Tíminn - 12.07.1972, Side 10

Tíminn - 12.07.1972, Side 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 12. júli 11)72 Miðvikudagur 12. júli 11)72 TÍMINN 11 Skýrsla Gunnars Guðbjartssonar á aðalfundi Stéttarsambands bænda - Mi1 FRAMLEIÐSLU - RAÐSLÖGIN Eftir aukafundinn i vetur tók nefndin, sem undirbjó frv. um Framleiðsluráðslögin, tillögur aukafundarins til yfirvegunar og umræðu. Og ákvörðun nefndarinnar varð sú, að taka þær að efni til inn i frv. Siðan var frv. sent landbúnað- arráðherra sem lagði það fyrir rikisstjórnina á nýjan leik og fékk hann heimild hennar til að flytja það óbreytt á Alþingi. Frv. var rætt nokkuð við 1. um- ræðu- i Neðri-deild Alþingis og siðan visað til nefndar. Strax kom fram á Alþingi bergmál af þeim ágreiningi, sem var hér á auka- fundinum, varðandi fóðurbætis- gjaldið. Einnig kom fljótlega fram ágreiningur um 14. 15. og 16. gr. frv. Sumum þótti 14 gr. þrengja um of valdsvið rikis- stjórnarinnar varðandi ákvörðun niðurgreiðslna vöruverðs á inn- lendum markaði. Þá kom fram gagnrýniá geymsluákvæði 15. gr. og andstaða gegn þvi ákvæði hennar að verja mætti afgangsfé útflutningsbóta til annarra verk- efna i þágu landbúnaðarins að tveim árum liðnum. Mjög mikil gagnrýni var á ákvæði 16. gr. Hvort tveggja var, að ýmsir töldu, að með þeim ákvæðum væri farið inn á verk- svið Byggðastofnunar rikisins sbr. lög um Kramkvæmda- stofnunina, sem samþykkt voru á Alþingi i vetur og einnig væri verið að binda hendur fjár- veitingavaldsins um of með þvi að ákveða fjárveitingu til þessara verkefna utan fjárlaga. Um öll þessi atriði var þrefjað og þjarkað all lengi i land- búnaðarnefnd, og við okkur í stjórninni og var orðin nokkur samstaða um sum þeirra i breyttu formi, þó ekki 16 gr. og var þá von um framgang málsins á Alþingi. En þá kom upp ágreiningur um meginefni löggjafarinnar þ.e. ákvæði 5. gr. og önnur atriði sem tengd væru henni. Það sannaðist hér eins og oft áður, að sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér”. Þegar bændastéttinni ekki auðnaðist að standa saman um þær tillögur, sem búið var að bræða i undirbúningsnefnd frv. og rikis- stjórninni, notuðu andstæðingar stéttarinnar sér það og þeim vannst timi til að finna grundvöll til að standa á og stöðva þannig allar umbætur á löggjöfinni, bændum til handa. Ég hefi margsinnis átt við- ræður við landbúnaðarráðherra um þetta mál. Sú skoðun hefur fest rætur i huga mér, að ekki sé rétt að leggja áherzlu á neina breytingu á löggjöf þessari að sinni, ef ekki verður hægt að eyða ágreiningi um 5. gr. frv. Ég tel að verði þvi ákvæði breytt verulega, svo ég tali ekki um, ef ætti að fella það niður, þá sé kippt öllum meginstoðum undan verð- lagningarákvæðunum og staða bænda yrði svo veik á eftir að einskins árangurs væri þá að vænta i kjarabótum þeim til handa. Ég tel mér skylt að skýra fundinum frá gangi þessa máls eins og hann var, svo fundurinn geti mótað afstöðu samtakanna til frekari aðgerða, ef honum sýnist svo. FRAMLEIÐSLA OG SÖLUMAL Mjólkurframleiðslan jökst á s.l. ári um 4,6%. Alls staðar er aukning, nema i Grundarfirði, en þar er litilsháttar samdráttur. Aukning varð i sölu mjólkur og mjólkurvara á inníendum markaði i öllum greinum. Mest er aukningin i smjörsölunni, 37,2% og i rjóma 23,9%. Kjötframleiðslan varð nokkru minni s.l. haust en haustið áður. Dilka- og geldf járkjötið reyndist um 167 tonnum minna og ær- og hrútakjöt358 tn. minna eða samtals 525 tn. minna i heild eða 4,7% SKRA um sauðfjárslátrun 1970 og 1971 ásamt birgðum l.sept. fyrra árs. Dilkakj. + Geldf.kj. i kg. Birgðir 1970 98.295 1971 395.024 Mism. Slátrað Útfl. 10.215.976 1.535.346 10.049.354 597.478 166.622 4- 937.868 Innl. sala Birgðir 31/12 2.178.978 6.599.245 2.969.805 6.877.095 + 790.827 + 277.850 Ærkjöt + Ilrútakjöt 1970 22.708 1971 43.338 Mism. 1.064.306 0 0.705.746 0 4- 358.560 0 382.669 703.193 415.698 + 33.029 4- 369.807 Sala innanlands jókst mjög mikið allt s.l. ár og mest þó á haustmánuðunum. Meðal sölu- aukning ársins var 26,27%. Af þessu leiddi það, að minna magn var hægt að flytja út af kindakjöti heldur en áður hefur verið eða innan við 2.000 tn. Útflutnings- kjötið fór allt til Norðurlandanna, Noregs, Sviþjóðar, Danmerkur og Færeyja , en ekkert til annarra landa. Gera má þvi ráð fyrir að þeir kjötmarkaðir sem búið var að vinna upp i öðrum löndum tapist, þegar ekkert er hægt að sinna þeim. Framleiðsla nautgripakjöts var einnig minni s.l. ár en áður. Af þessu hefur leitt að nokkur skortur er á nautgripa- og ærkjöti til vinnslu. Vinnslustöðvarnar óskuðu i vor eftir þvi að fá að flytja inn vinnslukjöt, svo þær gætu haft verkefni i sumar. Ekki hefur landbúnaðarráðuneytið treyst sér tii að verða við þeirri beiðni. Það sem af er þessu ári hefur mjólkurframleiðslan haldið áfram að vaxa og á timabilinu 1. jan. -1. júni er hún 5,48% meiri en á sama timabili fyrra árs. Sala mjólkur og mjólkurvara innan- lands hefur lika verið meiri en áður og virðist ekki hafa tekið Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda I fyrradag verulegum breytingum viö verð- hækkanir og breyttar niður- greiðslur i vetur. Kaupgeta al- mennings er svo mikil, að verð- breytingarnar hafa ekki haft sömu áhrif til samdráttar i sölu þessara vara eins og oft áður. Sama er að segja um kjötið. Þar virðist enn vera um sölu- aukningu að ræða, þó má vera að hún sé að einhverju leyti fölsk, þ.e. að kaupmenn hafi birgt sig upp fyrir 1. júní af þvi að þeir vissu að verðhækkun var i aðsigi. Söluaukn. 1. sept. - 1. júní er 22.9% miðað við sama tima fyrra árs. Augljóst er, að fyrir hverja verðhækkun örvast sala búvar- anna verulega og það er vegna birgðasöfnunar smásala og ef til vill einstaklinga. Sá galli fylgir verð1agningarkerfinu, að samningar um verðbreytingar og vinna við verðútreikninga tekur alllangan tima og þetta fréttist út meðal almennings og alveg sérstaklega til smásalanna og þeim gafst þvi timi til að birgja sig upp af þessum vörum. Þetta vinnutimabil hefur lengst, siðan verðstöðvunarákvæðin eða ákvæðin um samþykkt rikis- stjórnarinnar á hverri verð- hækkun.komu til sögunnar, þvi oft verður einhver dráttur hjá rikis- stjórninni á samþykki hennar. Með þessum hætti tekst matvöru- kaupmönnum að ná til sin tals- verðum hluta þeirra verð- hækkana sem bændur eiga að fá hverju sinni. Uppskera garðávaxta varð meiri s.l. haust en verið hefur um langt skeið. Var á haust- mánuðunum talið, að kartöflu- framleiðslan væri langt umfram neyzluþarfir þjóðarinnar. Var þvi leitað ýmissa úrræða i því máli. Ekki voru teknar i sölu nema 1. fl. kartöflur. Leitar var markaða er- lendis og var nokkurt magn kartaflna selt til b’æreyja fyrir mjög lágt verð. Reynt var að fá II. og III fl. kartöflur greiddar niður til fóðurs en án árangurs, og fleiri úrræði voru athuguð m.a. hugsanleg mjölvinnsla úr kartöflum. Nokkur brögð voru að skemmdum kartöflum og urðu einstakir framleiðendur fyrir stóráföllum af þeim sökum. Þessu veldur myglusveppur. sem kemst i sár á hýði kartaflnanna og grefur sig inn i hold þeirra og gerir það svart. Þurft hefur að fleygja allmiklu af slikum kartöflum. Mest ber á þessu, þar sem menn beita vélum og hafa mikinn vinnuhraða við upp- töku. Svo virðist sem einstakir framleiðendur leggi of mikið upp úr þvi að hafa mikið magn, en minni áherzlu á gæðin en æskilegt væri. Þá hefur heldur ekki verið almennt reynt að sótthreinsa kartöflugeymslurnar. Gera má þvi ráð fyrir, að allmikiö magn kartaflna hafi skemmzt hjá bænd- um. Svo hefur farið, að allar not- hæfar kartöflur sem nú eru s'eld- ar, þær sem á markað koma og farið er að flytja inn nýjar er- lendar kartöflur. Æskilegt væri að komið yrði á auknu öryggi um afsetningu kartaflna, þegar góð uppskeruár koma eins og var s.l. ár. NIÐURGREIÐSLUR OG UTFLUTNINGSBÆTUR A siðasta verðlagsári voru út- flutningsbætur notaðar svo til að fullu eins og lög heimila eða kr. 397.681.000.00 þ.e. 168,8 millj. á kjöt og 228.8 millj. á mjólkur- vörur. Á þessu ári eru horfur á, að verulegur afgangur verði af áætlaðri fjárhæð. Þar kemur til minni útflutningur kjöts og einnig hærra söluverð á erlendum mörkuðum. Aftur á móti mun niður- greiðslufé vegna innlenda markaðarins verða mun meira en áður, vegna stóraukinnar sölu, þrátt fyrir lækkun niðurgreiðslna á einstökum vörum við siðustu áramót um 25%, nema á smjöri og kartöflum en á þeim vöru- flokkum hefur niðurgreiðslan i krónutölu heldizt óbreytt frá verðlagningu s.l haust en þá lækkaði niðurgreiðsla kartaflna verulega. Niðurgreiðslur á einstökum vörutegundum eru nú sem hér segir: Kjöt: 1. verðfl. 2. verðfl. 3. verðfl. 4. verðfl. 5. verðfl. 6. verðfl. kr. 39.30 pr. kg. kr. 30.00 pr. kg. kr. 28.40 pr. kg. kr. 21.00 pr. kg. kr. 18.50 pr.kg. kr. 16.40 pr. kg Mjólk og mjólkurvörur: Mjólk i lausu máli kr. 12.65 pr. ltr. Mjólk i hyrnum, fernum og plastumbúðum 12.85 pr.ltr. Mjólk i flöskum 12,75 pr.ltr. Rjómi 35.00 pr.ltr. Smjör 211,60 pr. kg. Ostur 45% 60,00 pr. kg. Ostur 30% 33,00 pr.kg. Kartöflur: kr 7,84 pr. kg VERÐLAGSMAL Þegar aðalfundur Stéttarsam- bandsins var haldinn að Höfn i Hornafirði á siðasta ári var búið að ganga frá framreikningi verð- lagsgrundvallar fyrir yfir- standandi verðlagsár. Hækkun á kostnaðarlið grundvallarins var 7,3552% frá árinu áður. Hækkaði afurðaverð til framleiðenda til- svarandi, þó hækkuðu ekki ein- stakar sauðfjárafurðir nákvæm- lega i þessum hlutföllum. Gærur hækkuðu ekkert, ullin hækkaði aftur á móti verulegu meira og kjötið einnig nokkru meira en meðaltalið. Aðrar afurðir hækkuðu nákvæmlega eftir þessari prósentu. Samkomulag varð um vinnslu og dreifingarkostnað mjólkur, sem hækkaði þá um 30 aura pr. ltr. Einnig varð siðar samkomu- lag um slátur- og heildsölukostn. kjöts, sem var ákveðinn kr. 25.25 pr. kg. og hækkaði frá fyrra ári um 2.00 pr kg. Einnig varð samkomulag um aðra þætti verðlagningarinnar svo sem pökkunarkostnað kartaflna, smásöluálagningu o.fl. Þá varð samkomulag um að geymslugjald kjöts yrði 52 aurar pr. kg. á mánuði frá 1. nóv. til 31. ágúst og vaxtakostnaður á sama tima 90aurar pr. kg. á mánuði og hækkaði kjötkilóið af þessum ástæðum mánaðarlegaum kr. 1,42 pr. kg. sem rikið hefur greitt niður til viðbótar áðurgreindum niðurgreiðslum. Revkjavik við vinnuveitendur i aprilmánuði s.l. Ekki er tekið með i þessa hækkun 7% visitöluviðbót er tók gildi 1. júni hjá launþegum. Sam- kvæmt gildandi lögum verða bændur jafnan að biða þrjá mánuði eftir slikum launabótum. Við þessa verðbreytingu var meðalverð ullar hækkað um c.a. I9kr. pr. kg. eða um 53%. Er með þeirri hækkun komið nokkuð til móts við óskir bænda i þessu efni. Þessi hækkun grundvallast á greiðslu útflutningsbóta á útflutta ull, en að litlu leyti á hækkun ullarverðs til verksmiðjanna hér innanlands. Gærur stóðu i stað eins og venja er i ársfjórðungsverðbreytingum. Kjötið hækkaði aðeins minna en meðaltalið en allar aðrar vörur tóku sömu hlutfallshækkun 6,99%). Samkv. framansögðu hækkar verðlagsgrundvallarverð kinda- kjöts og veröur sem hér segir: (Timamynd —GE) Næsta verðbreyting búvöru varð um áramótin s.l. Þá varð samkomulag um að hækka vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkur um 57,25 aura pr. ltr. vegna hækkaðra vinnulauna i ný- gerðum launasamningum og lög- boðinnar styttingar vinnu- vikunnar. Þá kom einnig til framkvæmda skerðing á niðurgreiðslum rikisins eins og áður var frá greint. Næst kom til verðbreytinga 1. marz. Þá varð samkomulag um hækkun á launalið bóndans um 21% sem gerði kr. 97.692,00 og þýddi um 11% hækkun grund- vallarverðs. Þessi hækkun kom ekki á ull og gærur en hlutfalls- lega þeim mun meiri á kinda — kjötið. Þessi launahækkun batt i sér launabót til bóndans, til sam- ræmis við grunnlauna- og visi- töluhækkun launa i almennri vinnu er varð i des. s.l. Einnig launabót vegna styttingar vinnu- vikunnar og nokkuð til viðbótar, vegna tilfærslu láglaunafólks i hærri launaflokka, þar sem talið var, að hluti bænda yrði að teljast i þeim hópi. Ekki var þá tekin með i launaliðinn lenging orlofs. Gerð var hækkun á umbúða- kostnaði mjólkur um 5 aura pr. ltr. Einnig var gerð hækkun á krónu- tölu smásölulagningar sem hér segir: Á mjólkurvörum og kartöflum hækkaði krónutalan um ll%,en þó hækkaði hún á smjöri um 12% Krónutala álagningar á kjöti og kjötvörum hækkaði um 14%. Siðar varð enn verðbreyting er tók gildi 1. júni. Þá hækkaði grundvöllurinn vegna áburðar- verðshækkunar, flutnings- kostnaðarhækkunar og launa- hækkunar samanlagt um kr. 68.486,00 sem var 6,99%. Áburðurínn hækkaði um 13,05% flutningsliðurinn um 19,41% og launaliðurinn um 8,92%. 1 hækkun launanna er 4% grunnlaunahækkun, 0,85% visi- töluhækkun frá 1. marz 1,24% hækkun vegna lengingar orlofs og 2,85% vegna tilfærslu á milli launaflokka o.fl. til samræmis við launabreytingarnar, samkvæmt sérsamningum Dagsbrúnar i 1. verðfl. 2. verðfl. 3. verðfl. 4. verðfl. 5. verðfl. 6. verðfl. kr. 121,12 kr. 106,20 kr. 82,06 kr. 51,32 kr. 42,08 kr. 35,09 Ber sláturleyfishöfum að hafa þetta i huga við endanlegt upp- gjör til bænda á komandi hausti. Hækkaður var pökkunar- kostnaður kartaflna um 20 aura pr. kg. Vinnslu- og dreifingar- kostnaður mjólkur um 75 aura pr. ltr. og er hann nú orðinn 8.12,25 pr. ltr. mjólkur. Þá var einnig samþykkt 7% hækkun krónutölu smásöluálagningar. Allar þessar hækkanir á milliliöakostnaðinum eru vegna launahækkana, sem orðið hafa i vetur. Fulltrúar smásöluverzlana hafa sótt mjög á um að fá meiri hækk- un á smásöluálagningu en leyfð hefur verið, þar á meðal fulltrúar kaupfélaganna. Þessir aðilar hafa fært sterk rök að nauðsyn slikrar hækkunar. Kaupfélögin geta ekki notið ágóða af þvi að birgja sig upp áður en verð- hækkanir verða eins og kaup- menn gera, þvi þau eru yfirleitt heildsöluaðilar búvaranna lika og þeirra aðstaða er þvi að þessu leyti önnur en kaupmannanna. Nú hefi ég fengið bráðabirgða- tölur frá Hagstofu Islands um framreikning verðlagsgrundvall- ar i öllum greinum eins og verð- lag og kaupgjald var 1. júli s.l.. Sýnirsá framreikningur lækkun á kjarnfóðurverði frá fyrra ári um 9% en hækkun á öllum öðrum lið- um nema áburðarliðnum, sem er óbreyttur eins og frá honum var gengið 1. júni. Hækkanir skv. þessum fram- reikningi nema, miðað við haust- grundvöll i fyrra ca. 5,7%. Og eru þá hækkanir alls á grundvellinum frá fyrra ári um 24,45% Stjórn Stéttarsambandsins ákvað á s.l. vori að segja grund- vellinum upp frá 1. sept n.k. og óskaði breytinga á honum i sam- ræmi við samþ. aðalfundar I fyrra. Þá er einkum haft i huga að fá breytt magntölum kjarnfóðurs og áburðar-fjármagnsliðnum o.fl. Búizt var við þvi i vor, þegar þessi ákvörðun var tekin, að frv. um Framleiðsluráð yrði samþ. á Alþingi og að fært mundi vera að koma við samningum um lækkun eða niðurgreiðslu á rekstrarliðum o.fl., þannig að bændur gætu fengið kjaraþætur án þess að verðlagið til neytenda hækkaði að sama skapi. Nú verður það ekki og má þvi búast við ýmiskonar erfiðleikum eins og áður með að fá eðlilegar leiðréttingar. Búið er að ráða mann til Framleiðsluráðs land- búnaðarins, Guðmund Sigþórs- son, búnaöarhagfræðing, til þess m.a. að vinna að upplýsingaöflun i sambandi við verðlagsmálin. Nú eru uppi ráðagerðir hjá i stjórnvöldum um að koma á ! timabundinni verðstöðvun . Er það talið nauðsynlegt til að út- flutningurinn sigli ekki i strand. , Ekki er hægt að segja að slik að- ! gerð þó svo að hún sé þjóðfélags- lega nauðsynleg, komi vel við bændur ntk þegar i hönd fer samningsgerð hjá þeim til tveggja ára, en aðrar stéttir eru búnar að ná með tveggja ára samningum umtalsverðum kjarabótum. Ég mun gera verð- lagsnefnd fundarins grein fyrir þessum málum eins og efni standa nú til. FRAMLEIÐSLURAÐ 25 ÁRA Hinn 1. júli s.l. hafði Fram- leiðsluráð landbúnaðarins starfað i 25 ár. Lögin um Framleiðsluráð voru samþykkt á Alþingi 1947 og staðfest i júnimánuði það ár. Segja má, að með þeirri laga- setningu hafi verðlags- og sölu- mál landbúnaðarins fengið fast form og ákveðið markmið. Bænd- um var ætlað með þeirri laga- setningu að fá tryggðar sambæri- legar tekjur við aðrar stéttir. Einnig var tryggt i meginatrið- um, að bændur fengju sama verð fyrir sams konar vöru komna á markaðsstað. Og verulegt átak var gert til að nýta skipulega all- an markað i landinu og koma um- fram framleiðslu til sölu á erlend- an markað. Ekki ætla ég að fara að rekja störf Framleiðsluráðsins hér né heldur meta það, hvernig eða hversu vel markmiðum laganna hafi vérið náð i einstökum atrið- um. f Arbók landbúnaðarins, sem kemur út i sumar eða i haust munu verða rakin i grófum drátt- um störf Framleiðsluráðs og þró- un verðlagsmálanna. Ekki verður um það deilt,að áhrif þeirrar löggjafar á þróun is- lenzks landbúnaðar eru mjög mikil. Um það má aftur á móti deila hvort löggjöfin hafi veitt svigrúm til nauðsynlegra aðgerða á ýmsum sviðum, þar sem þjóð- lifsbreytingar hafa verið m jög ör- ar á þessu 25 ára timabili. Ætlun- in var að gera löggjöfina sveigjanlegri með þeim breyting- um, sem settar voru fram i frv. sem lá fyrir siðasta Alþingi. Mér finnst að allmargir bændur og raunar alþingismenn lika hafi ekki skilið þetta og ekki veitt þvi athygli, hversu miklar breytingar fólust i frumvarpinu. Nauðsynlegt er, að slik löggjöf sem þessi taki breytingum i sam- ræmi við breyttar þjóðfélagsað- stæður og i samræmi við kröfur nýrra tima, þó megin markmiðin hljóti jafnan að vera þau sömu. Ég fjölyrði ekki meir um þetta. Ég þakka stjórn Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráði og öllum starfsmönnum samtakanna fyrir ágætt samstarf á liðnu ári og óska fundinum heilla i störfum sinum. Magnús Magnússon Ritstjóri bókaflokks um fornleifafræði Eftir Hearst, stórmógul i blaðaheiminum, eru höfð þessi orð: ,,Ég vil láta skrifa um þrennt: Kvenfólk , peninga og fornleifafræði.” Vegur fornleifa- fræðinnar hefur þó aukizt stórlega siðan þetta var sagt, og þar má benda á, að timarit, sem eingöngu fjalla um fornleifafræði, hafa náð mikilli almenningshylli á Norðurlöndum. Magnús Magnússon er sjón- varpsmaður og blaðamaður. Hann segir, að góðir blaðamenn verði að vera fæddir með þeim hæfileika að geta sagt sögu — forvitnin verður að vera þeim i blóð borin, og þeir verða að hafa gaman af þvi að miðla öðrum af uppgötvunum sinum. Og nú hefur Magnús tekið að sér ritstjórn bókaflokks, sem fjalla um fornleifafræði. Fyrstu bækurnar þrjár eru þegar komnar út: Eins konar aðfararrit eftir Magnús sjálfan, rit um bibliulöndin eftir Ronald Harker og bók um Egyptaland eftir T.G.H. James. Næstu tvær bækur koma út um jólin, önnur þeirra eftir Magnús um sókn vikinganna vestur á bóginn. Fyrirhugað er, að siðan komi tvær til þrjár bækur á ári. Þegar skrifa skal bækur handa almenningi um slikt efni, er eitt, sem gildir: Að finna þá menn, sem geta brúað bilið milli vísind- anna og þess ritháttar, sem fellur alþýðu manna i geð. Þetta er það verkefni, sem Magnúsi hefur verið falið að leysa — að matreiða og fá aðra til þess að matreiöa forna vitneskju um lif og hætti fólks á þann veg, að sem flestum þyki lystugt. Takist það, er enginn hörgull á lesendum. Þeir, sem gefa sig þessu verk- efni á vald, hrifast sjálfir, enda gætu þeir ekki leyst þaö af höndum án þess. „Þegar ég hélt á þessum steini i lófa mér”, segir Magnús á einum staö I inngangs- riti sinu,” fann ég hvernig eftirvæntingin hrislaöist um mig. Og enn finn ég það. Hann var eins og nokkurs konar tlmavél, sem flutti mig á einu andartaki langt aftur i aldir inálægöog nána snertingu við fólk, sem lifað hafði og dáið i þessum vallgrónu rústum”. „Við horfum til baka”, segir hann enn fremur, „af þvi að þar er sæði framtiðarinnar”. Þar er þess að leita, hvað við mennirnir erum i raun og veru, hvernig við höfum barizt i bökkum og hvernig við höfum orðið það, sem við erum. Það fylgir þvi jafnmikil eftirvænting og nautn að finna leifar horfins menningarskeiðs og að komast til Mars. Þeim, sem það tekst, hefur fallið mikið i skaut, hvort sem hann hefur notað til þess graftól, eða önnur meðöl. Með þvi er lifi blásið i nýjan þátt sögunnar, og þó að það séu munir, sem slikir menn finna i jörðu, eða leifar muna og mannvirkja, þá er i raun og veru verið að vekja þá upp frá dauðum, er lengi hafa sofið. Fornleifafræðin er full af leyndardómum: Hvers konar fólk var þetta — hvers vegna haföist það hér við — hvers vegna dó þaö frá öllu, kannski skyndilega og margt samtimis? Þannig vaknar spurning af spurningu. Og imyndunaraflið fær sitt svigrúm hugkvæmnin gengur I lið með visindalegri þekkingu. 1 frásögnum enskra blaða' af þessari fornfræðiritaútgáfu er vitnað til þess, að Magnús sé Islendingur að uppruna, þótt hann hafi alizt upp og lengst af dvalizt i Skotlandi, og honum sé fornöld tslendinga og forsaga þeirra mjög ofarlega i huga, og það þykja að sjálfsögðu heidur betur tiðindi þar I landi, aö þekkjast skuli með nafni fjöldi bænda og búaliðs, er uppi var fyrir þúsund árum, og hverjir áttu heima um skeið I sögualdar- bænum að Stöng. Sjálfur segir Magnús: „Hvers vænta fornleifa- fræðingar af fornleifafræðinni?” spyr hann. „Nú á dögum leikur þeim ekki slzt hugur á aö vita, á hverju þessar löngu liðnu kynslóðir nærðust, hvernig þeir höguðu viöskiptum sinum og hvenær búskapur hófst og á hvern hátt.” pll

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.