Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. júni 1972 TÍMINN 9 Ctgcfandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;;;;;;;;;; arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Íííííí Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblaös Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.;;;;;;;;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs-;;;;;;;;; mgasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald x;:;;;:; ígg;; 225 krónur á mánuði innan iands, I lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Nauðsyn sparnaðar íslenzka þjóðin hefur aldrei búið við betri lifskjör en einmitt nú. Menn búa við almenna velmegun, atvinna er næg, vinnufriður hefur verið tryggður til langs tima. Framfarir blasa hvarvetna við og framkvæmdir eru nú meiri i landinu en nokkru sinni fyrr. Sjaldan hefur rikt meiri bjartsýni i islenzku þjóðlifi en einmitt nú og framfara og fram- kvæmdaviljinn hefur sjaldan verið sterkari. Eftirspurn eftir atvinnutækjum stórum og smáum er óvenju mikil. En það er vissulega við mörg vandamál að etja i efnahagslifinu. Þessari miklu grósku fylgja nokkrir vaxtarverkir og til viðbótar koma svo þær verðhækkanir, sem frestað var á verðstöðvunartimabilinu, og ekki var undan komizt að kæmu nú fram þótt reynt hafi verið að sporna við af fremsta megni. Það verður að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna og sjá þeim fyrir eðlilegu fjármagni og reyna að tryggja sem mesta nýtingu og afrakstur allra atvinnutækja. Með öðrum hætti verður vöxtur þjóðararðsins ogþar með batnandi kjör alls al- mennings ekki tryggð. Það er blómlegt atvinnulif og traustir at- vinnuvegir, sem eru undirstaða alls annars. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar 1. september n.k. er mikilvægasta ráðstöfunin til að tryggja þann grundvöll. Nýju skipin munu treysta undirstöðuna og aukin orkuvinnsla og stóriðja i þvi sambandi mun renna fleiri stoðum undir atvinnulifið. En til þess að vel megi takast verður að halda framkvæmdum og eyðslu innan þeirra marka, sem efnahagskerfið og framleiðni- aukningin þolir. Innflutningur er nú of mikill og það gengur um of á gjaldeyrisforða þjóðar- innar. Eftirspurn eftir lánsfé er svo mikil, að bankarnir eru I erfiðleikum. Þeir hafa neyðzt til að taka upp hömlur á útlánaaukninguna og i þvi sambandi er rétt að undirstrika, að fram- leiðslufyrirtækin munu eiga forgang að þvi lánsfé, sem til ráðstöfunar er. Hér væri við litla efnahagsörðugleika að striða, ef menn vildu almennt leggja til hliðar litinn hluta hins aukna aflafjár, sem þeir hafa nú til umráða. útboðið á hinum verðtryggðu spariskirteinum rikissjóðs á að verða mönnum hvatning til þess. Ef til vill finnast fleiri leiðir til að stuðla að auknum sparnaði, sem myndi gera hvort tvegga i senn, að draga úr eftispurn eftir erlendum gjaldeyri og leysa úr lánsfjár- erfiðleikum atvinnulifsins. ERLENT YFIRLIT Norska þingið hafnar uppbótarþingmönnum Vill heldur ekki veita ríkisstjórninni þingrofsrétt Frá Karl Johan i Oslo. NORSKA stórþingið hefur undanfarið haft til meðferðar tillögur um breytingar á stjórnarskránni, sem fjölluðu um kosningafyrirkomulagið og þingrofsréttinn. Sérstök nefnd hefur fjallað um þetta mál að undanförnu, en tilefni þess, að þingið fól henni þetta verkefni, voru skiptar skoðan- ir um, hvort taka ætti upp upp- bótarsæti til jöfnunar milli flokka i samræmi við at- kvæðatölu. Astæðan til þess að mál þetta komst á dagskrá, var ekki sizt sú, að i siðustu þingkosningum i Noregi fékk Sósialiski þjóðflokkurinn 3,5% atkvæða, en engan þingmann kosinn. Niðurstaða nefndar- innar varð sú, að meirihluti hennar lagði til, að þingsætum yrði f jölgað úr 150, eins og þau eru nú i 165, og yrðu 15 þeirra til úthlutunar milli flokka. Flokkur, sem ekki fengi neinn kjördæmakosinn þingmann, skyldi öðlast rétt til uppbótar- sætis, ef hann fengi 3% greiddra atkvæða. ÞESSI tillaga og breytinga- tillögur við hana, komu til at- kvæða i Stórþinginu siðastl. þriðjudag. Orslitin urðu þau, að hún náði ekki tilskyldum meirihluta eða 100 atkvæðum, en tveir þriðju þingmanna þurfa að greiða atkvæði með stjórnarskrárbreytingu, ef hún á að öðlast gildi. Með til- lögunni greiddu atkvæði allir þingmenn Ihaldsflokksins, Vinstriflokksins og Kristilega flokksins, 25 þingmenn Al- þýðuflokksins og einn þing- maður Miðflokksins. Fékk til- lagan þvi 81 atkvæði. Móti til- lögunni greiddu atkvæði 49 þingmenn Alþýðuflokksins og 18 þingmenn Miðflokksins eða 67 þingmenn. Tveir þingmenn voru fjarverandi. Tillaga frá Miðflokknum um tilsvarandi fjölgun kjördæmakosinna þingmanna var felld, en hins- vegar var samþykkt að fjölga þingmönnum um fimm, eða i 155 alls i stað 150 nú. Hinir nýju þingmenn skiptast þann- ig, að Oslóborg fær 2 og Akers- hus 3, en Akershuskjördæmi nær yfir umhverfi Oslóborgar eða Stór-Oslóarsvæðið. Þessi tvo kjördæmi eru nú langsam- lega fólksflest miðað við ibúa- tölu kjördæmanna og vantar mikið á, þrátt fyrir þessa fjölgun, að þau njóti jafnréttis við dreifbýliskjördæmin. Osló hefur eftir fjölgunina 15 þing- menn, en Akershus 13. MEGINORSÖK þess, að til- lagan um uppbótarþingmenn- ina var felld, var hættan á flokkaf jölgun. Þau voru a.m.k. rök þeirra þingmanna Alþýðuflokksins og Miðflokks- ins, sem greiddu atkvæði gegn henni. Meðal annars bentu þeir á reynslu Dana i þessum efnum. Samkvæmt dönsku stjórnarskránni fær flokkur þingsæti, ef hann fær 2% af at- kvæðamagninu. 1 siðustu þingkosningum fengu 7% kjósenda i Danmörku engan þingmann, þvi að þeir skiptast milli smáflokka, sem ekki náðu 2% lágmarkinu. Upp- bótarreglan hafði hérýtt undir óeðlilega flokkafjölgun. I sið- ustu þingkosningum i Noregi fengu hinsvegar flokkar, sem höfðu samanlagt 4.7% atkvæð- anna, engan þingmann. Þessir flokkar voru Sósialski þjóð- flokkurinn og Kommúnista- flokkurinn. EFTIR þessi úrslit i Stór- þinginu verður kosningafyrir- komulagið i Noregi óbreytt. Landinu er skipt i misstór kjördæmi með mismunandi tölu þingmanna, sem kosnir eru hlutfallskosningum. Land- fræðilegar og sögulegar ástæður ráða kjördæma- skipuninni. Dreifbýliskjör- dæmin hafa tiltölulega mun fleiri þingmenn en þéttbýlis- kjördæmin. Árið 1951 var gerð stjórnar- skrárbreyting i Noregi, sem jók nokkuð rétt hinna fjölbýlli kjördæma. Fram til þess timá hafði sú regla staðið i stjórnarskránni, að hlutföllin milli sveitakjördæma og kaupstaðakjördæma skyldu vera þau, að þingmenn hinna fyrrnefndu þyrftu helmingi færri kjósendur að baki sér en þingmenn hinna siðarnefndu. Þótt óliklegt kunni að þykja, var Alþýðuflokkurinn farinn að hagnast óeðlilega á þessari reglu, þannig, að hann hafði i siðustu kosningum fyrir breytinguna fengið 85 þingsæti af 150, þótt hann fengi þá ekki nema 45.7% af atkvæðamagn- inu. Hann beitti sér þvi fyrir breytingu, sem jafnaði bilið milli kjördæmanna, en þó hvergi nærri til fulls. SÚ TILLAGA lá einnig fyrir Stórþinginu á dögunum, þegar fjallað var um kosningafyrir- komulagið, að stjórnarskráin heimilaði rikisstjórninni að rjúfa þing, þegar sérstaklega stæði á. Þingrofsheimild er nú ekki til i norsku stjórnar- skránni og er kjörtimabil þingmanna þvi fjögur ár hvernig sem allt veltur. Meiri- hluti áðurnefndrar stjórnar- skrárnefndar hafði lagt til, að sett yrði þingrofsheimild fyrir rikisstjórnina i stjórnar- skrána, en þó þannig, að hið nýkjörna þing skyldi ekki sitja lenguren þann tima, sem eftir var af kjörtimabilinu, þegar þingið var rofið. Hér yrði þvi um einskonar aukakosningar að ræða, en aðalkosningar færu fram eftir sem áður á fjögurra ára fresti. Þessi til- laga fékk ekki nema 94 at- kvæði og skiptust allir flokkar meira og minna um hana, nema Vinstri flokkurinn, sem greiddi óskiptur atkvæði gegn henni. Þar sem tillagan náði ekki 100 atkvæðum eða tveim- ur þriðju þingmanna, taldist hún fallin. 54 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, en tveir voru fjarverandi. I umræðunum var upplýst, að rikisstjórnir hafa nú þing- rofsrétt i öllum lýðræðisrikj- um Evrópu og að þvi leyti við- tækari en hér var farið fram á, að fullt kjörtimabil hefst að loknu þingrofsþingi. Noregur er að þessu leyti alger undan- tekning. Þ.Þ. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.