Tíminn - 12.07.1972, Side 9

Tíminn - 12.07.1972, Side 9
Miðvikudagur 12. júlí 1972 TÍMINN 9 Ctgefandi: Fra'insóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þór-;S;S: arinn Þórarinsson (óbm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans Auglvsingastjóri: Steingrimur Gislason . Hitstjórnarskrif- !!:: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-18306.;:;;;;;;;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs-:i;::;:;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargj 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein-i;:;; ;;: takið. Blaðaprent h.f. Kaupmdttur verkafólks og efnahagsaðgerðirnar Á ráðstefnu þeirri, sem Alþýðusamband Is- lands hélt um helgina um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar kom fram einhuga skilning- ur á brýnni nauðsyn þess að stöðva þá viðsjár- verðu verðlagsþróun, sem verið hefur að undanförnu. í ályktun ráðstefnunnar, sem samþykkt var með atkvæðum allra fulltrúa sagði m.a.: „Ráðstefnan telur þessa þróun verðlagsmála hina iskyggilegustu fyrir alla viðkomandi að- ila, launafólk, atvinnureksturinn og efnahags- kerfið I heild. Fyrir launafólk þýða hinar öru og miklu verðlagshækkanir stöðugt rýrnandi raunverulegan kaupmátt, þar sem hluti hækk- ana mikilsverðra nauðsynja er ekki bættur i kaupgreiðsluvisitölu (landbúnaðarvörur) og neyzlusamsetning láglaunafólks er þann veg farið að visitölukerfið mælir þvi naumlegar bætur!’ Þess vegna taldi ráðstefnan, ,,að það sé nú höfuðmál fyrir launastéttirnar að fullnægjandi aðgerðir séu framkvæmdar, sem tryggt geti raungildi gerðra kjarasamninga, viðhaldið kaupmætti almennra launa, þar til hann á samningum samkvæmt að aukast 1. marz n.k. og stöðvað eftir þvi sem unnt er frekari verðlags- og kosnaðarhækkanir.” Það er einmitt i samræmi við þessar skoðan- ir, sem ráðstafanir rikisstjórnarinnar miðast. Niðurfærsluaðgerðir hefjast nú strax með niðurgreiðslu á landbúnaðarafurðum og aukn- ingu fjölskyldubóta. Svara þær aðgerðir hags- bótum er jafnast á við 3 visitölustig. Koma þær hagsbætur strax launþegum til góða, en verð- lagsbætur vegna þeirra hækkana, sem orðið hafa áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en 1. september n.k. Þann 1. september mun rikisstjórnin svo koma i veg fyrir hækkun landbúnaðarafurða til áramóta, en það er talið svara til eins kaup- greiðsluvisitölustigs fyrir launþega, stigs, sem þeir hefðu ekki fengið bætt skv. gildandi regl- um um greiðslu verðlagsuppbóta á laun. Sérstaklega hljóta þessar aðgerðir að teljast hagstæðar fyrir láglaunafólk og barnafjöl- skyldur eða hjá þeim fjölskyldum, þar sem matvælaliðurinn vegur þungt i framfærslu- kostnaðinum. Þær niðurgreiðslur, sem rikis- stjórnin hefur nú strax á landbúnaðarvörum svara til 4-4.5% lækkunar á matvælalið fram- færsluvisitölunnar og 1. sept. er komið i veg fyrir frekari hækkun matvælaliðarins en hann hefði þá að óbreyttu átt að hækka um rúmt visitölustig, sem launþegar hefðu i engu fengið bætt skv. gildandi reglum. Til viðbótar eru svo fjölskyldubæturnar hækkaðar er svarar til 2.900.- krónum á hvert barn miðað við árs- grundvöll. Eins og kemur fram i ályktun ASÍ tryggja gildandi reglur um visitölubætur vegna verð- hækkana ekki nægjanlega vel hag láglauna- fólksins og þess vegna munu þessar ráðstafan- ir duga þvi betur. —TK Joachim Nawrocki, Die Zeit: Honecker hefur sýnt sveigju sem leiðtogi Betra andrúmsloft í Austur-Þýzkalandi en í tíð Ulbrichts Krii'li lloneckcr ,,ÞAÐ er góð byrjun ef erfiði hins daglega starfs kemur fjölskyldu, vinum og sam- starfsmönnum að betri og beinni notum en áður”, sagði Erich Honecker i grein i Pravda fyrir skömmu. Hann sagði hins vegar i ræðu, sem hann flutti á vöru- sýningunni i Leipzig i marz byrjun i vetur, að ekki ætti að láta hugsjónaatriði mæta af- gangi, heldur yrðu þau að sitja i fyrirrúmi. Honecker flutti ræðu á eynni Rugen i janúar i vetur. Þar sagði hann, að Vestur-Þýzka- land væri „erlent riki”, og — það sem meira var — erlent riki heimsvaldasinna. ,,Við gerum okkur ljósa grein fyrir óvinunum,” sagði hann enn- fremur. Þremur mánuðum siðar flutti hann ræðu i Sofia, þar sem hann talaði um góð grannasamskipti þýzku rikj- anna tveggja og horfur á sam- vinnu þeirra til framdráttar friöi, og þegnum beggja til hagsbóta. ÝMSIR vestrænir rýnendur telja nokkurra mótsagna gæta i stefnu þeirri, sem Einingar- flokkur sósialista (Kommún- istaflokkurinn) fylgir undir forustu Erichs Honeckers. Hann andmælir þessu og seg- ist vera mjög fastur á grund- vallaratriðunum, en sveigjan- legur. Þegar Honecker tók við af Walter Ulbricht vildu ýmsir vestrænir áhugamenn undir eins dæma hann ósveigjanleg- an og kreddufastan. Hann tæki innra öryggi rikisins og góðan gang flokksvélarinnar fram yfir allt annað. Spáð var, að ekki ,,yrði framar um neina stefnu að ræða”, eða jafnvel enn sterkar til orða tekið. Enginn hefir nokkru sinni dregið tryggð Honeckers við grundvallarkenningarnar i efa, en hann hefir hins vegar reynzt svo sveigjanlegur i af- stöðu, að flesta hefir furðað á. Hann hefir innleitt það marg- ar nýjungar i stefnu Austur- Þjóðverja, að enginn efast framar úm hæfileika hans sem leiðtoga. HONECKER er vissulega ekki skarpur hugsuður. Við- leitni hans til að láta flokks- lega orðaleppa vikja fyrir beinu, hlutlægu og einföldu máli má hins vegar rekja til þess, að honum er mæta vel ljóst, að hugsanagangur verkamanna er yfirleitt ein- faldur og óbrotinn. Vilji Honecker koma kenn- ingum sinum i virðulegan hugsjónalegan búning, er Kurt Hager óðfús að leggja fram aðstoð sina, en hann er menntamaður og hugmynda- fræðingur flokksins. Orðalag Honeckers er skýrara og ein- faldara en orðalag hugsjóna- mannsins Hagers, en ekki flatt né lágkúrulegt. HERMANN Rudolph blaða- manni við Frankfurter Allge- meine tókst að laumast inn i hóp flokksleiðtoga, sem voru að virða fyrir sér vörusýning- una i Leipzig i vor. Hann segir svo frá, að svipur Honeckers hafi lýst öðru og meira en „öldruðum unglingi”, en það hefir hann einmitt oft verið nefndur vegna þess, hve lengi hann hefir verið æskulýðsleið- togi i Austur-Þýzkalandi. Af myndum að dæma virðist Honecker vera ihugull maður en ekki áburðarmaður og laus við þann iskalda þótta, sem er ærið oft áberandi i fari hinna háttsettu ílokksleiðtoga. „Honecker brestur þótta”, segir Rudolph. ,,Hann kemur fram sem forgöngumaður jafningja, skyldurækinn flokksstarfsmaður, sem vill umfram allt halda vinsamlegu andrúmslofti”. PERSÓNUDÝRKUN rfkis- leiðtogans og töfrar eru Hon- ecker framandi. Hann er enn trúr jafnræðinu sem frum- reglu allrar kjörinnar forustu, eins og hann lýsti yfir á átt- unda flokksþinginu. Orð hans áttu afar vel við aðstöðu hans innan flokksins þá. En honum hefir tekizt að innleiða það margar nýjungar i aðferðum flokksins og athöfnum, að á þvi geta tæpast verið nema tvær skýringar: Annað hvort býr hann yfir nægilegu afli og áhrifamætti til að bera sigur- orð af andstæðingum sinum eða hann á orðið fáa andstæð- inga innan Einingarflokks sósialista, — en slikt er óþekkt i sögunni til þessa. Flokksmönnum Honeckers virðist geðjast mjög vel að hinum skynsamlegu vinnu- brögðum hans. Þess verður ekki vart, að Ulbricht sé sakn- að. Hann er orðinn magur og skjálfraddaður, en fær enn að afhenda verðlaun og heiðurs- merki. Honecker gerir sér þess ljósa grein, að hann á frama sinn Ulbricht að þakka. En hann er minni hugsjóna- maður en Ulbricht og jafn- framt stéttvisari. STÉTTVISI Honeckers kemur gleggst og mest fram i félagsmálastefnu hans. Mann- legar þarfir skulu ávalltsitja i fyrirrúmi i öllum áætlunum. Hann metur þarfir verka- manna meira en þarfir ann- arra. Þegar vörum er dreift ber að láta þau hverfi hafa forgang, þar sem verkamenn búa. Þau svæði eiga einnig að sitja i fyrirrúmi um byggingar- framkvæmdir. Þegar um er að ræða einka- eign ibúða ber að taka fjöl- skyldur verkamanna og barn- margar fjölskyldur fram yfir aðra. Hið sama gildir um fyr- irhugaðar umbætur á orlofi og launagreiðslur i veikindum. Hálfopinberir atvinnurek- endur, listamenn og læknar eru ekki framar forréttinda- stéttir i Austur-Þýzkalandi, heldur verkamenn. Starfs- menn samtaka þeirra og full- trúar eiga að halda áfram að njóta forréttinda. HEITA má, að allar nýjung- ar, sem Honecker hefir komið á framfæri fyrsta valdaár sitt i Austur-Þýzkalandi, miði að þvi að efla óhlutdrægni, afköst og stéttvisi. Rikiskerfið á að starfa betur en áður, en ekki að þenjast út ef hjá þvi verður komizt. Flokkurinn á að verða meira sannfærandi en áður, vera virkari aflgjafi og veita meiri leiðsögn. Þessi stefna nálgast starfsskiptingu, en Honecker leggur eigi að siður megináherzlu á eininguna inn- an sósialistarikisins. Visindi eiga að sýna meiri árangur en áður. Visinda- menn eiga þvi að auka þátt- töku sina i opinberum umræð- um. Manfred von Ardenne sagði blátt áfram i blaðavið- tali, að röng ákvörðun hjá nefnd flokksforustumanna gæti kostað rikið hundruð milljóna marka. Honecker leggur mikla áherzlu á að stjórnmálin standi visindunum ofar, ein- mitt til þess að gefa visinda- mönnunum ekki of lausan tauminn. Hið sama á við um bókmenntir og listir. Efni og aðferðir eiga ekki að lúta boð- um og bönnum, segir Honeck- er, en framandi hugmyndir eiga hins vegar ekki að njóta neins forgangs. ÞETTA eru ekki orðin tóm. Margt bendir til, að kenn- ingunum sé fylgt fram i verki. Andrúmsloftið i Austur- Þýzkalandi virðist fara veru- lega batnandi. Erfitt er að fullyrða, að hve miklu leyti þetta stafar af breyttri og bættri sambúð rfkja, eða hve mikils má sin vilji flokksfor- ustunnar til að auka afköst þjóðfélagsins og ánægju þegn- anna. Eitt er þó vist: Enda þótt margar ræður Honeckers beri vott um sáttfýsi er hann eigi að siður staðfastur andstæð- ingur hins vestræna þjóð- félagskerfis. Hann komst að raun um það meðan Weimar- lýðveldið var við lýði — og enn tilfinnanlegar þó á dögum Þriðja rikisins — að ómögu- legt er að söðla um eða komast hjá þvi að taka afstöðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.