Tíminn - 03.02.1972, Síða 3

Tíminn - 03.02.1972, Síða 3
FIMMTUDAGUR 3. febriiar 1972 TÍMINN 3 eiga allan rétt, og i utanrikis- málum eru allir asnar og bjálfar, sem ekki tilkynna friölýsingar út ogsuður. Þeir.sem ekki taka þátt i þessu sjónarspili, hvað þá and- mæla þvi, eru varla af þessu föðurlandi. Hins vegar er alveg óþarfi að þegja. Og það eitt skorti á þennan þátt, að „hinir hljóðu” tækju til máls i meiri mæli en þeir gerðu. Auðvitað geta menn eins og Einar, Jóhann og Magnús Torfi svarað fyrir sig. Þeir þurfa enga hjálp til þess. En menn sam- þykkja of margt með þögninni, einnig i dægurbaráttunni. Og það hefði ekki skaðað, þótt spurning- ar hefðu verið bornar fram, sem leituðu eftir nýjum hliðum á stööu lands og þjóðar i heimsfélag- inu — i stað þess að þurfa að hlusta á hið endalausa þras um einhver sakhæf atriði, sem reynt er að kalla menn til ábyrgðar fyrir, þótt þau gerist i Viet-nam, Grikklandi eða Belfast, og séu ekki að neinu leyti i ábyrgö hér- lendra manna. Það er sjálfsagt gott að vera i söfnuði og krefja aðra um ábyrgö, en staðreyndir lifsins hafa ekki alltaf fallið að kennisetningum. Fyrir þvi er nokkur reynsla fengin i þvi riki, sem lagt hefur Fylkingunni til trúna. Svarthöfði Æsingurinn og þögnin Framsóknarfélögin bjóða páskaferð til Mallorca á aðeins 13.500. - Framsóknarfélögin i Reykjavik efna til ferðar til Mallorka um páskana. Flogið verður frá Keflavik með þotu beint til Palma. Brottför er miðvikudags- kvöld 29. marz fyrir páska kl. 7. og komið heim frá Mallorka að morgni þriðjudagsins 4. april. Flugferð ásamt fullu fæði ( 3 máltiðir á dag > og hóteldvöl kostar kr. l3.5oo. —■ Þar sem aðeins er um tak- markaðan fjölda að ræða, eru þeir, sem hafa hug á að notfæra sér þetta einstaklega hagstæða boð, beðnir að tilkynna þátttöku nú þegar á skrifstofu félaganna á Hringbraut 30 eða i sima 24480. Þeir sem hafa pantað farseðla i ferðina eru beðnir að greiða upp i fargjaldið til að tryggja sér far- seðla. Sjónvarpsþættir Ólafs Ragnars Grimssonar vekja athygli. Það sem þar gerist, nálgast ósvifni á stundum, og oft er ekki Ijóst hvort heldur verið er að ræða um heimsmeistaratign i hnefaleikum eða stórveldapólitik. Mjög gætti einhliða spurninga i upphafi siðasta þáttar Olafs, þegar Jóhann Hafstein, fyrrverandi for- sætisráðherra, sat einn fyrir svörum. Kom fljótt i Ijós að þeir, sem helzt ruddu úr sér spurn- ingum, tilheyröu þeim sér- kennilega trúarsöfnuði, sem hefur villzt inn i stjórnmálaum- ræður og nefnir sig Fylkingu. Þarna sýndist m.a. komin óboðin persóna, sem hafði verið talin svo heilsutæp fyrir skömmu, að ekki varð neinu tauti við hana komið út af miklu nærtækari atriðum en Viet-Nam striði. önnur kona sat þarna með Angelu Davisgreiðslu — náttúrlegan Afrikukoll — sýnilega snortin af baráttu svörtu hlébarðanna. Allt var þetta safnaðarfólk viö beztu heilsu. Fyrirgangur fyrrgreinds hóps vakti enga sérstaka athygli. Hitt var athyglisverðara, að þeir i hópnum,sem fyígdu Fylkingunni, sátu hljóðir að mestu. Kemur það heim við daglega háttu. Ofga- hóparnir beina athyglinni að sér.l menningarmálum telja þeir sig Á bílasalinn eða eigandinn að greiða skemmdirnar? OÓ—Reykjavik. Hverá að borga skemmdir á bilum, sem verða,er þeir eru I vörzlu bilasala, og sá sem skaðanum veldur er ófinnanlegur? Mál af þessu tagi er komið upp og veröur það væntanlega dómstóia að ákvaröa, hver greiðir tjónið, eigandi bilsins eða bilasalinn. Aðfaranótt föstudags s.l. var brotizt inn i bilasöluna að Borgartúni 10. Þar inni voru geymdir lyklar að bil, sem var i umboðssölu hjá bila- sölunni og stóð þar fyrir utan. Sem sagt, billinn og lyklarnir voru i vörzlu bila- sölunnar. Bilþjófurinn ók á brott, og fannst billinn næsta dag við Laugarásveg og var þá stórskemmdur. Þjófurinn finnst ekki, en hann er nátt- úrlega ábyrgur fyrir skemmdunum. Eigandi bilsins, Kristján Guðbjartsson, kaupmaður, telur sig hafa orðið fyrir tug- þúsunda króna tjóni. Bilasalinn segir sig enga ábyrgð bera á þeim farar- tækjum, sem hann hefur til sölu og i sinni vörzlu. Þeir séu ekki tryggðir fyrir þjófn- aði eða skemmdum og verði þvi eigandinn að bera tjónið, nema bilþjófurinn finnist. Kaupmaðurinn segir aftur á móti, að það hljóti að gilda i bilaviöskiptum, eins og annarri verzlun, að sá, sem hefur varning til sölu, hvort sem hann hefur keypt hann eða hafi i umboðssölu, hljóti aö bera ábyrgð á vörunni, eftir að hún er komin undir hans umsjá. Lögfræðingur hefur nú málið til meðferðarjOg fæst væntanlega skorið úr um ábyrgð eða ábyrgöarleysi bilasala i tilvikum sem þessum. Heimir Hannes- son á Þjóð- ræknis- þing IGÞ-Reykjavik. Heimir Hannesson, ritstjóri, fer á fimmtugasta og þriðja þing Þjóðræknisfélags Vestur-tslend- inga, sem haldið verður i Winni- peg um miðjan næsta mánuð. Heimir fer vestur i boði Þjóð- ræknisfélags Vestur-Islendinga. I lokahófi þingsins mun hann flytja aðalræðuna, en i upphafi máls sins flytur hann ávörp frá opin- berum aðilum og Þjóðhátiðar- nefnd 1974. Á þinginu mun hann skýra frá undirbúningi hátiðar- haldanna hér á landi 1974 i sam- ráði við þjóðhátiðarnefndina, en áherzla er lögð á það.að Vestur- tslendingar fjölmenni á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar þaö ár. Að þinginu loknu hefur Heimir Heimir Hannesson. Hannesson og kona hans þegið boð um að heimsækja ýmsar borgir i Kanada og Bandarikjun- um. Þar verða einnig haldnir fundir með Vestur-tslendingum og fluttar kveðjur að heiman. Nýtt bindi um Sauðárkrók IGÞ—Reykjavik. Sauðárkrókskaupstaður hefur nú gefið út annað bindi hinnar miklu Sögu Sauðárkróks, sem Kristmundur Bjarnason, rit- höfundur á Sjávarborg, hefur tekið saman að tilhlutan bæjar- félagsins. Hér er um fyrra bindi siðara hluta að ræða, og nær þaö anur ui arsins 1922. Siðari hluti bindis númer tvö mun ekki langt undan, en honum á að fylgja nafnaskrá. Eins og fyrr prýða margar myndir, sumar hverjar sjaldgæfar, þessa bók, sem prentuö er á vandaöan pappir i Prentverki Odds Björnssonar, h.f. á Akureyri. Siðara bindi sögunnar á i heild að ná yfir fjörutiu ár, eöa frá 1907, þar sem fyrra bindið endaði, til 1947. Inflúensa í Reykjavík Oó—Revkiavik. Undanfarið hefur borið nokkuð á inflúensu i Reykjavik, en varla er hægt að segja, að um faraldur sé að ræða. Inflúensunni fylgir hár hiti, en annars er hún talin fremur væg' og gengur fljótt yfir. Auk inflúensunnar er talsvert um hálsbólgu i borginni og margir leita læknis vegna kvefs. Eins og i fyrra bindinu hefur gifurlegum fróðleik verið safnað saman um margþætt lif á Krókn- um, frá þvi Sauðárkrókur varð sérstakur hreppur( og fram að efnahagslegum eftirmálum heimsstyrjaldarinnar. Sem fyrr gerir Kristmundur skemmtilega sögu úr þeim efnivið, sem fyrir liggur og lýsir þróun bæjarlifsins. Liggur við að velflestir borgarar á staðnum eigi núorðið mynd af sér i verkinu, og er það eitt út af fyrir sig góður fengur. I þessu bindi er lýst verzlun og viðskiptaháttum, landbúnaði, sjósókn og aflabrögðum, iðnaði, læknum og heilbrigðismálum. Kafli nefnist Alþýðuhagir. Þá er kafli um sveitarstjórnarmál, samgöngumál, kirkju og klerk- dóm, skólamál og iþróttamál, bundið mál og blaðaskrif, leik og söng, heimslist og heimsósóma, en bindinu lýkur á kafla um bæjarlifið. Þetta er hin fallegasta bók, höfundi og útgefendum til sóma, bæði að útliti og á; , inn- viðum. Stjórn Dagsbrúnar j er föst i sessi OÓ—Reykjavik. Stjórnarkjör i Verkamanna- félaginu Dagsbrún fór fram á sunnudag. Ekki hefur verið kosiö i stjórn félagsins siðan árið 1964. Úrslit kosninganna eru þau, að A- listi fékk 1566 atkvæði og B-listi hlaut 212 atkvæði. Auðir seðlar voru 17 og 4 ógildir. A-listi var borinn fram af upp- stillinganefnd og trúnaðarráði Dagsbrúnar, en B-listi af Snorra Sverrissyni og Arna Sveinssyni. Núverandi stjórn skipa: Eðvard Sigurðsson, formaður, Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður, Halldór Björns- son, ritari, Pétur Lár usson, fjármálaritari og með stjórnendur Baldur Bjarnason og Pétur Pétursson. Varastjórn skipa Ólafur Torfason, Högni Sig- urðsson og Guðmundur Svein- bjarnarson. 200 sóttu 65 róðnar 200 stúlkur á aldrinum 20 til 26 ára sóttu um flugfreyjustörf hjá Loftleiðum, er auglýst var eftir flugfreyjum tilstarfa yfir sumar- mánuðina. Voru 65 stúlkur ráðnar. Krislmumiur Bjarnason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.