Tíminn - 12.07.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.07.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 12. júli 1972 mér ljósa grein fyrir þvi, hvernig allt helur atvikazt, þegar faðir minn sá móður mina renna sér fótskriðu niður svellið við verksmiðjuhliðið. Með timanum hefur frásögnin um þetta orðið að hálfgerðri þjóðsögu i munni fólks. Það var um vinnulok i nóvembermánuði. Verkafólkiö var að þyrpast út, hresst i bragði og fegið hvildinni, skrafandi og stjakandi hvað við öðru, eins og ég hef oft sé. Pilsin voru sið i þá daga, og þá voru sjöl og þykkar fléttur i tizku i staðinn fyrir ljósa klúta og klippt og bylgjað hár. En árangurinn varð anzi svipaður þá og nú. Faðir minn mun hafa verið búinn að ljúka skólanámi fyrir nokkrum árum, og skrif- stofustörfin i verksmiðjunni urðu honum æ hvimleiðari.Hann var ekki hneigður til kaupsýslu. Auk þess var hann þegar byrjaöur að mála 1 daglegu lifi verkamannanna kom hann auga á margt, sem hann fýsti að spreyta málaragetu sina á. Ég býst ekki við, að hinum hafi verið neitt ógeöflld hýrleg tillit pólsku og lithásku stúlknanna, fremur en öðrum ungum mönnum i skrifstofunum. Hann hafði auga karl- mannsins fyrir ávala kvenlikamans, þrýstnum vörum og fallegum ökklum, en var lika gæddur auga listamannsins, sem glöggt var á liti og linur. Það voru forlögin eða örlögin eða kannske sérstaklega hamingjan, sem laðaði mömmu út úr hópnum þetta haustkvöld. Það hafði verið blásið til brottferðar og faðir minn stóð við gluggann og horfði á stúlkurnar, sem þustu gegnum verksmiðjugarðinn. Við eina af- rennslispipuna hafði myndazt langt svell. Allt i einu tók ein stúlkan sig út úr hópnum og renndi sér fótskriðu eftir þvi. Það var tekið að rökkva, svo að hann sá ekki andlit hennar gerla, en hann gat eigi gleymt frjáls- legum og öruggum hreyfingum hennar er hún flaug niður svellið með útrétta armana i jafnvægisstellingu, né heitum anda hennar, sem varð fyrir vitum hennar að hvitri gufu, sem hrislaðist um rautt pjónasjal, er hún hafði bundið um höfuðið og minnt á fjaðurhettu á spætu. Svona byrjaði það- rétt eins og i neðanmálssögu. Faðir minn hlýtur að hafa verið draumlyndur maður, en hann hefur lika haft til að bera nóg af þrákelkni ættar sinnar til þess að koma máli sinu fram. Vissulega gaf móðir min honum ekki undir fótinn fyrst. Hún vilaði lengi fyrir sér að gefa þessum syni verksmiðjueigandans, sem auðsýnilega veitti henni mikla athygli, færi á sér. Fjölmargar stúlkur höfðu dregið sig eftir föður minum, og honum var sjálfum vel kunnugt um það. Það gerði hann varkáran á dansskemmtunum, i skógarferðum og sam- kvæmum. Eftilvill var hann áhrifanæmari en ella andspænis þessari varfærnu fallegu stúlku með útlenda nafnið og annarlega mál- hreiminn, sökum tregðu hennar. Traust skapgerð hennar og staðfesta mun eigi siður hafa orkað á hann en þykkar, Ijósbrúnar fléttur, ávalt bliðlegt andlitið og stór dökk augun. ,,Ó-já”, er mer sem ég heyri Emmu frænku segja, ,,hún er lagleg, næstum þvi falleg. Ég þykist vita, að Elliot ætli að eyða ævinni við að mála hana. Það er náttúrlega sárt að vita hann i framandi landi, en hvað um það: Paris er staður fyrir listamenn. Það er ekki eins og kaupsýslustörfin hafi nokkurn tima verið honum hugþekk, og við Wallace getum gegnt okkar störfum. Friðarpipu-iðjuverin hafa alltaf veriðeign ættarinnar, og ég vona aðsvo verði framvegis”. Emma frænka var aldrei lengi að jafna sig eftir áföllin. Ég fæddist ekki fyrr en tveim árum eftir að þetta bar til, en ég hef séö hana verða fyrir mörgum vonbrigðum siðan. Ég hef séð, hvernig hún bar höfuðið og herpti varirnar og taldi kjark i sjálfa sig, þegar i nauðir rak. Jafnvel nú, þegar hún er orðin farlama og hrum, treystir hún á viljaþrek sitt og dug til þess að taka þvi, sem að höndum ber. Ég minnist myndar i gamalli sögubók: Kanóti konungur situr i hásæti og horfir á öldurnar, sem leika um fætur hans, og skipar straumnum að snúa sér við. Emma frænka mun veita straumi timans viðnám til hinztu stundar, og mér þykir vænt um hana fyrir það. Þrátt fyrir þann aldursmun, sem á okkur er, er hún að sumu leyti yngri en ég. Hún hefur aldrei skilið það, sem nú er að renna upp fyrir mér, að engum er unnt að ganga fólki i annars stað, hversu einlæglega sem það er reynt. Gagnvart mér vaknaði skyldutilfinning hennar sjálfkrafa, sumarið sem ég varö sjö ára, þegar móðir min dó eftir voveiflegt áfall. Hún hafði lent i bifreiðarslysi i Paris um vorið. Hún lifði alllengi eftir slysið, og læknar og hjúkrunarkonur gerðu allt, sem hægt var, til þess að bjarga lifi hennar. En það kom fyrir ekki. Faðir minn reikaði um i örvæntingu. Lengi var hann eins og ókunnur maður i augum okkar Hönnu. Af svörtum jakka hans lagði ekki framar þægilegan þef af oliu- litum og tóbaki, og við urðum sárfegnar, þegar menn komu til þess að búa um húsgögnin og málverkin og allur farangur okkar var fluttur til skips, er við áttum að fara á vestur um haf. Við söknuðum mömmu, en hugurinn leitaði heim. Við hlökkuðum til að sjá, hvernig Bonni, hundurinn, liti út, eftir að við höfðum verið fjarvistum vetrarlangt. Okkur langaði til að komast heim meðan sýringarnir væru i skrúði sinu og nægur timi til þess að tína blóm á enginu utan við borgina. En faðir minn virtist litinn gaum gefa jafn merkilegum málum og þessu, þótt hann væri ákaflega eftirlátur við okkur á leiðinni. Eins atviks minnist ég serstaklega glöggt. Skipstjórinn efndi til veizlu eitt kvöld, og faðir minn leyfði mér að vera lengur á fótum en venjulega, svo að ég gæti horft á veizlubúið fólkið, er það kæmi upp í salinn. Ég var komin á vettvang löngu fyrir kvöldverðartima, og faðir minn leiddi mig upp á þiljur til þess að hafa ofan af fyrir mér, meðan ég biði. Viðsettumst á bekk og þrýstum okkur hvort að öðru og horfðum á kvöldroðann, sem fölskvaðist óðum á skýjahrönnunum, og dökkan sjóinn, sem skipið klauf óaflátanlega. Ég var jafnhrifin og faðir minn hefði leitt mig á einhvern fjarlægan og helgan stað. Jafnvel rödd hans var i furðulegu samræmi við seið kvöldsins, þegar hann talaði til min þarna i rökkrinu. Hann var að tala um Friðarpipuverksmiðjurnar og Emmu frænku, þegar rödd hans breyttist allt I einu. „Þetta sumar verður ekki eins og önnur sumur”, sagði hann. „Héðan af verðið þið Hanna litlu stúlkurnar hennar Emmu”. Ég þrýsti mér enn nær honum, þvi að skyndilega bætti hann við: „Auðvitað verðið þið ævinlega fyrst og fremst stúlkurnar minar, en það megið þið aldrei láta Emmu frænku finna. Hún þarf á ástúð ykkar að halda, og þið eigið að gera henni allt til geðs. Ætlarðu að leggja þig alla fram um það?” Ég varð upp með mér af þvi trausti, sem mér var sýnt, og hét að reyna þetta. Þó þóttu mér þessi tilmæli skritin. Mér fannst það skritið þá, og mer finnst það enn, að ég þyrfti að leggja mig alla fram til þess. 3. Kafli. Einn dag man ég bezt þetta heimfararsumar, enda var það afmælsi- dagur minn. Þá sá ég Harry Collins i fyrsta skipti. Þetta var snemma i ágústmánuði. Ég fann það strax um morguninn, að ég var hetja dagsins. Ég hljóp berfætt út i döggina. Blómin breiddu út krónur sinar, og rauðbrystingarnir klöktu og skvömpuðu i hvitu liljutjörninni. Nú var ég óneitanlega orðin sjö ára, og ég mældi hæð 1) Arstið,- 6) Happ,- 8) Mar,- 2) Flakkar.- 3) Ný,- 4) Asna- 9) Fugl,- 101 Nesja,- 11) 56,- leg,-5) Smali - 7) Spekt,- 14) 12) Mann.- 13) Miðdegi,- 15) VI - IP . . 1 ; „ ~ MIÐVIKUDAGUR 12. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna” eftir Sigurð Helgason Ingólfur Kristjánsson les (14). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Starfsemi Al- þjóðagjaldey rissjóðsins Har- aldur Jóhannsson hagfræðing- ur flytur erindi. 16.45 Lög leikin á sembal. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Konan frá Vinarborg" Dr. Maria Bayer-Juttner tónlistar- kennari rekur æviminningar sinar. Erlingur Daviðsson rit- stjóri færði i letur. Björg Árna- dóttir les (13). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfr.. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt málPáll Bjarnason menntaskolakennari flytur þáttinn. 19.35 Alifamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 „Saga úr skerjagarðinum", Sinfóniskt ljóð op. 20 eftir llugo A 1 f v é n . Sinfóniuhljómsv. sænska útvarpsins leikur; Stig Westerberg stj. 20.20 Sumárvaka a. Sigurður Breiðfjörð á Snæfellsnesi Frá- söguþáttur eftir Helgu Hall- dórsdóttur frá Dagverðará. Oddfriður Sæmundsdóttir les. b. Biðilsbréf Sveinbjörn Bein- teinsson kveður ljóðabréf Sig- urðar Breiðfjörð til Kristinar Illugadóttur. c. „Sæl væri ég, ef sjá mætti’lSéra Agúst Sigurðs- son flytur annan frásöguþátt sinn undan Jökli. d. Einsöngur Sigurður Skagfield syngur lög eftir Siguringa E. Iljörleifsson; dr. Victor Urbancic leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Hamingju- dagar” eftir Björn .1. Blöndal Höfundur les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Framhalds- leikritið: „Nóttin langa” eftir Alistair McLean. Endurflutn- ingur fyrsta þáttar. Leikstjóri: Jónas Jónasson. 23.00 Létt músik á siðkvöldi Boston Pops hljómsveitin leik- ur undir stjórn Arthurs Fiedlers. 23.30 h’réttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. LÖGFRÆÐI- jSKRIFSTOFA j j Vilhjálmur Árnason, hrl. j Lækjargötu 12. Idðnaðarbankahúsinu, 3. h.) Simar 24635 7 16307. V--------------------------) FASTEIGNAVAL Skólavörðustfg 3A. II. hœð. Símar 22911 — 19259. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . fasteignasala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.