Tíminn - 30.04.1972, Side 1

Tíminn - 30.04.1972, Side 1
.... < BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA S£ND\BIL ASfÖÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Tlmamynd Gunnar Frá höfninni 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Við heitum einlægum og algjörum stuðn- ingi okkar við útfærslu landhelginnar Krafan um 50 milna landhelgi 1972, var ein aðalkrafa 1. mai i fyrra. í ár helgar reykvisk alþýða 1. mai bar- áttu þjóðarinnar fyrir útfærslu landhelg- innar. Reykvisk alþýða fagnar þeirri einróma ákvörðun Alþingis íslendinga, að land- helgin verði færð út i 50 milur frá grunn- linum 1. sept. n.k. Við íslendingar búum i stóru en harð- býlu landi. Fiskimiðin við strendur þess eru nær einu auðlindirnar, sem þjóðin hefur til lifsbjargar. Nær öll okkar við- skipti við aðrar þjóðir byggist á út- flutningi sjávarafurða. Verndun og rétt nýting fiskimiðanna við strendur landsins er þvi forsenda tilveru þeirrar þjóðar, sem hér hefur lifað og erj- að i rúm þúsund ár. Landgrunnið og hafið yfir þvi verður ekki aðskilið. Fiskimiðin umhverfis landið eru þvi hluti af islenzku landi, af islenzkum auð- æfum. Siendurteknar tilraunir til að ná sam- komulagi á alþjóðavettvangi um verndun fiskistofna hafa engan árangur borið. tJtfærsla fiskveiðilögsögu er eina færa leiðin fyrir strandriki til að koma i veg fyrir eyðingu fiskimiðanna. Þess vegna eiga íslendingar fuílan rétt á að færa landhelgina út, svo þær auð- lindir lúti isienzkri lögsögu, siikt er ein meginforsenda sjálfstæðs þjóðfélags á ís- landi, og þvi beint framhald sjálfstæðis- baráttunnar. Sú barátta heldur áfram unz íslendingar einir ráða landi sinu og hafinu umhverfis landið. Okkur ber skylda til þess gagnvart komandi kynslóðum. Ein höfuðkrafa hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar er, að hver þjóð fái að lifa i friði, frjáls og fullvalda I landi sinu. Undir þá kröfu tekur reykvisk alþýða heils hugar. Baráttan um útfærslu landhelginnar við ísland er milli alþjóðiegs auðmagns, sem á hagsmuna að gæta i brezkri og vestur- þýzkri togaraútgerð og smáþjóðar, §em grundvallar tilveru sina á fiskimiðunum umhverfis landið og á vinnuafli alþýðunnar. Nú þegar við íslendingar höfum ákveðið að treysta grundvöll sjálfstæðis þjóð- arinnar, væntir islenzk alþýða stuðnings alþýðu annarra landa. Við heitum einlægum og algjörum stuðningi okkar við útfærslu landhelg- innar. Við brýnum alla til samstöðu i þessu stærsta hagsmunamáli islenzku þjóðar- innar, fyrir frelsi og fullveldi. 1. maínefnd Landhelgisbarótto íslendinga sjá opnu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.