Tíminn - 07.07.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 07.07.1972, Qupperneq 1
(lERA kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 borgarstjóri sætir áminningu Svo mikil brögð að fjarvistum hans að borgarstjórastarfið virðist hjáverk Kristján Ben edik ts son , horgarfulltrúi Það hefur bæði vakið mikla undrun og valdið vaxandi óánægju, hversu litla rækt borgarstjórinn i Reykjavík, Geir Hallgrimsson, hefur lagt við embætti sitt upp á sið- kastið. A borgarstjórnarfundi i gær kvaddi Kristján Bene- diktsson sér hljóðs utan dag- skrár og geröi starfshætti borgarstjóra að umræðuefni. Hann sagði meðal annars: ,,Enginn getur mótmælt þvi, að starf borgarstjórans i Reykjavik er margþætt og vandasamt. Borgarstjórinn er æðsti embættismaður borgarinnar og þvi um leið yfirmaður annarra embættis- manna og fyrirmynd þeirra i daglegri stjórnsýslu og öðrum störfum að borgarmálum. Hann er tengiliður milli hinna kjörnu fulltrúa og annarra embættismanna. Hann á að sjá um að ákvörðunum borgarstjórnar og kjörina nefnda sé framfylgt. Ekki sizt er hann sá aðili, sem fólkið i borginni þarf að geta leitað til varðandi ýmis vandamál, sem upp koma i samskiptum þess við borgina. Stundum heyrist á það minnzt, að starf borgarstjór- ans i Reykjavik sé svo um- fangsmikið, að varla sé ætl- andi einum manni, þótt hann sé vel starfhæfur, að komast yfir að leysa það á viðunandi hátt. Sjálfsagt er nokkuð til i þessu. Um hitt ætti ekki að vera ágreiningur, aö sá, sem gegnir starfi borgarstjóra, verði að gefa sig að þvi óskiptur, ef vel áaðfara. Astæðan til þess, að á þetta er minnzt hér, er sú, að núverandi borgarstjóri hefur færzt svo mikið i fang og tekið að sér svo mörg og umfangs- mikil verkefni, sem borginni eru óviðkomandi, að engin fjarstæða er að lita á borgar- stjórastarf hans sem auka- starf eins og nú er komið. Þessum orðum er auðvelt að finna stað. Núverandi borgarstjóri gegnir þingmennsku sem kunnugt er, og er auk þess talsmaður fyrir l'lokk sinn i ýmsum málum á alþingi. Hann gegnir varaformennsku i Sjálfstæðisflokknum og virð- ist helga þvi starfi allmikið af tima sinum. Hefur hann þannig tekið að sér ferðalög bæði utan lands og innan fyrir flokkinn. Ég hafði vænzt þess, að þegar annasömu alþingi lauk i aprilmánuði s.l., myndi borgarstjórinn snúa sér að málefnum borgarinnar og reyna að bæta upp frátafir vetrarins. Reyndin varö hins vegar sú, að þá hóf hann um- fangsmikil fundaferðalög á vegum Sjálfstæðisflokksins um allt land. Þau ferðalög hafa staðið fram til þessa. Ég fæ ekki lagt annan skilning i framferði borgarstjórans en þann, að hann hafi sýnt borgarstjóraembættinu hina mestu litilsvirðingu og storki Frh. á bls. (i (íeir Ilallgrimsson borgarstjóri. Skrifar Friðrik bók um einvígið? ÞÓ-ÓV-Reykjavik. ,,Ég hef verið að athuga með aö gefa út bók um einvigið milli þeirra Fischers og Spasskis, að einviginu loknu,” sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari er við inntum hann eftir þessu i gær- kvöldi. — Friðrik sagði, að þetta væri þó allt i athugun hjá sér enn- þá, og hvort úr þessu yrði, þorði hann ekkert að segja um. Þá spurðum við Friðrik að þvi, hvort hugsanlegt væri, að haldið yrði stórmeistaramót i Reykjavik jafnhliða einviginu. Friðrik kvað þá hugmynd hafa skótið upp koll- inum, og ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu. Sennilega yrðu hér einir 10 stórmeistarar, og þarf ekki annað en að nefna nöfn eins og Gligoric, Larsen, Lombardy, Geller, Nadjdrof og Friðrik. Laxveiði minnkar í norskum ám - þrátt fyrir 150 nýja stiga SB — Reykjavik Laxveiðin i norskum ám fer enn minnkandi og i tilkynningu frá samtökum laxveiðiáreigenda þar i landi, segir, að um sé að kenna rekneta- og linuveiðum á laxi. Samtökin krefjast þess nú, að slikar veiðar verði bannaðar. Árlega hefur verið varið hálfri milljón (isl.) undanfarin ár, til að reyna að auka laxveiðina i norsku ánum, en án árangurs. Siðan 1965 hafa 150 laxastigar verið byggðir i þvi skyni að fá laxinn til að ganga hærra upp i árnar. Spasski kemur til að draga uni lit. (Timamynd-Róbert) Fischer kcmur i Laugardalshöllina. (Timamynd-GE) EINVÍGID HAFIDI — fyrsta umferð tefld á þriðjudag ÞÓ-ÖV-Keykjavik. Múgur og margmenni hafði safnastsaman fyrir utan Laugar- dalshöllina strax upp úr hálf átta i gærkvöldi. Um 120 fréttainenn voru inni i sjálfri höllinni og ntargir kvikmy ndatökumenn biðu með tækin sin utan dyr hall- arinnar. Þegar kiukkuna vantaði 10 minútur i átta fór fólkið aö góna út á Reykjaveg, en það mátti góna i 10 minútur eftir þvi, sem það beið eftir. Klukkan var á slaginu átta, þcgar hill Spasskis birtist. Kkið var beint að bak- dyrum hallarinnar, og með að- stoð lögregluþjóna gekk greiðiega að koma Spasski inn. — En ekki lét Fischer sjá sig og minúturnar siluðust áfram. Klukkan varð 10 minútur yfir átta og Fischer var enn ekki kotninn. Menn voru farnir að tala um, að sennilega léti Fischer ekki sjá sig. Skyndilega hirtist pólskur Fiat, grár að lit, nú voru menn vissir um að Fischer væri að koma. Svo reyndist þó ekki, þetta var I.omhardy, aðstoðarmaður hans. Ilann flutti fólkinu þau glcðitiðindi, að Fischer væri rétt ókominn. — En enn liðu 7 minútur þangað til Fischer lét sjá sig. Hann kom i gráum Benz ásamt Marshall, lög- fræðingi sinum. Billinn ók beint að bakdyrunum, og Fischer sté út þögull að vanda, en mjög smekk- lega klæddur. Lögreglan var orðin allfjölmenn fyrir utan, og ruddi F^ischer braut inn i höllina, þar sem Spasski beið hans, og að likindum hefur Spasski verið orð- inn óþolinmóður. Eftir nær hálftima bið i salnum birtist á sviðinu Harry Golombey fulltrúi FIDE, sem tilkynnti, að nú færi dráttur fram. Kynnti hann siðan keppendur og að- stoðarmenn, sem um leið komu inn á sviðið og tóku sér sæti. Fyrst var þaö heimsmeistar- inn Boris Spasski, siðan áskorand inn, Robert Fischer, þá Krogius frá Sovétrikjunum, séra William I.ombardy frá Bandarikjunum, stórmeistarinn Geller frá Sovét- rikjunum Paul Marshall, lög- fræðingur Fischers, sovézki stót- meistarinn Nei, Fred Cramer, bandariski fulltrúinn margfrægi, Lothar Schmid, aðaldómari og loks Guðmundur Arnlaugsson, aðstoðardómari. — En áður en við getum dregið, sagði Golombey, — ætlar Geller stórmeistari að lesa upp yfirlýs- ingu. 1 yfirlýsingu sinni sagði Geller, að áskorandinn hefði beðið afsök- unar á framferði sinu og sömu- leiðis hefði dr. Max Euwe, forseti FIDE, viðurkennt að hafa brotið reglurnar um framkvæmd ein- vigisins. Með tilliti til þess, svo og þeirrar staðreyndar, að islenzka skáksambandið og millj- ónir áhugamanna um allan heim hefðu eytt i undirbúning tima, fjármunum og öðru, þá hefði heimsmeistarinn ákveðið, að tefla við Robert Fischer. Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.