Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.04.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 30. april 1972 fyrsta skipti. Maeve og ég áttum fullt i fangi meö aö hafa við að þurrka. Stella gekk frá öllu, en frú Blaney hitaöi kaffi. — Nú geturðu séð,hve húslegur ég er, sagði Jónatan og brosti til min. — Þi hefur alveg verið stál- heppin I vali þinu á eiginmanni. Ég horfði i kringum mig i hinu stóra, velbúna eldhúsi, á diska og glös, sem stóöu i röð og reglu á hillunum, á raðir af heimatilbúnu sultutaui, marmelaði, og mér varð hugsað til allrar þeirrar vinnu, sem þarna lá á bakvið. Ég gat tæplega orða þundizt. — Við erum alltaf að biðja mömmu að ráða þjónustustúlku, en við verðum sjálfsagt að gefast upp við það. Mildred Blaney snéri sér frá eldavélinni. — Ég þarf ekki á neinni hús- hjálp að halda, sagði hún sinni hljómlausu röddu. — Við Lindsay komumst ágætlega af einar, ekki satt min kæra? Hun brosti til ungu stúlkunnar, sem var að raöa kaffibollum á borðið. — Jú.....jú, auðvitað gerum við það, svaraði Lindsay i skyndi. Lindsay hafði komið mér á óvart, ég var alveg búin að gleyma þvi< að hún var til. Jónatan hafði sagt mér sögu hennar, en ekkert minnzt á hana siðan. Jónatan hafði sagt mér,.að hún væri dóttir góðrar vinkonu móður sinnar, og þegar hún varð foreldralaus á tólf ára aldri, tók Mildred Blaney hana undir sinn verndarvæng, og um leið orðið sem dóttir i húsinu. — Henni þykir ákaflega vænt um mömmu, hafði hann sagt, — og er henni auðvitað ómetanleg stoð og stytta i húsinu. Orð Jónatans komu nú aftur til baka i hug minn, og ég horfði á Lindsay með nýjum augum. Ég gat ekki látið vera að taka eftir(að augnsvipur hennar var flótta- legur, og hry^gðarsvipur á hinu föla andliti. Hun var alltof grönn, og virtist með öllu litlaus viö hiiðina á þeim systrum. Það eina, sem var virkilega fallegt við han^, voru tvö stór, ljómandi, brún augu. — Hvar er Eirikur? spurði Jónatan, þegar hann var að þurka sér um hendurnar og laga skyrtu- ermarnar sinar. Vottur af roða sást á kinnum Lindsayar. — Hann kemur til kvöldverðar. Mér sýndist ég sjá blik i aueum frú Blaney. en ég var ekki alveg viss — ég var búin að imynda mér alveg nógu mikið svona á einum degi. — Agætt, ég get þá kynnt hann fyrir Kay, sagði Jónatan. Við hugsuðum okkur að.....að hér yrði aðeins fjölskyldan, greip móðir Jónatans frammi. — Við hugsuðum okkur, að Kay hefði alveg nóg með það að kynnast okkur fyrsta daginn, sem hún er hér. — En Eirikur er nú næstum þvi einn af okkur — við biðum bara eftir þvi,að Lindsay geri það opinbert. — Jónatan, ekki striöa henni núna — Lindsay segir okk ur áreiöanlega, ef eitthvað slikt er á ferðinni..Það er ég alvee sannfærð um. Ég sá, að sveipur angistar fór um andlit Lindseyar, og ég leyfði mér að hafa orð á þvi, að kaffi- ilmurinn væri svo indæll, að ég gæti tæpast beðið lengur... Lindsay brosti til min litillega, en það var þakklætisvottur i brosinu. Hún fór að bera kaffibollana inn i dagstofuna. Við settumst viö ágætan arin- eldinn. Mildred Blaney settist i miðjan hringinn, og hellti kaffinu i bollana eins og drotning, sem vildi af náð sinni gleðja gesti sina. — Hvað skeður eiginleea, fór ég allt I einu að hugsa, er við Jónatan giftumst, og Lindsay Eiriki? Þá er hætt við( að verði skarö fyrir skildi i fjölskyldunni. Hvernig mun Mildred Blaney taka þvi? Við spjölluðum saman á lægri nótunum. bvi frú Blanev hallaði sér afturábak i stólnum, með lokuð augu. En það hafði ég á tilninningunni að þó hún léti sem hún dottaði, mundi hún fylgjast nákvæmlega með öllu þvi sem sagt var. Ég tók ekki þátt i samræðunum. Þess i stað re’yndi ég eftir föngum að gera mér grein fyrir hinni nýju fjölskyldu minni. Maeve strauk hin silki--mjúku eyru sin með ilmpappir. Mér varð hugsað til þess, sem Jónatan hafði sagt mér, að hún hefði misst unnusta sinn rétt fyrir brúð- kaupið. Ég átti von á að sjá sorg- mædda „pipar—kerlingu”, en þaö var ekkert pempiulegt við þessa rólegu, þóttafullu konu, með hinn rauða, heita munn. Mynd af ungum pilti i búningi flugmanns, stóð á flyglinum, og önnur bókahillunni, þar sem hinn sami, ungi flugmaður hélt utanum sina brosandi Maeve. Ég fann,að dökk voru þau örlög, sem höfðu rænt hana svo miklu. Mér varð litið til Stellu — hinni kvenlegu útgáfu af Jónatan. Hún sat i hnipri i djúpum stól, og hafði sparkað af sér skónum. Stella var bæði vingjarnleg og geðfelld kona, og eiginmaður hennar, Dorian Clayton, dálitið feitlaginn, ljósrauður, brosandi, góðlegur maðúr, sém áréiðánlega var vandalaust að umgangast. Jónatan laut að mér, og spuröi lágt: — Jæja, hvernig lizt þér á okkur? Er allt i lagi með okkur? Ég kinkaði brosandi kolli. — Ég held það. Hann tók hönd mina og kyssti hana. — Eg vildi bara óska, aö Fleur heföi getað verið hérna hjá okkur. Hún er barnið i fjölskyld- unni, eins og ég hef sagt þér. Ég gæti trúað, að þið yrðuð góðar vinkonur. Þið eruð næstum jafn- gamlar, og ekki ósvipaðar á ýmsan hátt. Við hvisluðumst á um stund, en þegar börn Stellu tvö komu úr sunnudagaskólanum, teygðum við úr okkur. Friðurinn var úti. Lindsay stóð á fætur. — Ég ætla að fara, og hella uppá te. — Min kæra Lindsay. Frú Blaney rétti henni höndina, þegar unga stúlkan gekk til hennar. — Komdu með bjarnarberjasultuna þina, mig langar til að Kay smakki hana. Hún hélt enn i hönd Lindsayar, og snéri sér til min: — Þetta barn er sannkallað undra- barn, en hún er svo litillát.að mér verður á að hæla henni annað slagið. An hennar ætti ég erfitt með að komast af. — Þú veizt vel,að það gætirðu ef þú værir tilneydd, min kæra, tók Maeve frammi. — Þú ert lika undursamleg sjálf, eins og þú veizt. Mildred brosti viðkvæmnislega Ég vona aðeins að aldrei komi til þess ð ég þurfi án hennar að vera. þess að ég þurfi án hennar að vera. Ég uppgötvaði fljótlega að matur — matargerðin, framreiðslan og uppþvotturinn — tók mestallan timann i þessu húsi. Og allt var þetta uppá minútu. Morgunverður klukkan átta, kaffi ellefu, mið degisverður klukkan eitt, te l^lukkan fjögur og kvöldverður atta. Mér varð hugsað til óreglu minnar um allar máltiðir, og vonaði af heilum hug,að Jónatan gæti sætt sig við ofurlitið óreglu- legri lifnaðarhætti i þessum efnum. Eftir að hafa drukkið teið, greiddum við för okkar fram i eldhúsið, og Jónatan og Dorian tóku sér stöðu við vaskinn. Ég hafði tekiö eftir þvi.að Stella var lagin við að koma sér þar fyrir, sem minnst var að gera. Nú tók hún i handlegginn á mér — Kay, það burfa ekki siö manneskjur að þvo upp þessa fáu bolla . Komdu heldur með mér, við skulum litast um i húsinu. Sjalfsagt hefurðu áhuga á þvi að sjá það, fyrst þið Jónatan ætlið að giftast. — Þú þarft ekki að. fara I yfir- höfn, hélt hún áfram, eftir að frú Blaney hafði kinkað til okkar kolli, svona til sambvkkis. — Þótt við búum I annari álmu hússins, og séum alveg útaf fyrir okkur, höfum við ekki tekið hurðina af milli ibúðanna. Okkur finnst það skemmtilegra. Við endann á ganginum framan við eldhúsið var sterkleg hurð, og gat ég ekki látið vera að taka eftir henni. — Þegar við fluttumst þarna inn, sagði mamma,að allir yrðu að hringja áður en inn væri gengið. Auðvitað datt engum i hug að hringja, ekki einu sinni mömmu, en þankinn var góður. Sumstaðar gæti þetta náttúrlega ekki gengið, en það er öðru máli að gagna hér hjá okkur, sagði Stella brosandi. 1096 1) Borg— 6)íeinu— 10) Timi — 11) Þröng — 12) Skrif — 15) Hjarðmaður. Lóðrétt 2) Veik — 3) Dimmviðri — 4) Ekki særða — 5) Baktala — 7) Maður — 8) Alit — 9) Hrúga — 13) Auð— 14) Vond. Ráðning á gátu No. 1095 Lárétt 1) Nagli — 6) Leistar — 10) ÆR - 11) Rá - 12) Snúðugt — 15) Virði — Loðrétt 2) Afi — 3) Lit — 4) Flæsa — 5) Gráti — 7) Ern — 8) Séð — 9) Arg — 13) Úði — 14) Urð. 35 ITT 12 15 ,V HVELL G E I R I D R E K I mmm Sunnudagur 30. apríl 8.30 Létt morgunlög Swingle Singers syngja amerisk lög,- 11.00 Messa i Skútustaöa- kirkju (Hljóðrituð 9. þ.m. ). 12.15 dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veeðufregnir. Tilkynningar. Tónieikar. 13.15 Sjór og sjávarnytjar: 14.00 M iðdegistónleikar: 17.00 Spurningakeppni skóianna um umferðarmál að tilhl. menntamálar. og umferðarráðs. Stjórnandi Pétur Sveinbjarnarson. 18.20 Fréttir á ensku 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Veiztu svarið? 19.55 Samleikur i útvarpssal: Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson leika á fiðlu og pianó 20.25 Þrándur i Götu og Snorri goði Gunnar Benediktsson rithöfundur flytur erindi. 20.50 Æskuverk Beethovens 21.10 Rimhnoð i aivöru og gamni Elias Már rit- höfundur flytur frumorta kviðlinga. 21.20 Poppþáttur Asta K. Jóhannesdóttir og Stefán Halldórsson kynna 20.00 Fréttir 23.25 Dagskrárlok. llllBIHB SUNNUDAGUR 30.april. 17.00 Endurtekið efni. Kona er nefnd Maria Markan. 1 þessum þætti ræðir Pétur Pétursson við hana. Aður á dagskrá 2.janúar s.l. 18.00 Helgistund. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. 18.15 Stundin okkar. Stutt atriði úr ýmsum áttum til skemmtunar og fróðleiks. Umsjón Kristin ólafsdóttir. Kynnir Asta Ragnarsdóttir. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20. Veður og auglýsingar 20.25. Indira Ghandi. I þessari sænsku mynd er rætt við þjóðarleiðtoga Indverja, frú Indiru Ghandi, og greint frá æfi hennar og stjórnmála- ferli. Einnig er fjallað um þjóðfélagsmál og pólitisk viðhorf i landinu. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.15 Lili Lindfors. Söngkonan bregður á leik með nokkrum götusópurum. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.30 A Myrkárbökkum. Sovézkur framhaldsmyndaflokkur. 6 þáttur. Þýðandi Reynir Bjarnason. Efni 5. þáttar Ibragim tekur á sig sök Daniels Gromov og Kúprianov tekur það gott og gilt. Þegar komið er að brúðkaupi Prokors og Ninu, kemur Anfisa aftur tií sögunnar. Pjotr vill kvænast henni og býður henni auð fjár, en hún ætlar sér Prokor og hefur i hótunum um að leggja fram sannanir fyrir glæpum Danils gamla. Prokor hyggst þá þagga niður i henni með tilboði um hjónaband, en Pjotr segir honum að hún sé þunguð af sinum völdum. Innan skamms eru dagar Anfisu taldir. 22.05 Blinda i Noregi. Mynd um vandamál foreldra blindra barna. Rætt er við foreldra og rikisráðunaut þeirra. Einnig er fjallað um viðhorf almennings og örðugleika við að tryggja blindu fólki atvinnu. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.