Tíminn - 07.05.1972, Page 12

Tíminn - 07.05.1972, Page 12
12' TÍMINN Sunnudagur 7. mai 1972. er sunnudagurinn 7. mai 1972 HEILSUGÆZLA Slökkviliöiö.'og sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfiröi. Simi 51336. Slysavaröstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Apótek llafnarfjarðar er opið allá virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Kvöld, nætur og helgarvakt: Mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00-08,00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08,00 mánudaga. Simi 21230. Upplýsingar um læknisþjónustu i Reykjavik í erú gefnar i sima 18888. I.ækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgidagavaktar. Simi 21230. ónæmisaðgeröir gegn mænu- sótt fyrir fullorðna fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur á mánudögum frá kl. 17-18. Kvöld- og helgidagavörziu apóteka I Reykjavik vikuna 6- 12.mai annast Lyfjabúðin Iðunn, Garðs Apótek og Háa- leitis Apótek. Kvöld og helgidagavörziu lækna i Keflavík dagana 6.mai og 7.mai annast Kjartan Ólafsson. Næturvörzlu i Keflavik 8,mai annast Arnbjörn óíafsson. KIRKJAN Langholtsprestakall. Guðsþjónusta fellur niður, en kirkjan verður opin til bæna- halds milli kl. 2 og 3. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. ÝMISLEGT' Aðalskoðun bifreiöa i lögsagnarumdæmi Reykjavik mai 1972. Mánudaginn K.mai R-5701 — R-5850. FLUGÁÆTLANIRj Flugfélag tslands h.f. Innanlandsflug. Sunnudag er áætlun til Akureyra (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Hornafjarðar, lsafjarðar og til Egilsstaða. Mánudag er áætlun til Akureyrar (4 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Húsavikur, isafjarðar, Patreksfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Egilsstaða og til Sauðárkróks. Millilanda- flug. Sunnudag — Sólfaxi fer frá Keflavik kl. 09.00 til Osló og Kaupmannahafnar og væntanlegur aftur til Kefla- vikur kl. 16.45 um daginn. Mánudag — Sólfaxi fer frá Keflavik kl. 08.30 til Glasgow, Kaupmannahafnar og Glawgow og væntanlegur til Keflavikur kl. 18.15 um kvöldið. FÉLAGSLIF* Fyrrverandi nemendur I.öngumýrarskóla. Vinsam- lega hringiö i eitthvert eftir- talinn númera fyrir mánu- dagskvöld: Regina 51525, Lára 30686, Þuriöur 32100, Sigrún 52350, Guðrún 37295, Björg 82931, og Þórey 37414. Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar. Heldur sina árlegu kaffisölu i Klúbbnum fimmtudaginn ll.mai, uppstigningadag. Félagskonur og aörir velunn- arar félagsins eru beðnir að koma kökum og fl. i Klúbbinn frá 9-12 Uppstigningadag. Upplýsingar i sima 34727 hjá Katrinu og 15719 hjá Guðrúnu. Styrkið félagsheimilið. Óháði Söfnuöurinn. Kvenfélag og Bræðrafélag safnaðarins. Félagsvist næstkomandi mið- vikudagskvöld lO.mai kl. 20.30 i Kirkjubæ. Góð verðlaun, kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Kvenfélag Óháða safnaöarins. Frá Guðspekifélaginu. Lótursfundurinn er á mánu- dagskvöld kl. 21 i Guðspeki- félagshúsinu. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi sem nefnist „Tiundi bróðirinn”. Sunnudagsferðin 7.mai Fuglaskoðunarferö suður með sjó. Farið verður um Garðskaga, Sandgerði, Hafnarberg og viðar. Brottför kl. 09.30 frá B.S.t. Verð kr. 400.00. Ferðafélag tslands. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar. Siðasti fundur veröur haldinn i Félags- heimilinu miðvikudaginn lO.mai kl. 20.30. Rætt verður um borðhaldið, spurninga- þáttur og fleira. Mætum allar. Stjórnin. 60 ára hjúskaparafmælieiga i dag 7.mai hjónin Ingibjörg Bessadóttir og Hóseas Björnsson, Skipasundi 48 Rv. Vestur spilar út T—K i 4 Sp. Suðurs. A S AK5 y H A1065 4 T 952 * L K53 A ¥ ♦ * S 93 A S 1072 H 873 ¥ H DG4 T KDG86 4 T 1074 L D86 * L AG92 A S DG864 ¥ H K92 ♦ T A3 * L 1074 Spilarinn var ekki alltof bjart- sýnn um árangur, en fyrsta lykilsspil hans var að gefa T—K, og þegar V hélt áfram i litnum hafði S stjórn á spilinu. Hann tók á T—As, þrisvar tromp og var inn i blindum. Nú trompaði hann T og A, sem ekkert átti nema L og Hj., var nú undirbúinn fyrir lokaspil. Tveir hæstu i Hj. og siöan 3ja Hj. og spilið var i höfn, þegar A var inni. Hann varð að spila frá L sinu og spilarinn fékk þvi að skipta yfir i L eftir að hafa fengið á T—K en það er nokkuð erfitt að finna þá vörn við borðið - og reyndar heföi skipti i L hjálpað spilaranum i S ef hann heföi átt L—G, en ekki ti- una eins og var i spilinú. Þessi staða kom upp i skák 1897 milli Cousel og Mayer, sem hefur svart og á leik. 1.-Rb3+! 2.cxb3 - Hfc8+ 3. Kbl - Dxf2! - Dxf2! 4. Dd3- Dxg2! 5. Rf3 -Ba6 6. De3 - Dc2+ 7. Kal - Be2 8. Hd4 - BxF: 9. Dxf3 - Dcl+! 10. Hxcl - Hxcl mát. Fáskrúðsfjörður: Búnir að synda 200 metrana 2500 sinnum ÞÓ-Reykjavik Fáskrúösfirðingar ætla ekki að gera það endasleppt i Norrænu sundkeppninni, þvi er við höfðum samband við Fáskrúðs- fjörð i gær, var búið að synda 200 metrana þar 2500 sinnum. Það þýðir að hver ibúi i kauptúninu hafi synt 200 metrana 3.4 sinnum en ibúar á Fáskrúðsfirði eru ekki nema 728. Okkur var sagt á Fáskrúðsfirði, að nú stæði til að fara að loka sundlauginni á staðnum, og ástæöan fyrir þvi, væri hinn geig- vænlegi kostnaður við kyndingu laugarinnar. Fáskrúðsfjörður mun ekki vera eini staðurinn,sem á i vandræöum með að halda sundlauginni opinni vegna mikils oliukostnaðar við upphitun, og væri athugandi fyrir viökomandi aðila, að athuga hvort ekki væri hægt að gera einhverjar úrbætur i þeim efnum. BELTIN UMFERDARRAD YFIRBORÐ Ég var um daginn að hlusta á fréttir i útvarpi, siðan naut ég þeirra einnig með augum og eyr- um I sjónvarpi á eftir. Þær sner- ust að verulegu leyti um ferð Bandarikjamanna til tunglsins nú fyrir skemmstu, svo það var ekki nema von, að ýmsir þankar kæmu upp i kollinn á mér þetta kvöld, um leið og ég gekk hérna út I hliðið og virti fyrir mér yfirborð- ið á skörðum mánanum. Þeir voru i seinheppnara lagi, geimfararnir, sem voru að flakka þarna núna i þetta sinn. Til að byrja með gekk tunglferjan ekki á öllum og einn geimfaranna komst ekki almennilega undir yfirborðið á geimfötunum sinum. Svo gekk hálfgert i brösum að losa tunglferjuna frá yfirborði geimfarsins, þegar hlutverki hennar var lokið, svo að tunglfar- ið hlunkaðist ekki niður á yfirborð tunglsins eins og til stóð, heldur er nú á sporbraut um það. En þetta var nú ekki allt grá- bölvað. Einn geimfaranna komst naumast milli yfirborðanna á gallanum sinum, en það mátti vist ekki tæpara standa, og sann- aðist þá sem endranær, að mikið er skraddarans pund. Tunglferj- an fór i gang og niður á yfirborö unglsins. Þeir drösluðu tunglbiln- um út á yfirborö tunglsins, settu hann saman og komu sér fyrir á yfirborði hans. Svo óku þeir hon- um til og frá um yfirborð tungls ins og lýstu yfirboröi þess munn- lega fyrir þeim, sem sátu á yfir- borði jarðar, jafnframt þvi, sem þeir söfnuðu sýnishornum af yfir- borði tunglsins til að fara meö niður á yfirborð jarðar. 1 fyllingu timans hurfu geim- fararnir aftur undir yfirborð tunglferjunnar og hófu hana á loft frá yfirborði tunglsins, unz þeir tengdust yfirborði geimfarsins. Siðan fór sem fór um tunglfarið. Mig uggir, aö þeir hafi verið farnir að hlakka tilaöstigaafturá yfirborð jarðar, þótt þeir væru kaldir og rólegir á yfirborðinu. Þeir sáu yfirborð tunglsins fjar- lægjast, en yfirborð jarðar nálg ast. Eins og vanalega var hættu- legasta andartakið, þegar þeir brutust i gegn um yfirborð gufu- hvolfsins,en allt fór vel sem fyrr, þótt þeir kæmu harkalegar niður en ýmsir fyrirrennarar þeirra. Geimfarið fór ekki nema litillega undir yfirborð sjávar, en skaut strax upp aftur og rétti sig við og flaut svo kyrrt á yfirborðinu þar til þyrlur komu geimförunum til hjálpar. Þegar þeir svo stigu á yfirborð herskipsins, var þeim ákaft fagnaö, enda ferð þeirra mjög vel heppnuð á á yfirborðinu að minnsta kosti. Og enn verður manni á að lyfta augum sinum til himins. Þar blasir við manni yfirborð tungls- ins, svalt, róandi og rómantiskt. Fótspor bandariskra geimfara verða seint afmáð þar. Og þótt mannkyn máist út, mun tunglið halda áfram að stafa birtu til jarðar einmitt á þeim tima, þegar hennar er mest þörf: 1 myrkrinu. Og ekki verður annað séð, en að þvi standi nákvæmlega á sama um geimferðir — á yfirborðinu. Sigurður Hreiðar. Tveim flugvélum rænt NTB-New Orleans og Los Angeles. Tvær bandarlskar farþegaflug- vélar voru i ræningjahöndum i gærmorgun. ónnur flugvélin er i eigu Eastern Airlines. Vopnaður maður neyddi flugstjórann til að lenda á flugvelli við Washington, en véhn var á leiðinni frá Pennsylvania til Florida. A flug- vellinum fékk ræninginn 300 þús- und dollara og fallhlifar, sigarett- ur og matarbirgðir. Farþegarnir fengu að fara úr flugvélinni i Washington. Þegar flugvélin var komin á loft, heimtaöi ræninginn aö lenda aftur og fá peningana I stærri seðlum. Stóö vélin á flug- vellinum meðan starfsmenn flug- félagsins stóðu i ströngu með að ná peningunum i réttum stærðum út úr bönkum. Siöan var haldið til New Or- leans, og þar var vélin siðast þeg- ar til fréttist. Hinni flugvélinni var rænt skömmu eftir flugtak i Salt Lake City. Er hún af gerðinni DC-8, og * eru 63 farþegar um borð. Náunginn, sem þarna var að verki, heimtaði, að flogið yrði til Los Angeles og þaðan til Hanoi. Hann sagðist vera meðlimur samtaka, sem berðust móti heimsveldisstefnu Bandarikja- stjórnar, og væri hann að mót- mæla loftárásum á Norður-VIet- nam. Sagði hann, að ef loftárás- irnar hættu ekki fyrir 4,júli yrði Nixon myrtur. í Los Angeles var manninum sagt, að ekki væri hægt að fljúga þessari flugvélar- tegund yfir Kyrrahaf. Þá bað hann um að vera fluttur til Kúbu. /AupJVs Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. Móðir okkar tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SOFFIA ÞÓRARINSDÓTTIR Skaftahlið 10, verður jarðsungin mánudaginn 8.mai kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Böövar Jónasson Erna Aradóttir Sigriður Soffia Böðvarsdóttir Ragnheiður Aradóttir Sigurður Þ. Guðmundsson. Innilegar þakkir til allra þeirra.sem veittu mér samúð, vináttu og hjálp við andlát og útför eiginmanns mins. GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR frá Stóru-Seylu, Skagafirði Sérstakar þakkir færi ég læknum, hjúkrunariiði, starfs- fóiki og sjúklingum á Kristneshæii. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Björnsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.