Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Miðvikudagur 2. ágúst 1972
orðin tuttugu og gjögurra ára gömul. Enn var ég þó svo ung- og lagleg
að ég fangaði athygli karlmanna, , þegar ég var ein á ferðalagi. Það
var aðeins stöku sinnum, að vonleysis- og kvíðasvipur kom á mig.
„Góöa Emilía”, sögðu Parkerssysturnar oft við mig „stúlka með þitt
útlit getur verið alveg ról eg. Það er ekki eins og það sjáist á þér, að
eitthvað bagi þig”.
Ég veit, að þær voru aö reyna að telja i mig kjark. En ég gat ekki lýst
þvi, hve þessi þreytumerki voru mér til mikils angurs. Ég vissi, að það
var ekki nein sigurför að fara til Blairsborgar með vonleysið i aöra
hönd. En gég varð að taka staðreyndunum. Ég varð að koma Emmu
frænku i skilning um það, að ég gat ekki haldiðið áfram þessari þrauta-
göngu. Og Harrý — ég varð að láta hann skilja, aö það var aðeins návist
hans, sem gat veitt mér fró og huggun i raunum minum. Siðast er ég
brá mér heim um eina helgina, hafði hann verið fálátur og önnum kaf-
inn, og bréf, sem ég fékk frá honum fyrir fáum dögum hafði valdið mér
vonbrigðum. Ég tók það úr tösku minni. Það var aöeins ein örk. Ég
lagði það á borðið og las það að nýju i þeirri von að ég rækist þar á ein-
hverja uppörvandi setningu, sem mér hefði skotizt yfir til þessa. Ég
var eins og krakki sem leitar i tómum sælgætispoka i þeirri von, að
þrátt fyrir fyrri leit kunni einn moli að leynast i horninu.
„Astin min! (byrjaði bréfið). Ég skammast min fyrir vanrækslu
mina i hvert skipti, sem ég fæ bréf i'rá þér. En satt að segja hefur öng-
þveitið hér aldrei verið meira en nú siðan 1929. Ef þú lest blöðin, munt
þú sjá við hvilika erfiðleika er að striða i iðjuverunum. Þú mátt hrósa
happi að vera ekki hér. Hér er stjórnleysi og vandræði og agaleysi og
allt á heljarþröm. Vonandi verður þó eitthvað gert til þess aöráða'bótá
vandræðunum áður en næsti aðallundur hefst.
Mér þykié leitt að frétta, hve lækningatilraunirnar bera litinn árang-
ur. En láttu það ekki á þig la, Emma. Einhvern veginn finnst mér eins
og úr þessu muni rætast fyrr en varir. Vertu bara þolinmóð og staðföst.
Þú hei'ur að visu lengi og viða leitað þér lækninga sizt ber ég á móti þvi,
og þú hefur tekið þessu eins og sannri hetju sæmir. Ég þarf þvi ekki að
minna þig á, hvernig mæta á þessu andstreymi...”
Ég sneri örkinni við. Skjall hreif mig ekki lengur.
...Sú uppátsunga þin, að ég komi á Harvard-kappleikinn i næstu
viku, er i sjálfu sér góð, en hún Hanna litla er í essinu sinu um þessar
mundir, og hún er með bifreiðina alla daga. Ég vona bara, að ég geti
útvegað mér aðra bifreið til ferðarinnar. — Jæja, væna min. Það er
orðiö framorðið, og verksmiðjuflauturnar kall- i fyrra málið eins og
endranær. Hér er i mörgu að snúast eins og þú getur getið þér nærri.
Mér þykir leiðinlegt að þú skulir ekki geta verið hér á afmælisdaginn
hennar Emmu frænku þinnar. Láttu mig vita, hvenær þú hefur hugsað
þér að skreppa heim ef það bregzt, að ég komist á kappmótið.
Ástarkveðja. — Harry”.
Ég braut bréfið saman og lét það aftur i umslagið. Það var ástæðu-
laust að vera óánægð með þetta bréf. Harrý hafði aldrei verið mikill
mælskumaður, og ég gat sagt mér það sjálf, að hann hlaut að vera
annars hugar vegna standsins i iðjuverunum. En óneitanlega hefði það
glatt mig stórum, ef hann hefði skrifað: „Sakna þin alveg hræðilega”,
eða eitthvað þess háttar á spássiuna. Hann hlaut að skilja, að það var
miklu fremur hans vegna en sjálfrar min, að ég hafði lagt það á mig að
hrekjast svona á milli lækningastofnananna. Ég hafði þolað þetta
vegna ástar okkar. Hún mátti ekki hljóta neitt áfall, þótl ég hlyti það.
En þó gat ég getið mér þess til, hvað fólk hugsaði og talaði, þegar það
horfði á eftir okkur, er við vorum saman á göngu.
Maður nokkur hafði tekið sér sæti skammt frá mér og ég sá það i
speglinum, að hann horfði frekjulega á mig. Mér gramdist þetta
augnatillit, þvi að það var i senn ósvifið og skeytingarlaust. Ég galt i
sömu mýnt — horfði á hann i speglinum — en hann gaf þvi engan gaum.
Ég gat mér þess til, að hann myndi vera tæplegaþritugurað aldri, og
þótt hann væri dável búinn sá ég undir eins, að föt hans voru ekki jafn
vönduð og þau, sem Harrý og aðrir menn, er ég þekki,voru vanir að
klæðast. Þó var i fari þessa manns eitthvað tigið, sem vond klæði
megnuðu ekki að dylja. Hann bar höfuðið hátt, bráin var dökk og and-
litið fölt, og há kinnbeinin ollu þvi, að það virtist breiðara en ella. Við
fyrstu sýn virtust augun dökk og þvi ollu löng svört augnahárin en i
rauninni var hann gráeygður. Hendurnar voru mjúklegar og óvenju-
lega vel hirtar. það var eins og þær hefðu verið fágaðar og snyrtar
meðan nokkur laus arða s at á beini.
Enn eru tuttugu minútur þangað til lestin leggur af stað, hugsaði ég.
Það er skárra að ganga um brautarpallinn en að vera hér eins og sýn-
ingargripur fyrir ókunna menn. Ég ýtti þvi frá mér bollanum og seild-
ist niður i pyngju mina eftir peningum. En ég var hálfloppin af kulda og
missti peninginn, þegar ég ætlaði að leggja hann á borðið. Hann rann
stóran sveigeftir gólfinu og hafnaði við fætur mannsins og valt þar út af
og staðnæmdist.
„Þakka yður fyrir, þakka y ður innilega fyrir”, tautaði ég fyrir
munni mér, þegar hann rétti langa hvita fingurna i áttina til min. Ég
vogað ekki að lita hærra en svo, að ég rétt sá efsta hnappinn á frakkan-
um hans.
Fyrstu eintökin af siðdegisblöðunum höfðu komið i þessum svifum.
Ég staðnæmdist við blaðsöluskýlið og keypti eitt blaðann-og rak strax
augun i heljarstóra fyrirsögn: „Elztu vefstofurnar- i Nyja-Englandi i
hættu. Friðarpipuiðjuverin eiga i harðri kaupdeilu við verkamanna-
samtökin. Verksmiðjufólkið efnir til fjöldafundar i kvöld”.
1 kvöld. Og það var afmælisdagur Emmu frænku. Ég leit á dagsetn-
inguna á blaðinu. Ég hafði hugsað svo mikið um sjálf. mig, að ég hafði
steingleymt þessu. Nú sá ég, að ég mundi komast heim i tæka tið til
þess að taka þátt i afmælisfagnaði hennar. En af þeim tiðindum, sem
sögð voru að heiman, dró ég þó, að nú væri allt með öðrum blæ en vant
var. Ef til vill var rétt af mér að sima heim og tilkynna komu min. En
t lþróttaskólanum i Argos voru full-
komnar aðstæður til að æfa allar iþrótta
greinar. Þar voru einnig háttlaunaðir
þjálfarar, læknar og nuddmeistarar.
Matarræði og þyngd var undir ströngu
eftirliti og bæði steypi- og gufuböð voru
til staðar. Væntanlegir Olympiuþátttak-
endur frá nálægum bæjum litu á þessi
finheit öfundaraugum.þvi þeir áttu ekki
kost á búningsklefum hvað þá
meira.
HVELL
G
E
I
R
I
T^—^rYö^ðTg kæmist til
byssur, ekki húsbónda mins. v
leikföng eins og
þetta!
Ég varð að
sleppa! Þá eltu
þeir mig með
byssur!
Það hlýtur að
vera
hræðilegt að
búa innan
veggja! /
\lfundu migi geim
' farinu settu þeir
mig a stað með
veggjum! .
íbúar þessa heims eru
hræðilegir!
Ég myndi
alltaf hlýða
honum að
aldrei hlaupast
. i burtu aftur!
mmm!'
MIDVIKUDAGUR
2. ágúst
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdcgissagan:
„Loftvogin fcllur" eftir
Kichard Hughcs. Barður
Jakobsson les þýðingu sina
(3)
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 islensk tónlist.
16.15 Veðurfregnir.
Konungsefnið og nýliðarnir.
Sæmundur G. Jóhannesson
ritstjóri á Akureyri flytur
16.45 Lög leikin á óbó
17.00 Fréttir. Tónleikar.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónieikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál.
19.35 Álitamál.
20.00 Einsöngur. Þuriður
Pálsdóttir syngur lög eftir
Jórunni Viðar. Höfundur
leikur með á pianó.
20.20 Sumarvaka a. Tvær
ræður og ein blaöagrein.
eftir Guðmund Finnboga-
son. Finnbogi Guðmundsson
flytur. b. „útsær”, kvæði
eftir Einar Benediktsson.
Ásmundur Jónsson frá
Skúfsstöðum les af segul-
bandi. c Fornar ástir og
þjóðlegt klám. Siðari hluti
frásöguþáttar eftir Skúla
Guðjónsson á Ljótunnar-
stöðum. Pétur Sumarliða-
son flytur. d. Kórsöngur.
Liljukórinn syngur undir
stjórn Jóns Ásgeirssonar.
21.30 Útvarpssagan „Dalalif”
eftir Guðrúnu frá Lundi
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Fram-
haldsleikrit: „Nóttin langa”
eftir Alistair McLean.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
2. ágúst 1972
20.00 Fréttir
20.25 Vcður og auglýsingar
20.30 Fjórðungur mannkyns.
Mynd um Alþýðulýðveld-
ið Kina eftir bandariska
blaðamanninn Edgar Snow,
sem kunnur varð á árunum
kringum 1940 fyrir bækur
sinar um málefni Austur-
Asiu, og byltinguna i Kina,
en hann var þá búsettur i
Kina um árabil. Hér greinir
hann frá ferðalagi sinu til
Kina árið 1966 með frásögn
og myndum, rifjar upp sögu
byltingarinnar og þróun
menningarmála og atvinnu-
lifs á undanförnum ára-
tugum. Einnig ræðir hann i
myndinni við ýmsa kunna
Kinverja, þar á meðal Maó
formann og Sjú En Læ.
Þýðandi og þulur: Öskar
Ingimarsson.
21.45 Búlgarskir dansar.
Nitján fél. úr Þjóðdansa-
félagi Reykjavikur sýna
búlgarska þjóðdansa.
Stjórnandi er Vasil
Tinterov.
22.05 Valdatafl. Brezkur fram-
haldsmy ndaflokkur. 7.
þáttur. Óvæntur mótleikur.
Þýðandi: Heba Júliusdóttir.
Efni 6. þáttar: Wilder rær
að þvi öllum árum að skapa
alvarlega misklið milli
Bligh-feðganna. Hann biður
vinkonu sina, Susan
Weldon, að sýna sér skjöl,
sem hún hefur undir
höndum, og gætu orðið
hættulegt vopn i baráttunni
við þá feðga. Hún neitar, en
kveðst þó mundu sýna þau
eiginmanni sinum. Wilder
stenzt þessa freistingu, en
Caswell gamla grunar hvað
i vændum er.
22.50 Frá heimsmeistara-
einviginu i skák
23.00 Dagskrárlok.