Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 22
börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is ■ Skólar 3.999 Glói geimveraá Lestrareyju er nýttkennsluforrit fyrir börnsem eru að læra aðlesa af CLAIRE vörunum komin FYRSTA SENDING Hverafold 1–3 S. 567-6511 FLOTT MERKI: LEGO, WALT DISNEY ÁSAMT FLEIRI MERKJUM Á FRÁBÆRU VERÐI. NÝTT KORTATÍMABIL NÝ SENDING AF LEGO PEYSUM SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR - 50% AFSLÁTTUR Ef við setjum hlutina í víðarasamhengi og skoðum ástand fjölskyldumála í okkar heims- hluta blasir við að fjölskyldan er smám saman að leysast upp. Hafnarfjarðarbær hefur verið að setja upp fjölskyldustefnu og skapaðist nokkur umræða um það hvort hægt sé að vinna gegn þessari þróun og halda fjölskyld- unni saman. Það er gefið mál að veik fjölskylda er ávísun á mikla félagslega ógæfu,“ segir Sæ- mundur Hafsteinsson, félags- málastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Þar hefur nú verið stofnaður Fjölskylduskólinn, en hugmynd- in hefur verið í þróun um nokk- urt skeið. „Hugmyndin er sú að Fjöl- skylduskólinn verði stefnumót- andi aðili, nokkurs konar regn- hlífarsamtök sem taka á málum sem varða fjölskylduna og stuðla að vakningu um ýmis grundvallarmálefni. Skólinn verður einnig vettvangur fyrir fræðslu, námskeið og málþing sem snerta fjölskylduna. Við munum vera í samvinnu við skóla, lögreglu, kirkjur, Regn- bogabörn, foreldrahús og aðra hópa og aðstoða fólk við að koma hugmyndum í réttan farveg.“ Fyrstu námskeiðin á vegum skólans eru þegar farin af stað. „Við erum að hefja námskeið þar sem stuðla á að sjálfsstyrkingu unglinga. Þjóðfélagið er að breytast, til dæmis með upplýs- ingasamfélaginu og Netinu. Eina leiðin til að lifa af andlega er að læra að verja sjálfan sig, geta valið og hafnað. Svo erum við líka með námskeið sem snýr að efri árum, þar sem fólki er hjálp- að að undirbúa starfslok. Önnur námskeið sem hér verður boðið upp á að taka meðal annars á áföllum í fjölskyldum og fjár- málum heimilanna.“ Sæmundur segir að viðbrögð við opnun skólans hafi verið gríðarlega sterk. „Við erum að læra á þetta og prófa okkur áfram. Við hugsum þetta misseri sem nokkurs konar auglýsingu fyrir skólann. Svo munum við fara af meiri krafti af stað í haust og ætlum að byggja þetta upp hægt og bítandi.“ Fjölskylduskólinn er ekki að- eins hugsaður sem þjónusta fyr- ir hafnfirskar fjölskyldur og Sæ- mundur segir alla velkomna. „Við höfum fengið hringingar víða að enda er þetta fyrsti skól- inn af þessu tagi sem ég veit um hér á landi. Hugmyndina fékk ég einhvern tímann í miðjum fyrir- lestri og þegar ég fór að kynna hana gleyptu menn við henni eins og skot.“ audur@frettabladid.is Þorrablótin sem haldin eru áSeltjarnarnesi eru víðfræg. Það eru þó ekki bara fullorðnir sem skemmta sér á þorrablótum á Nesinu því börnin á leikskólunum Sólbrekku og Mánabrekku fá líka sitt þorrablót. Það var haldið strax á bóndadaginn, 23. janúar. Börnin bjuggu til víkingahatta, æfðu þorrasöngva og fræddust um mat og menningu sem tengist þessari árstíð. Hraustlega var tekið til matar þegar sest var að borðum á þorrablótinu, þar sem borinn var fram fjölbreyttur þorramatur svo sem slátur, hangi- kjöt, hrútspungar, sviðasulta, harðfiskur og hákarl. ■ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera í fótbolta og horfa á FearFactor í sjónvarpinu. Ég myndi samt ekki þora öllu sem er gert þar, ekki borða skordýr til dæmis, oj... Á ÞORRABLÓTI Hefð er fyrir þorrablótum leikskólabarna á Seltjarnarnesi. GESTIR Á OPNUN FJÖLSKYLDUSKÓLANS Skólinn byggir á ákveðinni hugmyndafræði um fjölskylduvernd. FJÖLSKYLDUSKÓLINN VEKUR ATHYGLI Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ræðir við Árna Guðmundsson æskulýðs- fulltrúa og Sæmund Hafsteinsson, félagsmálastjóra í Hafnarfirði. KRISTJÁN JÚLÍUSSON Í ÍSAKSSKÓLA Fjölskylduskóli í Hafnarfirði: Taka á málum sem varða fjölskylduna Þorrablót á Nesinu: Ekki bara fyrir fullorðna BÖRNUM FJÖLGAR Í KLETTABORG Ný viðbygging við leikskólann Klettaborg, að Dyrhömrum í Grafarvogi, var tekin í notkun síðastliðinn föstudag. Viðbygg- ingin er 134 fermetrar. Börn og starfsmenn í Klettaborg gerðu sér glaðan dag og buðu til sín mörgum góðum gestum, þar á meðal þeim sáu um framkvæmd- ir. Elstu börnin í leikskólanum fóru með þulur og annað skemmtiefni og boðið var upp á veglegar veitingar. Klettaborg hóf starfsemi árið 1990 og bætir viðbyggingin úr þörf leikskólans fyrir aukið rými. Í nýju bygging- unni er gert ráð fyrir einni leik- skóladeild fyrir 19 börn, auk þess sem aðstaða starfsfólks batnar til muna. Með tilkomu nýju deildar- innar eru deildirnar í Klettaborg fjórar, með rými fyrir 82 börn samtímis. BEÐIÐ EFTIR FÓTBOLTALEIK Íraskur og japanskur drengur bíða spenntir eftir að vináttuleikur þjóða þeirra í fótbolta hefjist. Myndin var tekin í Tókýó í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.