Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 120börii út Réttarholtsskóla eru nú aö æfa barnaóperuna Nóaflóo eftir Benjamin Britten, sem flutt veröur i Bústaðakirkju á Lista- hátíð. Mun þetta verða fjöl- mennasta atriði,sem flutt verður á hátíðinni. 70 börn leika og syngja dýrin, sem bjargast i örk- ina, 50 börn leika i hljómsveitinni, sem alls telur 64, en 14 hljóðfæra- leikarar eru úr Sinfóniuhljóm- sveitinni. Sjálfan Nóa syngur Kristinn Hallsson, konu hans Ruth L. Magnússon og hlutverk guðs er i hönd Rúriks Haralds sonar. Garðar Cortes stjórnar flutningnum. t kirkjunni er búið að koma örkinni fyrir og verða æfingar stundaðar af kappi fram á mánudag, en þá verður óperanfyrst flutt. Myndin J^ er tekin á æfingu i gær. . V Tímamynd GE. Dauðadómur yfir Loftleiðum ef flugleiðunum verður skipt - sagði Alfreð Elíasson forstjóri á aðalfundinum í gær 00—Reykjavik. Á aðalfundi Loftleiða i gær vék Alfreð Eliasson framkvæmda- stjóri að viðræðum þeim, sem staðið hafa yfir milli Loftleiða og Flugfélags íslands um samvinnu eða samruna. Sagði hann, að sér þætti ekki timabært að stefna beint að fullkominni sameiningu, heldur byrja á samstarfi, sem leiöa mundi til hagræðingar og sparnaðar. Sagði Alfreð, að samningavið- ræður stæðu enn yfir og að það væri von sin, að félögin skipu- legðu áætlanir sinar þannig, að ekki verði flogið á sömu leiðum samtimis. En félögin hafa náð þeim áfanga, að þau eru hætt að undirbjóða hvort annað. Sagðist framkvæmdastjórinn hafa heyrt þvl fleygt, að rikisstjórnin mundi ef til vill skipta flugleiðum milli félaganna. Taldi hann þaö al- ranga stefnu, ef samvinna tækist um áætlunarferðir, og að það mundi jafngilda dauðadómi yfir Loftleiðum, ef réttur félagsins yrði skertur á nokkurri flugleið. Ég tel, sagði Alfreð, að flug- leiðum félaganna hafi verið skipt fyrir 20 árum, þegar Loftleiðir voru hraktar af innanlands- leiöum, sem félagið hafði byggt upp að miklum hluta. Sjö sækja = um Hvanneyrij EJ—Reykjavlk, föstudag. Z Um mánaðamótin rann út» umsóknarfrestur um sltóla-* stjórastöðuna við bænda-" skólann á Hvanneyri, og sóttu" sjö um embættið. ¦ ¦ Umsækjendur eru: Agnar" Guðnason, ráðunautur," Gunnar Bjarnason kennari á" Hvanneyri, Jóhannes Eiríks-" son kennari, Jón Viðar Jón-" mundsson sérfræðingur," Magnús B. Jónsson ráðii-" nautur á Selfossi, ólafur R.J Dýrmundsson sérfræðingur, ¦ og dr. Stefán Aðalsteinsson" deildarstjóri við Rannsóknar-- stofnun iandbúnaðarins. Z 122. tölublað — Laugardagur 3. júni 1972 — 56. árgangur. ) Steypu- bílar inn á Þórs- mörk 1 dag horfa vættir Þórsmerkur upp á það, sem þær hafa aldrei fyrr séð: Steypubilar munu brjótast yfir Krossá inn ú Mörk- ina og rjúfa þar friðinn. En það er I góðu skyni gert, Ferðafélag íslands er sem sagt aö koma upp meiri og betri húsa- kynnum þarna innfrá. Þrjátiu manna flokkur úr Reykjavik fór þangað austur i gærkvöldi. Þessi flokkur átti að grafa grunninn, þegar morgnaði, en siðan verður steyptur grunnur seinna i dag. Svo vel vildi til, að ungur og harðduglegur bóndi i Fljótshlið, Bergur Kortsson á Torfastöðum, er nýbúinn að koma upp steypu- stöð fyrir neðan bæ sinn, og það verður eitt af fyrstu verkefnum þessar nýju steypustöðvar Bergs að steypa grunninn fyrir Ferða- félagið. Sendir hann tvo steypu- bíla á vettvang þeirra«rinda. Við vonum að landvættirnar þarna innfrá taki þessari nýbreytni ekki illa, og hvorki reiðist ginnheilög goð né hlaupi fram jöklar. Einar og Scheel ræddust við í Bonn í gær: Leggja ber höfuðáherzlu á bráðabirgðasamkomulag KJ — Reykjavík í gær átti Einar Ágústsson utanrikisráð- herra viðræður við Walter Scheel utanrikis- ráðherra Vestur — Þýzkalands um land helgismálið, og var ákveðið á þeim fundi að halda annan í þessum mánuði. A NATO- fundinum, sem nýlokið er í Bonn, var ekki rætt um málefni [slands að öðru leyti en því, að utanrikisráðherra ítrekaði sjónarmið Islands í varnar- málunum. Timinn náöi tali af Einari Agústssyni að loknum fundi hans með Scheel, og hafði hann þetta um fundinn að segja: — Ég fór á fund Scheel utan- rikisráðherra I dag, og með mér voru Hans G. Andersen og Arni Tryggvason, en meö Scheel voru von Henk og fleiri embættismenn. Ég lagði frarri sjðnarmið Islenzku rikisstjórnarinnar á svipaðan hátt og gert var á fundunum I London nýlega. Scheel utanrlkis ráöherra tók tillögu okkar til nánari athugunar, og var ákveðið að hafa annan fund seinna I þessum mánuði. Viðræðurnar voru mjög vinsamlegar, og mér fannst koma greinilega fram a'ö leggja bæri höfuðáherzlu á að ná bráöabirgöasamkomuiagi 1 þessu máli. Þar sem málið er enn i athugun, tel ég ekki rétt að skýra nánar frá einstökum atriðum. Hvað með fundinn meö hollenzka utanrikisráðherranum á fimmtudag? — Um þann fund er mikið að segja. Ég ræddi við hann á sama hátt og utanrikisráðherra Belgiu og Luxemborgar, og fór ágætlega á með okkur, Htið kom út úr þeim fundum á þessu stigi. — Bar málefni tslands á góma á NATO-fundinum? — Ég itrekaði okkar sjónarmið I varnarmálunum á fundinum, á svipaðan hátt og ég hef áður gert, en að öðru leyti voru varnarmál tslands ekki rædd. Verður Galloway-kynið haft í Flatey á Breiðafirði? Klp — Reykjavík. Áð undanförnu hefur sérstök nefnd, skipuð af landbúnaðar- ráðuneytinu, veriö að kanna staði, þar sem hægt væri að koma á fót holdanautastofni af Galloway-kyni. En eins og kuniiugt er, voru I vetur sam- þykkt lög á Alþingi, um heimild til að flytja inn djúpfryst holda- nautasæði af Galloway-kyni. Vegna sýkingarhættu verða gripirnir fyrst um sinn að vera á vel einangruðum stað. Hafa nefndarmennirnir, sem eru þeir Jónas Jónsson, Páll A. Pálsson og ólafur E. Stefánsson, ferðazt vlða um i þeim tilgangi að finna heppi- legan stað. Hafa þeir m.a. farið um Borgarfjörö og út I Flatey á Breiðafirði I þeim tilgangi. Þeir ráðgera nú að fara á fleiri staði á landinu, og að þeirri skoðunarferð lokinni, verður tekin ákvörðun um framtiðar- heimili þessa stofns hér á landi. Nokkur bið getur orðið á þvi, að hafizt veröi handa í þessu máli, og má teljast gott, ef það verður i haust. Eftir er að finna staðinn, og þar þarf þá jafnvel að byggja nýtt fjós, sem tekur sinn tima. Siðan þarf að safna gripum um landið, og þá fyrst má fara panta sæðiðaðutan. Þaðkemur hingað isérstökum umbúðum, og verður á þvi 196 gráðu frost i flutning- unum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.