Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.05.1972, Blaðsíða 20
tau Ævintýrið að Laxaióni: Eins og að komast undir regnbogann að fá heilbrigðan regnbogasilung suður í Evrópu n n Ð n wam *-* i * 1 M M I Sunnudagur 7. mai*flS72. I ~ Ri JNSCV. -ý'TT *»**■<<, *i+*r*.*i<i r* m«SL as**S| i HMJBOWTROirr t H>*UUWIKVJI Aftur en sjúkdómakenningin lokaöi fyrir frekari ræktun á regnbogasilungi að Laxalóni tókst að flytja nokkurt magn af honum út. Mynd þessi er tekin árið 1954. IGÞ—Reykjavik. Nú er komið á daginn, að liklega fyrirfinnst hvergi ósýktur regnbogasilungur nema hér i Reykjavik, eða nánar sagt hjá Skúla Pálssyni á Laxalóni, en eldisstöð hans, sem nú er komin á þriðja tuginn að aldri til, er svo gott sem komin inn i borgina, þótt hún væri byggð nokkuð utan hennar i fyrstu. Fer þá Reykjavik að eignast tvö fágæt fyrirbæri innan sinna marka, fiski- ræktarlegs eðlis, Elliðaárnar og heilbrigða regnbogasilunginn hans Skúla. Annars er það nánast fyrir þrautseigju Skúla eina saman, að ekki skuli sá stofn af regn- bogasilungi, sem hann flutti hingað inn frá Danmörku, vera útdauður fyrir löngu. Yfirvöld veiði- og fiskeldis- mála hafa löngum þann stein- inn klappað, að regnboga- silungur Skúla væri haldinn sömu sýki og regnbogasilung- ur i Danmörku og annars stað- ar i Evrópu. Hefur þessi skoðun yfirvalda auðvitað tor- veldað alla frekari ræktun regnbogasilungsins hér. Hins vegar hefur Skúli ekki viljað láta sig með það, að stofn hans væri heilbrigður, og þess vegna talið vinnings vert að halda lifinu i stofninum, ef einhvern tima skyldi fara svo, að rofaði til hjá yfirstjórn veiðimála. Fréttamaður Timans leit við hjá Skúla á Laxalóni núna eitt kvöldið og skoðaði eldis- stöð hans, sem samanstendur af stóru eldishúsi, fjölmörgum kerum undir beru lofti, þar sem nær fullvaxin laxagöngu- seiði eru geymd, og tjörnum, þar sem er að finna nokkurt magn af regnbogasilungi, en hrogn úr þessum silungi eru nú með eftirsóttustu vöru,sem viðgetum boðið. Hafa væntan- legir kaupendur lýst þvi yfir bréflega, að þeir hafi aflað heimilda til að flytja þau inn án heilbrigðisvottorða héöan, aðeins ef þau séu sótthreinsuð, og kemur þvi varla til kasta yfirstjórnar veiðimála að stöðva útflutning hrognanna héðan af á þeirri kenningu, að þau séu úr sjúkum fiski. Það eru einkum þeir aðilar, sem hafa árum saman orðið að berjast við sjúkdóma i regn- bogasilungi, danskir fiski- ræktarbændur, sem telja, að einungis að Laxalóni verði sótt hrogn úr heilbrigðum fiski, og telja sig þar af leiðandi ekki þurfa nein vottorö héðan um að svo sé. Strlðið út af regnbogasil- ungnum að Laxalóni hefur staðiö i langan tima. Auðheyrt er á Skúla, að hann er orðinn langþreyttur á viðureigninni við þá aðila, sem á sinum tima dæmdu regnbogastofninn aö Laxalóni úr leik vegna meintrar sýkingar. En Skúli segir, að nú sé að rofa til i þessum efnum. Nýlega er fall- inn dómur i undirrétti, þar sem rikissjóður er dæmdur til fjárbóta fyrir að Skúla skuli hafa verið meinað að selja regnbogasilung á röngum for- sendum um sýkingu. Það var á árinu 1951, sem Skúli fékk keypt regnboga- hrogn frá Danmörku, eöa áður en sýkingar varð vart i stofninum þar. Vegna mistaka i flutningi eyðilögðust hrognin i þessari fyrstu sendingu. Hrogn þessi voru flutt með skipi, en skipafélagið tók á sig skaðann. Sending sú, sem kom 1 i staðinn, var flutt með flug- vél, og komust hrognin þá heilu og höldnu hingað. Allt frá þeim tima, að fyrsta sendingin misfórst vegna mis- taka i flutningi, hefur yfir- stjórn veiðimála álitið, aö um sýkingu á hrognunum hafi verið aö ræða, og þau hafi, úr þessari fyrstu sendingu, lent að Laxalóni, þótt öll væru þau dauð, og væri skolað niður um tiltekið niöurfall hér i bænum. Skúli skýrði blaðamanni einnig frá þvi, að vegna þess- arar meiningar yfirstjórnar veiöimála, hafi farið fram itarleg rannsókn á heilbrigði regnbogasilungsins að Laxa- lóni fyrir einum seytján árum. Rannsókn þessi fór fram tvö sumur i röð að Keldum, en hún leiddi i ljós, að regnboginn var heilbrigður. Nú hefur verið staðfest i undirrétti, aö sýkingarótti yfirstjórnar veiði- og fiskeldismála var rangur. Þetta sýkingarþref hefur þýtt það, að Skúli hefur ára- tugum saman ekki getaö gert annað en halda lifi i stofninum. Og nú, þegar er- lendir aöilar treysta á Laxa- lóns—stofninn sér til bjargar við að koma upp heilbrigðum regnbogastofni að nýju, getur Skúli ekki orðiö við beiðnum þeirra um milljónir og aftur milljónir og af hrognum, sem honum hafa borizt og eru að berast og liggja skjalfestar á borðinu. Ræktun regnbogasilungs er mikill og arðbær atvinnuvegur viða um heim. Hins vegar hef- ur stofninn sýkzt svo alvar- lega, að fiskiræktarbændur verða fyrir þungum búsifjum ár hvert, þótt framleiðslan sé samt svo arðbær, að þeir leggi ekki upp laupana. Þeir hafa eðlilega leitað um allt með logandi ljósi að heilbrigðum stofni, ef takast mætti aö rækta út frá honum nýjan og heilbrigðan matfisk. Þeir beina augum sinum einkum að Laxalóni. Sem dæmi um eftir- spurnina má nefna að i marz 1971 vildi einn danskur aðili kaupa tlu milljónir regnboga- hrogna af Skúla á Laxalóni, og gera um það samning til fimm ára. Hann hefur ekki litið svo á að þau væru úr sjúkum fiski. USA Wildlife Service i New Mexico hefur óskað eftir tveimur milljónum hrogna til að byrja meö. Hvers vegna? Liklega af þvi þeir treysta þvi án vottorða, að hér sé ósýktur regnbogasilungur. Þannig streyma beiðnirnar inn. Verðmætið skiptir tugum milljóna. En Skúli getur ekki orðið' við þessum beiðnum nema i mjög litlu mæli. Það tekur mörg ár að koma stofninum upp eftir sýkingar- herferðina, sem hafði m.a. úrslit varðandi fjármagns- fyrirgreiðslu, þótt Skúli leggi áherzlu á, að hefði Búnaðar- bankinn ekki veitt honum fyrirgreiðslu, þá væri fyrir- tækið úr sögunni og enginn regnbogasilungur til. Það sem Skúla tekst að af- greiða á þessu ári af regn- Framhald á bls. 19 BEKAERT iðnaðargirðing Net gerS úr sterklega zinkvörðum vír. Venjulegur zinkvarinri vír þykir ekki lengur nægilega góður í margs konar iðnaðargirðingar, við rakt loftslag og nærri sjó. Hins vegar er GALITOR-netið sem gert er úr tvöfaldlega zinkvörðum vír, sem veitir mestu vörn gegn veðrun og tæringu. Þetta er fyrsta fiokks efni í girðingar um leikvelli, íþróttasvæði, skrúðgarða, byggingar og athafnasvæði. Netið er selt í 25 metra rúllum. Hverri rúllu fylgir bindivír. Möskvar: 25—60 mm Vír: 2,00—3,65 mm Venjuleg gerð: möskvar 50 mm, vír 2,70 mm Breidd (hæð) á rúllum:100,125, 150, 175, 200 sm. GALITOR-netin eru gerð úr harðteigðum vír og eru sérstaklega traust til notkunar þar sem mikið mæðir á grðingum, t. d. vegna snjóalaga. SAMBANDID BYGGINGAVÖRUR simi 22648 Skúli Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.