Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 3. júni 1972 Kristinn Snæland: HÚSNÆÐISMÁL Freisið Nýlega hreyfði borgarstjórn þeirri hugmynd að setja á stofn opinbera skrifstofu til sölu alls ibúðarhúsnæðis. Þeir aðilar, er stefna vilja að þvi, að draga fbúðarhúsnæði, bæði sölu þess og leigu, úr hönd- um braskara, hljóta að fagna þvi að hreyft sé við þessu máli. Það er þó vert að benda á, að húsnæðismál verða ekki leyst með afgreiðslu hluta þeirra hér i Reykjavik, þó virða beri þessa tilraun. Húsnæðismál verður að lita á sem eina heild og vinna að þeim samkvæmt þvi. — Vett- vangur fyrir alvarlegar og varan- legar aðgerðir hlýtur þvi að vera alþingi. Reynslan sýnir, að húseigendur mega alls ekki njóta þess frelsis i þessum málum,sem nú er. Margir aðilar, úr öllum stjórn- málaílokkum, aðhyllast það frjálsræði, er nú rikir i þessum máium og telja, að nægilegt framboðhúsnæðis sé öruggt verð- lagseftirlit. Þessi kenning er sú villukenn- ing, sem lengst af hefur komið i veg fyrir, eða verið notuð til að koma i veg fyrir, of mikil afskipti opinberra aðila af húsnæði, — leigu og sölu. Það grundvallarsjónarmið, sem þarf og ætti að rikja varðandi húsnæði, sölu þess og leigu, er að umsvif með slikt ættu ekki að gefa neina hagnaðarvon. Til nánari skýringar vil ég geta þess, að eðlilegt er að bygginga- meistarar hagnist af byggingu húsnæðis, sem nemur álagningu á útselda vinnu og eðlilegri álagn- ingu á selt efni. Ilúsnæðisstofnun 011 sala ibúðarhúsnæðis ætti að fara um sérstaka sölustofnun i hverju lögsagnarumdæm i. Byggingameistari eða félag sæju hvorki um úthlutun né sölu, en sölustofnunin tæki að sjálfsögðu tillit til forgangsréttar félaga i viðkomandi byggingarfélögum. Vitanlega þarf i sambandi við slika byltingu i húsnæðismálum að setja margháttaðar reglur, sem óþarfi er að fjölyrða um i smágrein um þessi mál. Það er réttara að svara þegar einni aðalröksemdinni gegn þessari hugmynd, en það er að slik stofnun yrði rosafyrirtæki. Það er augljóst, að ef teknar eru allar fasteignasölur og húsnæðis- miðlunarstofnarnir,er nú finnast i Reykjavik og þær settar undir eitt þak, þá hlyti það að verða eitt óhemju stórt þak, sjálfsagt með mörgum hæðum undir, en hversu gifurlegt sem það hús þyrfti að vera, er vonandi öllum ljóst, að hús Húsnæðissölu og leigu Reykjavikurborgar yrði áreiðan- lega helmingi minna, jafnvel þótt það þætti stórt hús. Við skulum athuga, að i dag er smá-forstjóri á hverri fasteigna- sölu, og þessi smá-forstjóri ekur á smá-forstjórabil, á smá-for- stjórahús og lifir smá-forstjóra- lifi. Með þessu er ég að benda á, að þessir menn, sem eru fjölmargir, hafa laun, sem eru nokkru hærri en skrifstofumannslaun. Reikna má með.að meðallaun smá-for- stjórans séu um 50 þús. kr. á mánuði, en skrifstofumannsins 25 þús. á mánuði. Óttinn Með slikri stofnun hefðum við smá-forstjóralaun af allmörgum aðilum, sem i sjálfu sér ber að harma, þvi að þessir menn greiða afar há opinber gjöld, að sjálf- sögðu. Það ástand, sem húsnæðismál eru i nú, er öllum almenningi til tjóns, og hverri rikisstjórn vandamál, ekki sizt vegna verð- bólguáhrifa, þvi ber stjórnar- flokkunum að taka þetta mál fyrir til sérstakrar afgreiðslu, er miði að þvi að koma húsnæði, sölu þess og leigu, á það svið, að gróðabralli verði ekki við komið. Efla ber húsnæðismálastofnun og framkvæmdir sem i Breið- holti, en þar mun Framkvæmda- nefndin vera komin með afar lágan byggingarkostnað, og engin ástæða til að ætla, að nefndinni takist ekki að lækka byggingar- kostnað enn verulega, ef vel er að henni búið. Það sem gerir almenning hræddan við slika stofnun er sá ótti, t.d. eiganda 3ja herbergja ibúðar, að verðhækkun hennar og hlutfall raskist gagnvart 4ra her- bergja ibúð. Þessi almenni ótti er ástæðulaus. Verðhlutföll ættu ekki að raskast, en gætu hins vegar staðlazt, ef svo mætti segja. Fast verð kæmi á rúm- metra, sem siðan væri metið eftir aldri og gerð húsnæðis. Meginatriðið er, að almenningur sætti sig við að sleppa allri hagnaðarvon i sam- bandi við ibúðarhúsnæði, hús- næðismiðlarar gera það áreiðan- lega ekki. Framboð Enn nokkur orð til varnar gegn oftrú á gildi kenningarinnar um framboð og eftirspurn. Fyrst og fremst þarf nægt framboð hús- næðis um allt land til að lækka verð húsnæðis. Sjái einhver fram á, að það takmark náist, kemur þessi kenning til álita, en þvi aðeins að strangt eftirlit fylgi. Það er staðreynd, að miklu framboði fylgja aðgerðir viðkom- andi söluaðila til þess að halda verðinu uppi, svo sem með minnkandi framleiðslu eða sam- tökum um lágmarksverð. Það mun mörgum kunnugt, að lág- marksverð er i gildi meðal margra félagssamtaka á Islandi. A þeim sviðum, sem frjáls álagning er leyfð, kemur fram.að sú heimild leiðir til þess að álagn ing hækkar og er verulega hærri en sú álagning, er, sem leyfð er á sambærilega vöru. — Greinilegt er, að frjáls verzlun leiðir af sér hærri álagningu og jafnvel sam- tök um slikt, þó þau séu óformleg. Það er rétt að nefna hér tvö dæmi, sem hver einasti tslend- ingur, sem dvalizt hefur erlendis smátima, getur staðfest, þó vera kunni með öðrum vörutegundum en ég nefni. Dæmi 1. : Barnastóll litill, úr tágum og lakkaður kostar i smá- söluverzlun i Sviþjóð (talið dýrt land) 204 kr. islenzkar. Stóllinn er merktur Ungverjalandi. Ná- kvæmlega samskonar stóll — og merktur Ungverjalandi en ekki lakkaður, kostar i verzlun á Skólavörðustig i Reykjavik 930 krónur. Dæmi 2. : Borðstofustólar keyptir i Sviþjóð i smásölu kosta tæpar 500 kr. — Sænskir borð- stofustólar þvi sem næst eins, en þósýnilega heldur lélegri, kosta i verzlun i Reykjavik 2100 kr. Flutningsgjöld, tollar eða tryggingar eru ekki skýringin heldur það, sem kallað er svo fagurlega frjáls verzlun, frjáls álagning eða framboð og eftir- spurn. Þvi miður er greinilegt, að ekkert af þessum fögru slagorð- um verndar neytandann og þvi hlýtur hann að krefjast meiri opinberra afskipta. Ilúsaleiga Sé reiknað með,að húsaleiga sé lág á timum nægs framboðs, sem verður þá að vera um allt land, þá má reikna með að hún sé há, þeg- ar framboð er minna en eftir- spurnin, — þeir timar eru nú. Það er alvarlegt mál þegar opinber stofnun setur á um- sóknareyðublöð sin dálk, sem merktur er, „raunveruleg húsa- leiga”. Þetta þýðir að viðkom- andi stofnun gengur út frá þvýað flestir gefi húsaleigu sina rangt upp til skatts. Frá sömu stofnun hefur komið, að húsaleiga 3ja herbergja ibúðar sé nú um 10 þúsund krónur að meðaltali. Mánaðarlaun dagvinnu gifur- legs hluta launþega er sam- kvæmt samningum um 20 þúsund krónur. Ef gert er ráð fyrir þvi.að rétt sé að láta framboð og eftirspurn Þrir beztu „blandararnir” í Long Drinks keppninni. Frá vinstri Daníel Stefánsson, Jón Þór ólafsson og Bjarni Guðjónsson. (Tímamynd Róbert) Long drínks keppni barþjóna Klp—Reykjavik. Nýiegfi fór fram i Att- hagasal Hótel Sögu Long Drinks keppni barþjóna. Er þessi keppni haldin annað hvort ár á móti Coctail keppninni. Var þetta 3ja Long Drinks keppnin og voru þátttakendur að þessu sinni 9 talsins. Til keppninnar var boðið mörg- um gestum, og voru dómarar valdir úr þeirra hóp,en auk þess var sérstök yfirdómnefnd. Hver keppandi—eða réttara sagt hans drykkur— fékk stig og sá sem hlaut flest sigraði. Sigurvegari i keppninni að þessu sinni varð Daniel Stefáns- son, og hlaut hann verðlaunin fyrir drykk, sem hann nefndi Othello. önnur verðlaun hlaut Bjarni Guðjónsson á Loftleiðum fyrir drykkinn Valdimosa og i þriðja sæti varð Jón Þór Ólafsson með drykk, sem hann nefndi Ólavia. Allir fengu þeir vegleg verð- laun, sem gefin voru af fyrir- tækjunum Vifilfell, G. Helgason & Melsted og Heildverzl. Karls K. Karlssonar, en hún gaf einnig öll- um keppendunum og eiginkonum þeirra skemmtilegan minjagrip. Fyrstu verðlaununum fylgir farandgripur, sem er nákvæm eftirliking af sverði þvi, sem Bruce Skotakonungur notaði til að lumbra á Englendingum á sin- um tima. Ekki mun Daniel veita af þessu sverði, þegar kemur að þvi að gera verðlaunadrykkinn fyrir gesti sina á næstunni. En það hefur löngum verið drjúg aðsókn að börum þeirra barþjóna, sem laga verðlauna- drykki i kepppi, sem þessari, þvi -margir vilja fá að bragða á hon- um. En fyrir þá, sem vilja vita, er i honum m.a. Southern Comfort, Parfoit Amouir, Bananalikjör, Grand Marnies Rouge, og Lemon, Lime og Ananassafi. Þetta er svo fyllt upp með 7up, og borið fram með sitrónusneið, kirsiberi og sogröri. Krogius, fulltrúi Spasskys, skoðaði væntanlegan dvalarstað Spasskys i Reykjavik Hótel Sögu i gær. Þessi mynd var tekin inni á skrifstofu Konráðs Guðmundsonar, hóteistjóra A myndinni eru trá vinstri: rússneskur sendifuiltrúi, Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands Islands, Konráð Guðmundsson hótelstjóri og Nicuoaly Krogius. (TimamyndGE) ráða leigunni þá má lika telja eðlilegt að hún komi öll til skatts. Með opinberri leigustofnun væri það tryggt. Mismunurinn á þvi, sem i dag er kallað „raunveruleg húsa- leiga” og það, sem kalla mætti skatthúsaleiga, er það mikill að skatttekjur af mismuninum myndi greiða kostnað stofnunar- innar og vel það. Sem dæmi um aðferð húseig- anda nokkurs.er leigir úr mikið húsnæði, má nefna kvittana- formið, sem hann notar. Það er þannig gert, að húseigandinn kvittar þannig „Hefur greitt húsaleigu fyrir janúarmánuð að fullu”, en engin krónutala er nefnd. Til hliðar á kvittuninni er dálkur fyrir tölur, en hann er auður við hliðina á þessari mánaðarkvittun. t næstu linu er siðan „greitt inn á hita fyrir janúarmánuð” og i framhaldi af þvi eru færðar 500 kr. á talnadálk- inn. Hvernig kvittun þessi verður, er hún kemur fram við ársupp- gjör, er ekki gott að segja, en von- ÞÓ-Reykjavik. Um þessar mundir er verið að úthluta 200 húsalóðum á svæðinu vestan við Markholt i Mosfells- hreppi. Á þessu svæði verða aðal- lega reist einbýlishús og raðhús. Hrólfur Ingólfsson, sveitastjóri Mosfellshrepps, sagði blaðinu, að mjög mikil eftirsókn væri eftir byggingaleyfum á þessu svæði. Lóðirnar eru að stærð frá 960-1000 fermetrar rúmir, en verð hverrar lóðar fer eftir húsastærð. Verðið er talið vera á bilinu frá 260 - 300 þús. krónur. andi verður húsaleigutalan i dálknum „raunveruleg húsa- leiga”, en hver býst við þvi? K.Sn. tbúar Mosfellshrepps eru nú rúmlega 1000, og hefur þeim fjölgað hægt og sigandi siðustu ár. Nú er hinsvegar talið, að mikil breyting verði á, þar eð nýr og steyptur vegur er að koma frá Reykjavik og i gegnum Mosfells- hrepp. Þar af leiðandi verður auðveldara fyrir fólk að sækja vinnu i Reykjavik, þótt um 10 km sé að ræða á milli staða. Reiknað er með,að svæðið vest- an Markholts verði fullbyggt á næstu þremur árum. 200 nýjar lóðir f Mosfellshreppi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.