Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur 2. ágúst 1!)72 TÍMINN QOqb Hún talar líka japönsku Kurt Vonnegut segir i bók sinni Sláturhús 5, að stúlkan Montana hafi augnhár eins og svipur. betta er mynd af henni Valerie Perrine, sem valin var til þess að fara með hlutverk Montönu i myndinni, sem gerð var eftir bókinni. Ekki eru augnhárin alveg eins mikil og lýst er, en þrátt fyrir það hlaut myndin sérstök verðlaun i Cannes. Valerie var valin úr hópi 200 stúlkna, sem til greina komu i hlutverkið. Meðal þess, sem telja má henni til kosta, er, að hún talar japönsku reip- rennandi. ' Brynner konungur Yul Brynner og Samantha Eggar fara með aðalhlutverkin i sjónvarpsmyndaflokki, sem nú er veriö að gera i Bandarikjun- um. Brynner leikur kónginn og Samantha ungu kennslukonuna ☆ i Anna og konungurinn af Siam. Búizt er við, að þau eigi bæði eftir að fá milljón króna fyrir leik sinn i þessum sjónvarps- myndaflokki, þvi hann eigi eftir að vera mjög vinsæll og verða sýndur um öll lönd. Ileim með peningana Mick Jagger, einn þeirra, sem leikur i hljómsveitinni The Rolling Stones fer senn að flytja til Englands aftur, en á siðasta ári fluttist hann búferlum suður á Riveruna með öðrum úr Rolling Stönes. Astæðan er sú að hljómsveitin hafði fengið dálag- lega greiðslu fyrir siðustu hljómplötu sina, eina milljón enskra punda, og til þess að losna við að greiða skatt af þessari fjárhæð fluttust hljóm- sveitarmennirnir úr landi. Hér sjáið þið Mick Jagger og Bianca konu hans, sem flytur nú heim aftur með manni sinum DENNI DÆMALAUSI bá cr ég kominn aftur. betta er ekki stór heimur, hr. VVilson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.