Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 1
S/tötío/M^aA. A./
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
v
«/
Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrú, Hallddra, viö athöfnina í gær. Timamynd: Gunnar
Gróðurbreytingar á Hornströndum
Blómabreiður neðan frá
sjó upp í 200 metra hæð
— Þetta cr fjórða ferðin, sem ég
fer á sex árum á eyðislóðirnar
þarna vcstra, sagði Eyþór
Einarssí-n grasafræðingur við
Timann i gær, er við spuröum
hann um siöustu .Iornstrandaför-
ina, er hann er nú nýkominn úr.
Við fórum þetta tveir háskóla-
kennarar, ég og Þorsteinn Þor-
steinsson frá Húsafelli með
náttúrufræðingana nýútskrifuðu
og nokkra fieiri, alls átján manns.
Fyrst og fremst var þessi ferð
farin til þess að huga að gróðri og
leita jurta, en nokkrir úr hópnum
fengust þó við fuglaskoðun. Fóru
sumir i Hrafnsfjörð og þaðan yfir
i Furufjörð, en aðrir i Veiðileysu-
fjörð og yfir i Hornvik, Látravik
og Hrolleifsvik. Nokkrir komust i
Rekavik og Hælavik.
Gifurlegar breytingar
hvarvetna á láglendi
Sléttuhreppur’og Grunnavikur-
hreppur hafa nú verið svo lengi i
eyði, að senn hefur gróðurrikið
fengið það yfirbragð, er ber mjög
keim af ósnortnu landi.
Auðvitað vitum við ekki, hvern-
ig gróðurfari hefur verið háttað á
þessum slóðum, áður en menn
komu þangað, sagði Eyþór, en
hitt blasir við augum, að miklar
breytingar hafa orðið á gróðri á
slóðum siðan mannabyggð féll
þar niður. Þarna er engin beit
framar, og allar jurtir, sem þar
dafna, ná að þroskast og fella fræ.
Þessar breytingar blasa við
augum á láglendi og mýrum og i
hliðum fjalla, og það vekur sam-
stundis athygli hvers manns, hve
mikilli útbreiðslu ýmsar blóm-
jurtir hafa náð, einkum blágresi
og sóley. Viöa eru samfelldar
blómabrekkur neðan úr flæðar-
máli og upp i tvö hundruð metra
hæð. Á þessum slóðum, neðan til i
hliðum fjalla, hefur áhrifa beitar
sennilega gætt hvað mest á með-
an búskapur var þar stundaður.
Litlar breytingar
hátt til fjalla
Ofar eru breytingarnar miklu
minni, jafnvel litlar sem engar
hátt til fjalla. Þar liggur snjór
lengi, vaxtartiminn er stuttur og
fáum jurtum hagfelldur, og þar
hefur fénaður aldrei gengið á
beit, svo verulegu nemi.
—JH
Dr. Kristján Eldjárn
tekur við embætti á ný
SB-Heykjavík.
Forseti tslands, dr. Kristján
Eldjárn, tók í gær formlega við
embætti til næstu fjögurra ára.
Athöfnin fór fram i Dómkirkj-
unni. þar sem biskup tslands
prédikaði, og i Alþingishúsinu,
þar sem forsetinn undirritaði eið-
stafinn og tók viö kjörbréfi af
handhöfum forsetavalds.
Athöfnin f Dómkirkjunni hófst
kl. 15.30 og hafði allmargt fólk
safnaztsaman á Austurvelli til að
fylgjast með I gegnum hátalara.
Gengið var úr Alþingishúsinu til
kirkju. Fyrstir gengu forsetinn og
Logi Einarsson, forseti hæsta-
réttar, þá forsetafrúin, Halldóra
Eldjárn og biskup tslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, siðan for-
sætisráðherra, Ólafur Jóhannes-
son, Asgeir Asgeirsson, fyrrver-
andi forseti, Eysteinn Jónsson,
forseti sameinaðs Alþingis og
ráðherrar.
Viðstaddir athöfnina i kirkjunni
voru einnig alþingismenn, full-
trúar erlendra rikja og ýmsir
framámenn.
A eftir ræðu biskups var flutt
bæn og dómkórinn söng, en siðan
var gengið aftur til Alþingishúss-
ins. Ergestir höfðu komið sér fyr-
ir i sætum, gengu forsetafrúin og
biskupinn i salinn og siöan forset-
inn og handhafar forsetavalds.
Logi Einarsson, forseti hæsta-
réttar, flutti ávarp og las upp eiö-
stafinn, sem dr. Kristján Eldjárn
undirritaöi.
Að lokinni athöfninni gengu for-
setahjónin út á svalir þinghúss-
ins þar sem forsetinn flutti minni
fósturjarðarinnar. Lúðrasveit
Reykjavikur lék ,,Ég vil elska
mitt land” og mannfjöldin hróp-
aði ferfalt húrra fyrir Islandi. Þá
gengu forsetahjónin aftur inn fyr-
ir og forsetinn flutti ræðu, sem
fólkiö úti fyrir hlustaði á gegnum
hátalara.
Sjá einnig bls. 5—6
Fór Flekka yfir þver-
an Vatnajökul?
Flekka, sem heimsótti
visindamennina á Bárðar-
bungu, verður æ dularfyllri.
Þegar Timinn átti tal viö Páll
Theódórsson cðlisfræðing i
gær, kom upp úr kafinu, að
mark á henni var taliö vera
tveir bitar aftan hægra og
heilhamraö vinstra — ekki
hamrað. En þessi mörk eru til
' i nálægum sýslum.
— Hún fékk rúgbrauð hérna
hjá okkur, sagöi Páll, og svo
nartaði hún litillega i gamalt
Morgunblaö. Liklega hefur
henni þó fundizt i þvi litil mat-
arfurða, þvi að hún gekk frá
leifðu. Klukkan tiu um morg-
uninn var hún horfin — hafði
sýnilega haldið áfram jökul-
göngu sinni.
Andspænis fregn af svona
undarlegri kind koma auðvit-
að i hugann sögur um fé
útilegumanna eöa þá huldufé,
sem oft kvað hafa verið mis-
litt.
Úr mannabyggðum kynni
Flekka þó að vera, ef ekki
hefðu verið bitar á hægra
eyra, heldur tvö stig. Þá heföi
verið á henni mark Jakobs
bónda Bjarnasonar á Hörgs-
landi á Siðu. Hafi aftur á móti
verið hamraö á vinstra eyra
eins og sagt var i útvarpsfrétt-
um, þá kynni hún að vera eign
Páls Bjarnasonar i Hörgsdal.
Þeir eiga báðir flekkóttar ær.
Reynist nú svo, að ærin hafi
verið sunnan af Siðu, sagði
Páll í Hörgsdal sennilegast, að
hún hafi farið á jökulinn milli
Hverfisfljóts og Skaftár. En af
þvi leiðir aftur, að hún hefur
fariö um þveran Vatnajökul.
Kröfur Breta og Þjóðverja
fyrir Haagdómstólnum
Krafa Breta um bráðabirgöa-
bann við útfærslu tslendinga á
fiskveiðisögu sinni við strendur
landsins kom fyrir Haagdómstól-
inn i gær.
Sams konar krafa frá
Vestur-Þjóðverjum mun koma
fyrir hann i dag. Fara stjórnar-
völd beggja þessara landa fram
á, að dómstóllinn leggi bann við
útfærslunni, þar til dómur hefur
gengið um réttmæti hennar.
Rikistjórn Islands hefur ekki
sent neinn fulltrúa til Haag til
þess að tala þar máli sinu, þar eð
hún telur dómstólinn ekki hafa
neitt vald til þess aö kveöa upp
úrskurð i þessu máli eða taka
neinar ákvarðanir um viöáttu
fiskveiðilögsögunnar.
Jafntefli í 9. skákinni —
Sjá umsögn Friðriks Ólafssonar á bls. 3.