Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 3. júní 1972 m ** ■ ‘y. ■ jBHjt 1 10 nýir teiknarar útskrifast Siöastliöinn föstudag þann 19. mai var Leiklistarskóla Þjóöleik- hússins slitiö. Tiu ungir leikarar tóku lokapróf frá skólanum eftir þriggja ára nám við skólann. Pról'ið hefur staðið yfir undan- farnar þrjár vikur og var siöasta prófið s.l. fimmtudag. Prófverk- el'ni voru: Ljóðalestur, kennari Óskar Halldórsson, Atriði úr verkum Halldórs Laxness, kenn- ari Briet Héðinsdóttir, þættir úr ýmsum þekktum leikritum, kenn- ari Brynja Benediktsdóttir, og loks Makbeð, eftir Shakespeare, kennari Gunnar Eyjólfsson. Hér með fylgja nöfn þeirra, sem tóku að þessu sinni lokapróf: Agúst Guðmundsson, Einar bor- bergsson, Geirlaug Þorvaldsdótt- ir, Halla Guðmundsdóttir, Hjalti Rögnvalsson, Ingibjörg Jóhanns- dóttir, Kári H. Þórsson, Magnús Axelsson, Rósa Ingólfsdóttir, og Þóra Friðleifsdóttir. Kennarar við skólann s.l. vetur voru tiu, en skólastjóri er Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri. Breiðafjörður stórkost- legur fyrir siglingar - segja Bretarnir, sem ætia á kappsigiara kringum landið ÞÓ—Reykjavik. Bretarnir tveir, sem ætla sér i kringum landið á kappsiglara i sumar eru nú á Patreksfirði og hafa verið þar i hálfan mánuð. beir hafa hugsað sér að dvelja a.m.k. viku enn á Patreksfirði, en halda siðan norður með Vest- fjörðum á leið sinni kringum landið. Ferðin hjá þeim frá Reykjavik til Patreksfjarðar gekk mjög vel, þeir dvöldu aðeins á Ólafsvik á leiðinni en sigldu siðan mikið á Breiðafirðinum og að sögn segja þeir Breiðafjöröinn eitthvert skemmtilegasta siglingasvæði, sem þeir hafa kynnzt. Ekki er gert ráð fyrir,að Bret- arnir komi aítur til Reykjávikur fyrren i lok ágúst, en þeir ætla að taka lifinu með ró á leiðinni, og einnig ætla þeir að kynna sigl- ingar á hverjum stað, sem þeir hafa viðkomu á. LÁGMARKSVERÐ A FISKBEINUM ÁKVEÐIÐ ÞÓ-Reykjavik Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 1. júni 1972 til 21. desember 1972. Verðið er, sem hér segir: a) Þegar 'selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverks- miðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna.karfi, og steinbitur hvert kg. kr. 1.23 Karfabein og heill karfi, hvert kg. kr. 1,47. Steinbítsbein og heill steinbitur, hvert kg. kr. 0.80.Fisklóg, hvert kg. kr. 0.55. b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjöfsverksmiöja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi, og steinbitur, hvert kg. kr. 1.12. Karfi, hvert kg. kr. 1.34, steinbitur hvert kg. kr. 0.73. Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfa- beinum skal halda aðskildum. Fulltrúum i verðlagsráðinu er heimilt að segja veröinu upp fyrir 16. sept. n.k. og skal þá nýtt lágmarksverð taka gildi frá og með 1. okt. Verðið er ákveðið með at- kvæðum oddamanns og fulltr. kaupenda gegn atkvæðum fulltr. seljenda. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri, sem var oddamaður nefndar- innar, Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar Ólafsson af hálfu kaupenda og Helgi Þórarinsson og Ingimar Einarsson af hálfu seljenda. Um 70 listamenn frá öllum Norðurlöndum sýna yfir 400 verk í nýja Myndlistarhúsinu . . '%v, Sc Unniö er við að lagfæra og snyrta I kringum Myiullistarhúsið. Þarna er það séö frá Flókagötu. Þessi tvö listaverk koma frá Finnlandi, og veröa þau til sýnis á nor- rænu sýningunni, sem opnuð veröur á sunnudag í Myndlistarhúsinu á Miklatúni. (Tímamyndir G.E.) Það er list að höggva til grjót og hlaða garö svo varla sjáist misfella, eins og þessi maður gerir fyrir utan Myndlistarhúsið á Miklatúni. Klp-Reykjavik. Eins og við sögðum frá i gær, er verið að leggja siðustu hönd á vinnu við tvo sali i Myndlistar- húsinu á Miklatúni, sem verður opnað á sunnudaginn kemur. bá hefst þar norræn málverka- og höggmyndasýning, og sýna þar um 70 listamenn frá öllum Norðurlöndunum verk sin, sem eru eitthvað um 400 talsins. Oll erlendu verkin eru komin i Myndlistarhúsiö, og er verið að vinna við að koma þeim fyrir þessa dagana. Stærsti hluti sýningarinnar verður i stóra sýn- ingasalnum, en hinar verða i minni salnum, sem nefndur hefur verið Kjarvalssalur. Þar er ráð- gert i framtiðinni, að eingöngu verði til sýnis myndir eftir Kjar- val. Sýningin verður opnuð kl. 17,00 á sunnudag, og mun hún verða opin fram i miðjan júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.