Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 2. ágúst 1972 LEIKUR ER LÍFSNAUDSYN Smábörn Stórir kubbar og leikföng til að raða. Grófir bilar, hjólbörur, leik- föng til að draga á eftir sér, mjúk- ar brúður og dýr. Sandfötur . 3-6 ára Alls kyns bilar og ökutæki, sem hægt er að ferma og afferma, skóflur, spaðar og fötur, brúður og brúðuföt, samsetningarleik- föng, simi, hvers kyns spil, vef- grindur, brúðuvagnar o.s.frv\ Þá er fólki bent á, að börnum þurfa að vera búin góð tækifæri til að leika sér á heimilunum, engu siöur en fullorðnum til hvildar og tómstundastarfs. Ýmislegt/sem til fellur i hús- haldi — kassar, umbúðapappir, auglýsingapésar, kvistar, steinar og reki — allt þetta kemur imynd- unaraflinu af stað i spennandi leikjum. Börn ættu að fá að klæða sig i gömul föt. Blýantar, litir og papp- ir ættu alltaf að vera til taks, og við og við leir og módelvax. Skæri, hamar, töng og sög eru góð verkfæri handa börnum. Tilbúin leikföng eru góð viðbót við allt þetta en þvi aðeins að þau séu valin af kostgæfni. SJ Þelta minnir helzt á listaverk. I.eikir eru hörnum nauðsyn- legir. Þeir eru undirbúningur fyrir fullorðinsárin. i leik æfist og þroskasl likanii, fingrafimi og imyndunarafl. í leik lærir barnið inarga hluti. Gott leikfang vekur áhuga harnsins. heldur honum og vckur starfslöngun þess. Gott leikfang er sterkt og það niá nota á inargan hátt. Þessa viku stendur yfir leik- fangasýning i Hagaskóla i tengsl- um við Norræna fóstruþingið. sem haldið er á sama stað. Þar eru margvisleg leikföng, flest dönsk og litið eitt af þýzkum. Ein- kennandi fyrir sýninguna er, hve leikföngin eru vöhduö og sterkleg. Mörg þeirra eru úr tré og minna á leikföng þau,sem tiðkuðust fyrir 25-30 árum og fyrir þann tima. Pla^t-^r litið áberandi og einnig málmar. Athygli skal vakin á, að almenningur er velkominn á sýn- inguna, sem verður opin siðdegis alla daga til sunnudagskvölds. Opið er i hádeginu og á miðviku- dagskvöld til kl. 9, en aðra daga til 6 siðdegis. „Alþjóöasamtökin um uppeldi barna undir skólaaldri hafa látið búa til þessa sýningu úrvalsleik- fanga, og Thea Bank Jensen for- maður nefndarinnar, sem ann- aðist það starf, er hér á landi og gefurgestum upplýsingar og ráð. Forstöðumenn barnaheimila og aðrir einstaklingar geta pantað sams konar leikföng og eru á sýn- ingunni og annast Fóstrufélagið milligöngu um það. Leikföngunum á sýningunni er að nokkru leyti skipt niður eftir þörfum hinna ýmsu aldursskeiða. Þó er ekki ætlast til, að þessi skipting sé tekin bókstaflega heldur aðeins sem visbending. Börn eiga að fá þau leikföng, sem hæfa þroska hvers einstaks þeirra og áhugamálum. Les- endum til fróðleiks greinum við frá upplýsingum, sem eru á sýn- ingunni, um hvers kyns leikföng hæfa hverjum aldri. Ungbörn Leikföng, sem fara vel i hendi og munni. Þau eiga að vera traust, án hvassra brúna, gjarnan margvisleg að lögun og i sterkum litum. Mjúkar brúður og dýr eru ómissandi börnum á þessum aldri. Hringlur, tuskuboltar, gúmmiboltar og einfaldir kubbar eru einnig mikilvæg. Góft leikföng fyrir börn á fyrsta ári. Þcssir gripir hæfa vel börnum á öftru ári. 2-4 ára börnuni falla vel slík leikföng. l'hea Bank Jensen og tvær islenzkar fóstrur ásamt nýju samsetningarleikfangi á hjólum. HITABLÁSARI TIL HEYÞURRKUNAR A forsiðu Timans 21. júli s.l. birtist grein undir fyrirsögninni: „Hitablásari reyndur i Lundar- reykjadal” (J.H.) t greininni er vikið að þvi, að tilraun hafi verið gerð á Hvanneyri með blásarann i tvö sumur, „en þeim verið hag- að þannig, að þær sögðu litið um gagnsemi þessara tækja”. Þar sem hér mun vera átt viö tilraun, sem gerð var á vegum Verkfæranefndar rikisins árið 1964, óskar undirritaður að gera litillega grein fyrir þeim hér og leiðrétta misskilning, sem virðist koma fram i framangreindri til- vitnun. Hitablásarisá, er hér um ræðir, er oliukyntur lofthitunarketill með sambyggðri viftu. Slik tæki eru notuð allmikið erlendis við þurrkun áheyiog korni, en upphit- un loftsins flýtir mjög fyrir þurrkun, einkum ef tiö er vot- viðrasöm. Hinsvegareru slik tæki yfirleitt ekki notuð tii þess að þurrka nýslegið gras, heldur er það fyrst þurrkað að verulegu leyti úti á vellinum, en upphitun sú, sem fæst frá hitablásaranum notuð til þess að auka afköstin við súgþurrkun þess eftir hirðingu. Verð á hitablásurum sem þessum mun vera 100-200 þús. kr. Tilraun sú, sem framkvæmd var að Hvanneyri 1964, var gerð að beiðni forráðamanna blikk- smiðjunnar Glófaxa i Reykjavik. Var lagt svo fyrir, að reynt yrði að þurrka heyið að fullu með hita- blásaranum, þ.e. taka það blautt strax að loknum slætti, setja i stæðu og blása siðan upphituðu lofti undir hana. Niðurstöður til- raunanna sýndu, að heyið mis- þornaði mjög, og nýting hitaork- unnar varð léleg. Er það og margsönnuð staðreynd bæði hér- lendis og erlendis, að fullþurrkun heys, sem sett er blautt i fasta stæðu, er orkufrek og nær óger- leg, nema unnt sé að hreyfa heyið og hræra i þvi á meðan á þurrkun stendur. Á undanförnum árum hefur bú- tæknideild á Hvanneyri gert til- raunir með upphitun lofts til súg- þurrkunar á heyi, og hafa niður- stöður þeirra tilrauna verið birtar i tilraunaskýrslum og timaritum um landbúnaðarmál. Þurrkunaraðferð sú, sem ráð- gert er að nota á Skálpastöðum i Lundarreykjadal nú i sumar, byggist á þvi, aö heyið er þurrkað i tveim áföngum, forþurrkað með hitablæstri i lágri stæðu og siðan fullþurrkað við venjulega súg- þurrkun i hlöðu. Aðferð þessari er lýst nokkuð i Handbók bænda 1970 (Ól. G.: Véþurrkun heys). Þegar blásiö er lofti upp i gegn- um heystæðu, leitar loftið sér leið, þar sem mótstaðan er minnst i stæðunni og þar þornar heyið ör- ast. Þegar það er orðið þurrt upp úr á slikum stöðum, tapast loftið þar út og nýtist þvi illa til þurrk- unar. Forþurrkun með loftblæstri byggist á þvi að stööva þurrkun- ina, áður en slikt orkutap byrjar að ráði. Mælingar, sem Bútækni- deild gerði 1969 og 1970, benda til þess, að á þvi stigi sé meðalraka- stig heysins i stæðunni 40-50%, en við það mark má hirða hey i venjulega súgþurrkun. Með þvi að blanda heyinu vel saman um leið og það er fært yfir i súg- þurrkunarhlöðuna, t.d. með þvi að blása þvi meö heyflutnings- blásara, á að takast að fullþurrka það þar á venjulegan máta. A árunum 1967-1969 var allmik- ið magn af heyi þurrkað á þennan hátt á Hvanneyri, og átti Guð- mundur Jóhannesson ráðsmaður frumkvæði að þvi. Setti hann m.a. fram þá hugmynd að forþurrka heyið á rimlagólfi fjárhúsa með þvi að koma fyrir loftblæstri und- ir þvi. Er það vel framkvæman- leg lausn, þar sem hægt er að skapa viðunandi aðstöðu við til- færslu heysins inn og út úr krón- um. Með vélþurrkun heys i tveim áfongum, éins og tiér hefur verið lýst, á að vera unnt að nýta viðunandi vel þá orku, sem fer til þurrkunarinnar við aðstæður, sem flestir bændur gætu komið upp á búum sinum. Hinsvegar krefst slik þurrkun mikillar orku, og er þvi dýr, ef notuð er olia til hitunar. Eins og fram kemur i fyrrnefndri blaðagrein, mun Bú- tæknideild framkvæma tilraunir að Skálpastöðum nú i sumar á notagildi þessarrar þurrkunarað- ferðar, einkum með hliðsjón af nýtingu orkunnar og vinnu við til- færslu heysins. ólafur Guðimindsson, Hvanneyri Allsherjarat- kvæðagreiðsla hjá framreiðslu mönnum ÞÓ-Reykjavík Alsherjar-atkvæftagreiftsla, vegna kjarasamninga, fram- reiftslumanna hófst f gærmorgun á skrifstofu félagsins aö óftins- götu 7. Astæðan fyrir þessari atkvæða- greiðslu er sú, að framreiöslu- menn felldu samninga þá, sem tókust milli Félags veitingahúsa- eiganda og fulltrúa félagsins, með mjög litlum mun á fundi, þar sem aðeins tæpur þriðjungur félagsmanna var mættur. Vegna þessa fór sáttsemjari fram á alls herjaratkvæðagreiðslu. At- kvæðagreiðslan hefst i dag kl. 10 fyrir hádegi og lýkur kl. 18. — At- kvæði verða talin hjá sátta- semjara á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.