Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 4. júli 1972 TÍMINN 7 Fred Cramer fulltrúi Fischers og einn af 10 varaforsetum FIDE: Ef til vill ekki með pappir i vas- anum en áreiöanlegur samt. siðari kosturinn hefði verið vai- inn. Fréttastofumennirnir ruku á fætur, og nær samstundis bárust þessar fréttir um viða veröld á öldum ljósvakans. Dr. Euwe sagðist fyrst og fremst hafa tekið siðari kostinn tslands vegna. Skáksamband tslands væri þegar búið að leggja 75000 dollara i undirbúning, en það nemur 6.6 milljónum is- lenzkra króna. Euwe sagðist enn- fremur vera mjög svartsýnn á, að nokkuð yrði úr einvíginu, en þó væri sjálfsagt að reyna að biða. Hann fór viðurkenningarorðum um afstöðu Rússanna, sem hann sagði hvorki hafa samþykkt þessa tilhögun né neitað henni. Um leið tilkynnti Euwe, að bandarikjamennirnir hefðu sent tslending út til að hitta Fischer og reyna aö telja honum hughvarf og reyndist það vera Freysteinn Þorbergsson. Og svo sannarlega hefur dr. Euwe talað út úr hjörtum tslend- inga (og sennilega alls heimsins), þegar hann sagði, að vissulega væri kominn timi til að breyta reglum FIDE á ýmsan hátt, þar á meðal með tilliti til þess, að svona nokkuð gæti ekki endurtekið sig. Flestir, sem fréttamenn Timans hafa rætt við að undanförnu, eru helzt óánægðir með að Fischer verði ekki útilokaður frá keppni það sem eftir er ævi hans. En yrði það gert, má telja öruggt, að Fischer kembdi ekki hærurnar, skákin og lif hans er eitt og hið sama. Að fundinum loknum rakst fréttamaður Timans á góðlátlega Dr. Max Euwe, forseti FIDE, greinir frá hinni örlatariku á- kvöröun sinni á blaðamannafund- inuin i fyrradag: „Þaö er fyrst og fremst vegna islendinganna, að ég tek þcssa ákvörðun”. I.augardagsfundur á Sögu. Guömundur G.Þórarinsson ræöir viö fréttamenn sem engan áhuga sýndu á fiskveiöum og iandhelgisdeilum. öldunginn, vin Fischers, svo og Larry Evans, og spurði þá álits. Evans sagðist alls ekki álita, að Fischer myndi koma nema gengið væri að kröfum hans, og sá gamli kinkaði kolli. Siðan spurði fréttamaður öldunginn hvort hann teldi, að Fischer hefði nú framið það sjálfsmorð, sem hann talaði um i Keflavik. Hann horfði á fréttamanninn, sár á svipinn, og sagði svo þreytulega: ,,Ég hef ekki skoðun á málinu”. Fred Cramer, fulltrúi Fischers. talaði við ýmsa aðila, vini Fisctiers, og var þar á meðal Collins hinn lamaði. Cramer reyndi að fá hann til að hringja sjálfur ætlaði hánn að gera það sama — á þeim forsendum, að Collins væri vinur hans og hefði ávallt haft mikil áhrif á hann. Collins féllst á það. Almenningur, og fréttamenn, hafa að vonum verið litt trúaðir á, að Cramer sé raunverulegur full- trúi Fischers, þar sem skák- meistarinn hefur engum gefið skriflegt umboð sitt. Þvi hafa margir orðið til að draga i efa sannleiksgildi yfirlýsinga Cramers, en þvi leyfir Timinn — eða allavega undirritaður frétta- maður hans — sér að mótmæla. Allt frá þvi að Cramer kom hingað til lands á mánudaginn i siðustu viku, hefur hann upplýst Timann um það, sem hefur veriö að gerast i málinu á hverjum tima, út frá sjónarmiði Fischers, og má þar nefna kröfu Fischers um ágóða af aðgangseyri, mót- mæli hans gegn Lothar Schmidt sem aðaldómara og fleira. Þessar fréttir hefur Timinn siðan flutt og aðrir dregið þær i efa, þangað til erlendir blaðamenn hafa sent þær sömu fréttir til út- landa og þær borizt hingað aftur á fjarriturum og i erlendum blöðum. Þá eru þær allt i einu góðar og gildar. En hvað sem þvi liður, þá fæst úr þvi skorið ekki siðar en á há- degi i dag, hvað gerist i „einvigi aldarinnar.” ó.vald. Sunnudagur á Loftleiöum: Frá vinstri cru Guöjón Stefánsson, framkvæmdastjóri SSt, Friörik Ólafsson, Lolhar Schmidt, aöaldómari og Guömundur G. Þórarinsson, forseti SSt. Timamyndir Róbert Spasskf ræðir viö Birne, stórmeistara frá Bandarikjunum, sem er mikill vinur Fischers. A milli þeirra er Nei, Sovétmaöur og vinstra megin við hann er fréttamaður frá UPI, Ian Westergren. HOTEL Lomíiom Blaöamannafundurinn meö Euwe. Þar sagöist hann alls ekki reikna meö neinu einvigi og inargendurtók, aö hann væri mjög svartsýnn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.