Fréttablaðið - 17.02.2004, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2004
Ístað þess að borga fyrir líkams-rækt í hádeginu er ekki úr vegi
að koma til okkar í hádeginu á
þriðjudögum, setjast við
spænskuborðið og tala spænsku.
Það er eins með tungumál og lík-
amsformið, það glatast með tím-
anum. Tungumálakunnátta hefur
lítið geymsluþol,“ segir Margrét
Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Há-
skóla Reykjavíkur.
Hópur spænskumælandi fólks
hittist á hverjum þriðjudegi í
mötuneyti skólans klukkan tólf og
Margrét segir alla velkomna.
„Fólk er misjafnlega á veg komið.
Í byrjun mæta sumir eingöngu til
að hlusta og segjast tala næst. Það
tekur fólk tíma að setja sig í gang
og það er engin pressa. Fólk kem-
ur alls staðar að og við spjöllum
um daginn og veginn.“
Margrét segir spænskuborðið
tengjast leiðarljósi skólans, sem sé
alþjóðasamskipti. „Í haust fer af
stað nýtt tungumálatengt viðskipta-
nám við viðskiptadeild Háskóla
Reykjavíkur. Nemendum geta tekið,
meðfram venjulegu viðskiptafræði-
námi, tungumál í sérhæfingu sem
kennd er í beinum tengslum við við-
skiptafræðina. ■
Tala saman spænsku í hádeginu
Í hádeginu
SPÆNSKA
■ Hópur spænskumælandi fólks hittist
á hverjum þriðjudegi í mötuneyti Há-
skóla Reykjavíkur.
Forsölu á Sugababes flýtt
Forsölu miða á tónleika breskustúlknahljómsveitarinnar
Sugababes á Íslandi í apríl hefur
verið flýtt og hún hefst sunnudag-
inn 22. febrúar í stað 3. mars eins
og áður hafði verið áætlað.
Stúlkurnar munu spila vítt og
breitt í heimalandi sínu áður en
þær koma til Íslands og það er
skemmst frá því að segja að það
er nú þegar uppselt á alla tónleika
þeirra í Bretlandi, nema í Cardiff
og Sheffield þar sem einhverjir
miðar eru eftir.
Stúlkunum finnst víst fátt
skemmtilegra en að syngja fyrir
framan fullan sal af fólki og bíða
spenntar eftir að komast af stað.
Þá hafa þær lýst því yfir að þær
vilji helst nota þessi tækifæri til
að hitta aðdáendur sína persónu-
lega, þannig að það gæti borið vel
í veiði þegar sveitin mætir hing-
að. ■Tónlist
SUGABABES
■ kemur til Íslands í vor. Forsala miða á
tónleikana hefst á sunnudaginn.
SUGABABES
Miðar á tónleika sveitarinnar í Bretlandi
seljast eins og heitar lummur og forsölu
hér heima hefur verið flýtt.
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Margrét hvetur fólk til að koma og æfa sig
í spænsku í hádeginu. Hingað til hafi í
kringum tólf manns mætt að jafnaði en sí-
fellt fleiri eru að bætast í hópinn.