Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. júni 1972 TÍMINN Svona gengur það fljótt og vel Arnbjörn hét karl, sem átti heima i Litla-Kollabæ i Fljóts- hlið. Hann kom að haustlagi, er tekið var að svella, að Hliðar- endakoti og reið flatjárnuðu. Hitti hann þar dreng úti raunar Þorstein Erlingsson, og bað hann að fara i bæinn og biðja um broddnagla handa sér undir hestinn. Simon hét sá, sem bóninni var beint til, og var hann að ljúka við að raka kindargæru á beru hné sér og vildi ógjarna standa upp fyrr en hann hefði lokið þvi verki. Varð Arnbjörn að biða úti nokkra stund og sinnti þvi ekki, þótt honum væri boðið að ganga i bæinn og þiggja kaffisopa. Þegar Simon hafði lokið við að raka gæruna og fundið brodd- naglana, heyktist einn þeirra, svo að hann varð að leita að öðrum i staðinn. Þótti Arnbirni seint og illa að verið. Þegar þessu umstangi öllu var lokið, tók hann innilega i höndina á Simoni og sagði: ,,Guð launi þér nú, Simon minn, alla þessa fyrirhöfn. Svona gengur það alltaf bæði fljótt og vel, gert sem er með góðu”. Margvíslegir sjúkdómar og sjúklingar enskra dýralækna Dýralæknar i Englandi eru um 8500 talsins. Þeir þurfa að sinna margvislegum sjúkling- um, ekki aðeins hundum og köttum og búsmala enskra bænda. Til þeirra er komið með halta froska, koalabirni með hægðateppu og ergilega górillu- apa. Þeir geta að sjálfsögðu sér- hæft sig i einni eða fleiri dýra- tegundum, og þá verður verk- svið þeirra ekki eins breitt. Einu sinni kom kona til dýralæknis með tvö hænuegg. Hún var gráti næst, og sagði lækninum, að þegar hún hefði verið byrjuð að sjóða eggin, hefði hún allt i einu heyrt eitthvert tist inni i þeim. Dýralæknirinn athugaði eggin og fullvissaði konuna um, að engir ungar hefðu verið i þeim, en hún sagðist þrátt fyrir það aldrei myndi fá sér annað egg að borða. Maður nokkur kom með haltan frosk til dýralæknis- ins, sem skar i meinsemd á fæti frosksins, gaf honum pensilin, og þar með var lækningin kom- in. Svo var það einu sinni koala- björn, sem fékk hægðateppu, en eftirað honum hafði verið gefin laxerolia var málið úr sögunni. t skýrslum dýralæknafélagsins er einnig sagt frá apa, sem sett- ur hafði verið á megrunarkúr, en endirinn varð sá, að hann veiktist af kalkskorti og þurfti læknisaðstoðar með. Þá þurfti dýralæknir eitt sinn að fást við hund sem ekki þorði að fara i bil. Astæðan var sú, að hann hafði lent i bilslysi, þegar hann var hvolpur. Hundinum var gef- in róandi tafla, og siðan var far- ið með hann i biltúr. Eftir nokk- urn tima hafði meðferðin borið árangur, og hundurinn fór óhik- að i bil með eiganda sinum. Dýralæknarnir segja, að það sé litill munur á sjúklingum þeirra og sjúklingum annarra lækna. Þessir sjúklingar geta þó ekki sagt sjálfir til um veikindi sin, og oft þurfa læknarnir að beita þá brögðum. Þannig var það til dæmis, þegar górilluapinn Guy i dýragarði einum i Englandi veiktist. Hann var svo slappur, að hann vildi ekki einu sinni borða isinn, sem hann var venjulega svo æstur i. Þá tók læknirinn það til bragðs, að setja tvær töflur, sem hann taldi apann þurfa að fá, inn i is, siðan var isinn settur aftur i iskass- ann og eftirlitsmaður þóttist eiga leið fram hjá búri apans, og missti iskassann af slysni inn i búrið. Guy var alltaf fljótur að gripa það, sem honum var ekki ætlað, og nú hélt hann að hann hefði ekki átt að fá isinn, svo hann hrifsaði hann til sin, og át, þrátt fyrir veikindin. Töflurnar báru árangur, og apinn náði sér. Vélvædd baðmullarrækt Sovétrikin eru meðal fremstu framleiðslulanda baðmullar (uppskeran á siðasta ári nam liðlega 7 milljónum lesta), og þar er unnið af kappi að þvi að vélvæða þessa grein land búnaðarins. Vélar hafa að fullu og öllu tekið við af manns- höndinni og mannsauganu við sáningu og gæzlu ekranna á vaxtarskeiðinu, og um það bil 40 þúsund uppskeruvélar eru nú i notkun i baðmullarframleiðslu- héruðum Sovétrikjanna. A þessu ári munu 7000 uppskeru- vélar til viðbótar koma i gagnið, en hver vél kemur i stað allt að 300 tinslumanna. Barnið er á leiðinni Einhvern næstu daga mun Catherine Deneuve fæða barn italska kvikmyndaleikarans Marcello Mastroianni. Það hlýt- ur að vera ánægjulegt fyrir for- eldrana, enda þótt faðirinn sé giftur annarri konu, en það eru vist bara smámunir i kvik- myndaheiminum. Það verður liklega ekki siður skemmtilegt fyrir barnið, þvi það er þegar orðið milljónaerfingi, og hvern- ig skyldi standa á þvi? Jú, Marcello Mastroianni, sem er 47 ára gamall, og kaþólskur i þokkabót, hefur alltaf verið mjög veikur fyrir konum, en hann hefur þó alla tið , eða i 25 ár, verið giftur sömu konunni, og er það enn. Fyrir tveimur ár- um varð hann samt ástfanginn af Catherine Deneuve, fallegri ógiftri stúlku, sem er vön að fá það, sem hún vill i lifinu. Eins og oft áður yfirgaf Marcello konu sina Floru Carabellu, og enginn veit, i hvaða skipti þetta var, svo oft hefur hann yfirgefið hana þessi 25 ár, sem þau hafa verið gift. En i þetta sinn vildi svo til, að konan sem hann flutt- ist til, varð barnshafandi. I dag talar allur kvikmyndaheimur- inn um þetta barn, en blöð i Frakklandi og á ttaJiu minnast ekki á það einu einasta orði, frekar en væri það bannorð, og það er það nú reyndar. Og hér kemur ástæðan fyrir milljónaauði barnsins ófædda. Catherine er nefnilega ekki svo galin. Þegar fréttin um það, að hún væri ófrisk, komst i hámæli, minntist Catherine þess allt i einu, að til eru lög, sem segja, að fólk skuli njóta friðhelgi einkalifsins. Þar sem Marcello var ekki skilinn, og þessi frétt kom sér illa fyrir bæði hana og hann, fór hún i mál við blöðin, sem höfðu birt fréttina, en höfðu alls ekki látið sér detta I hug, að málaferli vofðu yfir þeim, enda sennilega ekki i fyrsta skipti, sem þessi blöð hafa birt álika frétt, án þess að þurfa að súpa af þvi seyðið, eins og þar stend- ur. Catherine vann málið, og fékk sér dæmdar milljónir i skaðabætur. Bæði Marcello og Catherine eiga börn fyrir. Marcello á 19 ára gamla dóttur, og Catherine á 10 ára gamlan son, sem hún átti með Roger Vadim, manninum, sem uppgötvaði Brgitte Bardot.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.