Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miovikudagur 2. ágúst 1972 GUNNVÖR BRAGA: ÞAR SEM NATTURULOG- MÁL 0G MANNKÆRLEIK- URRAÐARÍKJUM Flatey er löfraland, perla i hinu breiðfirzka eyja- bandi — sú dagslátta drottins, sem fangar hvern næman huga, er þar stigur fæti á jörð. Fyrir skömmu birtist hér i blaðinu grein um Flatey eftir ungan mann, sem gist hafðieyna skamma stund, og nú kemur fram a sjónarsviðið ung stúika, sem þar hefur ,,fundið sterkastan ilm af þvi lifi", sem hana dreymir um að lifa. t>ann sama ilm mun Ilalldór Laxness hafa fundið fyrir löngu, þegar hann var i Flatey, og JÖkull Jak- obsson og Baltazar siðar, og vafalaust mun Flatey kveikja viðlika kenndir i mörgu brjósti á ókomnum árum. Þessi mynd er tekin frá Flateyjarkirkju, og sér l Ég held að ég sé búin aö vera fimm mánuði á leiöinni f Flatey, paradisina, sem alla dreymir um að heimsækja og dveljast i. Ég hafði heyrt svo mikið um fegurð- ina, sem streymdi úr öllu þar, og sú fegurð hélt áfram að birtast fyrir hugskotum minum: Mig langar — mig langar, söng inn i höfðinu á mér, — komdu — komdu, heyrðist mér hún segja i fjarska — i daga og vikur. Nú er ég að fara, fara, FARA. Svona með öllu tilheyrandi: Kossum, fallegum kveðjuorðum og smá- tárum. En nú langar mig alls ekki til þess, en verð..... Sólin hefur þeytt öllum skýj- unum það langt i burtu, að þau sjást ekki, og á óraunverulegum hraða hossast ég i rútubil gegnum fegurstu myndabók, sem ég hef séð, blaðsiðu eftir blaðsiðu. Skyldir þú, sem fórst höndum um lögun alls á landinu minu, ekki hafa haft gaman af að raða saman ótrúlegustu steinteg- undum og litum i þessa heildar- fegurð? Það er meira að segja gullfjall á leiðinni vestur. Mér var sögð saga af Englendingi, sem hafði heyrt af gullinu. Hann lagði land undir fót og labbaði alveg út að sjó, fékk sér fleka og sigldi i átt að íslandsströndum, kom við i verzl- un i Reykjavik og keypti sér haka, skóflu og stóran poka og fór svo vestur i Stykkishólm, þvi að hann ætlaði að verða rikur. Þeir sem heyrðu hann segja frá gull- inu, héldu, að hann væri vitlaus, en hann vissi og vissi betur, að allt, sem maður vill, er hægt. Hann fór einförum i marga mánuði, dútlaði i f jallinu og hvarf svo. Svo segjast sumir hafa það fyrir satt, að eftir þetta hafi hann orðið rikur. Við hliðina á mér í rútunni sat islenzkur milljónamæringur, og sá fór ekki leynt með það: Upp úr öllum vösum ultu eða stóðu pen- ingar. Harin var gamall, vel kenndur og tuðaði við mig alla leiðina. Ljótari mann hef ég aldrei séð. Mér var flökurt allan timann, sem hann sat þarna óstöðvandi. Hann var með samansaumaða efri vörina, og tennur, sem minntu á stuðlaberg, voru festar með skæru, gulu kitti við góminn, auk þess sem þær voru útataðar i tóbaki og mó- rauðri tóbaksslefu, þvi að hann var sitakandi i nefið, milli þess sem hann þurrkaði viðbjóðnum til skiptis i sig og mig. Hvernig er það, eru ekki til neinar hrein- lætisreglur á þessu landi? „Ég er úr Reykjavik, en fór vestur á firði i þriggja vikna sumarfri og er búinn að vera þar i átta ár — ha, ha. Ég byrjaði á að smiða hús, seldi það fábjána, byggði annað stærra og seldi, byggði og seldi. — Nú, þannig varðstu rikur? — Likar þér það ekki — ó i* nei,...En mér er alveg sama. Alveg sama, þó þér liki ekki neitt, ég ætla nú samt að halda áfram að segja þér frá mér. Ég giftist, kerlingin eignaðist sex dætur, all- ar giftar til utlanda — AMERIKU — þaö er svo fint. Kerlingin fór að fara i taugarnar á mér, hún var nöldrandi allan daginn, svo ég bara skildi við hana. Keypti hús og bil handa henni, og ef hún opn- ar munninn, þá sting ég bara seðlum að henni. Samræöurnar hættu hér, þvi að nú er rútan komin i Stykkishólm, og Baldur bátur liggur við bryggjuna, tilbúinn að leggja af stað i átt að Flatey. Ég sé húsa- þyrpinguna minnka og minnka þangað til ekkert sést nema spegilsléttur glampandi sjórinn. Loksins finnst mér vera komiö sumar, og það heldur betur, þvi að ég er kófsveitt á báti Uti á miðjum Breiðafirði. Ég er eins og litíll krakki, æði um bátinn og rannsaka allt. Þarna er fugl, hann stingur sér á kaf, og langt i burtu skýtur hann upp kollinum, starir ruglaður i kringum sig og flýgur fram hjá okkur. Sá var illilegur á svipinn. „Það sést til eyjunnar", segir einhver, og ég stari á litinn blett, sem smátt og smátt kemur i ljós, að er eyjan. Fyrst i stað finnst mér hún vera agnarlitil, en þegar við færumst nær, verður hún i imyndun minni heljarstór. Við rennum framhjá skerjum, sem eru eins og stuðlaberg, inn i litinn vog, og Baldur leggst upp að nokkurra þuml. stórri bryggju, sem Flateyingar hafa byggt sjálf- ir. Á bryggjunni standa tiu til fimmtán manneskjur, allar með sama svipnum, gefandi öldunum, bátnum, steinunum, pökkunum, þér og mér — öllu og öllum — tindrandi fallegt bros, og þegar búið er að festa bátinn, tvistiga þau öll á bryggjunni. Ég skil ekki hvers vegna, nema kætin stafi einungis af þvi að Baldur er hérna, kannski fær fólkið bréf með póstinum. Ég hoppa upp á bryggjuna, þvi að nú hefur kæti þeirra smitað mig og ég hugsa „Flatey er búin að snerta þig". Það er tekið á móti okkur eins og »f s 'fN i!'!_JÍhl.' m X t þessum húsum var einu sinni verzlað, þarna var kaupfélagið I eina tíð. við hefðum verið i smá-bæjarferð og séum nú loks komin heim. Ég var ekki spurð að nafni, bara látin finna, að ég væri velkomin og mér finnst eftir fyrstu kynni min viö eyjuna, eins og ég hafi hvergi annars staðar átt heima. Ég hugsa, aö fólkið á eyjunni hafi álitið mig hálfskritna, þvi að ég gat engan veginn leynt undrun minni á þessari jarðnesku paradis. Rétt við bryggjuna stendur stórt en illa útleikið hús. Það er frystihúsið. Sennilega hafa marg- ar verklagnar hendur unnið vel þegin störf þarna inni, þegar menninguna bar sem hæst, og enn •¦ er unnið þarna. Nú nota þeir húsið til að hreinsa og sviða sviðin og hreifana af selnum, sem veiðist við eyjuna. Selveiðar eru einn helzti atvinnuvegur Flateyinga, þvi bæði fá þeir ógrynni af mat af honum, sem þeir tilreiða þannig, að hann geymist yfir vetrartim- ann, og svo selja þeir skinnið af honum á tvö til þrjú þúsund krón- ur hvert. Karlmennirnir fara á sjó eins oft og hægt er. Ég fór aldrei með i selveiðiferð, þvi að mér væri ómögulegt að deyða dýr, sem hefur jafn heill- andi augu og selurinn, eftir að ég hafði horft i þau. Frystihúsið er illá leikií og é'g heyri, að þangað hafi komið ein- hverjir krakkar úr landi, sem ekki hafi getað stillt sig um að brjóta allar rúður i húsinu og stela harðfiski, sem hékk á göml- um trönum rétt við bryggjuna. Mig langar til þess að spyrja: Hefur ykkur aldrei dottið i hug að koma hingað út og borga tjón- ið, sem þið ulluð? Eða ætlizt þið til, að eyjarskeggjar rói ein- hverja nóttina hljóðlega i land og borgi i sömu mynt? Ég svara báðum spurningum neitandi. Ykkur, sem gerðuð spellin i Flatey skortir manndóm til þess að gangast við gerðum ykkar og bæta fyrir brot ykkar. En Flateyingar eru sannkallað gæðafólk, sem aldrei mun hefna sin með neinu misjöfnu. Ég held áfram göngunni að tveim samliggjandi húsum. I þeim búa bændurnir á eyjunni. I þvi neðra búa Svanhildur oog Jói ásamt börnum sinum. Jói er bókavörður og gætir þess, sem eftir er i bókasafni eyjunnar. Einu sinni var það eitt merkileg- asta bókasafn þessa lands, en nú hafa einhverjir menn, sem telja sig hafa vit á öllu, farið með meiri hlutann af bókunum i önnur söfn. Sitt sýnist hverjum og mér mitt, og þetta finnst mér vera stuldur. Jói stundar búskap og hjá þeím hjónunum fær maður mjólk. Eg sá hann stundum þeytast um túnin, rétt til að athuga, hvort dýrunum liði ekki vel. í efra húsinu búa Hafsteinn og Lina ásamt börnum sinum, og hjá þeim býr Sveinn, sem var skóla- stjóri i Flatey, þegar hér voru kaupmenn , læknir, prestur o.fl. Hafsteinn stundar selveiðar og fer með fólk i dún- og eggjatinslu um allar nálægar eyjar. Dún- tinsla er annar mesti atvinnu- vegur Flateyinga, en fremur óþægilegur, þvi að i dúninum eru svokallaðardúnflær.sem stökkva á mann, og af þeim fær maður ó- þolandi kláða. Ennþá held ég áfram fram hjá nokkrum húsum, eins og Strýtu, sem er litill ferkantaöur kubbur, sem bærinn á, og fram hjá útihús- um Jóa, en þar liggur vegurinn i beygju. Hægra megin liggja kind- ur og kýr og sleikja sig i sólarhit- anum, en á vinstri hönd stendur Paradis. Þar býr ný aðflutt fólk úr Hergilsey, sem stundar veiðar, og ef vel veiddist einhvern daginn gekk það um meö fisk i fötu og bauð öllum i soðið. Nú geng ég yfir grasflöt og upp að simstöðinni. Þar á ég að búa meðan ég dvelst á eynni. Sim- stöðin er eina húsið, sem er með rafmagni i, að visu er það mjög stopult, kemur og fer, rétt eins og þvi þóknast. Guðmundur úr Skál- eyjum er simstöðvarstjóri nú og við af honum tekur Ingibjörg, sem ég kom með. Þessum fyrsta degi minum i Flatey eyddi ég i samræður við Guðmund og er hann mér ógleymanlegur, þvi að mér fannst ég i fyrsta sinn tala við fullorðinn mann með sjálf- stæða og óbrenglaða skoðun. Hann kom mér til að finna skyld- leika minn við eyjuna. En meðan byggð var hér mest og fólk flest, bjuggu afi minn og amma hér og fæddu af sér móður mina. Þau bjuggu I Prestshúsi, sem stendur við litinn vog, þar sem silfurgarð- urinn er á milli simstöðvarinnar og Prestshúss. Ég átti margar stundir við Silfurgarðinn þvi öðru hverju fylltist hann af sjó og þá speglaðist allt i honum. Jafn- vel fannst mér þar stundum speglast svör við spurningum minum, en þær voru óþrjótandi, þvi að einhvern veginn langar mann til þess að fræðast meðan maður dvelst i Flatey. Við Guðmundur ræddum trú- mál og hann átti einungis til eitt orð til að lýsa skoðun sinni á þróun þeirra hér i Evrópu, orðið ÚRKYNJUN. Ég er honum hjart- anlega sammála, þvi hvað er það annað en úrkynjun, þegar f arið er að nota Jesú sem auglýsinga- brellu og söluvarning. STOPP. Hann sagði, að sér fyndist að manni, sem aldrei hefði gert ann- að en að lifa i og með náttúrunni þætti ekkert eins auðvelt og að samþykkja meistara að þessu meistaraverki. Maður þyrfti bara að opna augun og sjá fegurðina i öllu, sem væri i kringum mann. þetta væri allt lifandi eins og hann. Hann hafði einhverntima, eftir þriggja sólarhringa vöku og matarskort séð heilar hersveitir koma rið- andiútúr fjöllunum og vatnadisir liða upp úr sjónum i villtum dansi og honum væri einhvern veginn ómögulegtað afneita þessu. Hann sagði mér lika fra' þeim tima, þegar allt blómgaðist á eynni, og i huganum sá ég verzlanirnar opn- ar og fólk arka út og inn með fangið fullt af varningi. Allir gáfu sér tima til að rabba við næsta mann. Ég heyrði söng duna frá vertshúsinu og sá karlana smygla bjórkössum i land og fela þá inni á eyju, laumast á siðkvöldum nokkra saman að fá sér hress- ingu. Og einhvern veginn finnst mér hörmung, að allt skuli hafa dáið svona út i Flatey. Hann sagði, að einhverjir vitleysingjar úr landi hefðu i huga að kaupa eyna og stunda þar búfjárrækt i stórum stil. Það er komið kvöld og ég geng út fyrir dyr til að sjá, þegar sólin leggst út af. Ég sé að fleiri hafa það sama i huga, þvi að fólk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.