Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.07.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 4. júli 1972 TÍMINN 19 Úmsjón Alfreð Þorsteinsson Mistök á mistök ofan, þegar ísland tapaði 2:5 Það byrjaði allt með því, að danski þjóðsöngurinn týndist Alf — Reykjavik. — Byrjunin á landsleikn- um i gærkvöldi lofaði ekki góðu. íslenzka og danska landsliðið höfðu stillt sér upp fyrir fram- an stúkuna — og allir biðu eftir þvi, að danski þjóðsöngurinn hljómaði um Laugardalsvöllinn. En i staðinn fyrir ,,Det er et yndigt land. . .” heyrðist allt annað lag hljóma i yndisfögru veðri, öllum áhorfend- um til mikillar skap- raunar og leiðinda. Og danski þjóðsöngurinn kom ekki i leitirnar. í staðinn var aðeins is- lenzki þjóðsöngurinn leikinn, og vallarstarfs- menn höfðu ekki einu sinni fyrir þvi að biðjast afsökunar á þessum ieiðinlegu og neyðarlegu mistökum. Þetta voru fyrstu mistökin af mörgum. tslenzka landsliðið tók upp þráðinn. Hroöaleg varnar- mistök, einkum og sér i lagi i siö- ari hálfleik, gerðu þaö að verkum að danska OL-liöið fór með allt of stóran sigur af hólmi. Ekki bætti úr skák að islenzka landsliðið varð aö þola mikla blóötöku, þar sem bæði Hermann Gunnarsson og Elmar Geirsson urðu að yfir- gefa leikvöllinn i fyrri hálfleik vegna meiösla, en Elmar var ein- hver allra bezti leikmaður vallar- ins ásamt hinum smávaxna danska framherja, Allan Simon- sen, sem skaut islenzku vörninni Spasskí hylltur Alf — Reykjavik.Meöal gesta i landsleiknum I gærkvöldi var heimsmeistarinn i skák, Boris Spassky. Er hann settist til sætis i heiðurs- stúkunni á Laugardalsvelli reis fólk úr sætum sinum og hyllti hann með kröftugu lófaklappi. Hætt er viö að Bobby Fischer hefði fengiö aörar viötökur hefði hann birzt i stúkunni. BRUCH Sænski kringluskastarinn og kraftajötuninn Ricky Bruch verður meðal keppenda á Af- mælismóti FRt á Laugardals- vellinum, en mótið hefst 10. júli og heldur áfram 11.og 13. júli. Ricky Bruch er frægasti iþróttamaður Svia og á m.a. Evrópumetið i kringlukasti, en þaö er 68.32 m. Bezti árangur hansísumar er 66.32 m. Ricky hefur einnig náö góðum árangri i kúluvarpi, eða 20.4 m. sem er Noröurlandamet. Hann hefur kastaö kringlunni yfir 70 metra á Eyleifur Hafsteinsson, sézt hér i návigi við tvo Dani — hann hafði betur að þessu sinni og tókst að koma knettinum til samherja. Heino Hansen (no. 10) er eini leikmaðurinn í danska liöinu, sem leikur með 2. deildar liði og var þetta hans fyrsti landsleikur. (Timamynd Róbert) skelk i bringu oftar en einu sinni. Auk þess, sem islenzka liöiö varö aö sjá að baki Hermanns og El- mars, mætti Asgeir Eliasson ekki til leiks, en hann hlaut meiösli i leik Fram og Vals á dögunum. Munaði talsvert um Asgeir i þess- um leik. Lokatölur i leiknum urðu 5:2 eftir aö staöan i hálfleik hafði veriö jöfn, 2:2. Það var eins og allan mátt drægi úr islenzka lið- inu við að missa þá Hermann og Elmar út af, en þaö afsakar þó ekki slaka frammistöðu varnar- innar. Guðni Kjartansson og Ein- ar Gunnarsson, sem hafa staðið sig með prýði i flestum lands- leikjum til þessa, áttu mjög slak- an dag, einkum þó Guðni. Með til- liti til þess, hversu óöruggir þeir voru i leiknum, var það misráðið að láta Martein Geirsson leika jafn framarlega og hann geröi. Það hefði svo sannarlega ekki veitt af þvi að hann styrkti vörn- ina i siöari hálfleik. En þvi miður, þaö var ekki gert — og vörnin var einsog flóðgátt. Strax á 6. minútu siöari hálfleiks uröu islenzku vörninni á slæm mistök, sem gerðu það að verkum, að Keld KEAAUR æfingum og ef vindur veröur „hagstæöur” á Laugardals- vellinum eftir helgina má alveg eins búast viö aö sænski krafta- jötuninn setji nýtt heimsmet. Heimsmetið nú er 70.38 m og þaö á Silvester, USA. Þá er það einnig vitaö, að sænski stangarstökkvarinn Mikael Jernberg verður meöal keppenda, en hann hefur stokkiö 5,15. Þaö verður vafalaust skemmtileg keppni milli hans og Bob Richards jr. sem einnig keppir 'á mótinu og hefur stokkið 5,20 m. Bak komst einn inn fyrir og skor- ar, 3:2. Aðeins fjórum minútum siöar „kiksar” Guöni Kjartans- son illilega á miöjum vallarhelm- ingi islenzka liðsins. Danir náðu knettinum — og einn þeirra dauðafrir — en Sigurði tókst aö verja. En Adam var ekki lengi i Paradis og hinum eldsnögga Si- monsen, 1,50 m á hæö, tókst aö skora frá endamarkslinu. Ódýrt og hroöalegt mark. Fimmta og siðasta mark Dana kom á 40. minútu. Þaö geröi Heino Hansen meö skalla eftir fyrirgjöf frá hægri. Sigurður Dagsson hreyföi hvorki legg né lið, en hann hefði auðveldlega átt að ná fyrirsend- ingunni. Þegar þetta fimmta mark var orðið að veruleika, týndust áhorf- endur af vellinum i leiöu skapi, enda var leikurinn litt skemmti- legur i siöari hálfleik. Aftur á móti var fyrri hálfleikurinn mun skemmtilegri. Danir náöu forustu á 13. minútu, þegar Jack Hansen skoraöi af 25 metra færi. Fallegt skot, en Sigurður Dagsson svaf á veröinum, og heföi átt að geta variö. Islenzka landsliðinu tókst að jafna, 1:1, á 25. minútu, þegar Guðgeir Leifsson óö fram miöj- una — inn i vitateig Dana — og skaut úr fremur erfiöri stöðu. Knötturinn snerti varnarmann Dana á leiöinni i netiö. Anægju- legt mark. En ennþá meiri á- nægja varð, þegar Eyleifi tókst að ná forustu fyrir Island á 33. min- útu meö skoti af 20 metra færi. Eins og i fyrra markinu, snerti knötturinn varnarmann. En mark var það — og Island hafði náð forustu. En Danir létu sér þetta ekki lynda. Aðeins tveim minútum sið- ar jafna þeir eftir skemmtilegt samspil þeirra Ziegler og Simon- sen, en það var Simonsen, sem rak endahnútinn. íslenzka vörnin var gersamlega frosin. Landsieiksins i gærkvöldi verö- ur ekki sérstaklega minnzt i landsleikjasögunni, nema þá helzt fyrir það, að islenzka lands- liðið fór illa með gott tækifæri til aö sigra Dani. Danska OL-liðið var nefnilega ekki sérstaklega gott — og undir eðlilegum kring- umstæöum heföi islenzka lands- liöiö, fullskipað, átt að halda a.m.k. jöfnu viö það — og hugsan- lega sigra. En mistökin voru mörg — og viö meiðslum er litiö hægt aö gera. Hermann fór snemma út af, en Elmar rétt fyrir hálfleik. Elmar var sérlega góö- ur. Með hraöa sinum og leikni kom hann dönsku vörninni oft úr jafnvægi og skapaði samherjum sinum góð tækifæri. Meö hvarfi Elmars af leikvelli fór mesti þrótturinn úr liöinu, jafnvel þótt staðgengill hans, Asgeir Sigur- vinsson, stæði sig prýðilega.l stað Hermanns kom Tómas Pálsson. Veikasti hlekkur islenzka liðs- ins að þessu sinni var vörnin, og kom það mjög á óvart eftir hina frábæru frammistöðu hennar i landsleikjunum i Belgiu. Munur- inn var eins og dagur og nótt. Guðni og Einar voru óöruggir — og báöir bakveröirnir, Jóhannes og ólafur Sigurvinsson áttu ekki góðan dag. Þaö heföi tvimæla- laust styrkt vörnina heföi Mar- teinn leikið aftar en hann gerði — það hefði komið i veg fyrir markasúpuna. Eyleifur og Guögeir áttu ágæta leikkafla, en hurfu þess á milli. Sigurður Dagsson i markinu var mistækur. Var stundum eins og fuglinn fljúgandi milli stanganna —■ en stundum eins og skotinn fugl. I danska landsliðinu bar mest á hinum smávaxna Simonsen. Hann sannaöi máltækiö „Margur er knár, þótt hann sé smár”. Knattleikni hans var aðdáanleg. Að ööru leyti var ekkert sérstakt við danska liðið — og bæöi synd og skömm að tapa fyrir þvi meö jafn miklum mun og raun varð á. Dómari i leiknum var McKenzie frá Skotlandi og dæmdi vel. Ahorfendur hafa verið um 7 þúsund talsins. EFTIR LEIKINN SAGT Elmar Geirsson: Danirnir voru sizt betri núna heldur en siöast, þegar viö lékum gegn þeim. Það var grátlegt aö fá á okkur tvö mörk i byrjun siöari hálfleiks. Eftir það náðum viö okkur aldrei á strik. Ég held utan strax i fyrra- málið en kem aftur til landsins 15. júli og hlakka mikið til að fara að leika aftur meö Fram. Sigurður Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Víkings: Mér fannst þetta mjög lélegur leikur, ekki sizt af þvi, aö ég veit, aö viö getum ieikið betri knattspyrnu. Vörnin var mjög léleg hjá okkur og fram- linan bitlaus í siöari hálfleik. Hermann Gunnarsson: Þaö er mjög sárt aö geta ekki unnið Dani. Ég hef beöið i tvö ár að geta leikið gegn þeim og það var sárt að þurfa aö yfirgefa völlinn, loksins þegar ég fékk tækifæri til þess. aðmætaþeim. Einnig hlakkaði ég til aö fá að leika meö Elmari. Viö erum miklu betri, en við sýndum i leiknum i gærkvöldi. Þaö var eins og liöið gæfist upp i siðari hálfleik eftir aö það fékk á sig tvöódýr mörk i byrjun. Þaö er hægt að segja að það hafi verið skipulagsleysi, sem varð is- lenzka liðinu að falli. Einar lljartarson, dómari: Fyrri hálfleikur var stór- skemmtilegur en siðari hálf- leikur andstæðu hans. Þaö dofnaöi yfir liðinu eftir aö Hermann og Elmar fóru útaf og spilið var bitlaust — enda voru þeir aðal driffjaðrirnar i spilinu og drifu liðiö áfram. Hafsteinn Guðmundsson, „einvaldur: Viö vorum óheppnir að missa tvo af okkar sterkustu leikmönnum út af i fyrri hálf- leik og þar aö auki fengum viö á okkur tvö ódýr mörk i byrjun siðari hálfleiks. Þau voru ekki til þess að binda liðið nógu vel saman. Atli Iléðinsson, KR: Ég var mjög óánægöur með leikinn, framlínan var mjög lélegog vörnin opin eins og gatasigti. Þaö er einkennilegt að liðið hafi ekki náö vel saman, eftir allar æfingarnar sem þaö hefur verið á upp á siðkastiö. -SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.