Tíminn - 12.07.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. júli 1972
TÍMINN
7
og stjúpföður, Ari Onassis,
fannst henni, að hún þyrfti aö
nota timann til þess aö læra
betur itölskuna. Hún fór þó ekki
að leita að auglýsingum um
itölskukennsku, heldur fór hún i
hljómplötuverzlun og keypti sér
nokkrar plötur með itölsku fyrir
byrjendur og svo fann hún eina
plötu með mynd af fallegum
ungum manni, Gianni Nazzaro,
en hann er efstur á vinsælda-
listanum meðal ungra söngvara
á ttaliu. — Er hann ekki dásam-
legur, sagði Caroline við móður
sina, þegar hún kom heim með
plötuna undir hendinni. — Ég
ætla sko að læra itölskuna af
honum. Svo fór hún og setti
plötuna á fóninn og hlustaði á
ástasönginn á plötunni hvað
eftir annaö. Nú er hún oröin yfir
sig ástfanginn af þessum da-
samlega söngvara, en Gi-
anni veit ekki, að hann er
sjálfur orðinn itölskukennari.
Hér sjáiö þið mynd af
átrúnaðargoðinu og svo er
önnur mynd af Caroline í tennis.
Skógur á Suður-
skautinu
Fyrir um 250 milljónum ára var
Suðurskautslandið skógi þakið
segir próf. M. Ravítsj i skýrslu
frá 16. sovézka Suðurskauts-
leiöangrinum. Þar segir og,að i
Prins Charles fjöllum, sem eru
um 700 km inn i landi, og eru
eini hluti meginlandsins, sem
ekki er undir ishellu, hafi
fundizt trjásteingerfingar og af-
steypur af laufblöðum og grasi.
Enn er það bók um
Hughes
Staðið hefur yfir i New York
réttarrannsókn vegna enn
Ánægður
drottningarmaður
Hann er greinilega mjög hress i
bragði hann Henrik maðurinn
hennar Margrétar prinsessu, ef
dæma má af þessari mynd, en
hér er hann með Anju Silja,
heimsþekktri þýzkri óperusöng-
konu, sem nýlega kom til Dan-
merkur, og söng þá á góð-
gerðarsamkomu i Kronborg.
Anja kom til Danmerkur til þess
að syngja þar, af þvi að hún
hefur alltaf haldið mjög mikið
upp á Danmörku og Dani, eða
allt frá þvi að hún var tiu ára, og
kom þá fram i fyrsta sinn i Dan-
mörku. Hún hefur sungið viða
um heim, og alls staðar notið
mikilla vinsælda.
einnar bókar, sem á að vera um
Howard Hughes, eða að minnsta
kosti fjalla að einhverju leyti
um hann. Sá, sem hefur orðið að
svara flestum spurningum
vegna þessarar bókar er Robert
P. Eaton, sjötti eiginmaður
leikkonunnar Lana Turner.
Bókin heitir My Life and
Opinions, eða Lif mitt og
skoðanir, og er Robert P. Eaton
ritstjóri bókarinnar en út-
gefandinn er Best Books Press.
Kaflar hafa verið birtir úr
bókinni i timaritinu Ladies
Home Journal, og var það gert i
febrúar s.l. Þar birtist t.d.
frásögn af þvi, hvernig Eaton
fékk rétt til þess að birta
„minningar” þessa vellauðuga
manns.
Gættu að, hvað þú segir
Maður nokkur hefur verið
sektaður fyrir að bölva á al-
mannafæri i Brunswick i
Georgiu i Bandarikjunum.
Maðurinn hafði orðið að stöðva
bil sinn á aðalbraut til þess að
koma i veg fyrir^ að hann æki
yfir hund, sem hafði hlaupið út á
götuna. Maðurinn hallaði sér út
um bflgluggann og æpti nokkur
velvalin orð á eftir hundinum,
en i þvi bar að lögregluþjón,
sem sektaði manninn fyrir ó-
sæmilegt orðbragð á almanna-
færi.
Hringdi og fékk sekt
Tuttugu og þriggja ára gömul
hjúkrunarkona i Versölum i
Frakklandi hringdi i sama
simanúmerið eitt þúsund
sinnum á 19 dögum en hætti svo.
Hún var ákærð og dæmd til þess
að greiða 400 franka sekt.
Hjúkrunarkonan, Claude Ferr-
and, sagði fyrir rétti, að hún
hefði veriö að reyna að ná sam-
bandi við fólk, sem hún kynntist
i frii sinu, en þegar þau svöruðu
i simann var hún alltaf of feimin
til þess að þora að tala, og þess
vegna lagði hún tólið á.
Ástfangin af söngvara
Þegar Caroline Kennedy var
nýlega á Capri með móður sinni
DENNI
DÆMALAUSI
,,Mér er alveg sama, þvi pabbi
minn ræður lika viö afa þinn!”