Fréttablaðið - 17.02.2004, Page 2

Fréttablaðið - 17.02.2004, Page 2
2 17. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Það hafa nú margir valið sér minni andstæðing en Bandaríkjaher - en sumir hafa nú gert það og haft betur.“ Kristján Gunnarsson er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Félagið hans hefur höfðað mál til þess að þrýsta á um að varnarliðið á Miðnesheiði standi við samninga. Spurningdagsins Kristján, á að fara í hart við herinn? ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, var málshefj- andi í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær um skattgreiðslur hundruða erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun. Hann gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir rýr svör við fyrirspurn um álita- mál og vandamál sem upp hafa komið í skattmeðferð mála tengdra virkjunarframkvæmdun- um, en að mati fjármálaráðuneyt- isins voru engin sérstök álitamál í þessu efni. „Svo óheppilega vildi til fyrir fjármálaráðherra dagana eftir að þetta svar barst að fjölmiðlar fjalla um það að útsvarstekjur hafi ekki skilað sér til sveitar- félaga eystra, nema að örlitlu leyti. Sveitarstjóri Norður-Héraðs hefur greint frá því að sveitar- félagið hafi kvartað við Skattstjór- ann í Reykjavík, Skattstjóra Aust- urlands, Ríkisskattstjóra og fjár- málaráðherra. Af þessum sökum átti ráðherra að vera það ljóst að framkvæmdin gekk ekki snurðu- laust fyrir sig,“ sagði Steingrímur og sagði að deilur um lagaleg at- riði málsins hefðu verið í þófi milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og skattayfirvalda frá því í ágúst í fyrra. Sérfræðingar Impregilo telja að erlendum fyrirtækjum sé ekki skylt að annast innheimtu stað- greiðslu og Impregilo telur sig ekki bera ábyrgð á staðgreiðslu manna sem eru á vegum erlendra undirverktaka. Ágreiningur um greiðslu tryggingargjalds er á leið fyrir dómstóla. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að svörin við þessu væru einföld. Hér giltu einfaldar skattareglur og öll ágreiningsmál þessu tengd færu í þann farveg sem lögin gerðu ráð fyrir. „Komi í ljós að vanhöld séu tal- in vera á skattgreiðslum grípa skattayfirvöld að sjálfsögðu til hefðbundinna úrræða, svo sem þess að áætla launagreiðanda staðgreiðslu. Ábendingar um að útsvarsgreiðslur hafi ekki borist eru í eðlilegum farvegi innan skattkerfisins og úr því verður vonandi greitt innan tíðar. Það gilda sömu reglur um starfsmenn við Kárahnjúka og alla aðra í land- inu. Skattskyldan er ótvíræð og það er mikilvægt að þeir sem starfa við Kárahnjúka geri sér grein fyrir því að undanbrögð í þessu efni verða ekki liðin,“ sagði Geir. Hann bætti því við að Stein- grímur og hans flokkur virtust ekki skilja þetta þar sem þeim væri svo í nöp við virkjunarfram- kvæmdirnar við Kárahnjúka og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo. bryndis@frettabladid.is Heimsóknir Svíakonungs: Ráðherra með í för STOKKHÓLMUR Ráðherra úr sænsku ríkisstjórninni mun hér eftir fylgja Karli Gústafi Svía- konungi í öllum opinberum heimsóknum til annarra landa. Ákvörðun um þetta var tekin vegna umdeildra ummæla kon- ungsins eftir ferð til Brunei. Karl Gústaf lét þau orð falla í sænskum fjölmiðlum að Brunei væri opið land og soldáninn væri í góðu sambandi við þegna sína. Á Vesturlöndum er almennt litið svo á að Brunei sé einræðisríki sem virði ekki alþjóðlega mann- réttindasáttmála. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að tryggja yrði að orð kon- ungsins væru ekki túlkuð sem pólitískar yfirlýsingar. ■ ATVINNUMÁL Alþýðusamband Ís- lands hefur leitað til iðnaðarráðu- neytisins vegna athugunar á starfsréttindum iðnaðarmanna á Kárahnjúkum. Er það gert í tengslum við ósk sambandsins til sýslumannsembættisins á Seyðis- firði um að staða atvinnuréttinda allt að 226 iðnaðarmanna á Kára- hnjúkum verði rannsökuð. „Við ætlum að fá fund með lög- fræðingi iðnaðarráðuneytisins sem þekkir tilskipanir Evrópu- sambandsins um gagnkvæma við- urkenningu á starfi, starfsréttind- um og slíku til að upplýsa okkur um hvernig best sé að standa að þessu,“ sagði Ingvar Sverrisson hjá Alþýðusambandinu. Á lista sem ASÍ sendi sýslu- manninum eru allt að 95 trésmið- ir, þrettán pípulagningamenn, 27 rafiðnaðarmenn, nítján vélvirkj- ar, 70 járniðnaðarmenn og tveir málmsuðumenn. „Við þurfum upplýsingar um hvaða tilskipunum Evrópusam- bandsins væri hægt að byggja á,“ sagði Ingvar. „Jafnframt hver málsmeðferðin eigi að vera og hvaða gögn þurfi að leggja fram. Síðan þarf að skoða nánar hvað þessir erlendu starfsmenn eru að sýsla uppfrá og það báðum við sýslumanninn að láta kanna.“ ■ Réttindamál iðnaðarmanna á Kárahnjúkum: ASÍ leitar til iðnaðarráðuneytis KÁRAHNJÚKAR ASÍ hyggst leita til iðnaðarráðuneytisins vegna atvinnuréttindamála iðnaðarmanna á Kárahnjúkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ALÞINGI Rannveig Guðmundsdótt- ir, Samfylkingunni, gerði athuga- samdir við það á Alþingi í gær að engar Orion-eftirlitsvélar væru nú á Keflavíkurflugvelli. Hún sagði að túlka mætti það svo að Bandaríkjamenn litu ekki lengur á Ísland sem hluta af sínu varnar- svæði og gagnrýndi að ekkert lægi fyrir um það hvernig íslensk stjórnvöld vildu haga vörnum landsins. „Ef eftirlitsvélarnar fara veik- ist samningsstaða Íslands. Það þokast ekkert í varnarviðræðun- um. Eru Bandaríkjamenn með þessu að draga úr vörnum hér?“ sagði Rannveig. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra sagði að umræddar vélar væru gamlar og úreltar og hefðu oft verið fluttar til. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Orion- vélarnar fari héðan. Bandaríkja- menn hafa fækkað þeim verulega og það er gert ráð fyrir að ný kyn- slóð taki við af þeim á næstu árum. Við væntum svara frá Bandaríkjamönnum um þessi mál, en þau eru ekki í neinu sam- hengi við loftvarnir Íslands,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra vísaði því á bug að ekkert lægi fyrir um það hvaða kröfur stjórnvöld gerðu um varnir landsins. „Það eru viðræð- ur í gangi um varnarmálin, síðasti fundur var í desember. Varnir Ís- lands og sameiginlegar varnar- skuldbindingar skipta höfuðmáli,“ sagði Halldór. ■ Sri Lanka-búar: Sendir til Þýskalands FLÓTTAMENN Tveir Sri Lanka-búar, sem óskað hafa eftir pólitísku hæli hérlendis, hafa kært til dómsmálaráðherra þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa þeim til Þýskalands á grundvelli Dyfl- innarsamningsins. Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að lög- maður mannanna hafi farið fram á það að mennirnir verði ekki sendir til Þýskalands á meðan málið verði tekið fyrir. Ákvörðun um það hvort þeir verði sendir strax til Þýslands verði tekin í dag. Mennirnir halda því fram að þeir séu undir lögaldri en Georg segir að vegabréf sem þeir hafi verið með sýni að þeir séu 26 ára. Þá bendi læknisskoðun til þess sama. Mennirnir sögðust hafa komið til Íslands beint frá Sri Lanka en Georg segir að gögn sýni að þeir hafi fyrst komið til Þýskalands. Vegna þessa verði þeir sendir aftur þangað, líkt og Dyflinnarsamningurinn kveði á um. Þar muni þeir fá örugga máls- meðferð. ■ Halldór Ásgrímsson um eftirlitsvélar flotans: Ekki ákveðið hvort vélarnar fari héðan HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra sagði á Al- þingi í gær að ekkert samhengi væri á milli loftvarna Íslands og þess að engar Orion-eftirlitsvél- ar væru nú á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði að vélarnar hefðu oft verið fluttar til. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þingmaður Vinstri grænna vakti máls á skattgreiðslum erlendra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun á Alþingi í gær. Hann gagnrýndi að skattgreiðslurnar hefðu ekki skilað sér. Bruni: Bústaðurinn látinn brenna ELDSVOÐI Sumarbústaður við Helluvatn brann til kaldra kola aðfaranótt mánudags. Slökkvilið var kallað á vettvang en ákveðið var að slökkva ekki eldinn þar sem bústaðurinn var þegar ónýtur og umhverfisaðstæður óhentugar til slökkvistarfs. Lögregla rannsakar upptök eldsins en ekkert liggur fyrir um þau að svo stöddu. Bústaðurinn var í eigu Hrafns Gunnlaugssonar og fjölskyldu hans. ■ Undanbrögð verða ekki liðin Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir að skattgreiðslur erlendra starfs- manna við Kárahnjúkavirkjun hafi ekki skilað sér til sveitarfélaga eystra. Fjármálaráðherra segir að greitt verði úr öllum álitamálum. Kaldbakur: Ekki tilboð í hlut KEA VIÐSKIPTI Benedikt Sigurðsson, stjórnarformaður KEA, segir að á stjórnarfundi í dag verði rætt um þann áhuga sem fjárfestar hafa sýnt eignarhlut félagsins í Kaldbaki. „Við höfum fengið fyrir- spurnir um það hvort og þá hve mikið sé til sölu. En það hefur ekkert tilboð borist,“ segir Benedikt. KEA er stærsti hluthafinn í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki með 27% hlut. Kaldbakur skilaði 2,2 millj- arða króna hagnaði á síðasta ári að teknu tilliti til skatta. Meðal eigna félagsins er tæplega þriðj- ungshlutur í Tryggingamiðstöð- inni og um 18% hlutur í Sam- herja. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.