Tíminn - 12.07.1972, Síða 19
Miðvikudagur 12. júli 1972
TÍMINN
19
Bráðabirgðalög Farfabt.al,d
stig. skal oinnig lia-tt það, sem
mnti ani or.
Á blaöamannat'undinum sagði
forsætisráöherra m.a.:
..Bráöabirgðalög þessi eru sett
til þess að freista þess að stöðva
þá þróun vixlhækkanaverðlags og
kaupgjalds, sem nú virðist blasa
við. ef ekkert verður að gert.
Eins og kunnugt er hækkaði
kaupgreiðsluvisitalan og þar með
verðlagsuppbót á laun um nær 8
stig (úr 109,3 f 117,0) hinn 1. júni
s.l. Samvkæmt siðustu áætlunum
Hagstofu lslands má búast við, að
kaupgreiðsluvisitalan myndi að
öllu óbreyttu hækka um 5,5 til 6
stig hinn 1. september n.k. Þær
kostnaðarbreytingar, sem þessu
fylgja, yrðu útflutningsatvinnu-
vegunum þungar i skauti, enda
benda áætlanir til þess. að
afkoma sjávaútvegsins standi i
járnum þegar við núverandi
kostnaðarlag (K-visitala = 117)
án þess að tillit sé tekið til þeirrar
aflaminnkunar frá fyrra ári, sem
nú virðist liklegust. Auk þess
mvndu slikar breytingar launa án
efa kalla fram frekari
verðhækkunarkröfur hjá þeim
atvinnugreinum, sem eiga sér
einkum markað innanlands: og
þar með héldi áfram sá varhuga-
verði vixlgangur verðbólgunnar,
sem fyrr eða siðar hlyti að grafa
undan afkomu atvinnuveganna,
valda vaxandi halla i viðskiptum
þjóðarinnar út á við og tefla
atvinnuörvggi og þar með fram-
búðarhagsmunum almennings i
tvisýnu.
Rikisstjórnin hefur að undan-
lörnu rætt leiðir til lausnar þessa
gamalkunna og margslungna
vanda og hefur i þvi sambandi
tekið upp viðræður við aðila
vinnumarkaðarins, enda er ljóst,
að án samráðs og samvinnu við
þá er vart hægt að búast við
árangri á þessu sviði.
ör vöxtur tekna og eftirspurnar
hefur einkennt þróun efna-
hagsmála undanfarin misseri og
á siðustu mánuðum hefur gætt
mikils þrýstings á allt verðlag og
framleiðslukostnað. Hér fléttast
margt saman: ört vaxandi
eftirspurn heima fyrir i kjölfar
mikilla grunnkaupshækkana i
árslok 1971, gengishækkanir
helztu viðskiptalanda okkar i
Evrópu, skattbreytingar o.fl. öll
þessi atriði hniga til
verðhækkunar, sem svo magnast
i núgildandi kerfi visitölu-
bindingar kaupgjalds. Hér er um
flokið samhengi að ræða og mikil
þörf á að kanna allar aðstæður og
horfur svo rækilega sem frekast
er kostur, ef leita á varanlegri
úrræða en til þessa hafa fundizt.
Af þessum sökum þótti rikis-
stjórninni rétt að gripa til tima-
bundinna efnahagsráðstafana
meðan á itarlegri könnun
vandans stæði. Hugmyndir þær
um bráðabirgðaráðstafanir, sem
hér fá ákveðið form i bráða-
birgðalögum, höfðu áður verið
kynntar samtökum launþega,
bænda og vinnuveitenda”.
Ráðstefna sambandsstjórnar
Alþýðusambands Islands og
stjórnar allra svæðasambanda
innan þess og formanna sérsam-
bandanna fjallaði um efni bráða-
birgðalaganna og samþykkti
samhljóða ályktun með öllum
atkvæðum, þar sem Segir m.a.:
..Ályktar ráðstefnan, að þeir
aðilar, sem að henni standa, láti
umræddar aðgerðir óátaldar af
sinni hálfu, en leggja hins vegar
áherzlu á,að i þeirri afstöðu felst
ekkert afsal neinna þeirra
réttinda eða kjarabóta, sem i
gildandi kjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins felast”.
Aðalfundur Stéttasambands
bænda fjallaði um efni bráða-
birgðalaganna á fundi sinum 10.
þ.m. og gerði m.a. svohijóðandi
samþykkt þar um:
..Lætur aðallundurinn óátalið
þótt gerð nýs verðlagsgrund-
vallar sé frestað fram til næstu
áramóta, enda verði bændum
tryggt það verðlag. sem felst i
lramreiknuðum v e r ð 1 a g s -
grundvelli samkvæmt gildandi
reglum miðað við j. september
n.k.”
Jaínframt hefur meginefni
bráðabirgðalaganna verið kynnt
fulltrúum frá Vinnuveitenda-
sambandi tslands og Vinnumála-
sambandi Samvinnumanna.
Stórn Vinnuveitendasambands
Islands hefur komið saman til
fundar og gert ályktun, þar sem
fagnað er ráðstöfunum gegn
verðbólgunni en lýst andstöðu við
það ákvæði bráðabirgðalaganna
að veita hverjum verðlags-
nefndarmanni neitunarvald.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
‘ ráðherra, sagðist lita svo á, að
viðbrögð allra þessara aðila væru
jákvæð. Ályktanir ASt og Stéttar-
sambands bænda hefðu verið
samþykktar samhljóða. Þannig
yrði hann að telja, að viðtæk sam-
staða hafi náðst um þessar
aðgerðir rikisstjórnarinnar, en
mest væri þó um vert, að það
svigrúm, sem þær veittu, mætti
nýtast sem bezt til þess að finna
varanlegri úrræði.
Meginviðfangsefnið i efnahags-
málum á næstu mánuðum. sagði
ráðherrann, verður að hemja
þrýsting eftirspurnar á verðlag
og framleiðslukostnað, tryggja
afkomu atvinnuvega og greiðslu-
stöðu landsins gagnvart
útlöndum. Með bráðabirgða-
lögunum er spyrnt við fótum gegn
verðbólguþróuninni með það fyrir
augum, að ná sem beztum tökum
á þessu mikilvæga viðfangsefni.
Þjóðin hefur búið við mikið
góðæri síöustu tvö til þrjú ár.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
heimilanna jókst um meira en
16% á árinu 1971 og útlit er fyrir
svipaða aukningu í ár. Vöxtur
þjóðartekna var 12 til 13% á árinu
1971, en varla er að vænta meiri
aukningarþjóðartekna i ár en 6 til
7%.
Þótt- slikur vöxtur þjóðartekna
sé að visu mikill, hvort sem er á
alþjóðlegan mælikvarða eða
samanborið við okkar fyrri
reynslu, er ljóst, aö útgjaldafyrir-
ætianir þjóðarinnar i heild stefna
fram úr þessari aukningu. Þessi
munur á aukningu eftirspurnar
og framleiðslu felur i sér mikið
vandamál og hér er án efa að
finna nokkra undirrót þeirrar
verðþenslu, sem gætt hefur i
landinu á siðustu mánuðum. Eigi
að koma i veg fyrir, að þessi
þróun auki verðbólgu og
greiðsluhalla viðútlönd og valdi á
endanum tekjuskerðingu hjá
almenningi, er nauðsynlegt að
snúast við vandanum nú þegar á
skipulegan hátt, en hann er að
tryggja farsælt jafnvægi i þróun
þjóðarbúskaparins: jafnvægi
milli mismunandi markmiða og
hagsmunahópa.
Ólafur sagði, að þessi bráða-
birgðalög og ráðstafanirnar, sem
þeim fylgdu, væru byggðaráspá.
Ef þeir útreikningar, sem liggja
til grundvallar og sparnar
stæðust , þá væri það ekkert sem
launþegar gæfu eftir eða tæku á
sig.
Það er stefnt að þvi, að reyna
að halda kaupgreiðsluvisitölunni i
117 stigum en fari hún yfir 119,5
stig og fari að halla á launþega fá
þeir það bætt, sem umfram er
119,5 stig.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um það enn, hvaða fram-
kvæmdir verða skornar niður
skv. heimild bráðabirgðalaga-
nna. Ákvörðun um það verður
tekin i samráði við undirnefnd
fjárveitinganefndar, en forsætis-
ráðherra sagði, að fyrir valinu
yrðu þær framkvæmdir, sem
hvort eð er yrði ekki i ráðizt á
árinu annað hvort vegna þess að
undirbúningi að þeim er ekki
lokið, eða vinnuafl til þeirra
skortir.
Ráðherrann svaraði ýmsum
spurningum fréttamanna á
fundinum og verður nánar rætt
um þær siðar.
Ráðskona
L’ng kona með 3 börn óskar eftir vinnu á góðu heimili í
sveit eða kaupstað. Góður skóli æskilegur i nágrenni. Til-
boð merkt: Rómar 1334 sendist afgreiðslu Timans fyrir 1.
ágúst.
Robby Kiselier luigsar djúpt — en þó ekki nægilega djúpt. þvi skákin fór i bið og verður tefld á ný kíukk
an 17 i dag. (I.jósm. SSÍ — llelgi Sveinbjörnsson.)
Einvígið
Kramhald
af bls. 3.
fyriralla. Reyndar hefði einvigis-
málið lengi verið tvísýnt, en þó
ótrúlegt væri þá heföu Skáksam-
bandsmenn i rauninni aldrei
verið hræddir að ráði
Guðmundur sagði, að það færi
ekki á milli mála, að það þyrfti að
lagfæra nokkur atriði i höllinni og
yrði reynt að gera það fyrir riæstu
umferð.
Guðjón Ingvi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri SSt sagði, að
umgangur væri meiri i höllinni,
en búizt hefði verið við. T.d. leti
mjög hátt i harmónikustólnum,
sem væru næst veggnum og kæmi
jalnvel til greina að fjarlægja þá.
Sagði Guðjón, að þeir hjá
Skáksambandinu væru nú allir
katir og hressir, enda engin
furða, þar sem máiið væri komið i
höfn eftir 7. mánuði.
Yfirdómarinn Lothar Sehmidt,
sem varð að fara til Þýzkalands
vegna veikinda sonar sins fyrir
helgina, kom til landsins i tæka
tið i gær, og var hann þvi yfir-
dómari i 1. umferðinni i stað
Guðmundar Arnlaugssonar,
aðstoðardómara.
dráttarvél
MF
Massey Ferguson
}
i
Áratuga dygg þjónusta við bændur í flestum
löndum heims hefur gert Massey Ferguson að sígildri
dráttarvél.
Vegna útbreiðslunnar eru landbúnaðartæki um
allan heim hönnuð með Massey Ferguson í huga. Eigendur
MF þurfa því ekki að hafa áhyggjur þótt ný tæki komi á
markaðinn. Tengingarnar passa. Þess vegna er Massey
Ferguson örugg fjárfesting.
Traust þjónusta og rómuð ending tryggja hátt
endursöluverð. ..
MF
• Massey Ferguson er léttbyggð og kraftmikil. þrítengibeizli eða dráttarkrók.
• Hún er aflmest ailra dráttarvéla miðað við þyngd. •Kraftmikil Perkins dieselvólin er sérstaklega gangörugg
Jarðvegsþjöþpun helzt þvi í lágmarki. hvernig sem viðrar, og fjölbreyttur tæknilegur búnaður
•Hin mikla dráttarhæfni MF fæst með þungatilflutningi á tryggir mikil vinnuafköst.
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS