Fréttablaðið - 18.02.2004, Page 2

Fréttablaðið - 18.02.2004, Page 2
2 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR „Guð sér allan tölvupóst en þú þarft ekki tölvupóst til að ná sam- bandi við hann.“ Ísraelskt fjarskiptafyrirtæki býður nú gyðingum um heim allan að senda Guði tölvupóst en samkvæmt trúnni geta gyðingar fengið óskir og bænir uppfylltar með því að setja bréf til Guðs í Grátmúrinn í Jerúsalem. Séra Örn Bárður bendir á að kirkjur landsins og prestar í þjónustu Guðs eru nettengd en áréttar að beina sambandið við Guð gefist best. Spurningdagsins Séra Örn Bárður, er Guð nettengdur? ■ Lögreglufréttir Lögmaður gagn- rýnir rannsókn Lögreglan í Litháen aðstoðar við rannsókn líkfundarins í Neskaupstað. Hún sýndi manni í Vilníus mynd af hinum látna og tilkynnti honum ranglega að sonur hans væri dáinn. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Litháen hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn líkfundarins í Nes- kaupstað vegna gruns um að hinn látni kunni að vera Lithái. Lög- reglumenn fóru að heimili manns í Vilníus í gær, sýndu honum mynd af hinum látna og tjáðu honum að sonur hans væri dáinn. Hann sagð- ist ekkert kannast við hinn látna. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn í Vilníus var faðir Lithá- ans sem hafði ásamt tveimur Ís- lendingum gefið sig fram hér á landi vegna málsins. Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður þremenninganna, gagnrýnir rannsókn málsins. „Það er skrýtið hvernig haldið er utan um rannsókn málsins og ljóst að einhver misskilningur er hér á ferðinni,“ segir Guðmund- ur. Hann segir að fréttir um að annar Íslendinganna tengdist málinu hafi orðið til þess að sá maður gaf sig sjálfviljugur fram. Hann hafi hins vegar ekki verið eftirlýstur, handtekinn eða grun- aður um verknaðinn. Í kjölfarið hafi hinn Íslendingurinn og Lit- háinn flækst inn í málið og gefið sig fram við lögreglu með sama hætti, en allir hafi þeir fengið að fara heim til sín að lokinni skýrslutöku. Guðmundur segir að þremenn- ingarnir tengist ekki líkfundin- um í Neskaupstað og að hinn látni hafi ekki verið með þeim. Hann segir að tveir þeirra sem um ræðir hafi verið á ferðalagi fyrir austan á bílaleigubíl. Þeir hafi fyrst ætlað að fara að Gullfossi og Geysi, en síðan ákveðið að fara austur að Skaftafelli og að lokum endað í heimsókn hjá þeim þriðja, sem var um stundarsakir staddur hjá móður sinni í Nes- kaupstað. Guðmundur segir að eftir heimsóknina hafi mennirnir tveir keyrt til baka til Reykjavík- ur og skilað bílnum. Mennirnir þrír hafa ekki verið kallaðir aftur til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Lögmaður þeirra segir málið hafa haft slæm áhrif á þá. Því haldi þeir sig í felum. Rannsókn málsins heldur áfram af fullum þunga hjá lög- reglunni á Eskifirði, en auk þess fer fram eftirgrennslan víðs veg- ar um landið sem um 20 manna rannsóknarhópur lögreglu stend- ur að. Engin hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglu- stjóra segir að verið sé að vinna að gagnaöflun með ýmsum hætti. Stöð 2 greindi frá því í gær- kvöld að Lithái sem búsettur er á Íslandi telji sig nokkuð vissan um að hinn látni sé litháískur ættingi sinn, en erfitt sé þó að slá því föstu þar sem líkið sé illa farið. bryndis@frettabladid.is Afkoma Landssíma Íslands í fyrra: Græddi rúma tvo milljarða SÍMINN Landssími Íslands hf. hagn- aðist um 2.145 milljónir króna eft- ir skatta í fyrra. Þetta er sambæri- leg afkoma og varð árið áður, en ríflega milljarði meira en árið 2001. Hagnaður Símans eftir skatta nemur því samtals 5,3 millj- örðum króna síðastliðin þrjú ár. Rekstrartekjur Símans í fyrra voru tæpir 19 milljarðar króna, rúmum 800 milljónum meiri en 2002. Rekstrargjöldin námu 11,4 milljörðum í fyrra en voru 10,9 milljarðar árið 2002. Heildareignir Símans voru í lok síðasta árs 28,6 milljarðar og eigið fé liðlega 16 milljarðar. Eiginfjárhlutfallið er 56%. Í tilkynningu Símans segir að tekjur af talsímaþjónustu hafi dregist saman á síðasta ári en tekjur af farsíma- og gagnaflutn- ingsþjónustu hækkað á milli ára. Stjórn Símans ákvað að leggja til við aðalfund 22. mars næstkom- andi að greiddur verði 30% arður til hluthafa, samtals 2.110 milljónir króna. Íslenska ríkið á nánast allt hlutafé í Símanum. ■ Hæstiréttur: Staðfesti gæsluvarðhald ÚRSKURÐUR Gæsluvarðhalds- úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur yfir tveimur mönnum og einni konu vegna hasssmygls var staðfestur af Hæstarétti á mánudag. Fólkið var úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudag en níu kíló af hassi fundust falin í húsgögnum sem send höfðu verið til landsins. Fjögur kíló af hassi fundust í húsleitum í framhald- inu. Dómurinn samþykkti rök lög- reglustjórans í Reykjavík fyrir gæsluvarðhaldinu þar sem fólkið gæti hugsanlega haft áhrif á vitni eða jafnvel samseka. ■ HERMENN Á LANDAMÆRUNUM Gjöreyðingarvopnaáætlun Norður-Kóreu- manna verður til umræðu í næstu viku. Kóreudeilan: Undirbúa viðræður SEÚL, AP Bandarískir, japanskir og suður-kóreskir embættismenn funda í næstu viku til að undir- búa sig fyrir mikilvægar viðræð- ur um gjöreyðingarvopn Norður- Kóreumanna. Stefnt er að því að viðræður fulltrúa sex þjóða hefj- ist á miðvikudag í næstu viku en þar verður leitað leiða við að binda enda á 15 mánaða langa deiluna. Á fundinum í næstu viku hitt- ast embættismenn frá Rússlandi, Kína og Norður-Kóreu auk land- anna þriggja sem hafa þegar ver- ið nefnd. Þar er gert ráð fyrir að rætt verði um tilboð norður- kóreskra stjórnvalda um að setja áætlanir sínar um framleiðslu gjöreyðingarvopna í bið ef Bandaríkin samþykkja að af- nema viðskiptahindranir og veita Norður-Kóreu efnahagsaðstoð. ■ Tíu mánaða fangelsi: Braut gegn stjúpdóttur DÓMUR Maður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn stjúpdóttur sinni sem var á unglingsaldri þegar hann braut gegn henni. Maðurinn var sakaður um að þukla á kynfærum og brjóst- um stúlkunnar og leggja hendur hennar á kynfæri sín. Maðurinn var sýknaður af hluta ákærunnar þar sem stúlkan ein var til frásagnar. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir svipuð brot, gegn dóttur fyrrverandi sambýlis- konu sinnar. ■ HIV-veiran: Faraldur í A-Evrópu MOSKVA, AP Útbreiðsla HIV- veirunnar er hvað hröðust í Rúss- landi, Úkraínu og Eistlandi, að því er fram kemur í skýrslu Þróunar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna. Talið er að einn af hverjum hundr- að fullorðnum í þessum þremur löndum sé smitaður af veirunni. „Það er nú þegar of seint að tala um hvernig megi koma í veg fyrir að neyðarástand skapist í Austur-Evrópu,“ segir Kalman Mizei, einn af yfirmönnum Þróun- aráætlunarinnar. Mizei bendir þó á að stjórnvöld og almenningur um heim allan geti lagt sitt af mörkum til að draga úr sam- félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins og jafn- vel snúa þróuninni við. ■ Sumarhús fjölskyldu Hrafns Gunnlaugssonar brann: Vill bæta móður sinni missinn BRUNI „Þetta er mikill sorgar- atburður, hvernig svo sem hann er til kominn, og þá öðru fremur fyrir móður mína sem átti sér griðastað í þessu húsi og hafði af mikilli elju gert húsið og allt um- hverfi þess að sameiningarstað allrar fjölskyldunnar,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri um bruna á sumarbú- stað fjölskyldunnar við Hellu- vatn. Hann segir staðinn vera móður sinni, Herdísi Þorvalds- dóttur leikkonu, einkar kæran og hún eigi því um sárt að binda. Lögreglan í Reykjavík rannsakar mál þetta, sem þykir grunsamlegt í ljósi þess að skemmdarverk hafa áður verið unnin á mannvirkjum tengdum bústaðnum og þar í kring. Ekki er enn vitað um elds- upptök. Hrafn segist eiga margar af sínum bestu æskuminningum frá dvöl í bústaðnum, ekki síst um föður sinn, dr. Gunnlaug heitinn Þórðarson hæstaréttarlögmann. „Hann gaf húsinu sinn sérstaka svip með sínu frjóa hugmynda- flugi. Ég vona heilshugar að okk- ur systkinum og barnabörnum Herdísar takist að finna leið til að bæta móður minni þennan missi,“ segir Hrafn. ■ SÍMAFORSTJÓRINN Brynjófur Bjarnason settist í forstjórastól hjá Símanum fyrir hálfu öðru ári. Árið í fyrra er fyrsta heila árið undir hans stjórn en það skilaði eigendum ríflega tveimur milljörðum í hagnað eftir skatta. HRAFN GUNNLAUGSSON Sameiningarstaður fjölskyldunnar brann. DATT Á GRÝLUKERTI Maður sem var að skoða Raufarhólshelli við Þrengslaveg datt á grýlukerti í hálku og rifbeinsbrotnaði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu flutti manninn undir læknis- hendur. HENTU STEINHELLUM Í BÍL Skemmdarverk voru unnin á bif- reið sem stóð í afgirtu porti við Grófina í Reykjanesbæ á mánu- dag. Steinhellum sem stóðu á vörubretti skammt frá verið hent í bílinn sem skemmdist nokkuð. LÖGREGLAN VIÐ BRYGGJUNA Í NESKAUPSTAÐ Lögmaður þremenninganna segir málið hafa haft slæm áhrif á þá. Því haldi þeir sig í felum. Afkoma DeCode Genetics í fyrra: Tapaði 2,4 milljörðum DECODE DeCode, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, tapaði 35,1 milljón Bandaríkjadala í fyrra, sem nemur 2,4 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap af rekstri DeCode 130 milljónum dala árið 2002, sem nemur um níu milljörðum króna. Tapið í fyrra jafngildir því að 1,32 dalir hafi tapast á hvern hlut í fé- laginu árið 2003. Tekjur DeCODE jukust um tæp 14 prósent á milli ára, fóru úr 41,1 milljón dala 2002 í 46,8 milljónir dala, eða 3,2 milljarða króna, árið 2003. Í árslok 2003 átti DeCode 74,7 milljónir dala, rúma fimm millj- arða króna, í handbæru fé. ■ Hælisleitendur í Hollandi: Þúsundum vísað úr landi HOLLAND Hollenska þingið hefur samþykkt áætlun um að vísa á brott þúsundum erlendra hælisleitenda. Þegar nýju lögin taka gildi verða um 26.000 einstaklingar að fara úr landi innan þriggja ára en margir þeirra hafa verið búsettir í Hollandi í áraraðir og eiga þar fjölskyldu. Frumvarpið, sem lagt var fram af ríkistjórn landsins, hefur verið harðlega gagnrýnt af almenningi í landinu. Einn maður sem á von á því að verða vísað úr landi hefur saum- að saman augnlok sín og varir í mót- mælaskyni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.