Fréttablaðið - 17.02.2004, Side 15
15ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004
Áttu vini í Færeyjum?
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
1
96
63
04
/2
00
4
Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald.
Takmarkað sætaframboð
Sími: 570 3030
Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og
Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við
sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu).
Einstakt tilboð á flugi,
aðeins 7.500 kr.
Vegna opins bréfs hér í blaðinumiðvikudaginn 11. febrúar sl.
er rétt að fram komi að borgar-
yfirvöld hafa haft forgöngu um
umræðu um skipulagsmál Reykja-
víkur og þó miðborgarinnar sér-
staklega undanfarin misseri.
Markmið þeirrar umræðu hefur
verið að kalla fram sjónarmið íbúa
og hagsmunaaðila því betur sjá
augu en auga. Höfuðborgarsam-
tökunum og öðrum er þökkuð
þeirra þátttaka í umræðunni.
Ítarleg umfjöllun
Lagfæringar á Hringbraut og
flutningur hennar hefur staðið til
árum saman og hefur sú fram-
kvæmd sérstaklega verið til um-
fjöllunar bæði í deiliskipulags-
vinnu og við mat á umhverfis-
áhrifum. Efnisleg skoðanaskipti
Reykjavíkurborgar og Höfuð-
borgarsamtakanna hafa átt sér
stað í gegnum þau ferli og verða
þau ekki rakin hér enn á ný.
Af því sérstaklega er spurt um
kostnað við ákvarðanatöku og
undirbúning málsins, þá hefur
verið um það fjallað í skipulags-
og byggingarnefnd Reykjavíkur,
samgöngunefnd, umhverfis- og
heilbrigðisnefnd, í borgarráði og í
borgarstjórn sem og á kynningar-
fundum fyrir almenning og hags-
munaaðila. Að auki hefur málið
hlotið umfjöllun í samráðshópum
Reykjavíkurborgar og Vegagerð-
arinnar.
Þessi ítarlega umfjöllun er
hluti af daglegu starfi Reykjavík-
urborgar og kostnaði við undir-
búning þessa einstaka verkefnis
hefur ekki verið haldið saman sér-
staklega. Þessi vandaði undirbún-
ingur er talinn svo sjálfsagður
hluti framkvæmda, að fundartíma
um einstök mál er ekki haldið til
haga, frekar en að embætti borg-
arstjóra reikni út kostnaðinn við
að svara einstökum bréfum sem
því berast, hvort sem þau berast í
gegnum blöð eða eftir stjórn-
sýsluleiðum. Það er sjálfsagt og
ljúft að svara. ■
HRINGBRAUT
„Lagfæringar á Hringbraut og flutningur hennar hefur staðið til árum saman og hefur sú
framkvæmd sérstaklega verið til umfjöllunar hvorttveggja í deiliskipulagsvinnu og við mat
á umhverfisáhrifum,“ segir Þórólfur Árnason borgarstjóri.
Andsvar
ÞÓRÓLFUR
ÁRNASON
■
borgarstjóri skrifar um
skipulagsmál Reykjavíkur.
Opið svar borgarstjóra til
Höfuðborgarsamtakanna