Tíminn - 07.05.1972, Page 5

Tíminn - 07.05.1972, Page 5
Sunnudagur 7. mai 1972. TÍMINN 5 0.fx . Pi NÖZUM SAMA MEÐAL ? Jæja, það fór þa þannig, að William Rogers utanrikisráð- herra fékk ekki að sjá þjóðardýr- gripina sjálfa — handritin. Nemendur í Háskólanum sáu fyrir þvi, að minni skilst. Það er erfitt, að sjá, hvað Einar Ágústs- son utanrikisráðherra og fylgdar- menn hans gátu annað gert úr þvi sem komið var — annaö en að snúa við — en atvik sem þetta vekur samt hjá manni ærið margar spurningar. I fyrsta lagi gæti maður spurt, hvaðan þessu unga fólki kemur sá réttur að taka hús á Árnagarði, loka þar dyrum, hengja upp fána og borða og banna siðan öðrum inngöngu. 1 öðru lagi gæti maður spurt, hverskonar öryggisgæzla það er, sem lætur það viðgangast að þptta unga fólk fái tækifæri til þess að koma sér þarna fyrir með plögg sin og fána — án þess að lögreglan gerði minnstu tilraun til þess að fjarlægja það. t þriðja lagi gæti maður spurt húsráðendur Árnagarðs.hvað þeir hafi gert til þess að koma i veg fyrir það, að hús væru tekin á þeim á pennan hátt, og ennfremur hvort þeir hafi ekkert við það að athuga, að þetta sama fólk fái óhindrað inngöngu inn i Arnagarð i framtiðinni. t fjórða lagi gæti maður spurt, hvort lögreglan hafi kallað ein- hverja þátttakendur fyrir- sátursins i Árnagarði til yfir- heyrslu og hvaða hegningar liggi við þvi athæfi sem þvi, að leggja undir sig opinberar byggingar og banna öðrum lögmætan umgang um þær? t fimmta lagi gæti maður spurt, hvort þetta unga fólk hafi aflað sér heimildar stjórnarvalda i Norður-Vietnam til þess að hengja upp þjóðfana þess rikis á byggingar hér upp á Islandi. I sjötta lagi gæti maður spurt, hverju það sæti að handtaka það fólk, sem gerir aðsúg að lögreglu með nöglum og bensini úti á þjóð- vegi og varnar öðrum veg- farendum vegarins, en sleppa siöan þegjandi og hljóðalaust. t áttunda lagi gæti maður spurt dómsyfirvöldin hér i landinu, hvað þau ælti nú til bragðs að taka varðandi saksókn á hendur forsprökkunum. Sovétríkin stefna að því að auka fiskveiðar sínar um 20% á drabilinu fram til 1975 I norska blaðinu Fiskaren frá 13. april 1972 segir meðal annars: Sovétrikin ráðgera að auka framleiðslu á fiski um allt að 20% fram til ársins 1975. Aðaláherzla verður lögð á að bæta veiðarfæri, leitar- tæki og fullnýtingu skipastóls- ins. Gert er ráð fyrir, að fram- leiðsla á fiski verði orðin 10 millj. tonna árið 1975, en var 7.8 millj. tonna árið 1970. Á árunum 1965 til ársins 1970 jókst niðursuðuhráefnið úr 2.5 millj. tonna i 3.5 millj. tonna, og er áætlað að auka þennan þátt um 32% til 40% á sama timabili. Á árunum frá 1965 til 1970 hafa verið lagðar milljón- ir rúblna i fiskiðnaðinn. Af þeim fjárhæðum, sem fram hafa verið lagðar, hafa farið um 70% i uppbyggingu skipa- stólsins. Mörg hundruð skip hafa verið smiðuð, en fram til ársins 1975 er gert ráð fyrir, að smiðuð verði mörg hundruð skip til viðbótar, og verða þau stærri og kraftmeiri, og talað er um, að i úthafstogurum þeim, sem ráðgert er að byggja, verði vélaorka þeirra frá 3800 til 7000 hestöfl. Full- komin fiskileitartæki verða i þessum skipum, og ekkert til sparað til þess að gera þau sem allra bezt úr garði. Hinn nýi úthafsfloti (Super- floti) verður af ýmsum gerð- um, og er reiknað með, að skipin geti verið á miðunum 60 til 80 daga, án þess að þurfa að leita hafnar. Gömlu gufu togararnir verða teknir úr umferð, og nýir dieseltogarar koma i staðinn. Jafnframt verða smiðaðir miðlungsstórir togarar, sem einnig verða búnir til veiða með hringnót og kraftblökk. Katamaraskuttogarar verða teknir i notkun eftir langan reynslutima. Flutning- a af miðunum til hinna ýmsu hafna verða endurbættir, svo að fiskurinn komi til þeirra hafna, sem bezt er hverju sinni. Verða með úthafsflotan- um ýmsar gerðir skipa, svo sem leitarskip, viðgerðaskip og rannsóknaskip. Eitt verksmiðjuskip, að stærð 43000 tonn, hefur hafið veiðar, og hefur það um borð 16 skip, sem sjósett eru þar sem veiðarnar fara fram hverju sinni. Skipþetta er búið þeim fullkomnustu fiskileitar- tækjum, sem til bekkist. auk þess sem hvert skip er búið hinum fullkomustu tækjum. Framleiðsla niðursuðuvara getur verið 150.000 niðursuðu- dósir á dag, auk annarrar framleiðslu. 600 manns eru um borð i skipinu. Fiskrækt -i eldistjörnum er nú 68.000 tonn, en áætlunin, sem gerð hefur verið, gerir ráð fyrir, að árið 1975 verði fiskur úr eldistjörnum 170.000 tonn. Verður lögð sérstök áherzla á framleiðslu dýrari fisktegunda, og þá aðallega fiska af laxaættinni. A timabilinu frá 1966 til 1970 unnu i fiskiðnaðinum 136verk- fræðingar og tæknifræðingar á móti hverjum 1000 mönnum, sem i iðnaðinum vinnu. A um ræddu timabili jókst fram- leiðslan um 30 til 40%, og er búizt við svipaðri aukningu á árunum fram til 1975. Af framansögðu er auðséð, að stórþjóð eins og Rússar ætlar ekki að minnka sóknina á úthöfin, svo að smáþjóð eins og við verður að gæta réttar sins i hvivetna. Að framan segir frá aukn- ingu skipastóls, sem er fyrir mörg hundr. skipa. Ef ekkert lat verður á, hvernig fer þá, ef ekki verður spornað viö of- veiðinni, hvort heldur er um að ræða okkar litlu fiskimið eða fiskimið annarra þjóða? Gjöreyðing blasir við, nema þjóðirnar verði það framsýn- ar, að þær reisi skorður við i tima. Ingólfur Stefánsson. 1 niunda lagi gæti maður spurt, hversvegna unga fólkið valdi endilega Arnagarð til fyrirsáturs- ins. Úr þvi að það var svona skeflilegt að Rogers snerti á handritunum — þar sem um há- heilaga gripi er að ræða að manni skilst — var þá ekki eins skelfi- legt, ef ekki skelfilegra, að honum skyldi leyfast að virða fyrir sér fornminjar okkar — sem sjálfsagt eru heilagar lika. I tiunda lagi gæti maður spurt hver það var, sem lagði til rútu- bilana sem fólkið notaöi til ferðarinnar suður á Álftanes og hvort sá aðili beri ekki einhverja ábyrgð á lögbrotum þess þar? Já, þær eru margar spurningarnar sem vakna, þegar svona lagað kemur fyrir. Og eins og fyrri daginn er þess ekki aö vænta.að nein svör fáist við þeim. Ég hef verið að lesa mér ofur- litið til um Mússólini og Hitler upp á siðkastiö, og ég fæ ekki varizt þeirri hugsun, að að- ferðirnar , sem mótmælendur notuðu i Árnagarði minntu talsvert á þær methóöur, sem æstustu fylgismenn þeirra félaga notuðu á þá aðila, sem þeir töldu sér óvinveitta. Það bar ekki ósjaldan við, að SA sveitir Hitlers og svart- stakkar Mússólinis tækju hús á fólki — likt og mótmælendur gerðu við húsráðendur i Arna- garði — hleyptu upp fundum and- stæðinga sinna með ólátum og fyrirgangi og vörnuðu öðru fólki vegarins. 1 þá daga var verið að verja hin. helga málstað nazismans og fasismans, eins og það var kallað. Nú virðist mér,að samskonar aðferðir séu viðhafðar til þess að mótmæla fasismanum, sem Rogers er talinn fulltrúi fyrir. Tilgangurinn (hver sem hann nú er) helgar meðalið, var einu sinni sagt. Páll lleiðar Jónsson Verkakvennaféiagtð Framsókn Tekið á móti umsóknum i ölfusborgir i sumar á skrifstofunni frá og með þriðju- deginum9. mai, til og með laugardeginum 13. mai. Afgreitt frá 10-12. Ekki á öðrum tima. Pantanir ekki afgreiddar i sima. Þær félagskonur, sem ekki hafa verið áður i ölfusborgum ganga fyrir. BRdun ”6006n BRAUN - “6006,, með synkrónisku platínuhúðuðu blaði, nýja rakvélin, sem veldur þáttaskilum í rakvéla- tækni, fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land. BRAUN-umboðið: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. SÍMI 17975 OG 17976, REYKJAVÍK EINU SINNI ENN VEGNA ASK0RANA Tríð Steina Steingríms leikur GÖMLU GÓÐU LÖGIN "frá því hérna á árunum" (með hæfilegri sveiflu) fyrir matargesti okkar n.k. mánudags og þriðjudagskvöld Borðpantanir hjá yfirþjðni sími 11322 VEITINGAHÚSIÐ ÓDALÉ VIÐ AUSTURVÖLL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.