Tíminn - 12.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.07.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miövikudagur 12. júlí 1972 8 SUF- ráðstefna Umsjón Samband ungra framsóknarmanna um iðnþróun og orkumál verður haldin í Hótel Mælifelli á Sauðárkróki ásunnudaginnjó.júlí Ólalur Valgarft Steingrímur Sveinn Már Samband ungra framsóknarmanna hefur ákveöið að gangast fyrir ráðstefnu um iðnþróun og orkumál á Norðurlandi Dagskrá: 1. Ráðstefnan sett — Már Pétursson, form SUF 2. Ávarp — ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra 2. Framsöguerindi um virkjunarmál á Norður- landi — Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitu- stjóri 4. Framsöguerindi um iðnþróun á Norðurlandi, —Sveinn Björnsson, framkvæmdarstjóri. 5. Framsöguerindi um Framkvæindastofnun rikisins og starfsemi hennar — Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. 6. Umræður og ályktanir. Sveitastjórnarmönnum i Norðurlandskjör- dæmi vestra verður sérstaklega boðið að sitja ráðstefnuna og taka þátt i störfum hennar. Þannig var grundvöllurinn markaður: „Náið samstarf um landsmáP' Byltingin sem gerðist 1916—17 hófst með þvi, að i þinginu og út um land myndaðist nýr landsmálaflokkur. Liðsmenn hans og foringjar voru framgjarnir bændur, sem studdust við samvinnuhreyfinguna, sem var þá áratuga gömul. í öðru lagi tókst þessum samvinnubændum og þeirra fylgismönnum að breyta Sambandi islenzkra samvinnuféiaga úr fræðslusam- tökum i heildsölu, sem verzlaði jöfnum höndum með erlenda og innlenda vöru. Næsta sóknin var á vegumverkamanna og sjomanna, einkum í Reykjavik. Þeir efldu mjög samtök sin og mynduðu tvenns konar sambönd. Annað var pólitiskt fé- lag, Alþýðuflokkurinn, en hitt kaupkröfufélag, Alþýðusam- bandið. Hér stóðu hlið við hlið tvær stéttahreyfingar. Báðar höfðu ákveðið verksvið. önnur sneri sér aðallega að málefn- um sveitanna, bæði um atvinnu- og félagsmál. Hin hreyfingin beitti sér fyrir málefnum fátækari stétta við sjóinn, sjó- manna og verkamanna. Takmark beggja hreyfinganna var að bæta kjör félagsmanna, efla menningu þeirra og pólitisk- an samtakamátt. Framsóknarmenn og Alþýðuflokkurinn höfðu með sér frá upphafi all náið samstarf um landsmál. Báðir þessir ungu flokkar áttu i höggi við efnastéttir landsins, kaupmenn og útvegsmenn og mikinn hluta embættis- og launastétta landsins. „Að fyrirbyggja óþarfa árekstra” Mér varð ljóst að vera min i Dagsbrún og sjómannafélag- inu myndi sæta gagnrýni og þvi vera mjög haldið fram við bændur landsins, að ég væri tviskiptur i pólitisku viðhorfi, þar sem ég væri með annan fótinn i verkalýðshreyfingunni en hinn hjá bændum. Ég sá þetta fyrir, en ég lét það ekki hafa á- hrif á gjörðir minar. Ég vann kauplaust, bæði fyrir bændur og verkamenn og bað ekki um hlunnindi eða viðurkenningu, nema þá sem fékkst með ánægju af starfinu. Mér þótti mikil nauðsyn að vinna með bændum og verkamönnum á byrjun- arstigi stéttasamtakanna, þvi að verkið var margþætt og hendur helzt til fáar til stuðnings við erfið málefni. Til min var leitað með starfsreglur Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins. Hafði ég hvarvetna það i huga, að hver af þessum nýju hreyfingum gæti náð eðlilegum þroska og að jafnframt væri leitazt við að fyrirbyggja óþarfa árekstra milli þessara samtaka, að minnsta kosti meðan þær voru á bernskuskeiði. Úr „Bylting á IslandT eftir Jónas Jónsson frá Hriflu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.