Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 3. júni 1972 TÍMINN 17 Einvígi Guðmundar og Hreins skemmtilegasta grein mótsins Guðmundur varpaði 17,56 m á EOP-mótinu, en Hreinn Strandamaður varpaði 17,39 m ÖE-Reykjavik. Kúluvarpseinvígi Guð- mundar Hermannssonar, KR og Hreins Halldórsson- ar, HSS var skemmtileg- asta greininá EóP-mótinu, sem fram fórá Melavellin- um í fyrrakvöld. I fyrstu umferð mótsins varpaði Hreinn 17,27 m næsta létti- lega og náði þar með næst- bezta árangri Islendings. Kast Guðmundar mis- heppnaðist og varð auk þess ógilt. Bjarni i viöbragöi 400 metra hlaupsins. t næstu umferð bætti Hreinn sig og kastaöi 17,39 m, en Guðmund- ur jafnaði metin, kastaði einnig 17,39 m. Hreinn hélt þó forystunni þar til i fimmtu umferð að Guö- mundur varpaði 17,56 og tryggði sér sigurinn. Astæöan fyrir þvi,að Hreinn hélt forystunni var, að hans næstbezta kast var lengra þar til i fimmtu umferð eins og áður sagði. Afrek Hreins er hans langbezta, hann átti bezt áður 16,55 m, unnið á IR-mótinu fyrir viku.Kast Guðmundar er bezti árangur ársins. Þriðji maðurinn i keppninni, Páll Dagbjarsson, HSÞ féll i skuggann i einviginu, en hann kastaði ágætlega og náði sinum bezta árangri 14,97 m. Guðni Sig- fússon, A, varpaði 13,38 og Guðni Halldórsson, HSÞ 12,40 m. Eitt íslandsmet sá dagsins ljós i kuldanum á Melavellinum i fyrrakvöld. Lára Sveinsdóttir, A, stökk 1,58 m og bætti met önnu Lilju Gunnarsdóttur, A um 1 sentimetra. Lára felldi 1,60 af eintómri slysni eða klaufaskap, og hún fer þá hæð áreiðanlega á Júnimóti FRl á Laugardals- vellinum i næstu viku. Kristin Björnsdóttir stökk einnig vel, en hún fór yfir 1,50 m. Asa Halldórs- dóttir, A, setti nýtt telpnamet 1,45 m. Björk Eiriksdóttir, 1R og Maria Guðjohnsen, 1R stukku báðar 1,35 m. Litum nú nánar á einstakar greinar: Kringlukast: Erlendur Valdimarss., 1R,55,06 m Páll Dagbjartss., HSÞ, 46,54 m Guðm. Jóhannesson, 1R 41,30 m Óskar Jakobss., 1R, 40,70 m Elias Sveinss., 1R, 40,18 m Guðni Halldórss., HSÞ, 36,54 m. Þessi grein var aðeins lakari en á IR-mótinu, Erlendur og Páll S ' „ ■*-* J? Lára setur tslandsmet i hástökki (Timanyndir Gunnar) Hreinn llalldórsson, Strandamaðurinn kraftalegi býr sig undir aö varpa kúlunni 17,39 metra. sýndu þó öryggi. Rétt er að geta þess, að Erlendur átti ógilt kast um 57,50 m. Öskar Jakobsson, 1R, sem aðeins er 16 ára, náði sinu bezta kasti, 40,70 m. 100-m hlaup: Sigurður Jónss., HSK, 11,4 sek. Vilmundur Vilhjálmss., KR, 11,5 sek. HelgiEirikss.,KR, 12,5 sek. Gunnar Páll Jóakimss.,lR, 12,9 Hinn kaldi mótvindur kom i veg fyrir betri tima. Sigurður og Vil- mundur eru mjög jafnir á spretttinum, á siðasta móti sigr- aði Vilmundur i 200 m. 400 m hiaup: Bjarni Stefánss. KR, 49,2 sek. Stefán Hallgrimss., KR, 52,9 sek. Borgþór Magnúss., KR, 55,1 sek. Böðvar Sigurjóns.,UMSK, 55,3 sek. Bjarni hafði mikla yfirburði, en þó virtist hann ekki taka mikið á. A næstu mótum ætti Bjarni að ógna Islandsmetinu, sem er 47,5 sek. Stefán hljóp rösklega en timamunurinn á Stefáni og Borg- þóri virtist fullmikill. var óvenjuþungur. Stefán Hall- grimsson virðist aftur á móti vera i góðri æfingu. Þaö getur orðið skemmtileg barátta milli Stefáns og Valbjarnar á Islandsmótinu i tugþraut um aðra helgi. Stangar- stökkiö var lélegt, bæöi var vont að stökkva og einnig hefur litið verið hægt að æfa þessa grein i vor af ýmsum ástæðum. Guö- mundur Jóhannnesson, 1R var sá eini sem fór yfir sina byrjunar- hæö, 3,80 m og sigraði þarafleið- andi. Spjótkast: Asbjörn Sveinss.UMSK, 54,74 m Elias Sveinss. 1R 51,38 m Stefán Jóhannss. A, 51,16 m Stefán Hallgrimss. KR, 47,22 m Asbjörn hafði nokkra yfirburði og er liklegur til aö kasta yfir 60 metra á næstu mótum. Sumir voru nú að vona, aö hann myndi bæta Islandsmetir, sem er 66,99 m. KR sigraði i 4x100 m boðhlaupi, hljóp á 45,7 sek. en sveit 1R hljóp á 49,2. Langstökk: Friðrik Þór Óskarss.tR, 6,57 m Guðm. Jónss.HSK, 6,48 m Stefán Hallgrimss.KR 6,48 m Ólafur Guðm.ss.KR 6,46 m Valbjörn Þorlákss.A 6,25 m Vilm. Vilhjálmss. 6,14 m Þessi grein er ein sú lélegasta hjá okkur. Að visu var vont að stökkva á Melavellinum, en það er ekki næg ástæða. A næsta móti á Laugardalsvelli vonumst við fastlega til að sjá 7 metra slökk. Friörik Þór átti ógilt stökk um 6,70 metra. KONUR: 100 m hlaup: Lára Sveinsd. A 12,9 sek. Sigrún Sveinsd. A 13,0 sek. Hafdis Ingimarsd.UMSK 13,4 sek. Asa Halldórsd.A 13,9 sek. Asta B.Gunnlaugsd.lR 13,9 sek. Fanney Óskarsd. 1R 14,5 sek. Baráttan stóö milli systranna Láru og Sigrúnar, en vonlaust var aö bæta Isl. metiö i mótvindinum, en það er 12,6 sek. 1 hagstæðara veðri verður það met bætt veru- lega. Vonandi koma fleiri kepp- endur utan af landi á Júnimótið 7.-8. júni t.d. Edda Lúðviksdóttir, UMSS o.fl. 800 m hlaup: Lilja Guðmundsd. 1R, 2:32,5 min. Björk Kristjánsd.UMSK, 2:34,3 min. Anna Haraldsd.lR 2:41,Omin Asa B. Gunnlaugsdóttir, Ir, 2:48,4 Asa Halldórsdottir, A, 2,:58,8 Ásta B. Gunnlaugsdóttir 1R,2:48,4 Þetta eru góöir timar hjá Lilju og Björgu, en metið 2:27,0 stóöst átökin. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK gat ekki keppt að þessu sinni. Metið i greininni á Ingunn Einarsdóttir. Næsta frjálsiþróttamót, Júni- mót FRI fer fram á miðvikudag og fimmtudag i næstu viku. 100 m hlaup sveina: Már Vilhjálmss., KR, 12,7 sek. Jón Þ. Sverriss., UMSK, 12,9 sek. Guðm. Guðmundss., KR, 13,3 sekl. Þórir Óskarss., IR, 13,4 sek. Sveinarnir hlupu rösklega og Már er mjög efnilegur piltur. 1500 m hlaup: Agúst Asgeirss. IR 4:13,9'm Einar Óskarss. UMSK, 4:14,3 m. Ragnar Sigurjónss. UMSK, 4:22,3 m. Högni Óskarss. KR 4:22,9 m. Bjarki Bjarnas. UMSK, 4:38,0 m. Steinþór Jóhanness.UMSK 4:42,6 m. Agúst hafði forystu i hlaupinu, þar til um 200 m voru eftir, að Einar fór fram úr. En á loka- sprettinum var Agúst sterkari og náði sæmilegum tima miðað við aðstæður. Einar náði sinum lang- bezta tima og einnig Ragnar og Högni. Þetta var skemmtilegt hlaup og framfarir augljósar hjá flestum keppendum. 110 m grindahlaup: Borgþór Magnússon, KR 16,0 Valbjörn Þorláksson, A 16,1 Stefán Hallgrimsson, KR, 16,2 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 17,0 Erfitt var að hlaupa vegna mót- vindsins og timarnir sennilega tæpri sekúndu lakari vegna þess. Borþór vann nú Valbjörn, sem Borgþór Magnússon, KR, sem sigraði Valbjörn I grindahlaupi á EóP-mótinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.