Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 8
8 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUROrðrétt Hamas-samtökin hóta hefndum: Hvetja til árása á Ísraela GAZA-BORG Hamas-samtökin hóta að ráðast á Ísraela, hvar sem þá er að finna, í hefndarskyni fyrir hernaðaraðgerðir Ísraela á Gaza- ströndinni. Fimmtán Palestínumenn féllu og tugir særðust í átökum við ísraelskar hersveitir á miðviku- dag. Mahmoud Zahar, leiðtogi Hamas í Gaza-borg, segir að vopn- aður armur samtakanna hafi hvatt liðsmenn sína á Vesturbakk- anum og Gaza-ströndinni til að gera árásir á Ísraela. Í gær skutu ísraelskar her- sveitir liðsmann Hamas til bana í útjaðri borgarinnar Ramallah. Talsmaður hersins segir að Palestínumaðurinn hafi lagt á flótta þegar hermenn ætluðu að handtaka hann. Sumir fréttaskýrendur tengja hertar aðgerðir Ísraela við áform Ariels Sharon forsætisráðherra um að afnema landnemabyggðir gyðinga á Gaza-ströndinni. Hátt- settir ísraelskir embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að Palestínumenn líti á þessar að- gerðir sem merki um veikleika. ■ Hótelstjórinn varðist tveimur ræningjum Tveir ungir menn um tvítugt voru handteknir í Hveragerði í gær eftir að hafa gert tilraun til vopnaðra rána á Hótel Örk og Búnaðarbankanum í Hveragerði. Stúlka sem var í félagsskap með þeim gaf sig fram við lögreglu upp úr hádeginu. LÖGREGLUMÁL Tveir menn og ein kona voru í haldi lögreglu á Selfossi í gærkvöldi og var búist við að yfirheyrslur stæðu fram eftir kvöldi. Fólkið er grunað er um ránin í KB banka og á Hótel Örk á Selfossi. Fólkið er í kringum tvítugsaldurinn. Annar piltanna tveggja sem gerðu ránstilraunirnar kom á Hótel Örk á þriðjudag. Hann fékk eins manns herbergi, að sögn Ágústs Ólasonar hótelstjóra, og gisti um nóttina. „Þá var hann hinn vinalegasti, prúttaði og fékk gistingu án morgunmatar,“ sagði Ágúst. „Hann var í sundlauginni, spilaði snóker og pílu yfir daginn.“ Ungi maðurinn yfirgaf hótelið um fimm- eða sexleytið í fyrra- kvöld, en kom aftur og voru þá með honum ung kona og annar ungur maður. Þau staðgreiddu þriggja manna herbergi. Þau sýndu skilríki þegar þau bókuðu sig inn, gáfu upp nöfn og kenni- tölu. Fólkið hvarf síðan af hótelinu og kom ekki aftur fyrr en hálfsex í gærmorgun. Ágúst var þá á næt- urvakt. Næturgesturinn frá nótt- inni áður hafði tæmt minibarinn kvöldið áður. Hann fékk því að hafa nokkra bjóra með sér upp á herbergi. „Þau tæmdu allan bjór úr minibarnum og hafa sjálfsagt sturtað í sig til að drekka í sig kjark,“ sagði Ágúst. „Skömmu síðar varð ég var við að mennirn- ir voru á röltinu, en ekki stúlkan. Mér var hætt að lítast á blikuna. Skömmu síðar stökk annar yfir borðið til mín, en hinn fór inn í móttökuna. Sá sem hafði dvalið í tvær nætur ógnaði mér með hnífi. Það var skrifborðsstól á milli okkar og ég reyndi að halda honum þannig frá. Svo kallaði ég í sífellu á bróður minn sem var í húsinu.“ Bróðir Ágústs heyrði ekki köllin. Ágúst reyndi að banda mönnunum frá sér, en fékk þá skurð á fingurinn. „Eftir það voru þeir með mig í gíslingu,“ sagði Ágúst. „Þeir brutu allt upp, eyðilögðu þrjá peningakassa, þótt þeir sæju skúffurnar tómar. Þeir náðu 60 til 70 þúsund krónum. Peningarnir voru teknir af þeim þegar þeir voru handteknir.“ Það sem ránsmennirnir vissu ekki var að uppgjör hótelsins síð- ustu daga lá í þremur umslögum á skrifborðshorni í herbergi Ágústs. Þeir fóru inn í herbergið, en sást yfir umslögin. Jakki hans var einnig í herberginu. Ráns- mennirnir heimtuðu veskið af honum, sem í voru tvö þúsund krónur, en í hinum jakkavasan- um voru fjörutíu þúsund krónur. Þeim sást yfir þann möguleika að peningar gætu verið í fleiri vös- um jakkans. „Eftir klukkutíma þóf og til- raunir til að brjóta upp skápa voru þeir orðnir gjörsamlega brjálaðir,“ sagði Ágúst. „Þeir gátu ekki opnað stóran peninga- skáp sem er með minni öryggis- hólf og skáp. Loks spurðu þeir um herbergi sem þeir gætu læst mig inni í. Ég benti þeim á býtibúr hótelsins. Þá hurð var hægt að opna innan frá og þar að auki var hurðin samsett, þannig að efri hluti hennar er hleri. Þeir áttuðu sig ekki á þessu, greyin, og gáfu mér fjórar sígarettur, því þeir bjuggust við að ég myndi dúsa þarna næstu klukkutímana.“ Ágúst beið í eina mínútu, kall- aði síðan á piltana sem svöruðu ekki. Hann hljóp þá í starfs- mannahús við hótelið og hringdi á lögregluna. Ræningjarnir tveir og konan voru þá farin af stað í KB - banka. jss@frettabladid.is Hindúar mótmæla: Raka höfuð elskenda INDLAND, AP Þjóðernissinnaðir hindúar, sem berjast gegn vest- rænum menningaráhrifum, hafa hótað að raka höfuð indverskra elskenda sem skiptast á gjöfum á Valentínusardaginn. „Við ætlum ekki að leyfa neina erlenda hátíð sem samræmist ekki indverskri menningu,“ segir Ved Prakash Sachchan, talsmaður hindúafélagsins Bajrang Dal. Önn- ur öfgasamtök hindúa, Shiv Sena, gengu með bambusprik um götur borgarinnar Lucknow og hótuðu að berja alla þá sem héldu upp á Val- entínusardaginn. Lögreglan hefur látið mótmælin afskiptalaus. ■ Tryggingamiðstöðin hf.: Tæplega milljarðs hagnaður VIÐSKIPTI Hagnaður Tryggingamið- stöðvarinnar jókst úr 455 milljón- um króna í 1.424 á milli áranna 2002 og 2003. Fram kemur í til- kynningu frá félaginu að hagnað- araukninguna megi að stórum hluta rekja til ábatasamra fjár- festinga. Hagnaður af iðgjöldum vegna lögbundinna ökutækjatrygginga var 761 milljón króna en fram kemur í tilkynningunni að óvenju- lega lítið hafi verið um öku- tækjatjón á nýliðnu ári. Stjórnendur félagsins gera ekki ráð fyrir að rekstrarafkoman á árinu 2004 verði jafn góð og í fyrra. ■ ÚTSALA 30-50% afsl. Undirfataverslun. Síðumúla 3 Sími: 553 7355 opið virka daga kl: 11-18 Laugard. kl: 11-15 Ránsmennirnir í Hveragerði: Ógnuðu fólki og börðu LÖGREGLUMÁL Menn- irnir tveir sem gerðu ránstilraunir á tveimur stöðum í Hveragerði í gær- morgun náðust á hlaupum skammt frá bænum. Lög- reglan á Selfossi handtók þá og veittu þeir ekki mótspyrnu. Unga stúlkan sem dvaldi með þeim á Hótel Örk þegar þeir gerðu tilraun til ráns þar gaf sig fram við lögreglu upp úr hádeginu í gær. Þegar piltarnir tveir komu frá Hót- el Örk í KB banka reyndu þeir fyrst að komast inn um aðaldyr. Ekki var búið að opna bankann, þannig að þeir fóru að starfsmannainngangi og bönk- uðu þar á dyr. Tvær konur sem vinna í bankanum voru mættar og hleyptu þeim inn. Þeir hófu þegar að ógna þeim með hnífi og slógu aðra þeirra í andlit- ið. Hún mun þó ekki hafa slasast alvar- lega. Síðan hirtu þeir peninga, ekki háa upphæð, að sögn lögreglu, og yfirgáfu bankann. Lögreglan var kvödd að bankanum um níuleytið í gær- morgun, en klukku- stund áður hafði borist útkall frá Hótel Örk. Mennirn- ir tveir voru á harða- hlaupum skammt frá bænum og stefndu þeir inn í dal þegar þeir voru handteknir. Piltarnir sýndu engan mót- þróa þegar þeir voru teknir. Peningapokar sem þeir höfðu tekið í bankanum fundust á leið þeirri sem þeir höfðu hlaupið út úr bænum. Fólkið er ekki frá Hveragerði. ■ RANNSÓKN Lögreglan yfirheyrði marga í gær. Meðal þeirra voru starfs- menn KB banka, eins og sjá má á myndinni. Bankinn var lokað- ur eftir ránið, en starfsfólki var boðið upp á áfallahjálp. HÓTELSTJÓRINN Reynt var að ræna hótelið og slapp hótelstjórinn vel þrátt fyrir að ræningjarnir væru vopnaðir hnífum. Þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Á myndinni sést Ágúst Ólason, hótel- stjóri á Hótel Örk, í herberginu sem ræningjarnir gistu í. BRUTU OG BRÖMLUÐU Ræningjarnir brutu allt og brömluðu til að koma höndum yfir fjármuni á hótelinu en þeim sást yfir talsverða peninga. BLÓÐUGT GÓLF Öðrum ræningjanna tókst að koma hnífs- lagi á Ágúst þannig að hann skarst á fingri. Blóðblettir eru á gólfinu eftir átökin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SKOTBARDAGI Liðsmenn Hamas og samtakanna Íslamskt Jihad berjast við ísraelska hermenn í Gaza-borg. Bíddu bíddu – er það ennþá til? „Lagasetningin um sparisjóðina er ekki hafin yfir gagnrýni, en mér þykir líklegt að sameining nær alls þingheims um löggjöf vegna áforma SPRON og Kaupþings snúi ekki bara að því máli[...]“ Davíð Oddsson á Viðskiptaþingi 11. febrúar. Slappaðu af... „Ég veit ekki alveg hvað hún er að reyna að sanna en það er náttúr- lega hennar ákvörðun hvort hún kemur fram í sjónvarpi eða ekki. Mín ósk er sú að móðir mín fari að slappa svolítið af.“ Ruth Reginalds um áform móður sinnar um að fara í fegrunarmeðferð í sjónvarpi. Fréttablaðið, 11. febrúar. Steinræfill „Þetta grjót er til skammar fyrir alla Íslendinga. Þarna er um að ræða steinræfil sem húkir undir húsvegg, engum til gleði.“ Jón Hvanndal um minnismerki um Hannes Hasfstein. Fréttablaðið, 11. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.