Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 3. júni 1972 Ingólfur Davíðsson: Sætpipar ræktaður á Reykjum Nokkur undanfarin ár hefur sætpipar, öðru nafni paprika, verið ræktuð i gróðurhúsum garðyrkjuskólans og viðar. Paprikan er fræg fyrir það,að C fjörefni var fyrst unnið úr henni og gerði það ungverskur maður Szent — Gyorgy árið 1928. Er sérlega mikið C fjörefni i aldinum papriku. Þegar Kólumbus og menn hans komu til Ameriku 1492, sáu þeir þennan nýja ávöxt, er þá var ókunnur i Evrópu. En Indián- ar höfðu þá ræktað papriku öldum saman og það ýmis af- brigði og á mörgum stöðum. Virðist heimkynni jurtarinnar vera hliðar Andesfjalla, bæði að austan og vestan. 1 rústum i Perú hafa fundizt um tvö þús- und ára gamlar leifar pap- rikualdina. Og útsaumaðar myndir af þeim i Indiánafatn- aði frá fyrstu öld eftir Krists fæðingu. Virðast margar ætt- kvislir Indiána hafa ræktað jurt þessa á dögum Kólumbusar og notað aldinin sem mat og krydd. Kólum- busarmönnum geðjaðist bezt bragðsterk afbrigði og fluttu heim til Spánar og Portúgals. Evrópumenn komust raunar miklu auðveldar á pipar- bragðið, en kartöflukeiminn, og notkun papriku breiddist fljótar út um álfuna, sunnan- verða. Bragðmild afbrigði eru oft nefnd sætpipar. Pimiento segja Spán- verjar. Sætpipar (pimiento) Bandarikjamanna, ber rauð, þykkveggjuð aldin, sem eru t.d. notuð i olifur og pimentoost. Ungverjar eru sérlega sólgnir i papriku og telja varla neinn mat góðan án hennar. Ungverjar rækta pap- riku á helmingi stærra svæði, en Norðmenn nota til allrar sinnar grænmetisræktunar. Sumir skipta paprikuafbrigð- um i tvo meginflokka: I. Kryddpaprikur, en i þeim er mikið af „alkaloids” capsaiein. Kryddpaprikur eru aðallega notaöar sem þurrt krydd. II. Sætpipar eða mild paprika, sem aðeins litið capsaicin er i. Það er þessi flokkui; sem etinn er ferskur. Hér er paprlka aðeins rækt- uð i gróðurhúsum og þarf öllu meiri hita en tómatar. Jurtirnar eru bundnar við prik. Hriðing talin fremur Sætpipar — paprika auðveld, en þó sækja blaðlýs mikið á jurtirnar. Sumstaðar erlendis er safnað bjölluteg- undum, sem heita mariu- hænur og þeim beitt á lýsnar. Aldin papriku eru græn, rauð eða bláleit. Þau eru geymd við lOgr. - I5gr. hita og geta haldizt fremur lengi. Aldinin eru etin hrá, soðin eða steikt. Gefa salati góðan kryddkeim. Afbrigði með litlum, fagur- litum aldinum eru kölluð spanskur pipar og ræktuð til i skrauts i jurtapottum. Aldin þessara stofuiurta eru gljáandi rauð eða blásvört, að lokum skarlatsrauð Venjulega fást ungar jurtir i blómabúð- um. Aldinin stofuprýði langt fram á haust Aldin papriku eru ber, uppblásin og hol inn- an, ýmisleg. löguð, löng eða pýramidalaga. A litin græn, rauð, gul, fjólublá eða svar - blá. Etin m.a. með kjötréttum i stað salats. Einnig notað i karry, hrisgrjónarétti o.fl. Sætpipar er milt krydd. En suður og austur á Java o.fl. Indlandseyjum nota innfæddir „djöflapipar” (Cayenepipar) svo sterkan, að óvönum finnst munninn loga ef þeir bragða hann. tslendingar eru farnir að kunna að meta papriku. I fyrra voru seld um 4 tonn af papriku, ræktaðri i gróðurhús- um Garðyrkjuskólans. Afbrigðið heitir Don Pedro, þe. - herra Pétur! Byrjað er einnig að rækta eggaldin I gróðurhúsum garð- yrkjuskólans. Ríó-tríóið til Noregs — taka upp tvær LP, koma fram í sjónvarpi skemmta á íslendingamótum, í klúbbum, á samnorrænni þjóðlagahátíð og víðar Á morgun, sunnudag, halda þremenningarnir i Eió-trióinu til Osló, þar sem þeir munu koma fram á nokkrum stöð- um, hljóðrita tvær hæg- gengar hljómplötur og gera skemmtiþátt fyrir norska sjónvarpið. Heim koma þeir aftur 16. þ.m. Er blaðamaður Timans ræddi við þá félaga á æfingu i vikunni, sögðust þeir að vonum hlakka mikið til fararinnar. Sögðu þeir ferðinni vera þannig háttað, að á mánudeginum fari þeir til upp- töku og verði að stanzlaust þar til á föstudaginn, en þá tekur annað við. A plötunum tveimur, sem koma út sitt i hvoru lagi, verða ýmis lög, sem þeir hafa flutt i vet- ur og á undanförnum árum, en einnig verða nokkur frumsamin lög, eftir þá i sameiningu og hvern um sig. Flesta texta hefur gert Jónas Friðrik Guðnason, sem hefur ver- ið samstarfsmaður þeirra félaga um hartnær þriggja ára skeið. Strax að upptöku lokinni, leika þeir i þekktum klúbb i Osló — en þvi miður mundu þeir ekki nafnið i augnablikinu — og leika þeir þar fjögur kvöld. A þriðjudaginn I næstu viku, 13., koma þeir fram á samnorrænni þjóðlagahátið I ná- grenni Osló og er sú hátið ein sú mikilvægasta af þvi tagi, sem haldin er á Norðurlöndum. Þá i vikunni gera þeir einnig sjón- varpsþátt fyrir norska sjónvarpið og að kvöldi hins 14. leika þeir á þjóðhátiðarskemmtun hjá Is- lendingafélaginu i Noregi. Meðþeimi förinni verður Gunn- ar Þórðarson, gitarleikari Trú- brots, og mun hann stjórna upp- töku platnanna, auk }5ess að leika með þeim á gitar, flautu og raf- magnsbassa. Gunnar hefur einn- ig útsett nokkur laganna fyrir strengjahljóðfæri og Magnús Ingimarsson önnur, rokksyrpu. Ferð þessi er þannig tilkomin, að kunningi þeirra, Jón Þór Hannesson, hljóðtæknimaður hjá islenzka sjónvarpinu, er staddur i Osló um þessar mundir og hefur hann skipulagt dvöl þeirra i Osló. Jón er á námskeiði hjá norska sjónvarpinu, og er það fyrir hans milligöngu að þeir félagar gera skemmtiþáttinn þar. Jón mun einnig verða þeim innanhandar við hljóðritun platanna. Strax og þeir koma heim, eða á þjóðhátiðardaginn, 17. júni, munu þeir þeytast um allt suðurlands- undirlendið og skemmta i ýmsum bæjum. Sögðust þeir reikna með að leigja sér flugvél og fljúga á milli staða, svo þeir gætu annað öllum, sem vildu fá þá á skemmtanir. Plöturnar tvær koma svo út i haust og vetur, sú fyrri, „Eitt og annað smávegis” um mánaða- mótin ágúst/september og sú sið- ari, „Þabla þa’, sko!” fyrir jólin. Þess ber þó að geta, að nafn siðari plötunnar er stytting þeirra fé- laga á orðatiltækinu „Það er nefnilega það!” Það sem gaf að heyra á æfing- unni hjá Rió-trióinu nú i vikunni, lofaði sannarlega góðu, en þegar þeir voru spurðir, hvernig efni yrði á plötunum tveimur, svöruðu þeir einum rómi: „Sumt er nýtt, annað er gam- alt, en þetta er allavega það bezta, sem við erum með núna.” ó. vald. Ágúst Atlason ólafur Þóröarson Helgi Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.