Tíminn - 12.07.1972, Síða 5
Miðvikudagur 12. júli 1972
TÍMINN
5
Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík
Aðalfararstjóri Eysteinn Jónsson,
forseti Sameinaðs Alþingis
ferðar sinnar. Að þessu sinni
verður farið til Hveravalla.
Lagt verður af stað frá
Hringbraut 20 kl. 8 að morgni.
Farið verður um Þingvelli,
Laugardal, að Gullfossi,
Hvítárvatni og á Hveravelli,
sem eru aðalviðkomustaður-
inn. i bakleið er áætlað að
koma til Geysis i Haukadal.
Þátttakendur verða að vera
vel að heiman búnir með
nesti.
Farmiðinn kostar 750 krón-
ur fvrir fullorðna og 550 fyrir
börn innan 10 ára. Miðar eru
seldir á skrifstofu Framsókn-
arfélaganna Hringbraut 20,
simi 24480 og i afgreiðslu Tim-
ans i Bankastræti 7, simi
Sunnudaginn 22. júli efna
F'ramsóknarfélögin i Reykja-
vik til hinnar árlegu sumar-
Nauðsynlegt er^, að menn
tryggi sér farmiða sem fyrst,
þarsemerfitt er að fá lang-
ferðabifreiðar meö stuttum
fyrirvara.
Eysteinn Jónsson
Úr aðalskipulagi Akureyrar um ferðamál:
Flestir ferðamenn skoða
Lystigarðinn og kirkjuna
Norræna töl-
fræðibókin
SB—Reykjavik
Sérfræðingar þeir, sem unnið
hafa að gerð aðalskipulags fyrir
Akureyri 1972-1992 hafa nú lagt
fram greinargerðir sinar, mikla
lesningu, sem reynist hafsjór
fróðleiks. Við munum reyna aö
birta glefsur úr þessum greinar-
gerðum, einkum Akureyringum
til upplýsingar. í þetta sinn
gripum við niður i greinargerð
um ferðmál á Akureyri.
Sendir voru út itarlegir
spurningalistar, bæði til ferða-
fólks og ferðaskrifstofa.
Ferðamennirnir voru bæði is-
lenzkir og erlendir og á öllum
aldri. Um 65% þeirra ætluðu að-
eins að dvelja 1-2 daga á Akur-
eyri.
Fram kom, að flestir skoðuðu
Lystigarðinn og kirkjuna. Þvi
næst komu Nonnahús, Náttúru-
gripasafnið Daviðshús og Amts-
bókasafnið. Einnig var minnzt á
útsýnisskifuna við Klapparstig-
inn, mjólkursamlagið og verk-
smiðjur SIS svo og Slippstöðina.
F’erðalög um nærliggjandi héruð,
meðan stanzað var, voru litil og
beindust einkum að Mývatni.
Flestir segja það hafa vakið at-
hygli sina, hvað Akureyri sé
fallegur og snyrtilegur bær.
Það helzta, sem ferðafóikið
hafði yfir að kvarta, var að matur
og minjagripir væri dýrt, gæzla á
tjaldstæðinu væri léleg og litið af
keramikvörum væri á boðstólum.
Einnig var minnzt á skort á is-
lenzkum sérréttum á matsölu-
EB—Reykjavík
Norræn tölfræðihandbók, sem
gefin er út af Norræna ráðinu, er
komin út, og er þetta 10. árgangur
hennar. Þetta rit er einkum ætlað
til kynningar á Norðurlöndum
sem heildar i öðrum löndum, og
er það þvi á ensku, með sænskum
skýringum.
Ritið nær yfir mjög vitt upp-
lýsingasvið. Það er 252 blaðsiður
og i þvi eru 174 töflur auk linurita
og korta. I hverri töflu eru sam-
bærilegar tölur fyrir Norðurlönd
um það efni, sem hún fjallar um,
og að sjálfsögðu eru þar með tölur
fyrir Island, sem Hagstofan hefur
látið i té, þó ekki i öllum töflum.
Handbókin er til sölu i Hagstof-
unni. Hún kostar 250 krónur.
Um þessar mundir er unnið af krafti við gerð Oddsskarðsganganna
Nú eru jarðgangagerðarmennirnir komnir nokkra metra inn f fjallið
Verkið hefur sótzt allsæmilega. Það, sem helzt hefur tafið fyrir verkinu
eru miklar rigningar, sem hafa verið á Austurlandi undanfarið. Rign
ingin hefur valdið því, að vont hefur verið að koma öllu efni frá sér.
A myndinni t.v. sjáum við gangnamunnann Eskifjarðarmeginn. A
myndinni tíl hægri sjást nokkur tæki er notuð eru við gangnagerðina.
Einnig sést i opið, og hvar núverandi vegur liggur yfir Oddskarð i kvos-
inni fyrir ofan jarðgöngin.
stöðum.
Ferðaskrifstofurnar svöruðu
þvi til, að helztu möguleikar
Akureyrar á sviði ferðamála,
lægju á sviði vetrariþrótta, skiða-
ferða bæði sumar og vetur, ráð-
stefnuhalds, skólaferðalaga, auk-
inni þjónustu við skemmtiferða-
skip og stuttra ferðalaga i þvi
sambandi.
Helztu aðfinnslur ferðaskrif-
stofufólks voru þær, að matur
væri hvorki nógu góður né rifleg-
ur i Sjálfstæðishúsinu, er komið
væri þangað með hópa, þjónusta
við ferðafólk á leiðinni til
Mývatns væri slök, leiðsögumenn
illa að sér og bilakostur lélegur.
Þá væri oft erfitt að fá leigubila.
Þá fannst þeim, að nauðsynlegt
væri að hafa golfkylfur tilleigu á
golfvellinum fyrir ferðamenn.
Ferðamennirnir hrifast^að áhti
ferðaskrifstofufólksins, mest af
Goðafossi, Dimmuborgum,
Öskju, Námaskarði, Mývatns-
sveit, fuglalifi í Grimsey og út-
sýni úr bátum af Akureyrar-
polli. En gallinn við að njóta alls
þessa er, að léleg aðstaða er á
öllum stöðunum fyrir ferðamenn,
vegirnir til Mývatnssveitar vond-
ir og skortur á bátum til siglinga
á Pollinum.
SÓKN GEGN EYÐINGARÖFLUNUM
Það er algengt, að félög og
samtök taki að sér dreifingu fræs
og áburðar á land, sem blásið
hefur upp eða er i hættu af völd-
um uppblásturs. Sums staðar
hafa lika einstaklingar sinnt svip-
uðu verkefni á skipulegan hátt.
Dæmi um það er framtak þeirra
Kjartans Árnasonar læknis og
Aðalsteins Aðalsteinssonar full-
trúa i Höfn i Hornafirði..
tfyrra fengu þeir frá Land-
vernd eina lest áburðar og hundr-
að kflógrömm af fræi, sem þeir
fóru með inn i Staðarfjöll, austan
Jökulsár i Lóni, og sáðu þar i
rofabörð, þar sem gróðurlendi
hefur verið að eyðast. Þetta kom
prýðilega upp, og við athugun i
vor kom á daginn, að gróðurinn
heldur velli. Fengu þeir aö þessu
sinni tvær lestir áburðar og
hundrað og sjötiu kilógrömm af
fræi, sem þeir dreifðu á sama hátt
SILDARVERÐIÐ
HÆKKAR EKKERT
í DANAAÖRKU
Þó-Reykjavik
I siðustu viku seldu 36
islenzk sildveiðiskip afla
sinn i Danmörku og Þýzka-
landi. Alls var afli þessara
skipa 2280 lestir, og meðal-
söluverðið i vikunni var kr.
11.24. Heildarsöluverðmætið
var þvi kr. 25.629.395.
36 skipanna seldur i Dan-
mörku, en eitt þeirra, Jón
Kjartansson, seldi i Þýzka-
landi og fékk skipið engu
hærra verð þar, en fékkst i
Danmörku. Astæðan fyrir
þessu lága sildarverði er
fyrst og fremst sú, að sildin
hefur verið frekar smá. Nú
gera menn sér hinsvegar
vonir um, að stærri sfld fari
að veiðast á Norðursjávar-
miðum, en fiskifræöingar
telja samt, að ekki muni
veiðast stór sild þar i jafn
rikum mæli og i fyrra.
Hæsta m^öalverðið i
siðustu viku fékk Öskar
Halldórsson RE, er hann
seldi 7.1 lest 5. júli fyrir 203
þús, og meðalverðið er kr.
28.72. Gisli Arni fékk lang-
hæstu heildarsöluna i vik-
unni, skipið seldi 86.2 lestir 4
júli fyrir 1.9 millj. kr.