Tíminn - 12.07.1972, Qupperneq 16
y Umsjón: Alfreð Þorsteinsson
Agnst skóp hinn rétta
landskeppnisanda
Islenzku unglingarnir veittu dönskum allharöa keppni í ílestum greinum - fyrri dagur 64:42
Agúsit Agústsson, fyrirliöi islenzka liðsins, sigraöi i 800 m hlaupi. Hann
tók geysilegan endasprett og sigraöi örugglega. (Tímamynd Róbert)
tm
Kriörik Þór Óskarsson, sigraöi i
langstökki. stökk 0,02 m.
(Timamynd Kóbert)
ÖK-Keykjavik.
islen/.ku unglingarnir tóku for-
ystu eftir fyrstu grein lands-
keppninnar viö I)ani á l.augar-
dalsvellinum i fyrrakvöld. Þetta
var jal'nframt fyrsta landskeppni
þjóöanna i þessari grein, þar sem
keppt er meö venjulegu lands-
keppnisformi, tveir frá hvorri
þjóö i hverri grein.
Borgþór Magnússon tók forystu
i hlaupinu og lengdi stöðugt bilið i
mark og timi hans 15,0 sek. er
sá sami og islenzka unglinga-
metið og bezti timi lslendings i
ár.
Vilmundur Vilhjálmsson réði
ekki við hina ágætu dönsku
spretthlaupara i 100 m. hlaupinu,
enda hai'a þeir hlaupið á 10.9 sek.
Axel Mathiesen sigraði örugglega
á 10,9 og Ole Lysholm tryggði tvö-
faldan danskan sigur.
Alnafni skákmannsins fræga
Bent Larsen var sterkastur i
kúluvarpinu, varpaði 13,40 m.
sem nægði til sigurs, en allir
keppendur nema Grétar voru
langt frá sinu bezta. Utkoman i
kúluvarpinu verður þó að teljast
góð. Grétar Guðmundsson varð
annar og Guðni Halldórsson
þriðji. Betra en búizt var við.
Annar islenzkur sigur kom i
langstökkinu, en Friðrik Þór
Óskarsson tók forystu strax i
fyrsta stökki, 6,92 m. og það
nægði til sigurs. Daninn Peter
Johan sen, sem stokkið hefur
yfir 7 metra varð að láta sér
nægja annað sætið.
Mestir voru yfirburðir Dana i
300 m. hlaupinu, en langhlaupin
hafa ávallt verið veikasta grein
islenzkra frjálsiþróttamanna.
Þórólfur Jóhannsson frá Akur-
eyri kom þó á óvart, en hann
sigraði Einar Óskarsson og varð
þriðji Þórólfur er enn i sveina-
flokki, þ.e. verður 16 ára á þessu
ári. Henn er mikið efni.
Mikil barátta var i 400 m
hlaupinu milli Vilmundar og
Dananna, sem lauk með sigri
Westergaard, sem hljóp á sinum
bezta tima i sumar og það gerði
Vilmundur einnig , 51 sek. Vil-
mundur getur betur, en hann
hefur ekki gengið algerlega heill
til skógar undanfarna daga.
Kringlukastið olli töluverðum
vonbrigðum, Danir unnu tvö-
faldan sigur en vonazt hafði verið
til þess.að Óskar Jakobsson yrði
a.m.k. annar. En hvorki hann né
Guðni Halldórsson náðu sér á
strik og voru langt frá sinu bezta.
Anægjulegasta grein kvöldsins
var 800 m. hlaupið, Danirnir
Karsten Jensen ogSvendMalchau
héldu forystunni fyrstu 600 m. og
hraðinn var fremur lélegur. Það
var auðséð, að þeir ætluðu sér að
sigra Agúst Asgeirsson, fyrirliða
islenzka liðsins á taktik. En Ágúst
kunni ráð við þvi, þegar rúmir tvö
hundruð metrar voru i mark, tók
hann geysilegan endasprett og
áður en Danirnir höfðu áttað sig
var hann kominn næstum 10
metrum framúr, og þótt Jensen
reyndi allt hvað af tók, að ná
fyrirliða islenzka liðsins, tókst
það ekki og hann sigraði á sinum
bezta tima, 1:56,2 min. við gifur-
legan fögnuð áhorfenda. Svona
eiga 800 m. hlaup að vera!
Hástökkið var jafnt og
skemmtilegt. Elias stökk aðeins
1,75 m. en hann hefur átt við
meiðsli að striða og hefur ekki
náð sér enn. Karl West var aftur á
móti i essinu sinu, sigraði lakari
Danann auðveldlega og háði
harða baráttu við Peter Johansen
um sigurinn. Þeir stukku báðir
1,95 m. og voru jafnir. Það er
jafnframt bezti árangur Karls,
sem átti bezt 1,90 áður. I auka-
stökkum um fyrsta sætið sigraöi
Jóhansen eftir mikla baráttu.
Danir sigruðu auðveldlega i
4x100 m. boðhlaupi og timarnir
voru slakir.
Staðan að loknum fyrri degi er,
— Danir 64 stig og Islendingar 42.
Aðeins lakara en við hér á
Timanum höfðum spáð.
Spá okkar brást fyrst og fremst
i kringlukasti.
llOm.grindahlaup: (St)
Borgþór Magnússon 1 15,0
Karl A. Jörgensen D 15,8
Peter Johansen D 15,9
Magnús G. Einarsson 1 19,5
100 m. hlaup:
Axel Mathiesen D 10,9
Ole Lysholm D 11,2
Vilmundur Vilhjálmsson I 11,4
Hannes Reynisson 1 11,8
Kúluvarp:
Bent Larsen D 13,40
Grétar Gúðmundsson I 13,04
Guðni Halldórsson 1 12,90
Michael Henningsen D 12,71
Langstökk:
Friðrik Þ. Óskarsson I 6,92
Peter Johansen D 6,83
Erling Hansen D 6,54
Karl West I 5,96
3000 m hlaup:
Bjarne Peterson D 8:42,6
Per Bagge D 8:48,6
Þórólfur Jóhannsson I 9:21,8
Einar Óskarsson 1 9:33,0
400 m. hlaup:
Bo Westergaard D 50,8
Vilmundur Vilhjálmsson 1 51,0
Lars Ingemann D 51,9
Borgþór Magnússon I 54,2
Kringlukast:
Erling Hansen D 41,44
BentLarsenD 40,93
Óskar Jakobsson I 38,32
Guðni Halldórsson 1 36,47
800 m hlaup:
Agúst Asgeirsson I 1:56,2
Carsten Jensen D 1:57.1
Svend Malchau D 2:02,8
Böðvar Sigurjónsson 1 2:05,8
4x100 m. boöhlaup:
Danmörk 43,3
CAksel Mathisen, Bjarne Lund-
gaard, . Ole Lysholdt, Helge
Svenningsen)
tsland 45,0
fVilm. Vilhj., Elias Sveinss. Bor-
þór Magnúss., Friðrik Þ.)
Hástökk:
Peter Johansen D 1,95
Karl W. Fredriksen I 1,95
Gert H. Nielsen D 1,85
Elias Sveinsson I 1,75
Fjr'rsla landskeppni stnlkna:
Lára setti met í 100 m grind!
OE—Reykjavik.
Islenzkar stúlkur, sem nú
þreyttu sina fyrstu landskeppni.
stóðu sig eftir atvikum vel, enda
eru danskar stúlkur og hafa verið
framarlega i frjálsum iþróttum.
Af átta greinum, sem keppt var
i unnu dönsku stúlkurnar tvöfald-
an sigur i helming þeirra. Varla
Ilér á myndinni sést Lára Sveinsdóttir koma i mark rétt á eftir Súsönnu, 1100 m grindahlaupi. Lengst til
vinstri er Lisalotte, sem varö þriöja. (Timamynd Róbert)
er hægt að segja, að um yfir-
burðasigur hafi verið að ræða
nema i einni grein, kringlukast-
inu. ÞarnáðiAase Jensen ágætum
árangri, kastaði 42,16 m.
Lára Sveinsdóttir stóð sig bezt
islenzku stúlknanna, varð önnur i
tveimur greinum, 100 m grinda-
hlaupi og i 200 m hlaupi, en i fyrr-
nefndu greininni setti hún nýtt
islenzkt met, hljóp á 15,2 sek. Hún
var aðeins hársbreidd frá sigri i
báðum greinunum. Lára er i stöð-
ugri framför og EF hún heldur
áfram á þessari braut verður
gaman að sjá hana á næstá ári.
Ragnhildur Pálsdóttir stóð sig
og með ágætum i 800 m hlaupinu,
hin hálfislenzka Loa Ólafsson
sigraði að visu i hlaupinu og hljóp
mjög vel, en Ragnhildur tryggði
annað sætið og var aðeins hálfa
sekúndu frá Islandsmetinu, hljóp
á 2:22,5 min. Lilja Guðmunds-
dóttir náði og sinum bezta tima.
Ólöf ólafsdóttir var þriðja i
spjótkastinu og náði sinum lang-
bezta árangri 34,30 m. Hún var
óheppin, eða þær dönsku heppn-
ar, þvi að Aase Jensen, sem varð
önnur, kastaði nákvæmlega jafn-
langt, en næstbezta kast hennar
var betra.
1 4x100 m boðhlaupi setti
islenzka boðhlaupssveitin lands-
sveitarmet, hljóp á 50,1 sek.
100 m grindahiaup:
Susanna Flensborg D 15,1
Lára Sveinsdóttir I 15,2
Liselotte Hansen D 16,1
Kristin Björnsdóttir I 16,5
Kringlukast:
AaseJensenD 42,16
AnneJensenD 35,70
Guðrún Ingólfsdóttir I 29,64
Ólöf ólafsdóttir 1 25,88
400 m hlaup:
Tone Kyhn D 59,1
Britta Kalund D 59,8
Ingunn Einarsdóttir I 61,7
Björn Kristjánsdóttir 1 64,4
AnniMöllerD 64,7
800 m hlaup:
LoaÓlafssonD 2:18,8
Ragnhildur Pálsdóttir 1 2:22,5
Hanne Rothhausen D 2:24,0
Lilja Guðmundsdóttir 1 2:28,6
200 m hlaup:
Lisbeth Nielsen D 26,1
Lára S v einsdóttir 1 26,3
Tone Kyhn D 26,6
Kristin Björnsdóttir I 27,5
Spjótkast:
AnneJensenD 39,39
AaseJensenD 34,30
Ólöf ólafsdóttir I 34,30
Svanbjörg Pálsdóttir I 32,04
Langstökk:
Liselotte Hansen D 5,51
Solveig Hansen D 5,39
Hafdis Ingimarsdóttir 1 5,34
Sigrún Sveinsdóttir 1 5,23
1x100 m. boöhlaup:
Danmörk 49,4
TLisbeth Nielsen, Anni Möller,
Tone Kyhn, Britta Kalund)
Island 50,1
(Lára Sveinsdóttir, Sigrún
Sveinsd., Hafdis Ingimarsd.,
Kristin Björnsd.)