Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004 Sítrónur eru frábærar. Þessikaka er flott hversdagskaka ein og sér með tei, en svo er líka hægt að bera hana fram með ferskum ávöxtum og rjóma sem eftirrétt á veisluborði. Maís- mjölið gefur kökunni kornótta áferð og karakter. 3 egg 2 dl sykur Börkur af 1 stórri sítrónu Safi úr 1/2 sítrónu 1/2 tsk. sítrónudropar 1 dl maís mjöl (grófmalað) 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt Rífið börkinn með fínu rifjárni og blandið honum saman við syk- urinn. Þeytið eggin og sykur- blönduna saman þar til deigið verður ljóst og létt. Setjið sítrónusafa og sítrónudropa og salt út í. Blandið hveiti, maísmjöli og lyftidufti saman við deigið. Hrærið eins lítið og mögulegt er eftir að hveitiblandan er komin útí. Smyrjið hringlaga form mjög vel. Gott að strá eplakökuraspi í botninn á forminu áður en deiginu er hellt í. Bakið á grind í miðjum ofni á 170 gráðum í 30 mínútur. Ofnskúffa með botnfylli af vatni er höfð undir bökunargrindinni meðan á bakstrinum stendur. Til þess að kakan fái ögn hrjúfari áferð þá er gott að taka hana úr forminu að loknum bakstri, strá yfir hana eplakökuraspi og baka í 10 mínútur í viðbót. ■ Suður Afríka er eittframsæknasta vín- gerðarlandið í dag og þaðan koma mörg framúrskarandi vín. Ein þau athyglisverð- ustu eru Spice Route, stór og krydduð vín sem eru vænlegur kostur fyrir þá sem vilja mikil og góð mat- arvín á viðráðanlegu verði. Andrews Hope Spice Route er blanda af þrúgunum cabernet sauvignon og merlot. Silkimjúkt kröftugt með mikið af þroskuð- um ávöxtum og góðri fyllingu, þægilegt til drykkjar eitt og sér og afbragð með hver- skyns rauðu kjöti. Vottar fyrir sultuðum ávöxtum og þó nokkuð af grænum pipar í angan. Þétt en þægi- legt tannin ásamt sýru. Öflugt og göfugt vín. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.390 kr. ■ Öflugt matarvín Nýtt í vínbúðum Til hnífsog skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ■ Eldar eftirrétt. Sítrónukaka Andrews Hope Spice Route Blush eða roðavínhafa lengi notið mikilla vinsælda, sér- staklega sem sam- kvæmisvín. Cypress White Zinfandel er nú fáanlegt í Vínbúðum á nýjan leik en það seld- ist upp í lok síðasta árs. Vínið er úr zinfandel- þrúgunni sem er óvenjulegt fyrir ljóst vín en vínið hefur ferskleika hvítvíns, karakter rauðvíns og lífleika rósavíns. Fal- lega laxableikt að lit með ilm af jarðar- berjum og rifsberj- um. Aðeins freyðandi með vott af sætu. Hentar mjög vel með laxi, grilluðum rifj- um eða kjúklingi, salötum með balsa- mik eða rifsberja- ediki. Elegant sem fordrykkur og í sam- kvæmin. Verð í Vínbúðum 990 kr. ■ Blush komið aftur Vín vikunnar Cypress White Zinfandel L a u g a v e g i 3 • S í m i : 5 5 2 - 0 0 7 7 Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Lífrænt ræktaðar vörur Kaka ársins: Kemur í bakaríin Bakarí í Landssambandi bakara-meistara hefja sölu á Köku árs- ins 2004 nú um helgina. Kakan var valin úr miklum fjölda kakna sem bárust til keppni um Köku ársins 2004 í byrjun janúar. Sigurkakan er glæsileg súkkulaðikaka með epla- fyllingu. Höfundur hennar er Ásgeir Sandholt. Frá því að úrslit lágu fyrir hafa félagsmenn í lands- sambandinu útvegað sér nauðsyn- leg hráefni til kökugerðarinnar og æft sig á uppskriftinni og eru nú til- búnir að hefja sölu á henni í bakarí- um um allt land. Búist er við mikilli eftirspurn eftir kökunni næstu helgar, ekki síst á Valentínusardaginn, 14. febrúar, og konudaginn 22. febrúar. ■ Í eldhúsinu: Sló í gegn í saumaklúbbnum Sigurgeir Ólafsson, yfirverkstjórihjá tölvu- og símadeild varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, er mik- ill áhugamaður um mat og hefur gaman að því að elda og borða góðan mat. Sjálfur segist hann mikið fyrir það að prófa sig áfram með eitthvað nýtt eða þá að gera breytingar á gömlum uppskriftum og semja sínar eigin. Það kennir því ýmissa grasa í uppskriftamöppunni hans í heimilis- tölvunni, allt frá gómsætum smá- réttum til stórra veislurétta, sem hann hefur sjálfur matreitt við ýmis tækifæri eins og fermingar og af- mæli í fjölskyldunni. Hér á eftir fylgir réttur sem Sigurgeir segir að hafi slegið í gegn í saumaklúbbi eig- inkonunnar en í hann má nota kjöt eða fiskmeti eftir eigin smekk. Sjálf- ur mælir hann með grilluðum kjúklingalærum eða leggjum. HRÍSGRJÓNARÉTTUR FYRIR 4-6 hrísgrjón, jasmín eða tilbúin tómatblönd- uð grjón, um hálfur poki. 3 tómatar 1 lítil dós tómatpúrra 2 pressuð hvítlauksrif um 2 dl ólífuolía steinselja paprika, allir litir, um 1/2 af hverjum lit ferskir sveppir graslaukur 1 dós nýrnabaunir eða svipað magn af ferskum sem lagðar eru í bleyti salt og pipar Með þessu eru höfð grilluð kjúklingalæri eða leggir og einnig er hægt að hafa rækj- ur, humar, lambakjöt eða annað eftir smekk. Sjóðið hrísgrjónin og hrærið tómatpúrrunni út í þegar um fimm mínútur eru eftir af suðunni. Hrærið vel saman, setjið síðan á stóra pönnu og bætið pressuðum hvítlauknum út í. Hrærið vel í og setjið síðan saxaða sveppina út í ásamt olífuolíunni. Þá er komið að því að bæta paprikunni út í, en hún er brytjuð niður í smáa bita. Skerið graslaukinn mjög smátt og bætið honum út í ásamt slatta af steinselju og að lokum eru nýrna- baunirnar hrærðar saman við. Pipar og salt eftir smekk. Að sögn Sigurgeirs á rétturinn að vera svolítið blautur og gott að bæta við tómatsósu til þess að skerpa á tómatbragðinu en passa að hafa ekki of mikinn hita undir pönnunni með- an hráefninu er blandað saman. Kjúklingurinn Kryddið kjúklinginn með papriku- og kjúklingakryddi og hafið hann vel grillaðan en ekki við of mikinn hita. Látið bitana síðan saman við hrísgrjónin á pönnunni þannig að hann taki lit og bragð af hrísgrjónaréttinum. Berið fram með kartöflusalati og hvítlauks- eða olífubrauði. KARTÖFLUSALAT 6 kartöflur 2 rauð eða græn epli 2 perur paprika, 1/2 af hverjum lit 1 rauðlaukur 1 blaðlaukur 1 askja jarðarber 5 egg 1-2 msk. majones Sjóðið kartöflurnar og harð- sjóðið eggin. Kartöflurnar, paprikan og blaðlaukurinn skor- ið smátt og eins eplin og perurn- ar en rauðlaukurinn frekar gróft. Allt sett í stóra skál og hrært vel saman. Eggin skorin gróft og bætt út í og síðan majonesinu og jarðaberjunum sem einnig eru skorin gróft og öllu hrært vel saman. ■ SIGURGEIR ÓLAFSSON Matgæðingurinn Sigurgeir eyðir miklum tíma við eldavélina. Uppáhaldið mitt er íslenskur,grillaður humar með ísköldu hvítvíni,“ segir Birna Hafstein leikkona. „Mér finnst ekkert þurfa hvítlaukssmjör, bara pínu salt og pipar og dálítið ferskt smjör. Ég vil hafa fullt af humri í skál og ekkert drasl með. Hrár fiskur er líka góður og mér finnst sashimi æðislegt.“ Birna býr mestan hluta ársins í London, og þar kaupir hún sér oft karabískan mat sem hún tekur með heim. „Þeir nota kókoshnetur mikið, hrísgrjón, baunir og ávex- ti. Ég kaupi mér alltaf vel krydd- aðan kjúkling sem er rosagóður.“ Birna segist ekki elda mjög oft og að maðurinn hennar eldi meira. „Yfirleitt elda ég af ein- hverju tilefni og er voða lítið í hversdagseldamennsku.“ Enda kannski ekki mikill tími til þess þar sem Birna er bæði að leika í In transit og Chicago um þessar mundir. „Núna bý ég líka á gisti- heimili og allur góður matur sem ég borða er heima hjá foreldrum mínum sem eru miklir lista- kokkar.“ ■ BIRNA HAFSTEIN „Þegar ég elda fæ ég mér rauðvín á meðan og tek mér langan tíma.“ Uppáhaldsmaturinn: Grillaður humar og ískalt hvítvín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.