Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriftjudagur 4. júli 1972 hann hafi boöað okkur á sinn fund á einum slikum degi. Hann mun kenna um minnisleysi sinu, aö hann kannast ekki viö stefnu- mótið. Með þessum hætti fáum við tækifæri til þess að gefa nánari gætur að honum.” „betta er snjallræði”, sagði hr. Bennett. „Ég vil samt benda yður á, að prófessorinn er skapstyggur og á skammt til of- beldis við og við.” Holmes brosti. „Astæður eru til þess að við förum bráðlega, — mjög gildar ástæður, ef min skoö- un er á rökum byggð. bér muniö þvi sjáokkurá morgun i Camford, hr. Bennett. Ef ég man rétt, þá er þarna veitingahús i nánd, þar sem hreinlæti er sæmilegt og ölið gott. Við gætum sannarlega fyrir- hitt lakari gististað nokkrar næt- ur, Watson.” Á mánudagsmorgun vorum viö á leiðinni til hins fornfræga háskólabæjar. Holmes minntist ekkert á erindi okkar fyrr en við höfðum lagt frá okkur ferðatösk- ur okkar i gamla hótelinu, sem áður var nefnt. „Ég hugsa, Watson, að við get- um náð fundi prófessorsins fyrir morgunverðinn. Hann hefur fyrirlestrartima kl. ellefu. » „Hverja ástæðu eigum við að hafa fyrir þessari heimsókn?” llolmes leit i vasabók sina. „Hina timabundnu æsingu bar upp á 26. ágúst. Við gerum ráð fyrir, að prófessorinn hafi óglöggt minni um slika daga. Ef við höld- um þvi fram, að okkur hafi verið boðið hingað, þá held ég að hann dirfist varla að mólmæla þvi. llefur þú nóga óskammfeilni til að halda þvi fram?” „Við verðum vist að reyna.” „Ágætt svar, Watson. Við verð- um að reyna.” Við hófum ferðina i snoturri hestakerru og fórum framhjá miirgum skálabyggingum. Loks snerum við inn á trjágirlan ak- veg, sem endaði við mjög failegl hús með blómskrýddum grasflöt- um allt i kring. Sjá mátti á öllu, að Pesbury prólessor bjó hér við meira en venjuleg þægindi. begar við nálguðumst húsið, kom i Ijós grá- hært höfuð við einn gluggann, er sneri út af akveginum. Við sáum hvöss augu undir loðnum brún- um, og virtu þau okkur fyrir sér gegnum stór hornspangagler- augu. Eftir fáein andartök vorum við staddir i sjálfum helgidómi þessa dular- fulla visindamanns og stóðum nú frammi lyrir honum. Ekki var neitt óvanalegt á honum að sjá, hvorki i útliti hans né framkomu. betta var stór maöur og stór- skorinn. alvarlegur i yfirbragði. klæddur frakkafötum og bar með sér allan virðuieik háskóla- kennarans og fyrirlesarans, svo sem vera bar. Augun voru eftir- tektarverðust. bau voru hvöss, athugul og báru jafnvel vott um kænsku eða slægð. Hann leit á nafnspjöldin okkar. „Geriö svo vel að setjast niður, herrar minir. Hvað get ég gert fyrir ykkur?” „bað var einmitt sú spurning, sem ég ællaöi að bera upp fyrir yður, herra prófessor.” „Að bera spurningu fyrir mig?” „Ef til vill er hér um einhvern misskilning að ræða. Fyrir milli- göngu annars manns heyrði ég, að Presbury prófessor i Camford hefði þörf fyrir aðstoð mina”. „Einmitt það!” - Mér sýndist vera illgirnislegt leiftur i áfjáðu, gráu augunum. „Má ég þá spyrja um nafn þessa milligöngu- manns?” „Mér þykirþað leitt, prófessor, en þetta var algert trúnaðarmál. Ilafi mérskjátlaztl þessu, þá er þó enginn skaði skeður. Aðeins þykir mér það mjög leiðinlcgt”. „Biðum nú við og látum okkur athuga málið nánar. Ég hef áhuga á þvi. Hafið þér ekkert skriflegt, ekki bréf eða simskeyti, er sannað geti sögu yðar?” „Nei, ekki hef ég það”. „Ég geri þó varla ráð fyrir að þér haldið þvi Iram, að ég hafi beðið yður að koma hingað?” „Ég vil helzt ekki svara þeirri spurningu”, sagði Holmes. „Nei, auðvitað ekki”, sagði prófessorinn með nokkrum þjósli. „En hvað þetta atriði snertir, þá er hægl að fá það upplýsl án yöar h jálpar.” Ilann gekk yfir stofuna og hringdi bjöllu. Hr. Bennett kom inn. „Ileyrið þér, hr. Bennett. bessir tvcir herrar koma frá I.ondon og halda þvi fram, að þeir hali verið beðnir þess. bér hafið umsjá með öllum bréfum minum. Ilafið þér nokkuð varðandi mann, llolmes að nafni?" „Nei, herra", svaraði Bennett og roðnaði við. „bá er það upplýst mál", sagði prófessorinn og starði reiðilega á lélaga minn. - „Nú herra góður” hann studdi báðum höndum fram á borðið, „mér virðist þér vera i mjiig valasamri stöðu hér.” ilolmes yppti öxlum. „Ég get aðeins endurtekið, að mér þykir leitt að hafa gert yður ónæði." „bað stoðar varla, hr. Ilolmes”, hrópaði gamli maðurinn illilegur á svip og i allmikilli æsingu. Hann komst á milli okkar og dyranna og skók að okkur báðar nendur i ofsareiði. „bér sleppið varla frá þessu með svo hægu móli”. Hann var nú orðinn þrútinn i framan og leit til okkar heiftar- augum. Ég er viss um, að við hefðum neyðzt til að beita átökum til þess að komast út úr stoluni, hefði hr. Bennett ekki skorizt i leikinn. „Kæri prófessor", mælti hann. „Gætið yðar að forðast hneyksli vegna háskólans, Herra Holmes er mjög þekktur maður. bér getið með engu móti sýnt honum slika ókurteisi”. Prófessorinn snuddaði þá frá dyrunum með fýlusvip. Við vorum fegnir að komast út úr húsinu út i hin kyrrlátu trjágöng. Mér virtist svo sem llolmes hefði mjög gaman af þessu atviki. „Taugar þessa lærða vinar okkar eru i einhverju ólagi”, sagði hann. „Við höfum kannski lika verið of áleitnir, en við höfum hafl þann ávinning að komast i persónulega snertingu við mann- inn. En biðum við, Watson, hann er sannarlega hér á hælum okkar. borparinn ætlar að elta okkur”. bað heyrðist fótatak hlaupandi manns að baki okkar, en mér til mikils léttis var það ekki fótatak hins ógurlega prófessors, heldur aðstoðarmannsins, sem kom i ljós við bugðu á akveginum, og kom nú másandi til okkar. Holmes, að ég verð að bera fram afsökun.” „Kæri herra, þess er engin þörf. betta er engin nýjung á starfsferli minum”. „Ég hef aldrei séð hann i grimmúðugra skapi. Hann verður sifellt óheillavænlegri. bér munuð nú skilja, hvers vegna dóttir hans og ég erum kviðin og óróleg. Og þó er hann alveg með lullu vili." „Likast til með of miklu viti", sagði Holmes. „bar misreiknaði ég mig. Auðsætt er, að minni hans er betra en ég hafði búizt viö. — En meðal annarra orða, getum við, áður en við förum, fengið að sjá gluggann á herbergi ungfrú Presbury?” „Hr. Bennett ruddi sér braut gegnum^ nokkra runna, og við sáum nu hina hlið hússins. „Hérna er hann. Annar glugginn til vinstri handar." „Mikil ósköp, það sýnist varla fært að klifra þangað. Og þó má sjá, að renna er rétt hjá honum, og vatnsþipa frá rennunni þar sem kannski má hafa fótfestu.” „Ekki gæti ég klifið það," sagði herra Bennett. „Liklega ekki. bað væri áreiðanlega hættuleg tilraun fyrir venjulegan mann.” „Eitt var enn. sem ég vildi segja yður frá, hr. Holmes. Ég hef útanáskrift mannsins i London.sem prófessorinn skrifar ,Mér þykir þetta svo leitt, hr. 1145 Lárétt 1) Spekingur - 6) Kveða við - 8) Poka.- 9) Frjókorn - 10) Máttur - 11) Dýr - 12) Leiði - 13) Fljóthuga,- 15) Skart - Lóðrétt 2) Hátiðarbúningur.- 3) Kindum.-4) Falskur.- 5) Jurt - 7) Fletin - 14) Tré,- Háðning á gátu No. 1144 Lárétt 1) Skafl - 6) Aur - 8) Men,- 9) Árs.- 10) Tól.- 11) Nóa.- 12) Eta.- 13) Tei.- 15) Galta.- Lóðrétt 2) Kaútata.- 2) AU.- 4) Fráleit,- 5) Smána,- 7) Ástar,- 14) El - „Við rákumst á þetta risadýr.það var hungrað ogóhrætt"! p- mmkk ÞRIDJUDAGUR 4. julí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9,00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Edda Scheving les „Lindina rauðu 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-An na’,’ 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Lapplandi: „Lajla" eftir A. J. Friis. Kristin Sveinbjörnsdóttir les (6). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 lleimsmeistaracinvigið i skák. Farið yfir 1. skákina. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 islcnzkt umhverfi. Hlynur Sigtryggsson veður- stofustjóri talar. 20.00 Liig unga fólksins. Sig- urður Garðarsson kynnir. 21.00 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur. t þættinum verður fjallað um afbrota- mál unglinga. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 21.45 óperuhljómsveitin i Covent Garden leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sumarást" eftir Francoise Sagan. bórunn Sigurðardóttir leikkona les (4). 22.35 Harmónikulög: Lennart Warmell og félagar leika. 22.50 A hljómbergi. Ruby Dee endursegir nigeriska þjóð- sögu, „The Food Drum”. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Hállnað erverk þá haiið er sparnaður skapar Terðmsti Samrinnubankiim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.