjóðfélagið vill. Þetta er líkt og þau myndu fara auglýsa áfengisneyslu, að það sé málið. En æ æ ég gleymdi mér aðeins, þau gera það líka. Er þetta það sem við viljum að börnin okkar hlýði á? Nei, við vilj- um það ekki. Hvað getum við gert til að mótmæla svona boðskap? Við segjum nei við svona efni og snið- göngum þessa þætti það er það eina sem við getum gert þar til stjórnendur Stöðvar 2 endurskoða sína dagskrástefnu. Það er komið nóg núna. ■ Efnisleg umræða? ■ Bréf til blaðsins Lagst á líknar- félög og öryrkja Þarf að vernda Moggann með lögum? „Það má hins vegar óska Geir H. Haarde sér- staklega til hamingju með að hafa loksins fundið breiðu bökin sem hægt er að láta taka á sig hluta byrðanna sem þarf að létta af hinum efnameiri... BIRGIR GUÐMUNDS- SON ■ skrifar um fjöl- miðla og ræðu Davíðs Oddssonar á viðskiptaþingi. Um daginnog veginn Umræðan ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON ■ formaður Samfylk- ingarinnar skrifar. Faxafeni 14, 108 Reykjavík, s: 568-0850. Fjölbreytt vöruúrval ÚTSALA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.